Leita í fréttum mbl.is

Lars Christensen og hið tillærða atvinnuleysi EMU-hagfræðinga.

Fyrir mig sem bjó í dönsku hagkerfi síðustu 25 árin var það eins og að hlusta á 25 ár af ekki neinu með íslenskum undirtextum að hlusta á hagfræðinginn Lars Christensen í íslenskum fjölmiðlum. Ef lesendur skyldu ekki vita það þá hefur atvinnuleysi í Danmörku ekki farið undir þetta sjö til átta prósent nema í um það bil fimm ár af síðustu þrjátíu og þrem árum. 

En hvers vegna hefur þetta verið svona? Jú vegna þess að þar hefur aldrei mátt gera neitt sem ógnað gæti batanum sem alltaf átti að vera að koma og svo ríkisfjármálunum. Ekki má stíga á bensínið því þá er svo mikil hætta á því að ríkisfjármálin fari til fjandans og þá er allt glatað því atvinnuleysið er eini virki hnappurinn eftir í stjórntækjum hagkerfa sem hafa misst fullveldi sín í peninga- og myntmálum. 

Að hlusta á Lars Christensen eða Paul Krugman er eins og að hlusta á svart og hvítt talast við. Bandaríkjamann eru að farast af áhyggjum vegna 9 prósents atvinnuleysis þar í landi og segja að svo hátt atvinnuleysi muni eyðileggja samfélagið. 

Í Evrópu er þessu alveg öfugt farið. Þar er atvinnuleysi notað sem stjórntæki til að stýra því að eftirspurn fari nú ekki í gang þannig að fólkið í hagkerfinu passi nú áfram ofaní þýska stýrivexti, þýska peningapólitík og verði þannig ekki algerlega ósamkeppnishæft gagnvart einmitt Þýskalandi.
 
Eina hlutverk seðlabanka Evrópusambandsins og þar með Danmerkur er að halda verðlagi stöðugu. Það hefur mistekist meira en fullkomlega. Allt er sprungið í loft upp á Írlandi, Spáni, Grikklandi, Portúgal, Frakklandi, Finnlandi og víðar. Massíft aukinn launamismunur (launakostnaður) og massífar eignabólur hafa tætt í sundur hagkerfin inni í fangaklefum þeirra í myntbandalagi Evrópusambandsins. 
 
Í Bandaríkjunum hefur seðlabankinn tvöföldu hlutverki að gegna; að halda hagkerfinu í fullri atvinnu og að halda verðlagi sem stöðugustu. Þarna er regin munur á. Og fyrra hlutverkið er tekið mjög alvarlega því annars verður allt vitlaust.  

En það er einmitt vegna þessa sem myntbandalag Evrópusambandsins er að springa í loft upp. Samfélögin þola ekki meira. Þetta 30 ára massífa atvinnuleysi hefur eyðilagt Evrópu. Og það er Evrópusambandið sem hefur knúið fram þessa pólitík sem stendur fyrir eyðilegginu samfélagsins. Með fullri virðingu; þetta er það eina sem Lars Christiansen kann. Hann er EMU-hagfræðingur. Myntbandalagshagfræðingur úr ESB. Ágætur til heimabrúks. 
 
Ég ráðlegg Íslendingum að hlusta á sitt eigið brjóstvit og okkar eigin menn. Við kunnum þó í það minnsta að rífast við þá. Við tölum sömu tungu og deilum sömu örlögum. Þetta þýðir þó ekki að við getum ekki haft til hliðsjónar það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. 
 
Af hverju pissa íslenskir fjölmiðlar alltaf í buxnapils sín þegar útlendingur opnar munninn? Ok, ég skil; ef þeir komast ekki sjónvarpið heima hjá sér þá má alltaf reyna það íslenska.
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lars Løkke er búinn að boða sama atvinnuleysið fram til 2020. Danir eru líka búnir að setja ESB fánann á númerplötur sínar. Réttast væri að setja atvinnuleysisprósentuna á plötuna líka, svo menn geta séð hvaða aðildarríki er best í að halda leikhúsinu gangandi með atvinnuleysingjum og neyð. Ef ég þar einhvern tíma að fá slíka plötu lími ég mynd af Andrés Önd yfir þyrnikrónuna.

Þetta ESB-lið á Íslandi lifir á hyllingum, enda mest útópístar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.4.2011 kl. 21:04

2 identicon

Sæll Gunnar. Þetta eru góðir pistlar gegnumgangandi sem þú kemur með hér á blogginu þínu. Svolítið annar vinkill og athyglisverður vegna þess bakgrunns sem þú hefur frá að hafa búið og rekið fyrirtæki í ESB landi. Enda ferðu rosalega í taugarnar á ESB elítunni hér heima, það eru fín meðmæli með þínum pistlum, alveg topp meðmæli. Á eyjunni er hrifning vinstra liðsins á þessum Lars þvílík að þeir halda ekki vatni. Ná ekki að girða niðrum sig, standa bara hlandblautir í sæluvímu. Þeim finnst Lars Christiansen æðislegur af því hann kom auga á veikleika Íslenska bankakerfisins 2006. Vá þvílíkur snillingur!! Svona svipað og koma auga á sparð í fjóshaug, en ekki fjóshauginn sjálfan. Ekki hafði þessi spekingur grænan grun um að allt bankakerfi hans eigin lands riðaði og bankakerfið í ESB var á brauðfótum. Nú er svo komið að skattgreiðendur um álfuna þvera og endilanga hafa verið neyddir til að beila út þessa bankstera undir forystu ESB í Brussel. Sér er nú hver snillingurinn !!! Svo gapa þessir vinstri menn hér heima eins og roðhænsn upp í þennan mann sem einhvern snilling?

Rekkinn (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 22:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð samlíking hjá Villa að líkja Evróputákninu sem þyrnikórónu.  Af því að ég er ekki mikið fyrir trúarlega táknfræði þá hef ég alltaf séð fyrir mér gullbryddaðan endaþarm í bláum ná.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 23:02

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið og fyrir góðar kveðjur frá þér Rekki.

Sendi mínar bestu til þín Vilhjálmur í Løkkeland (;) og þér Jóni Steinar í mínum gamla heimabæ og Rekkanum hvar sem hann mætti fara og vera.

Hafið þið hann góðan daginn

Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2011 kl. 11:15

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 14:02

7 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta er hressandi pistill Gunnar ! hressandi og sannur eftir allt "væmukjaftæðið" í "JÁ" liðinu og annað álíka, en "Rekkinn" toppar þetta og ekki bara það, hann bendir okkur á "kjarnann" í þessu, sem virðist vera "Evrukrötunum" gersamlega ómögulegt að sjá né viðurkenna og þar með "hjakkar" allt í sama farinu (ennþá allavega) en set hér inn það sem mér finnst svo afgerandi snjallt hjá "Rekka" : 

"Þeim finnst Lars Christiansen æðislegur af því hann kom auga á veikleika Íslenska bankakerfisins 2006. Vá þvílíkur snillingur!! Svona svipað og koma auga á sparð í fjóshaug, en ekki fjóshauginn sjálfan. Ekki hafði þessi spekingur grænan grun um að allt bankakerfi hans eigin lands riðaði og bankakerfið í ESB var á brauðfótum. Nú er svo komið að skattgreiðendur um álfuna þvera og endilanga hafa verið neyddir til að beila út þessa bankstera undir forystu ESB í Brussel. Sér er nú hver snillingurinn !!! Svo gapa þessir vinstri menn hér heima eins og roðhænsn upp í þennan mann sem einhvern snilling?"

Það er nefnilega einmitt þessi blindni sem einkenndi jafnvel þá sem voru að "hnýta" í Íslenska "efnahagsundrið" fyrir hrun, horfðu á þetta í gegn um "rör" aðeins á Ísland, meðan það var auðvitað forboði þess sem er að ske núna og sýnishorn á  gerspillt og úrsérgengið fjármálaumhverfi sem er að orsaka "hrun" um alla Evrópu.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 13.4.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband