Leita í fréttum mbl.is

Í neðanjarðarbyrgjum strokleðra Samfylkingar Vinstri grænna

 
1944
 
Þegar Samfylkingin finnst látin mun hún finnast lokuð ofan í neðanjarðarbyrgi skjaldborgar flokksins gegn Íslandi. Svart stjarfur dyravörður Vinstri grænna gegn stefnu eigin flokks heldur þar fast um stjórnborðið sem stýrir innsoginu. Engum er hleypt inn nema þeim sem bera til búsins nýjar birgðir strokleðra. Saman komin er samfylking þessi önnum kafin við að stroka út stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Og smá en saman reyna þau stanslaust að stroka út og yfir fullveldi þjóðarinnar sem innsiglað var með blóði, svita og tárum hennar á Þingvöllum laugardaginn þann 17. júní árið 1944.

Einn grásvartur maður í viðbót sést stundum banka þarna að dyrum. Hann heitir Bjarni Benediktsson og er stundum formaður Sjálfstæðisflokksins. Heitasta ósk Bjarna um jólagjöfina frá íslensku þjóðinni í ár, er bara ein; eitt stórt og massíft strok leður.

 
 
Svo eru það allir hinir snillingarnir
 
 
 
 
Og Portúgal er fallið. Það gerðist í kjallaranum í gærkveldi. Það, ásamt Grikklandi og Írlandi, mun auðvitað leggja restina af fullveldi sínu að mörkum til bjargar gangandi gjaldþrota bankakerfi Þýskalands.
 
a responsible step
 
“It is a responsible step for securing the financial stability of the euro zone.”
- Olli Rehn - 
 
Með kveðjum
Kommissar Úrmat Ímat
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ritstíllinn þinn er farinn að minna talsvert á Benedikt Gröndal. Ekki leiðum að líkjast svosem enda er hér heljarslóðarorrusta í algleymingi.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 07:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 
Er þetta tilfellið?



Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 10:45

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Jón Steinar

Tja, látum okkur nú sjá

. . . guml, kaffi, slurp, pípa half & half, harðfiskur og lýsi . . . 

. . já . .  það fer eftir því hvað við er átt - eða eins og algengustu orð hagfræðinga eru => "on the other hand"  

External Debt (erlendrar skuldir) er staða þjóðarbúsins út á við. Hér er átt við erlendar skuldir hins opinbera, allra fyrirtækja landsins og almennings. Þetta segir þér til um margt en ekki nándar nærri allt. Á móti koma allar erlendar eignir hins opinbera, allra fyrirtækja landsins og almennings. Það er ekki tekið tillit til þeirra þarna. 

En þetta eignasafn erlendis (sem yfirleitt og svo sannarlega vonandi er einhvers virði) þarf jú allt að fjármagna frá degi til dags og svo ef áföll verða í því erlendis og þá er gott að þetta sé í þeirri mynt sem maður getur sjálfur prentað, eða að maður að minnsta kosti geti skóflað sig út úr snjósköflum með gengisfellingu sem kemur olíubílnum af stað á ný. 

Bretland er með risa stóran fjármálageira sem hefur mikil umsvif erlendis miðað við stærð hagkerfis þeirra. Þýskaland hefur aldrei verið virkt á þessu sviði. En síðan Þýskaland lagði niður markið hafa ríkisskuldir landsins þó þrefaldast. Skuldir ríkissjóðs eru mest krítískar því vaxtakjör fjármögnunar þeirra myndar vaxtagrunninn fyrir alla fjármögnun skulda einkageirans.

Bandaríkjamenn ganga öðruvísi um peningagólf heimsins en flest önnur lönd. Þeir kaupa sig oftast inn í erlend fyrirtæki í gegnum hlutabréfamarkað viðkomandi lands. Fjármálageiri Bandaríkjanna er einnig mun hlutfallslega minni hluti af hagkerfi Bandaríkjanna en hann er t.d. í ESB.

Kveðjur norður

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2011 kl. 11:13

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En já Jón Steinar; erlendir lánadrottnar Bretlands eru engin smá smíði, en þó er þetta ekkert miðað við Írland: þar er þetta hlutfall 1000 til 1500 prósent af VLF (GDP) - og þeir geta ekkert gert því þeir hafa ekkert gengi, eiga engan gjaldmiðil, geta ekki prentað hann og geta yfir höfuð litið annað gert en að drepast í skulda, vaxta og stöðnunarspíral minnkandi tekna ríkissjóðs og einkageirans.  

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2011 kl. 11:33

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bendi einnig á það sem ég skrifaði um bankakerfi Þýskalands: 

1) Fimmtudagur, 9. júlí 2009: Þýsk yfirvöld: Evrópusambandið hefur eyðilagt bankakerfi Þýskalands

2) Þriðjudagur, 15. desember 2009; Ríkisbanki eins evru-ríkis þjóðnýttur af evru-ríkinu í öðru evru-ríki

3) Og glærur Simon Johnson um bankakerfin rétt fyrir hrun: The Likely Future of the Eurozone 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2011 kl. 11:54

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta Gunnar. Erum við ekki alger pelabön með bókhal á við norskan bónda miðað við þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 19:34

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei. Ísland var einna verst áður er hrunið kom. 

1) Bara Kaupþing skuldaði um 620 prósent af landsframleiðslu Íslands fyrir hrun.

2) Bara Landsbankinn skuldaði um 370 prósent af landsframleiðslu Íslands fyrir hrun.

3) Straumur skuldaði um 73 prósent af landsframleiðslu Íslands fyrir hrun og 4) SPRON um 30 prósent. 

Þetta voru um þúsund prósent eða 10 sinnum landsframleiðsla Íslands, bara í þessum 4 bönkum.

Þeir höfðu tekið eignir sínar og gírað þær upp ca 80-90 sinnum í alls konar gjörningum fléttum. Þetta er ísmolinn sem var blásinn svona upp frá því að vera eitt tonn og upp í 80 tonn. Margfaldur borgarísjaki um leið og eitthvað kom fyrir í fjármálum heimsins. 

Sjá á blaðsíðu 6 í glærum Simon Johnson: The Likely Future of the Eurozone

Gunnar Rögnvaldsson, 7.4.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband