Leita í fréttum mbl.is

Portúgal var úthlutað plássi í hinum efnahagslega kirkjugarði Evrópusambandsins í kvöld

Í apríl í fyrra sagði portúgalski blaðamaðurinn og hagfræðingurinn Domingos Amaral í blaðinu Correio da Manhã, að myntbandalagið væri spennitreyja fyrir Portúgal og að hagvöxtur landsins hefði aldrei verið eins lélegur hin síðustu 50 ár og undir evrunni. Allt væri orðið of dýrt. "Ef það var velmegun og hagsæld sem myntbandalagið átti að leiða af sér þá höfum við uppskorið akkúrat hið gagnstæða", sagði hann. Hrikalegar reglur myntbandalagsins hafa breytt Evrópu í kirkjugarð fyrir ríkisstjórnir. "Það er kominn tími til að gera sér grein fyrir því að evran virkar ekki og að það verður að koma breyting. Að yfirgefa myntbandalagið yrði hrikalegt, en það sama gildir ef ekkert er gert. Evran refsar þeim saklausu og lokar á allar útgönguleiðir út úr óförunum", sagði Amaral þá. Hvað skyldi Domingos Amaral hafa hugsað í kvöld?

Nú jæja. Síðan þetta var skrifað hafa evrukirkjugarðar Evrópusambandsins haft nóg að gera. Lík Írlands er komið í kistuna. Lokinu hefur verið rennt yfir kalt Grikkland og nú féll ríkisstjórn Portúgals í kvöld, því þingið neitaði að hlýða og skera undan hagkerfinu.
 
Allt er bara að gera sig hér. Þá verða c.a 7 af 27 löndum Evrópusambandsins komin í teboðið hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum. Maður fer brátt að vorkenna sjóðnum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því þegar ríkisfjármála fallhlífahersveitir lýðræðis evrusvaðsins og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins svífa til jarðar í borginni frægu, Lissabon í Portúgal. Bankakerfi landsins hefur verið afskorið frá umheiminum í heilt ár og ríkissjóður landsins getur ekki fjármagnað sig lengur nema á VISA-vöxtum eins og þeim sem frú Kaupakerling Morðfjár nýtur á æðisferðum sínum um öngstræti Lissabonmarkmiða Evrópusambandsins. Samkvæmt þeim áttu allir að vera orðnir ríkir í ESB fyrir 448 dögum síðan. 

Ó já. Þetta gengur líka allt svo vel eftir að Lissabon sáttmálanum var þvingað ofan í 500 milljón manns Evrópusambandsins. Aumingja Lissabon. Hvers á sá staður að gjalda. 

Á meðan funda kjánaherdeildir hér heima um "valkosti í gjaldmiðlamálum". Ha ha ha ha hah ha. Næstum er öruggt að hér er um miðilsfund með gjaldi að ræða. Sérðu nokkra mynt í glasinu? . . er hún blá? . . hvernig er gengið? . . ha? . . ekkert samband í kvöld? . .
 
SPYRJIРPORTÚGAL, ÍRLAND OG GRIKKLAND um "valkosti í gjaldmiðlamálum".  
 
Getur þetta orðið meira geggjað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Maður veit ekki hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Markið varð Evra? Þeir sem ráða fjármálum EU ráða öllu þegar upp er staðið. 

Júlíus Björnsson, 24.3.2011 kl. 03:36

2 identicon

Síðan kemur evru land með þessa frét. Evru land sem er norrænt velferðarriki sem fór illa í efnahagsniðursveiflu í upphafi níunda áratugarins. Land sem taldi að ESB og evran myndi koma sér vel fyrri þeirra framleiðslugreinar -  það virðist vera að takast. 

Höjd finsk BNP-prognos

sjá hér

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:02

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Evran tryggir viðskiptavild hjá hinum Meðlimaríkjunum, sem kom sér vel 1/3 af þjóðartekjum Finna og gerir það sennilega ennþá í samanburði við önnur Meðlima Ríki. Þeir hafa staðið sig mjög vel í lánastarfsemi utan Finnlands.

Júlíus Björnsson, 24.3.2011 kl. 14:21

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Mesta samdráttur í landsframleiðslu Finnlands síðan 1918 (síðustu tæp hundrað ár) varð á árinu 2009 þegar landsframleiðsla Finnlands undur oki evru hrundi um heil 8 prósent (leiðréttar tölur finnsku hagstofunnar). Til samanburðar féll landsframleiðsla Íslands um 6,7 prósent á árinu 2009.

Merkilegt að það skuli hafa reynst landsframleiðslu Finna verr að vera lokað og læst inni í myntbandalagi Evrópusambandsins en ef allt bankakerfi landsins færi í þrot.

Það er gott að eitthvað er að rætast úr hjá Finnum. En viðvarandi hátt atvinnuleysi áratugum saman eftir að þeir gengu í Evrópusambandið er að eyðileggja samfélag þeirra. Það er allt allt of hátt.
 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.3.2011 kl. 14:25

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lána lítið út úr Finnland.

Júlíus Björnsson, 25.3.2011 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband