Leita í fréttum mbl.is

Það sem Írar vilja skilja að, vill ríkisstjórn Íslands sameina á ný.

Rætt um væntanlegt ríkisgjaldþrot Írlands og skuldir banka & ríkis hins vegar
 
Horfið vinsamlegast á þátt úr írsku sjónvarpi; sönn hrollvekja um banka og ríkisskuldir. Portes, Martin Wolf, Simon Johnson, David McWilliams og fleiri koma við sögu. Hefst ca. 10 mínútur inni í fréttaþættinum á RTÉ ONE.
 
Skuldaklafi Írlands árið 2014
Mynd RTÉ ONE: Áætluð skuldastaða Írlands árið 2014 

Það sem hugsanlega getur ennþá bjargað írska ríkinu frá ríkisgjaldþroti er að skilja á milli skulda ríkis og bankakerfis Írlands. Þetta er það sem ríkisstjórn Íslands vill sameina á ný með Icesave. Ríkisstjórn okkar er ekki bara geðvillt, hún er vanvita. Hún ætlar að leysa næstum nú þegar óviðráðanlega skuldastöðu Íslands með enn meiri skuldum. Enn meiri skuldum. Gera Ísland að alvöru fábjánalandi. 

En Írinn Davíð McWillimans segir; "við ætlum ekki að borga skuldir óreiðumanna". 

Evru-bankakerfi Írlands er ekki einu sinni treyst fyrir peningum yfir nóttina lengur. Allt bankakerfi Írlands er lokað úti frá umheiminum. Þetta er enn ein skjaldborg Samfylkingarinnar, evrusvæðið. Overnight lending CLOSED !  

Skuldaklafar nokkura landa
Það er alveg sama hvað Írum mætti finnast um allt sitt - það verður Evrópusambandið sem ræður því hvað verður um Írland. Svona er að missa fullveldið og svona er að vera í myntbandalagi Evrópusambandsins. Þá er maður sem smáþjóð neydd til aðgerða eins og þeirra sem komu Írlandi í öll vandræðin í byrjun; a) að búa við neikvæða raunstýrivexti seðlabanka Evrópusambandsins í 8 ár sem sprengdu efnahag landsins í tætlur og b) með ríkisábyrgðum að reyna að forða sér frá því að allar bankainnistæður atvinnulífsins og almennings hyrfu ekki úr landi þegar fárviðri alþjóðlegra fjármála geisaði á evrusvæðinu haustið 2008 og sem fékk lönd myntbandalagsins til að heyja nokkurs konar innri fjármálalega borgarastyrjöld, svo allt fjármagn þeirra sem minna mega sín í EMU hyrfi nú ekki úr landi og hrynjandi verð hlutabréfa í fjármálastofnunum landa þeirra myndi ekki gera banka þeirra eignalausa og þar með knýja fram instant þjóðnýtingu.

Bara ef DDRÚV gæti gert svona þátt. En það getur sú stofnun ekki gert því hún er ríkisstjórnarfjölmiðill að hætti DDR sáluga. Og svo er bara Baugs-Samfylkingar-sjónvarpið eftir.
 
Hér á Íslandi féll enginn múr. Hér féll bara allt frá austri til vesturs og ríkisstjórn aumingjaháttar úr 15 ára útlegð flæddi yfir okkur öll í formi nýrrar ríkisútrásar þar sem skipa á út skattatekjum þjóðríkis okkar næstu áratugina. Þetta er eins og að reyna að halda hita á ríkissjóð með því að kveikja í skattatekjum ríkisins. Að dáleitt forystulík Sjálfstæðisflokksins skuli taka undir þessi getum-ekki-stjórnmál er svo heimskulegt að verra getur það ekki orðið. Asnar!
 
Krækjan; Horfa á þáttinn 
 
Tengt
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Savkalegt er að horfa á þetta Gunnar. Og Írland er alvarlega að undirbúa sitt gjaldþrot með ríkisskuldir eftir 2 ár sem verða aðeins 125% af GDP. En Ísland er þegar með 144 % ! Og nú ætlum við að gera Icesave að aðfrarahæfum ríkisskuldum!

Þetta er geðveiki Gunnar minn! Kratisminn er geðveiki eins og kommúnisminn.

Halldór Jónsson, 16.3.2011 kl. 19:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Halldór.  

Og hvað sagði David McWillimas, fyrrverandi hagfræðingur írska seðlabankans. Hann sagði: "the European Central Bank (ECB) is not a good central bank ? evrópski seðlabankinn er ekki góður seðlabanki". Skurðgoð ESB-sinna var barn. 

Og hvað sagði forset Finnlands, Tarja Halonen, í Nýju Jórvíkur heimsókn sinni í nýja heiminum vestan Atlantsála í dag. Hún sagði:

Europe's AAA-Rated Economies Can't Keep Financing Debt Bill, Halonen Says 

Europe’s top-rated economies like Germany and Finland need to stop paying for the fiscal sins of the euro region’s weakest members if the bloc is ever to have a “fair system,” Finnish President Tarja Halonen said. hér 

Ólafur Ragnar hefði líklega orðið stoltur af henni. Hún vill ekki borga skuldir Þýskalands við Grikkland, Portúgal, Írland og Spán, en þetta eru þau lönd sem eru hve mest sviðin jörð eftir aðeins 8 ár í faðmi neikvæðra raunstýrivaxta seðlabanka Evrópusambandsins. Vextir hans voru sér hannaðir fyrir Þýskaland og Dönitz mynt Evrópusambandsins er hættulegur rekaviður

Því miður Halldór. Þýskaland verður að skila illa fengnum og gengissvindluðum viðskiptahagnaði sínum við PIIGS-löndin til baka. Greiða 800 miljarða evra við kassa eitt, strax. Takk. 

Þau AAA-kreditkort ríkissjóða sem enn eru gild á evrusvæðinu verða bráðum rauðglóandi og ECB verður þá að neita þeim öllum um eina evru í viðbót, því bráðum mun ekkert þeirra uppfylla skilyrðin fyrir fleiri peningum úr hirslum bankans. Gaman að hafa bæði seðlabanka og bankakerfi sem hvorugt eru í neinum tengslum við efnahagslíf þjóðanna.

Ég sé að Seðlabanki Íslands hefur lært þetta hratt eftir að ríkisstjórnin tók yfir þann banka. 

Gunnar Rögnvaldsson, 16.3.2011 kl. 20:56

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://www.youtube.com/watch?v=JjglR2KYz5o&feature=feedlik

Ég vildi setja allt sem hægt var í þrot starx, og skipta um hagfræði forsendur og lánsform. 

Vantar reiðfé í gjaldeyri til að eignfæra langtíma vexti í bókhaldi. Lífeyrsjóðir í Danmörku eru ekki reknir svona.

Júlíus Björnsson, 16.3.2011 kl. 22:02

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er búinn að hlusta á allan þáttinn og þetta er menn sem tala af viti um fjármál.  Blanda ekki tilfinningum og trú inn í málinn. Reynsluboltar af alvöru viðskiptum.  

Júlíus Björnsson, 16.3.2011 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband