Föstudagur, 11. mars 2011
Dönsk uppreisn gegn ESB-aðild að mótast?
Mynd; landsfundur KU
Ungliðahreyfing danska íhaldsflokksins, konservativ ungdom, krefst þess að Danmörk segi sig úr Evrópusambandinu. Hvorki meira né minna. Unga fólkið vill út úr ESB. Út!
Jeg mener at Grundloven er den vigtigste del af vore danske love, og at denne lov er ukrænkelig i forhold til det at være dansker [. . ] Og hvad mener EU om vor Grundlov? Tillad mig at citere EUs forfatning: Forfatningen og den ret, der vedtages af Unionens institutioner ( ) har forrang frem for medlemsstaternes ret (artikel 1-6) Dette betyder at den lovgivende magt, bliver givet fra nationalstaterne til EU og at linjen mellem en selvstændig stat, og en forbundsmagt bliver udvisket.
Um stóran meirihluta fyrir þessari ákvörðun hreyfingarinnar var þó ekki að ræða. En fyrir mér hljómar þetta eins og viss súpubylting. Þetta eru að minnsta kosti alveg nýjar bollur í súpunni sem Danmörku hefur verið hellt út í. Miklar fréttir. Og meira að segja fyrrverandi Nyrup-formanni danskra sósíaldemókrata blöskrar þróunin í ESB svo mikið að hann getur ekki orða bundist. Hvar er lýðræðið spyr hann. Maðurinn sá er farinn að skilja að hann er að drukkna í naglasúpunni sem hann eldaði fyrir þjóð sína.
Síðustu 25 árin ól ég manninn í Danmörku. Það besta við Danmörku er ekki ESB aðild landsins. Nei, það besta við Danmörku eru Danir. Margir Íslendingar uppgötva Dani aldrei því þeir halda að Danmörk sé Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Þar býr enginn Dani. Að fara til náms á ensku í Danmörku er svona eins og að horfa á Danmörku í gegnum sjónvarpið heiman að frá.
Eitt það versta við Danmörku fannst mér hins vegar vera orðið Evrópusambandsaðild landsins. Þegar ég flutti til Danmörku var Evrópusambandið ekki til. Og ári eftir komu okkar til landsins fullvissaði forsætisráðherrann dönsku þjóðina um að Evrópusambandið yrði heldur aldrei til. Að ESB væri andavana fædd hugmynd og steindauð. Níu árum seinna sat þessi kaldi karl sem þingmaður á þingi þess Evrópusambands í Brussel sem átti ekki að vera orðið til - og þáði þar laun fyrir að hafa logið þjóð sinni svona hratt en örugglega að feigðarósi fullveldis.
Nú um mundir státa svona galeiðuþrælar Brusselveldisins sig á laun af því að Evrópusambandið sé Bandaríki Evrópu í smíðum. Önnum kafið við að slíta barnsskónum. Að ESB hafi náð því sem svarar til fyrstu 50 áranna af sameiningarferli Bandaríkja Norður Ameríku. Hinum megin við sundið laug svo sænski Persson-forsætisráðherrann því að Svíum að heldur ekki þeir væru að skríða inn í skipasmíðastöð Bandaríkja Evrópu. Danmörk, Svíþjóð, Burmeister & Wain, Kocums, Volvo og allt heila dótið er nú orðið að frímerkjasleikjurum í stað strokka í eigin aflvél. Og vélarvana er þetta orðið, trúið mér.
Iceland vs Greece; The first difference is that Iceland was a direct, relatively isolated banking crisis. (Iceland is a relatively independent, in the sense of uncorrelated, entity, whereas Greece clearly is not.) Greece is one sovereign aspect of a broader European situation that we see as generally a banking crisis; FT/Alpaville
Engum af 500 milljón þegnum landa Evrópusambandsins hefur þó verið sagt frá þessu. Að þeir búi í bakaraofni Bandaríkja Brussels. Hinu andstæða hefur stanslaust verið logið að þeim af litlum körlum eins og til dæmis þáverandi forsætisráðherra Danmerkur og Uffe Ellemann Jensen, sem er sá krossfari Evrópusambandsins í Danmörku sem riðið hefur hve lengst á þeim stolnu hestum sem hann og kumpánar í leyfisleysi hafa hnuplaði frá kjósendum. Engin er virðing mín fyrir þessum ESB-fíklum lengur. Þeir eiga mikla skömm skilið fyrir að vera orðnir blindir ESB-dópistar sem selt hafa land sitt fyrir þorskklapp á báðar axlir frá torfustofum Brussels. Nei, þetta er ekki rétt hjá mér. Búið er að spenna þorskinn fyrir þessa menn. Hann löðrungar þá stanslaust á óþreytandi sundi sínu um þvagsíkin í Brussel. En út mun hann brjótast.
Á 25 árum sá ég hvernig þetta skrímsli hefur þróast án samþykkis þjóðarinnar í reynd. Illa gefin aðild Danmerkur að ESB er orðin að handjárnum og hugarfarslegri spennitreyju fyrir dönsku þjóðina. Hjálparleysið er algert. Danmörk bara er próvins í ESB eins og Grikkland er það. Hún getur hvorki lifað né dáið.
Shit og lort er ekki það sama.
Krækjur
Ud af EU! - Konservativ Ungdom
Vejen ud af EU - Konservativ Ungdom
Nyrup går imod Rompuys europagt - Folkebevægelsen mod EU
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 37
- Sl. sólarhring: 63
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1389073
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 258
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Já þeir eru margir erindrekarnir frá Brussel, nokkrir sitja hér á þingi og ríkisstjórn, ætli þeim hafi verið lofað feitum sætum í Lúxemburg eða Brussel?
Ég þekki fólk í Austurríki, Danmörku, Þýskalandi og fleiri ríkjum allt þetta fólk er andvígt úr í ESB, og undrandi á að við skulum vera að hugsa um inngöngu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2011 kl. 11:20
Þessa grein ættir þú að setja í Blöðin og senda ríkisstjórninni. Ég hef adrei treyst þessum UFFe.
Valdimar Samúelsson, 11.3.2011 kl. 11:24
Heill þér Gunnar fyrir vöku þína yfir landi og þjóð!
Halldór Jónsson, 11.3.2011 kl. 12:43
Takk fyrir innlit, innlegg og góðar kveðjur
Lengi lifi bláa eyjan okkar.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.3.2011 kl. 20:16
Gunnar, ég bjó jafnlengi og þú í Danmörku eða alveg frá árinu 1980. Og hef sömu skoðun á ESB og þú. Ég þekki vel Dani og hef bloggað oft um ESB-mál í Danmörku eða skrifað athugasemdir um það. T.d. hef ég nýlega leiðrétt vitleysu eins ESB-sinnans, sem skrifaði gleiður um þjóðaratkvæðagreiðslur í Danmörku án þess að hafa minnstu hugmynd um þær.
Ég og fjölskylda mín urðum fyrir kartöflukúrnum illræmda, sem bílasalinn Poul Schlüter kom á og sem bitnaði fyrst og fremst á láglaunafólki. Það varð öllum ljóst að það var ekkert að marka neinar staðhæfingar Schlüters eftir að hann sagði: Unionen er stendöd og samt skall hún á nokkrum árum síðar. Þótt það sæti tíðindum að Konservativ Ungdom hugnist ekki ESB og er þar með á kant við þingflokkinn sem elskar ESB það mikið, að (fyrrv.?) utanríkisráðherra, Lene Espersen samþykkti að taka upp ESB-skatt, sem jafnvel Venstre var á móti, þá er það staðreynd með öll þessi pólítísku ungmennafélög í DK (VU, KU, Soc.U, SFU, DFU) að meðlimirnir ganga alltaf út frá upphaflegri stefnumiðum móðurflokksins. Þannig er VU meiri frjálshyggjumenn, SFU sósialískri og KU meiri íhaldsmenn. Það ætti því ekki að koma neitt á óvart þótt KU álíti að stefna og eðli ESB sé andstætt íhaldsstefnu.
Margir hægrimenn í Danmörku, bæði meðal De Konservative og í Venstre, hafa haldið því fram að ESB sé sósíaldemókratísk í uppbyggingu sinni. Engin furða, þótt Nyrup (sem kom óorði á flokkinn sinn í stjórnartíð sinni) hafi verið svona hliðhollur ESB. Ef Nyrup er eitthvað að æmta og skræmta núna, þá er það eins og óviti sem kveikir á þúsund kertum heima hjá sér til að fá birtu, en kvartar svo yfir því að það kvikni í kofanum. Hræsni og skammsýni, ekkert annað. Ég tel líka, að SF hafi mýkt andstöðu sína við ESB vegna þess að þeir hafa séð, að forræðishyggjan er í takt við sósíalismann. Svo er spurningin: Hvers vegna voru (og eru) Anders Fogh og Lars Lökke í Venstre svona ákafir fylgismenn ESB? Er það út af peningastefnunni sem Þjóðverjar stýra, sem er í takt við líberalismann? Ekki get ég séð það. Bæði ESB-sinnar úr mismunandi flokkum hafa mismunandi ástæður fyrir að vera hlynntir ESB, og sama gildir ESB-andstæðinga. Andúð DF á ESB er af öðrum toga spunnin en andúð EL.
Þó er eitt sem stendur upp úr fyrir mitt viðkomandi: Flestallt sem hefur farið úrskeiðis í Danmörku er landráðaflokknum De Radikale Venstre að kenna. Þessi pínulitli, hægrisinnaði, fyrrum hjáleigubændaflokkur fékk allt of mikil völd á 9. og 10. áratugnum og hefur skaðað danska þjóðfélagið meira en nokkur annar flokkur. Sá flokkur sem kemst næst honum hér á landi er sennilega Framsóknarflokkurinn. Það sem Framsókn og De Radikale Venstre eiga sameiginlegt, fyrir utan það að vera fyrrverandi bændaflokkar er stefna þeirra að hafa enga hugsjón æðri en að vera í ríkisstjórn, skiptir þá engu máli með hverjum. Þetta var amk. stefna Framsóknar frá 1971 - 2008. Hins vegar er Radikale Venstre landráðaflokkur í mínum augum vegna þess að flokkurinn stóð fyrir óheftum innflutningi á múslímum á 20 ára tímabili og gerði auk þess allt sem í valdi flokksins stóð til að grafa undan sjálfstæði danska þjóðríkisins gagnvart EBE/ESB. De Radikale Venstre er eitrað epli sem allir flokkar ættu að halda sig frá. Vonandi sér Helle Thorning-Schmidt það, en það er ekkert víst.
Svo vona ég að þú fyrirgefir þessa langloku.
Vendetta, 13.3.2011 kl. 14:17
Fyrst þú minntist á Nyrup vil ég hér bæta við útdrætti úr bréfi frá Pia Kjærsgaard til Evrópuþingmannsins Poul Nyrup eftir að hann lýsti því yfir 2009 enn einu sinni að DF væri ekki stjórntækt (stuerent). Síðast þegar hann lýsti því yfir var árið 2001, þegar hann tapaði kosningunum sem DF vann:
"Først og fremmest ærgrer det mig, at Poul Nyrup Rasmussen åbenbart mentalt har opholdt sig så langt fra Danmark, at han slet ikke har opdaget, at Dansk Folkeparti med ti finanslove, et utal af forlig samt store reformer har opført sig langt mere ansvarligt, loyalt og modent end de partier, som Nyrup i sin tid baserede sin magt på.
Dernæst er jeg ked af, at Poul Nyrup Rasmussen ikke alene håner Dansk Folkeparti – det må vi forsøge at komme os over – men også den knap halve million danskere, som ved sidste folketingsvalg satte deres kryds ved liste O. Er de ikke stuerene? Tæller deres bekymringer og meninger slet ikke? På en måde forstår jeg godt, at kontakten til Danmark og ganske almindelige mennesker går tabt, når man næsten udelukkende færdes i Bruxelles.
I EU er tiden stået stille. EU har forskanset sig og lukket alle skotter til de europæiske befolkninger i. Med rullegardinerne trukket godt ned forsøger man her at ignorere, at indvandringsskeptiske partier vinder frem de fleste steder, selv om panikken breder sig. I Holland er Geert Wilders Frihedsparti blevet regeringsbærende, og i Sverige opnåede Sverigedemokraterne valg til Riksdagen. Samtidig har selv forbundskansler Angela Merkel i Tyskland erklæret, at multikulturalismen har fejlet. Er Merkel heller ikke stueren, Poul Nyrup?"
Að vísu fjallaði bréfið aðallega um innflytjendapólítík, en það sýnir líka hvað Nyrup og margir aðrir ESB-þingmenn í Strasbourg eru í litlu sambandi við kjósendur heima fyrir. Það má segja Nyrup til afsökunar, að hann hefur aldrei verið í neinum tengslum við dönsku þjóðina, heldur ekki í þau tíu ár sem hann var forsætisráðherra. Nyrup var á sínum tíma eins konar Frankenstein-skrímsli, sem Helveg Pedersen skóp. Sem forsætisráðherra var Nyrup svo duglaus, að hann varð að skipa jafn duglaust fólk í ráðherrastólana (Frank Jensen, Björn Westh, Sonja Mikkelsen o.fl.) til að líta betur út sjálfur.
Vendetta, 13.3.2011 kl. 14:39
Þakka þér kærlega fyrir Vendetta, það er innilega gaman og gott að fá innlegg þín og sérstaklega þessi hér að ofan og hvert ég þig eindregið til að hefja bloggskrif. Þekking og innsýn þín er of dýrmæt til að vera lokuð inni handa einum. Mikið er ég sammála flestu af því sem þú skrifar hér að ofan.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2011 kl. 15:19
Takk fyrir, Gunnar. Varðandi bloggskrif mín, þá er ég vanur því að eyða öllum færslum á 12 mánaða fresti og byrja upp á nýtt. Þess vegna er ekkert þar í augnablikinu. Það er víst óþarfi að ég sé að skrifa fleiri færslur um ESB, stjórnarskrána o.fl., þar eð það væri að bera í bakkafullan lækinn. Aðrir ESB-andstæðingar gera því svo góð skil, bæði þú, Jón Valur, Jón Baldur, Guðmundur Ásgeirsson, Sigurður Þorsteinsson og margir fleiri. Mér finnst betra að láta mér nægja að skrifa athugasemdir við þær færslur þar sem mér finnst ég hafa eitthvað að segja.
Ég vil líka segja það, að þótt sumir bloggarar hafi hent mér út ef ég hef verið of gagnrýnin á ríkisstjórnina og spillinguna, þá er það ekkert miðað við það sem mér finnst innst inni: Gremjan, reiðin, vonsvikin eru svo gífurleg, að ég á fullt í fangi með að vera kurteis. Það sem ég myndi raunverulega vilja skrifa er alls ekki prenthæft og varðar við lög. En þótt þunglyndið sé alveg að drepa mig, þá fylgist ég vel með því sem er skrifað hér á moggablogginu.
Vendetta, 13.3.2011 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.