Leita í fréttum mbl.is

Á þessum stað er Samfylkingin og Vinstri grænir orðin þreytt. Við viljum ekki þreytta menn

 
Morgunblaðið laugardaginn 20 maí 1944 forsíða
 
Morgunblaðið laugardaginn 20. maí 1944, forsíða - Tímarit.is
 
Tæpum sjö áratugum seinna 
 
Eftir 67 kraftaverkaár frelsisins stendur íslenska lýðveldið í fremstu röð hvað flest varðar. Á aðeins 67 árum hafa vöðvar frelsisins unnið kraftaverk sín á Íslandi af fullum og óþreytandi krafti. Athugið: Þetta eru aðeins tæplega sjö áratugir. Sjö áratugir. Án frelsis og fullveldis hefði þetta ekki getað gerst og aldrei orðið.  

Frelsið er og verður alltaf vöðvabúnt heilastarfsemi mannsins. Það knýr heilann til sköpunar og verka. Við erum menn en það er þó aðeins heili okkar sem getur búið til velmegun. Í spennutreyju ófrelsis og ósjálfstæðis visna vöðvar frelsisins sjálfkrafa og velmegun hættir að geta orðið til. Þjóðfélög sem einu sinni voru frjáls samfélög manna hrynja og deyja í fátækt ef þau missa vöðvaafl frelsisins, og sérstaklega ef þau hætta að nota það. Litlu munaði hérna á Íslandi fyrr á öldum. Þrauka og þrauka þurfti, öldum saman. Íslenska moldin er full af svita og tárum örbyrgðar fyrri alda. Þetta hefði getað verið öðruvísi en það var það ekki því við vorum svo lengi án frelsis.    

Já við frelsinu
Afrakstur mannanna í ófrelsi og ósjálfstæði verður alltaf lítill og oft enginn. Hið opinbera getur ekki búið til velmengun. Þess vegna dóu Sovétríkin. Þau dóu í fullum rekstri áætlunarbúsakpar í faðmi hins opinbera og sem skilaði engu því ekkert getur orðið til í þannig faðmlögum. Evrópusambandið er að verða eins. Það er að deyja í æ fastara faðmlagi ófrelsis og í kossi dauða þeirra sem sest hafa á ný í opinberunarstóla nýrra konungsdæma miðstýringar sem stanslaust skrifa út lyfseðla með öndunar- og lömunarveiki og reglum sem svipta þjóðir Evrópu frelsinu á ný. Lýðræði er þar á undanhaldi og velmegunin er það líka. Fátæktin er þegar byrjuð að sverfa að því frelsi þjóðanna í ESB er að visna. En þá er bara beðið um mjúka fæðu því tannlaus eru löndin orðin og Brussel heldur á pelanum sem einu sinni var fullur, en sem hratt er að tæmast á ný. Endalokin verða ekki fögur, en löng og ströng.    

En Samfylkingin og Vinstri grænir, sem eru einn til tveir og stundum þrír stjórnmálaflokkar í vasa fámennrar valdaklíku setuliðs Alþingis, og sem eru á stanslausri framfærslu skattgreiðenda í einu ríkasta lýðveldi heimsins, eru því miður orðin þreytt á frelsinu og þreytt á að axla ábyrgð á framtíð lýðveldis okkar. Þessi hafa gefist upp og eru byrjuð að æla í askana. Tilhugsunin um að fá ekki kollvarpað stoðum lýðveldis okkar á örstuttum örvæntingarvaldatíma er að verða Samfylkingunni óbærileg, og valdagræðgi Vinstri grænna hefur heltekið forystu þeirra. Gin- og klaufaveiki Samfylkingarinnar hefur smitað út frá sér. Nú á að sæta lagi og hrifsa fullveldið af þjóðinni aftur í skjóli áfalla- og hræðslukasta sem ríkisstjórnin býr að miklu leyti til sjálf. Það sem þessir flokkar krefjast - nú sjö áratugum seinna - af Íslandi er þetta;   

Að við töpum öllu fullveldi Íslands í peninga, vaxta og myntmálum

Að okkur verði skylt að leggja niður okkar eigin mynt

Að við megum aldrei aftur gefa út okkar eigin peninga

Að við töpum öllu fullveldi Íslands í fiskveiði- og landbúnaðarmálum. Grunnatvinnuvegum okkar. 

Að við töpum öllu fullveldi Íslands í viðskiptum og yfir viðskiptalöggjöf

Að við töpum öllu fullveldi Íslands í yfirráðarétti okkar yfir æðstu löggjöf sem þá verður samin, smíðuð og dregin yfir höfuð okkar af erlendum ríkjum

Að við töpum æðsta fullveldi og lokaorði Íslands yfir eigin lagasmíðum

Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir okkar eigin refsilöggjöf

Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir löggjöf atvinnumarkaðar

Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptaeftirliti 

Að við töpum hluta af fullveldi Íslands í skattamálum. Þetta fullveldistap fer vaxandi með hverju árinu sem líður.

Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir utanríkisstefnu

Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir varnarmálum

Að við töpum stærstum hluta fullveldis Íslands í innflytjenda og flóttamannamálum

Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir ríkisfjármálum og þar með fullveldi okkar í velferðarmálum. Þetta tap mun fara hratt vaxandi á næstu árum og áratugum. 

 
Hvað er þá eftir? Dauði íslenska lýðveldisins að kröfu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. 

Þetta er gersamlega óþolandi hundsfrekja. Ætlum við að láta þetta ganga yfir okkur eina ferðina enn? 
 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Draumur Jóhönnu og Steingríms.

Ný þjóð sest að, Sjá menn ekki fyrir sér hið ´Nýja Island´ Evrópubandalagsins. Þurfa varla að leggja neitt fram.Þeir eiga Hólmann sennilega nú þegar og fiskimiðin líka. ESB mun hefjast handa við að byggja upp ´nýja landið sitt´ Island. Straumur fólks til landsins mun fylla yfirgefið húsnæði Íslendinga, Herstöðin endurbyggð á Miðnesheiði. Fiskimiðin ofnýtt. Olíuborpallar rísa á Drekasvæðinu. Mikill uppgangur og tilheyrandi olíuhreinsistöðvar og stórskipahafnir rísa í kjördæmi Skallagríms. Nægir peningar til að nýta sér gögn og gæði Gamla Fróns. Íslensk tunga mun hverfa úr daglegu tali. Herskátt fólk með aðra siði og þjóðfána hefur sest að og hrakið Íslendinga upp til heiða.

Björn Emilsson, 31.1.2011 kl. 19:20

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu og vel það/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 1.2.2011 kl. 00:19

3 Smámynd: Elle_

Já, ófrelsi er örugglega letjandi fyrir manninn.  Líka fælandi eins og stjórnsemi sem gerir öfugt við ætlunarverk verkstjórans.  Vilja ekki Jóhanna og Steingrímur bara loka okkur öll inni í pínulitlum kössum?  Og vel skrifaður pistill, Gunnar. 

Elle_, 1.2.2011 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband