Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Lars Christensen og hið tillærða atvinnuleysi EMU-hagfræðinga.
Fyrir mig sem bjó í dönsku hagkerfi síðustu 25 árin var það eins og að hlusta á 25 ár af ekki neinu með íslenskum undirtextum að hlusta á hagfræðinginn Lars Christensen í íslenskum fjölmiðlum. Ef lesendur skyldu ekki vita það þá hefur atvinnuleysi í Danmörku ekki farið undir þetta sjö til átta prósent nema í um það bil fimm ár af síðustu þrjátíu og þrem árum.
En hvers vegna hefur þetta verið svona? Jú vegna þess að þar hefur aldrei mátt gera neitt sem ógnað gæti batanum sem alltaf átti að vera að koma og svo ríkisfjármálunum. Ekki má stíga á bensínið því þá er svo mikil hætta á því að ríkisfjármálin fari til fjandans og þá er allt glatað því atvinnuleysið er eini virki hnappurinn eftir í stjórntækjum hagkerfa sem hafa misst fullveldi sín í peninga- og myntmálum.
Að hlusta á Lars Christensen eða Paul Krugman er eins og að hlusta á svart og hvítt talast við. Bandaríkjamann eru að farast af áhyggjum vegna 9 prósents atvinnuleysis þar í landi og segja að svo hátt atvinnuleysi muni eyðileggja samfélagið.
Í Evrópu er þessu alveg öfugt farið. Þar er atvinnuleysi notað sem stjórntæki til að stýra því að eftirspurn fari nú ekki í gang þannig að fólkið í hagkerfinu passi nú áfram ofaní þýska stýrivexti, þýska peningapólitík og verði þannig ekki algerlega ósamkeppnishæft gagnvart einmitt Þýskalandi.
Eina hlutverk seðlabanka Evrópusambandsins og þar með Danmerkur er að halda verðlagi stöðugu. Það hefur mistekist meira en fullkomlega. Allt er sprungið í loft upp á Írlandi, Spáni, Grikklandi, Portúgal, Frakklandi, Finnlandi og víðar. Massíft aukinn launamismunur (launakostnaður) og massífar eignabólur hafa tætt í sundur hagkerfin inni í fangaklefum þeirra í myntbandalagi Evrópusambandsins.
Í Bandaríkjunum hefur seðlabankinn tvöföldu hlutverki að gegna; að halda hagkerfinu í fullri atvinnu og að halda verðlagi sem stöðugustu. Þarna er regin munur á. Og fyrra hlutverkið er tekið mjög alvarlega því annars verður allt vitlaust.
En það er einmitt vegna þessa sem myntbandalag Evrópusambandsins er að springa í loft upp. Samfélögin þola ekki meira. Þetta 30 ára massífa atvinnuleysi hefur eyðilagt Evrópu. Og það er Evrópusambandið sem hefur knúið fram þessa pólitík sem stendur fyrir eyðilegginu samfélagsins. Með fullri virðingu; þetta er það eina sem Lars Christiansen kann. Hann er EMU-hagfræðingur. Myntbandalagshagfræðingur úr ESB. Ágætur til heimabrúks.
Ég ráðlegg Íslendingum að hlusta á sitt eigið brjóstvit og okkar eigin menn. Við kunnum þó í það minnsta að rífast við þá. Við tölum sömu tungu og deilum sömu örlögum. Þetta þýðir þó ekki að við getum ekki haft til hliðsjónar það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi.
Af hverju pissa íslenskir fjölmiðlar alltaf í buxnapils sín þegar útlendingur opnar munninn? Ok, ég skil; ef þeir komast ekki sjónvarpið heima hjá sér þá má alltaf reyna það íslenska.
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 37
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 1387124
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 216
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Lars Løkke er búinn að boða sama atvinnuleysið fram til 2020. Danir eru líka búnir að setja ESB fánann á númerplötur sínar. Réttast væri að setja atvinnuleysisprósentuna á plötuna líka, svo menn geta séð hvaða aðildarríki er best í að halda leikhúsinu gangandi með atvinnuleysingjum og neyð. Ef ég þar einhvern tíma að fá slíka plötu lími ég mynd af Andrés Önd yfir þyrnikrónuna.
Þetta ESB-lið á Íslandi lifir á hyllingum, enda mest útópístar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.4.2011 kl. 21:04
Sæll Gunnar. Þetta eru góðir pistlar gegnumgangandi sem þú kemur með hér á blogginu þínu. Svolítið annar vinkill og athyglisverður vegna þess bakgrunns sem þú hefur frá að hafa búið og rekið fyrirtæki í ESB landi. Enda ferðu rosalega í taugarnar á ESB elítunni hér heima, það eru fín meðmæli með þínum pistlum, alveg topp meðmæli. Á eyjunni er hrifning vinstra liðsins á þessum Lars þvílík að þeir halda ekki vatni. Ná ekki að girða niðrum sig, standa bara hlandblautir í sæluvímu. Þeim finnst Lars Christiansen æðislegur af því hann kom auga á veikleika Íslenska bankakerfisins 2006. Vá þvílíkur snillingur!! Svona svipað og koma auga á sparð í fjóshaug, en ekki fjóshauginn sjálfan. Ekki hafði þessi spekingur grænan grun um að allt bankakerfi hans eigin lands riðaði og bankakerfið í ESB var á brauðfótum. Nú er svo komið að skattgreiðendur um álfuna þvera og endilanga hafa verið neyddir til að beila út þessa bankstera undir forystu ESB í Brussel. Sér er nú hver snillingurinn !!! Svo gapa þessir vinstri menn hér heima eins og roðhænsn upp í þennan mann sem einhvern snilling?
Rekkinn (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 22:14
Góð samlíking hjá Villa að líkja Evróputákninu sem þyrnikórónu. Af því að ég er ekki mikið fyrir trúarlega táknfræði þá hef ég alltaf séð fyrir mér gullbryddaðan endaþarm í bláum ná.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 23:02
Takk fyrir innlitið og fyrir góðar kveðjur frá þér Rekki.
Sendi mínar bestu til þín Vilhjálmur í Løkkeland (;) og þér Jóni Steinar í mínum gamla heimabæ og Rekkanum hvar sem hann mætti fara og vera.
Hafið þið hann góðan daginn
Gunnar Rögnvaldsson, 13.4.2011 kl. 11:15
Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 14:02
Sjáðu mína eigin umfjöllun: Skýrsla Danske Bank ásamt spá fyrir Ísland, er stórfellt gölluð - alls ekki boðleg!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.4.2011 kl. 15:10
Þetta er hressandi pistill Gunnar ! hressandi og sannur eftir allt "væmukjaftæðið" í "JÁ" liðinu og annað álíka, en "Rekkinn" toppar þetta og ekki bara það, hann bendir okkur á "kjarnann" í þessu, sem virðist vera "Evrukrötunum" gersamlega ómögulegt að sjá né viðurkenna og þar með "hjakkar" allt í sama farinu (ennþá allavega) en set hér inn það sem mér finnst svo afgerandi snjallt hjá "Rekka" :
"Þeim finnst Lars Christiansen æðislegur af því hann kom auga á veikleika Íslenska bankakerfisins 2006. Vá þvílíkur snillingur!! Svona svipað og koma auga á sparð í fjóshaug, en ekki fjóshauginn sjálfan. Ekki hafði þessi spekingur grænan grun um að allt bankakerfi hans eigin lands riðaði og bankakerfið í ESB var á brauðfótum. Nú er svo komið að skattgreiðendur um álfuna þvera og endilanga hafa verið neyddir til að beila út þessa bankstera undir forystu ESB í Brussel. Sér er nú hver snillingurinn !!! Svo gapa þessir vinstri menn hér heima eins og roðhænsn upp í þennan mann sem einhvern snilling?"
Það er nefnilega einmitt þessi blindni sem einkenndi jafnvel þá sem voru að "hnýta" í Íslenska "efnahagsundrið" fyrir hrun, horfðu á þetta í gegn um "rör" aðeins á Ísland, meðan það var auðvitað forboði þess sem er að ske núna og sýnishorn á gerspillt og úrsérgengið fjármálaumhverfi sem er að orsaka "hrun" um alla Evrópu.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 13.4.2011 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.