Föstudagur, 6. maí 2011
Hörpuvísitalan hristist og skelfur
Mynd; Bloomberg; CESIUSD:IND
"Óvæntinga-vísitala" Citigroup hefur hrunið síðustu mánuði. Þessari vísitölu má líkja við Steingrímsvísitöluna. Þegar Steingrímur og Jóhanna hundrað og einn birtast á svölum Hörpunnar og segja landsmönnum með gjallarhornum að landið sé að rísa og allt sé að batna, þá bætist plús einn við vísitöluna (+1). Hún ætti því að stíga og sýna okkur svart á hvítu að allt sé svo sósugott í þjóðarbúi Íslands. Er það ekki?
En svona einföld er vísitala þessi ekki. Hún borðar líka staðreyndir sem vega upp á móti hörpuslætti ríkisstjórnarinnar í 101. Hún tekur einnig inn raunverulegar hagtölur sem fást með því að mæla það sem gerst hefur í raun á meðan Jóhanna og Steingrímur blésu lofti sínu út í fjölmiðlum. Við hverja hagtölu sem passar ekki við fullyrðingar Steingríms, um að landið sé að rísa, fær vísitala mínus einn (-1).
Þetta er reyndar ekki alveg satt hjá mér, því þessi vísitala er staðsett í Bandaríkjunum. Gefin út þar af fjármálastofnuninni Citigroup. Hún mælir hvernig hagtölur falla saman við þær væntingar sem menn höfðu til þeirra. Ef birt er efnahagstala (hagtala) sem sýnir betri árangur en menn áttu von á, þá fær vísitalan einn í plús. Ef hagtalan sem birtist er hins vegar verri en það sem menn áttu von á, þá fær vísitalan einn í mínus. Daglega og vikulega er þetta síðan lagt saman og útkoman myndar vísitölu dagsins eða vikunnar og þar fram eftir götum.
Það er svona, cirka about, sem Citigroup Surprise Economic Indicators Index virkar. Hann hefur hrunið frá því í byrjun marsmánaðar sem þýðir að allt of margar hagtölur eru og hafa verið verri en það sem menn voru sammála um að væri í raun og veru að gerast í bandaríska hagkerfinu. Það sama gildir reyndar á heimsvísu. Allt er verra en menn héldu og vonuðu.
Undanfarnar vikur hefur silfurmarkaðurinn hrunið. Stórt hrun markaða varð síðan í gær. Þá var það olían sem hrundi um 12 dali á þeim einum og sama fimmtudegi, sem er met. Hrunið náði einnig til hávöru og málma eins og til dæmis kakóbauna, kopars, silfurs og gulls. Þessi lækkun er svo kröftug að hún fer inn í sögubækurnar.
Er allt að hrynja? Ég veit það ekki. Enginn veit það með vissu. En þeir sem voru séðir og unnu heimavinnuna sína vel - eins og til dæmis Warren gamli Buffet gerir - þeim er alveg sama þó svo að hlutabréfamarkaðir, sem og aðrir markaðir, séu lokaðir og læstir næstu fimm til tíu árin. Það gerir ekkert til þegar um þannig maraþonhlupara markaða er að ræða. Þessir eru alltaf í réttu myntinni. Mynt sem hefur fullvalda ríki á bak við sig. Í réttu vörunni eða bréfunum sem hafa hugarhlutdeild neytenda á bak við sig. Gleyma ber fyrirbærinu markaðshlutdeild, það segir okkur ekki neitt. Það eina sem skiptir máli er það sem geymt og ógleymt er í heilafrumum jarðarbúa; mindshare. Þetta gildir líka í pólitík.
Mind share => er það sem menn muna þegar áföllum slotar. Þeir sem fóru best úr úr óðaverðbólgunni í Þýskalandi á öðrum áratug síðustu aldar, voru þeir sem áttu pappíra í fyrirtækjum sem gátu lifað af. Svoleiðis voru bankar og útrápsfyrirtæki Íslendinga ekki. Og þannig verður Harpan heldur ekki. Geðbilunin keyrir áfram. Þetta er jú Weimartímabil Íslands - í 101.
Krækjur: FT: When indicators disappoint | Rout
Tengt; svona var málum háttað þá; The Surprise Index 22. ágúst 2008
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 7.5.2011 kl. 00:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 144
- Sl. sólarhring: 221
- Sl. viku: 363
- Frá upphafi: 1390993
Annað
- Innlit í dag: 113
- Innlit sl. viku: 239
- Gestir í dag: 105
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Tókstu eftir aðalfrétt Der Spiegel? Greece Considers Exit from Euro Zone
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.5.2011 kl. 01:05
Takk kærlega fyrir þetta Einar Björn.
Æ þessar helgar Einar. Mikið held ég að framkvæmdastjórn ESB óski sér þess heitt að engar helgar væru í dagatalinu. FT; er með uppfærða frétt sem einnig vísar á slóð þína; Greek-out culminates in talk of eurozone exit [updated]. Þar er þessu harðneitað, auðvitað.
En þegar þetta loksins gerist, held ég að við munum ekki uppgötva það fyrr en allt er um garð gengið.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.5.2011 kl. 02:22
Jamm, ef Grikkir hrinda þessu í verk, verður það einhverja helgina þegar bankar eru lokaði og þeir munu sjálfsögðu ekki vara kóng eða prest við fyrirfram.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.5.2011 kl. 16:00
Las Eu greinargerð, sem komst að því að það er ekki hægt að komast út úr Evrunni ef þú ert búinn að taka hana upp. Þ.e.a.s. án þess að fara lóðbint á hausinn.
Grikkir hafa þó eitt tromp uppi í erminni núna. Þeir eru komnir á hausinn, mörgum sinnum, svo það munar tæplega neinu að henda Evrunni. Eða hvað?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2011 kl. 17:00
Það er nákvæmlega málið Jón Steinar. Á sama hátt munu allir hætta að fjárfesta í dollurum þegar uppgötvast að þeir eru í raun einskis virði.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2011 kl. 18:53
Hvað gerist ef land á boð við Grikki segist ekki ætla að borga neitt?, og hvað svo þeggar menn viðurkenna að USA dollar er að verða jafn verðlaus og Þýska markið var á milli-heimstyrjaldaárunum( var notað sem veggfóðursefni ), vað getur komið til bjargar- eða í staðinn fyrir dollar- evru, þurfum við Íslendingar að fjárfesta í brimvörðum kafbát til að sigla með gull fyrir vörur??, dæmið verður skuggalegra með hverjum deginum sem líður án þess að neitt sé gert, getur USA og Evrópusambandið treyst á vopnaveldi sitt, eða erum við að fara að sjá nýja heimsmynd. Þar sem við þurfum að beia okkur og bukta fyrir Kínverjum?
Magnús Jónsson, 7.5.2011 kl. 23:08
Þakka ykkur innliitð
Það er rétt að engin leið er út úr evrunni. Haustið 2008 skrifaði ég um þetta í greininni "Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?" sem birtist Þjóðmálum 3. hefti 4. árgangi. Eina leiðin er að koma sér út þegar bankakerfið er komið í þrot og er undir áhlaupi. Þá verða menn að loka bönkunum og þá er hugsanlega hægt að opna þá á ný í nýrri mynt (sjá einnig; Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu)
Líklegar er nauðsynlegt að hafa herinn sér til aðstoðar. Hann veður að minnsta kosti að vera á bandi ríkisstjórnarinnar.
Varðandi Bandaríkjadal
Menn fjárfesta venjulega ekki í myntum. Þeir skekúlega hins vegar oft í myntum. Sem er afar hættulegt. Menn fjárfesta í eignum, eins og til dæmis í fyrirtækjum, fasteignum og vörum. Enginn hlutabréfamarkaður heimsins kemst með tærnar þar sem hlutabréfamarkaðir Bandaríkjanna hafa hælana. Bandaríkjadalur fer ekki neitt. Flest annað yrði fyrst að veða að engu áður en dollarinn fer að riða.
Einungis mjúkir og þunnir hausar biðja sífellt um harða mynt. Mynt er mynt. Hún er ekki fjárfestingavara og á ekki að vera það.
Ég sé Bandaríkin ekki leysta upp á næstunni. En ef ég fjarlægði hins vegar ríkisstjórn, ríkissjóð og ríkisfjárlög Bandaríkjanna úr hagkerfinu þá myndi dollarasvæðið samstundis breytast í evrusvæði. Þá þyrftu 50 fylki og fylkisstjórar þeirra að koma sér saman um hvern einasta dal sem sameiginlegur seðlabanki þeirra mætti prenta eða gefa út í viðbót við þá sem þegar eru í umferð. Og þá væri ekki hægt að aðstoða hagkerfið í neyð.
Þetta með að U.S Federal Reserve sé að prenta peninga er ekki "alveg rétt". Peningamagn í umferð hefur ekki aukist. Dollarar í umferð núna í fjármálakerfinu eru jafn margir og áður. Hins vegar hefur the Fed notað vald sitt til að kaupa pappíra og búið til fjármuni til þeirra verka og sem er mótframlag til þess þurrks sem hefur ríkt og ríkir að sumu leyti enn vegna hættu á verðhjöðnun sem orsakast af skorti á fjárfestingum sem prívat geirinn þorir ekki að inna af hendi við núverandi aðstæður.
Þ.e.a.s prívat geirinn þorir ekki að sinna hlutverki sínu við þessar aðstæður í kjölfar hrunsins sem bankarnir stóðu fyrir.
En þeir fjármunir (til pappírskaupa) eru ekki í umferð frekar en rétturinn til að búa til peninga út úr hinu bláa lofti er í umferð á tímum venjulegs árferðis. Svo eru pappírar þessir seldir aftur og þeir fjármunir sótthreinsaðir út úr kerfinu aftur því þeir eru ekki og hafa aldrei verið til staðar í fjármálakerfinu (þeir sátu fastir í vörslu seðlabankans)
Ef the Federal Reserve hefði ekki sinnt þessu hlutverki sínu af svona miklu hugrekki og kostgæfni síðan 2008 þá væri heimurinn slökktur núna, og súpueldhús á götuhornum sæju þorra fólks fyrir fæðu - við kertaljós.
WSJ: 22. des Is the Fed Printing Money?
"The Fed has been buying bonds since early 2009. When a private investor buys bonds, the investor uses cash or sells some existing asset to raise cash and uses that money to buy bonds. The investor might also borrow money from a bank and use the borrowed funds to buy securities on margin. The Fed can do something else. It has the power to electronically credit money to the bank accounts of sellers who in turn sell government securities or mortgage backed securities to the Fed. The banks get the money and the Fed gets the securities. The Fed isn?t literally printing $100 dollar bills when it does this. But it is creating money, electronically, that wasn?t in the financial system before. In that sense, it is printing money.
But as Mr. Bernanke has been trying to emphasize lately ? perhaps clumsily ? most of the money that the Fed has created isn?t circulating much through the financial system. It?s mostly sitting idly, often in deposits ? also known as reserves ? that banks keep with the Fed itself. Broader measures of the money supply haven?t grown that much because the money isn?t being lent on. Since January 2008, the amount of Federal Reserve notes, i.e. currency, in circulation has increased 18%, to $980 billion. During the same stretch, the reserves banks keep with the Fed has increased more than 30-fold to $995 billion from $33 billion.
Meantime, in the 12 months between November 2009 and November 2010, M2 money supply, a broad measure of money including bank deposits, retail money market fund deposits and other measures of short-term money, are up just 3.3%.
The Fed chairman seems to be trying to emphasize two points: 1) The Fed isn?t literally printing money; and 2) The money that it is creating isn?t flooding through the financial system in a way that would be inflationary."
Krækja; Is the Fed Printing Money?
En þessi mynt, Bandaríkjadalur, fer sem sagt ekki neitt. Það er mikill misskilningur sem sífellt er tuðað á að seðlabanki Bandaríkjanna sé að prenta peninga í sífellu. Það er bara ekki rétt.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2011 kl. 00:19
Mér finnst þetta eftirfarandi myndskeið vera mikil meðmæli með mynt Bandaríkjanna. Hér er sjálfur seðlabankastjórinn grillaður með reglulegur millibili. Hann veit í hverra þágu hann starfar.
Hvað myndi gerast á evrusvæðinu ef foringjar og foringjaráð evrunnar þyrftu að lúta svo lágt að svara fulltrúum lýðsins. Það gengi náttúrlega ekki því það er ekkert lýðræði á bak við myntina evru. Á bak við hana er bara venjulegt einræði.
Myndskeið; seðlabankastjóri Bandaríkjanna; Ben S. Bernankie á grilli lýðsins a la Maxine Waters
Hér er hins vegar ekki grillað neitt; þetta er bara evrutrúarguðsþjónusta ESB með herra Jean-Claude Trichet. Hvar eru fulltrúar lýðsins?
Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2011 kl. 00:43
Ert að segja að þú gleypir það hrátt að ef seðlabankastjóri USA segir það þá er það satt?, bankinn hefur prentað ekki miljarða heldur triljarða, og það grímulaust ofaní viðskiptahalla sem á sér enga samsvörum á alheimsvísu síðustu 15 -30 árin eða svo, dollar féll núna níverið um 11% miðað við Evru og Sterlingspund og enginn sagði neitt, stórar sprengjur hafa mikinn mátt, það þarf nánast kraftaverk- eða alvöru heimstyrjöld til að breyta stöðu Bandaríkjanna því miður.
En spurningin er ekki USA eða Euro, heldur hvað og hver getur tekið við, ef USA getur ekki hver þá Euro er ekki eigusinni sammála um að ver ekki sammála hvað þá annað, hvað er það sem getur gerst, hversu lengi gæti Euro varið til að mynda Íslensk fiskimð ef Kínverjar gerðu tilkall til þeirra í krafti fjöldans( 1,300,000,000. einstaklingar ) Hver getur ef einhver staðist slíkt, og ekki gleyma því að hreint vatn er að verða ein dýrasta auðlind mankis.
Magnús Jónsson, 8.5.2011 kl. 02:58
Þegar Fedaral Reserve kaupir upp hallann á ríkissjóði USA, þá gerir hann það fyrir peninga sem hann býr til. Áætlað að peningamagn dollara heilt yfir hafi aukist cirka 2-falt, af QE1 og QE2. Erlendir sérfræðingar - þá ekki bandar.m. - segja þetta vera meginástæðu hækkana á verði olíu sem hafa verið í gangi á þessu ári, einnig hækkana á hrávöru; því verð þeirra sé almennt reiknað í dollurum.
Þarna sé að byrtast reind verðfalll eða verðbólga sú í dollar, sem Federal Reserve hefur verið að búa til.
--------------------
Hinn bóginn er íkt að líkja dollar við Reichs Mark. Það varð einskis virði vegna þess, að þá var búið að leggja Þýskaland í rúst. Ef Bandaríkin allt í einu yrðu lögð í rúst, t.d. stór loftsteinn eða risaeldgos; þá auðvitað færi fyrir dollar eins og Reichs Mark.
En, virði dollars eðlilega lækkar þegar peningamagn er aukið, það einnig eðlilega lækkar meðan Bandaríkjamenn halda áfram að safna skuldum. En ólíklegt er að hann verði einskis virði.
Evran getur þó orðið það.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.5.2011 kl. 14:55
Gunnar Rögnvaldsson, 8.5.2011 kl. 16:29
Vondandi tókstu eftir að þú vitnar í Martin Wolf sem er að segja að Fed sé að auka peningamagn, og að aðrar þjóðir geti ekkert gert í málinu því Fed geti aukið peningamagn eins og því sýnist.
Fed kaupir sem sagt halla Bandar. ríkisins, gerir því mögulegt að halda áfram að vera með stórfelldan halla. Óhjákvæmilega er hann að auka peningamagn, þó svo hann setji aldrei þessar eignir á markaðinn þ.e. bréfin sem hann gefur út fara aldrei á markað; því eftir allt saman er ríkið að verja þeim peningum sem Fed lætur það hafa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.5.2011 kl. 01:21
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2011 kl. 03:08
Vinsamlegast athugið að HTML-phraserinn í Blogg-kóða generatornum er farinn að skipta kommum út með spurningamerkjum í textanum þegar hann renderar kóðann. Language code kannksi abby normal? Nema þetta sé browser bug hjá mér?
Gunnar Rögnvaldsson, 9.5.2011 kl. 03:19
OMG, maður verður bara orðlaus yfir allri þessari visku. En þakka ykkur samt fyrir upplýsingarnar.
Ragnhildur Kolka, 9.5.2011 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.