Mánudagur, 4. apríl 2011
Spáð 20 ára núllvexti. Árið 1937 er afturgengið og menn hafa ekkert lært.
Verandi sjálfur íhaldsmaður, þá er sárast fyrir mig þegar aðrir íhaldsmenn krefjast að fá að berja áttavilltum hausum sínum við steina. Fólk annarra stjórnmálaskoðana gerir þetta líka, en þar er þó varla við öðru að búast og við engan að sakast nema þeirra eigin kjósendur sem eru hvorki ég né mig.
En það er þó öllu verra þegar kommúnistar breytast í póltíska transvestíta og taka það versta úr líksafni íhaldsmanna og gera að sínu eigin. Það hefur nú gerst á Íslandi: við fengum hinn pólitíska umpólunarsturlung Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, sem var og er líklega enn síðasta endurómaða öskur tröllatímabils stjórnmála Sovétkommúnismans.
Fyrir helgina kom út í Danmörku spá fyrir danska fasteignamarkaðinn. Hún segir að stöðnun muni ríkja þar á þeim markaði næstu 20 árin. Ekkert mun hækka í verði umfram neitt og salan verður afar erfið. Sem hún reyndar hefur alltaf verið frá árinu 1985, með fáum undantekningum eins og til dæmis þeirri hérna einu, nefnilega, í fjármálabólu evrusvæðisins frá 2004-2008. Með öðrum orðum; danski fasteignamarkaðurinn verður loksins alveg þýskur.
Maður þorir varla að hugsa þá hugsun til enda hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir hagvöxtinn í þessu norrrænda DDRlight-hagkerfi. Danmörk er samfélag þar sem meira en helmingur þjóðarkökunnar er étinn af hinu opinbera og þar næst kastað upp aftur af hinu opinbera. Uppkastið er alltaf blástimplað sem "samneysla" (Tryggvi Þór), alveg sama hvað mætti koma upp úr súrum sarpi hinna opinberu snillinga. Uppkastið ER bara blástimplað. Þetta uppkast er alveg laust við að þurfa að líða undir því hroðalega heiti að vera kallað einkaneysla - bæði sem orð og hugtak - og sem orðið er að einu versta klámyrði í þjóðnýttum hugum svo margra íbúa meginlands Evrópu. Omg, einkaneysla, ríkið forði okkur frá henni.
En óneitanlega léttir þetta tilveru þjóðnýttra þegna því þeir komast sjálfir að mestu hjá allri ákvarðanatöku. Ríkið ræður fyrir þá og tekur ákvarðanir þeirra. Stjórnmálin hafa þar með verið þjóðnýtt, því hver kýs svo undan sér ríkiskassann aftur? Og allir flokkar eru komnir inn á miðju kassans þar sem auðveldast er að detta ofaní hann og klæðast honum sem dópsalar hins opinbera við næstu kosningar. Skattgreiðendur borga þennan fatnað stjórnmálamannanna. Kassafötin og allt opinbera dópið líka.
En er eitthvað að því að hagvöxtur verði enginn í Danmörku? Nei, ekki ef þú sættir þig við stöðnun, hnignun, niðurslit innviða, úreldingu velmegunar og velferðar (helferðar í þessu tilviki). Kúba komst næstum alveg hjá hagvexti? Þar ríkir ennþá árið 1954.
Allur hagvöxtur í Danmörku undanfarna marga áratugi hefur alltaf að mestu leyti verið framkallaður af lántökum fasteignaeigenda þegar eignir þeirra hækka í verði. Þegar eignirnar hækka í verði er farið út og lánum breytt þannig að þau nái alveg upp í efri brún skorsteins. Ekki má myndast nein eign. Svo er hárklippingin pöntuð hjá rakara hagkerfisins. Þetta hefur haldið hagkerfinu uppi og er það næsta sem maður kemst kenningu varaþingmanns Samfylkingarinnar sem nú ætlar að klippa alla þá sem rúnir verða inn að skinninu vegna Icesave skulda íslenska ríkisins fram til ársins 2045. Og ástæðan fyrir hinni dapurlegu spá um fasteignamarkað Danmerkur, hver var hún? Jú, einmitt hinn lélegi hahahagvöxtur! Hárið vex sem sagt ekki handa rakra hagkerfisins lengur.
En hvað gerist þegar hinir stóru árgangar fólks sem hætta á vinnumarkaði á þessu tímabili í Danmörku ætla að selja eignir sínar og flytja úr DDR-light og lifa rauðvínstilverunni á fimm fermetra terrassi í Próvance? Þá mun gamanið nú kárna. Hver á að kaupa húsin af þeim? Þetta er fólkið sem tímdi ekki að eignast börnin, sem fékk flest gratís svo og einnig fasteignaskuldir sínar heflaðar niður fyrir gólffjalirnar í verðbólgunni og skattafrádrætti vaxta frá 1960 til 1985, þegar það var að byggja sér hreiður. Hvað mun þetta fólk segja þegar það fær ekki neitt fyrir ekki neitt í Danmörku? En auðvitað hefur það þegar hugsað fyrir þessu; það leggst bara upp á risavaxið ríkið sem það bjó sjálft til. Hin örfáu og örþreyttu börn þeirra munu auðvitað borga á meðan bakið ekki brestur í skattpíningunni. Sem það mun gera og börnin því kjósa með fótunum.
Icesave er raunar eins konar afleiða þeirra stjórnmála sem áttavilltir íhaldsmenn úti í hinum stóra bólugrafna heimi kalla nú allt í einu fyrir "þensluskapandi niðurskurð" (expansionary austerity). Hagvöxtur fer af stað ef við skerum niður velferð í kreppunni, það virkar svo vel. Ríkið dregur saman seglin. Skrúfar fyrir bensínið á meðan einkageirinn er í áfalli. Hér heima er útgáfa þessara stjórnmála svona: Hagvöxtur fer af stað ef við hlöðum enn meiri skuldum á þegar ofurskuldsett ríkið, þannig að við verðum hreinlega að skera og skera og skera niður velferðina. Ha ha ha ha hah. Ha ha ha ha hah! Og menn halda að þetta virki!
En því miður þá er stór hluti hins vestræna heims staddur í sömu sporum og hagkerfi ömmu okkar og afa var árið 1937. Menn í dag hafa bara ekkert lært af dýrmætri reynslu þeirra. Þá, í dagrenningu batans, var farið út í massífan niðurskurð því sú hagfræðikenning varð að tískufyrirbæri í seinni hluta kreppunnar miklu. Batinn steindrapst, auðvitað. En þetta er þó enn verra hér heima á Íslandi því hér hafa menn næstum alveg lokað fyrir allt bensínflæði til hreyfla hagkerfisins, jafnvel áður en það kemst í stellingar flugtaks. Þetta mun fara inn í íslensku hagsöguna sem mestu og stærstu hagstjórnarmistök nokkurn tíma. Og mistökin eru þar að auki framkvæmd af hinni svo kölluðu "hreinu vinstristjórn" sem á allt sitt undir því komið að einhvern tíma sé hægt að afsaka og sanna gangsemi hins núverandi risavaxna opinbera geira. Það var því ekki nema eðlilegt að ég spyrði sjálfan mig að því hvort ég væri geðveikur. Þetta er svo súrrealistískt.
Hér á þessum erfiðu tímum er allt gert nema það sem með nokkru móti og yfir höfuð nokkurn tíma getur réttlætt hina tröllvöxnu stærð ríkisins. Þetta er eins hjá sumum sem eiga Jagúar inni í stofu hjá sér í Danmörku. Þeir sleppa þá við 180 prósent bílatollinn sem heitir skráningargjald, ef þeir nota ekki bílinn. Eða eins og bóndi sem á eina dráttarvél með sláttuvél en sem hann notar eingöngu til að klippa hárið á sjálfum sér - jafnvel þó nauðasköllóttur sé.
Krækjur:
Fyrri færsla
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 34
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 394
- Frá upphafi: 1387159
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 222
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.