Leita í fréttum mbl.is

1.600 af 125.000 embættismönnum ESB hafa hærri laun en forsætisráðherra Danmerkur

Í Evrópusambandinu teljast 125.000 manns anda í gegnum og starfa beint við útsmogið kerfi Evrópusambandsins gegn þjóðríkjum ESB. Þeir vinna annað hvort í heimalandi sínu við pappírsflóðið sem daglega streymir frá Brussel, eða þeir vinna beint við vísindalegar málalengingar í tröllauknum aðalstöðvum sambandsins út um allt.
 
Beint ráðnir á mála hjá ESB eru að minnsta kosti um 46.000 manns. Af þessum 46.000 manns hafa 1.600 þeirra hærri laun en forsætisráðherra Danmerkur þarf að sætta sig við. Dagblaðið Politiken skrifaði þetta í fyrradag. Ofaní þetta bætist sú staðreynd að herdeildir Brusselveldisins greiða miklu lægri skatta en danski forsætisráðherrann og allur almenningur gerir í þeim 27 löndum sem herdeildir Brussels leika sér að á hverjum degi ársins, inn og út. 

Ofan í þetta kemur líka sú þægilega staðreynd að laun embættismannanna hafa hækkað um fjögur prósent á meðan þau hafa lækkað um sömu tölu hjá þeim almenningi sem Brussel leikur sér að. Lífeyrissjóðir starfsmanna Brussels eru einnig vel varðir í skattaskjólum þeim sem urðu til á listanum sem ríkisstjórn Þýskalands bjó sjálft til fyrir tveimur árum.  

Af íslenskum blákrötum er þetta er kallað "lýðræðislegur vettvangur 27 þjóða". Maður borgar vettvanginum bara nógu há laun og þá kemur þetta. Undarlegt er að menn taki sér orðið "lýðræði" í munn um leið og þeir nefna fyrirbærið ESB á nafn. Fátt er eins andlýðræðislegt eins og Evrópusambandið. Fáar ríkisstjórnir í Evrópu hafa verið hataðar eins mikið og nýja Evrópusambandið eftir EB er hatað af íbúum allra 27 ríkja sambandsins. En ríkin komast ekki út úr þessu aftur. Og enginn á svona háum launum hlustar á þann vaxandi fjölda almennra borgara í 27 löndum sambandsins sem kúgast um leið og minnst er á Evrópusambandið og aðalstöðvar þess í kremlar þorpi Belgíu. Svo eru það ársreikningar sambandsins sem hafa verið falsaðir eða smínkaðir í meira en áratug. Þetta er svo "lýðræðislegt". Enginn má komast að hinu sanna um fjármál Evrópusambandsins.   

Það var þá þagnað sem þau fóru, gluggatjöldin, sem íslensku Sovétvinirnir fundu ekki í "fagurlega skipulögðum stóriðnaðarborgum Sovétríkjanna". Þau fundust ekki þegar krossferðir til Moskvu fóru að jaðra við sömu geðbilun og grefur nú um sig í hjörtum blákrataveldis Íslands. Gluggatjöldin voru öll send til Brussel, og hanga þar í "fagurlega skipulögðum byggingum embættismannaveldis ESB".
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Primeveðlán eru lágra Nafnvaxta, og lægri greiðslubryði eftir því sem líður á lánstíman.

Subrime er andstæðan: hér er grunn alfarið subPrime.

Lánshæfismat Íslands er mælikvarði á skammtíma öruggt útstreymis reiðufjár.

 Hver femte har en løn på mere end en mio. kr.
Lønningerne i Europa er faldet med fem procent siden i 2008. Bare ikke i   EU-systemet, hvor de 46.000 ansattes løn er røget op med fire procent.

Hver femte har nu en løn på mere end en million kroner om året, og mellem   1.100 og 1.600 personer har en løn, der er højere end den danske   statsministers årsløn på 1,4 million kroner, samtidig med at deres   skatteprocent er helt nede omkring 20 procent.

Det viser en gennemgang, Politiken har lavet på baggrund af nye løntal fra EU.

30.000.000 Krónur: laun Danska Forsætisráðherrans: 2.500.000 á mánuði.  Fallin hlunnindi þess Íslenska munu samt talsverð.  

Eitt er víst að sá Danski er talsvert ódýrari á hvern Dana. 

Júlíus Björnsson, 23.2.2011 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband