Leita í fréttum mbl.is

Gagn og Gaman myntbandalags Evrópusambandsins. Fræðslupistill.

Myntin Evra var byggð á setti af reglum, þ.e. regluverki, því hún er ekki eins og alvöru mynt sem byggð er á þegnum sem saman mynda einn bakhjarl myntarinnar, sem er ríkisjóður eins þjóðríkis. Samanber þeirri staðreynd að ef ég fjarlægði sambandsríkisstjórn Bandaríkjanna og fjárlög hennar úr bandaríska þjóðríkinu þá myndi Bandaríkjadalur samstundis breytast í evrusvæði (myntsvað), þar sem 50 fylki og jafn margar fylkisríkisstjórnir þeirra þyrftu að koma sér saman í hvert skipti sem sameiginlegur seðlabanki þeirra prentaði einn dal í viðbót við þá sem nú þegar eru í umferð. Hver fær nýja peninga seðlabankans og aðgang að peningahirslum hans?  
 
Regluverk evrusvæðisins var þannig að löndin sem nota myntina evru máttu ekki koma ríkisfjármálum sínum í uppnám með því að reka ríkissjóði sína með meira en max 3 prósent tapi og svo urðu skuldir ríkissjóðs landanna að vera það lágar að ríkisskuldabréfin sem bankakerfi ríkjanna nota sem veð til að sækja sér peninga í umferð hjá prentsmiðju seðlabankans, myndu ekki enda sem veðsafnarusl í kistum seðlabanka Evrópusambandsins og þannig grafa undan mynt allra 16 landa myntsvæðisins samtímis. 

En allt var þetta brotið og áhættutöku einkageirans var þar að auki smyglað yfir á ríkisjóði landanna þegar bankakerfum þeirra var bjargað frá hruni. Þetta voru þvílík regin mistök að núna hangir líf myntarinnar á bláþræði. Seðlabanki Evrópusambandsins er nú þegar að verða gjaldþrota, bæði álitslega, peningalega og pólitískt séð, því hann er kominn út í horn og allar aðgerðir hans til úrbóta munu bara kála enn frekar ríkisfjármálum þeirra landa sem standa að myntinni. Hættan við sameiginlegu mynt ESB var ávalt sú nágranni þinn gat eyðilagt mynt þína, eins og er að gerast núna, og án þess að þú hefðir gert neitt rangt sjálfur. Þú og þjóð þín áttu heima á peningalegri eldavélarhellu sem 16 lönd stýrðu. Nú eru nokkur landanna orðin ristuð rauðspretta. Brunarústir myntbandalagsins.     

Fyrst þverbrutu Þjóðverjar og Frakkar allar reglur myntbandalagsins á árunum 2002-2005. Svo brutu Grikkir þær. Svo brutu 11 lönd reglurnar. Það gerðist vegna þess að einn peningur, einir og sömu vextir og ein peningapólitík getur aldrei gengið í 16 ólíkum löndum án þess að um "transfer union" sé að ræða, þ.e.a.s án þess að eitt þjóðríki með einum ríkissjóði standi á bak við myntina og færi peninga á milli landanna eins og þeir eru fluttir á milli landshluta Íslands. Sjúkratryggingar, atvinnuleysisbætur og svo vinnuafl til Kárahnjúka og Austfjarða. Gamli heimabær minn var byggður svona, Siglufjörður, og hann lifir enn vegna þess að hann er hluti af þjóðríki Íslendinga. Hann gaf stórt og örlátlega til þjóðríkisins á meðan hann gat og nú fær hann kannski smá stuðning til baka. Hann fór ekki á hausinn þó svo að síldin hyrfi því hann er í þjóðríki Íslendinga.       
 
Í þessu læsta myntsamstarfi, sem er eins og læst gengisfyrirkomulag, hefur Þýskaland stundað massífa innvortis gengisfellingu í 12 ár og rakað til sín viðskiptahagnaði sem nemur 1000 miljörðum dala. Til þess að hægt sé að laga þennan ójöfnuð og drepa öxulvald þessa miðflóttaafls í miðju myntbandalagsins, þarf að flá þessa kínverja Evrópu inn að skinninu, þannig að þeir skilji hvað fór fram undir nefinu á milljón embættismönnum tröllabandalags Evrópusambandsins og undir stjórn seðlabankans ECB sem hefur massíft skrúfað peningapólitík sína saman eftir þörfum Þýskalands, only. Nú er payday. Þýskaland; borgið 800 miljarða evrur strax. Greiðist við kassa eitt, takk.
 
Þetta var Gagn & Gaman um myntbandalag Evrópusambandsins (EMU). Ef þú ert álíka fróður um EMU eins og 99,99 prósent af þeim sem tóku upp evru; þ.e.a.s 100 prósent clueless um allt nema um útlit peninganna, þá skil ég þig afar vel, en það hjápar bara ekkert í þessu máli. Skilningur þeirra landa og þess fólks sem býr í þeim löndum Evrópusambandsins sem tóku upp evru var ekki meiri en 0,01 prósent. Þau gerðu bara eins og stóð í auglýsingabæklingunum frá Brussel. Því eru þau að verða ríkisgjaldþrota í dag og verið er að ræna þjóðríkinu frá þeim, innan frá.  

Þetta áttu íslenskir stjórnmálamenn og þeir sem berjast fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið að vita. Fyrir rúmlega tveimur árum sagði ég ykkur frá því að hinum efnahagslega samruna landa Evrópusambandsins væri lokið. Sá lagarammi væri kominn og það sem fram færi í Evrópusambandinu núna væri hinn pólitíski samruni landa sambandsins - að þau væru að renna saman í eitt ríki; Bandaríki Evrópu. Þetta verður að gerast ef myntin á að lifa af. En þá hlógu menn að mér. 

Grundvallar gallinn við þetta allt er sá að ekkert land sem gekk í ESB hafði hugsað sér að leggja niður þjóðríki sitt og verða bara fylki í embættismanna heimsveldi Bandaríkja Evrópu í Brussel.

Evrópusambandið hefur drepið friðinn í Evrópu. Read my lips: friðurinn sem lýðræðið í þjóðríkjunum skaffaði Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar er úti, því Evrópusambandið er að drepa þetta lýðræði í öllum löndum sambandsins samtímis. Og velmegun og hagsæld Evrópu er á sömu leið; á leiðinni til fjandans.
 
Núna þurfa íslenskir stjórnmálamenn að láta renna af sér og verða allsgáðir. Börn Íslands þola ekki drykkjuskap ykkar lengur. Framtíð Íslands næstu þúsund árin er hér í húfi. Draga þarf illa tilkomna umsókn Samfylkingarinnar fyrir hönd Íslands inn í Evrópusambandið til baka. Strax!
 
 
Fyrri færsla
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér fyrir frábæra grein, Gunnar, sem ætti að vekja ýmsa til umhugsunar. Það er ef hægt er að hrista af mönnum doðann.

En það eru blikur á lofti víðar en í Evrópu. Bandaríkin færast nær gjaldþrotabrúninni og dollar er að komast í sömu stöðu og evran. Þar eru sum fylki farin að hugsa sér til hreyfings. Fylkisþing Utah samþykkti t.d. í byrjun þessa mánaðar að taka gull og silfur upp sem löglegan gjaldmiðil til hliðar við sambandsríkisdollarinn. Gildi gulls og silfurs er miðað við markaðsvirði ólíkt sýndargildi pappírsdollarans sem tekur breytingum við hverja nýja lántöku. Menn sjá sér því hag í að greiða skatta sína með gulli og senda seðlabankanum langt nef í leiðinni. Ef fleiri fylki taka þennan pól þá má sjá fyrir sér að Bandaríkin sem sambandsríki riði til falls.

Þolmörk Grikkja og Íra gætu að sama skapi brostið. Púff..úff.

Ragnhildur Kolka, 13.3.2011 kl. 11:11

2 identicon

Ég get svo svarið það að Nouriel Roubini aka. dr.doom er bjartsýnismaður í samanburði við síðu eiganda og RK. Eftirfarandi farandi texta er að finna hér. Hans skoðanir eiga erindi í umræðuna hérna. 

Men i intervjun på övervåningen har Roubini hoppat till nästa orosmoln: den amerikanska skuldsättningen. Kombinationen av växande budgetunderskott, hög arbetslöshet och delstaternas katastrofala läge är alarmerande. Politikerna måste få fram en konkret handlingsplan.

–De måste inse att de kommer behöva höja skatterna. Problemet är att det hämmar tillväxten. Det är känslig balansgång, men jag vill att man slår fast redan nu att det kommer skattehöjningar på sikt, säger Roubini.

Det viktiga är att skicka en signal så att marknaderna kan ställa in sig på det, och börja se ett ljus i slutet av tunneln. Och det gäller inte enbart USA, utan i princip alla länder med stora statsskulder.

Nouriel Roubini fortsätter svepande att bocka av punkterna i världsekonomins ABC. Ja, pensionssystemen i västvärlden står inför smärtsamma förändringar, Kinas handelsöverskott och landets undervärderade valuta kan leda till ett handelskrig, och det finns en klar risk för att eurozonen inte överlever. Åtminstone inte i sin nuvarande form.

–Euron finns säkert kvar om tio år, frågan är bara vilka länder som fortfarande har den, säger Roubini, och tillägger att han inte tror att det är omöjligt att ”ett eller två av de svagare länderna” lämnar samarbetet.

Hur som helst tror han på en skuldavskrivning för Grekland, eftersom ”de inte har en chans att betala tillbaka sina skulder så som de ser ut nu”. Men den måste vara strukturerad, och göras på rätt sätt.

Men framför allt så måste euroländerna bestämma sig för vad de vill – fortsätta att ”kravla omkring så som de håller på med nu” eller gå vidare och införa tätare samarbete och institutionella reformer.

Nouriel Roubini föddes av iransk-judiska föräldrar i Turkiet, studerade i Italien, och är i dag inte bara professor på Columbia universitetet i New York, utan även chef för den egna konsultfirman med kontor såväl i London som på Manhattan.

Han kallar sig numera för ”global nomad” och säger att han reser 90–95 procent av tiden. Som rådgivare till regeringar, centralbanker och näringsliv – och som välbetald talare.

Han har flera team som bevakar alla viktiga ekonomier, men säger ändå det inte finns något som går upp emot att själv vara på plats.

När jag frågar hur han ser på Sverige, börjar han rabbla det uppenbara. Stark ekonomi, stabila finanser, hanterat krisen väl – men så lägger han till att det inte spelat särskilt stor roll att vi stått utanför euron.

Visst det har gynnat oss de senaste åren, men att vara en stark ekonomi handlar inte om att ha eller inte ha den gemensamma valutan.

–Det spelar ingen roll om man är med eller inte. Om statsfinanserna är fruktansvärt dåliga som i Grekland, så kommer det att leda till problem. Titta bara på Irland och Island, ett land har euron, det andra inte, båda har kraschat, säger Nouriel Roubini.

Det kan tyckas som att allt fortfarande är nattsvart i Doctor Dooms värld, men han visar sig även vara något av en – Doctor Boom.

–Jag var aldrig pessimist, utan en realist, och jag tycker att läget är betydligt bättre nu än bara för några månader sedan. Vi ser en tydlig återhämtning i de flesta västländer, företagen har sprängfyllda kassor och tillväxtmarknaderna är starka. När jag var i Davos i början av året sa jag att glaset är både halvtomt och halvfullt, det beror på hur man tittar på det.

En av världens mest kända ekonomer har talat, nu väntar gräddan av den franska eliten på att få höra honom. Under kristallkronorna en trappa ner.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband