Leita í fréttum mbl.is

Slóvakía ætti að yfirgefa Evrópusambandið

Slóvakía nokkrar lykiltölur árið 2009 
Ríkisstjórn og þjóðþing Slóvakíu ættu alvarlega að íhuga úrsögn Slóvakíu úr Evrópusambandinu, sagði leiðtogi þjóðarflokks landsins (SNS), Ján Slota, á blaðamannafundi síðastliðinn þriðjudag.

"Ég er sannfærður um að það sem er að gerast með evruna og dollar mun enda illa. Evrópusambandið er að byrja að verða myllusteinn sem gæti dregið okkur djúpt niður, sagði Slota, samkvæmt upplýsingum fréttaveitunnar TASR. Slota segir að lagagerðin í Evrópusambandinu sé að breyta sambandinu í valdstjórn, eða eins konar ofurríki (super-state) sem vill skipa öllum fyrir um allt."
 
the EU’s lawmaking is turning it into an authoritative regime or a kind of a ‘superstate’ that wants to dictate everything to everybody.
 
"SNS-flokkurinn studdi á sínum tíma inngöngu (aðlögun) Slóvakíu að Evrópusambandinu, en við studdum ekki inngöngu í ofurríki," sagði Slota. SNS er minnsti flokkurinn á þingi og er í stjórnarandstöðu; Slovak Spectator

Slóvakía tók upp evru þann 1. janúar 2009. Atvinnuleysi í Slóvakíu er nú fyrir vikið 14,5 prósent og 36,6 prósent meðal ungs fólks.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þú ættir nú kannski ekki að vitna akkúrat í þennan mann. Flokkur hans er öfga þjóðernisflokkur. Og hann sjálfur vafasamur pappír. Sjá hé : http://en.wikipedia.org/wiki/J%C3%A1n_Slota   

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Helgi og takk fyrir innlitið

Leyfi mér að benda þér á línurit sem sýnir kosningafylgi nasista og atvinnuleysis í Þýskalandi á síðustu öld (Brad DeLong).

Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista 

Á Spáni ríkir nú 20% atvinnuleysi og tæplega 50% á meðal ungs fólks. 18,3 % atvinnuleysi er í Litháen, 18,2% í Lettlandi, 16,2% í Eistlandi, 14,5 í Slóvakíu, 14% á Írlandi, 13% í Grikklandi og svo hefur það verið massíft hátt eða um og yfir 10% í Þýskalandi í næstum 30 ár.   

Innan vébanda Evrópusambandsins eru margir öfgaflokkar og nýir myndast. Þeir eiga vaxandi fylgi að fagna. Hví skyldi það vera Helgi? Hvert er þitt álit? Ég leyfi mér að benda þér á bloggfærslu mína : Hvað gerist þegar unga fólkið missir vonina? - og svo á þá staðreynd að atvinnuleysi hefur verið massíft þungt í Evrópusambandinu síðustu 30 árin. En nú er svo komið að aldrei hafa jafn margir verið atvinnulausir og á barmi fátæktar í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. 

Það var blaðið Slovak Spectator sem ég vitnaði í hér í þessari bloggfærslu. En á árunum sem Aldolf Hitler var að ná fylgi meðal kjósenda þá voru fréttir af þróun mála í Þýskalandi ekki bannaðar á hvorki Íslandi né í Bandaríkjunum. Hér er hægt að fylgjast með þeim fréttum sem þá bárust frá undirbúningi þriðju tilraunar til sameiningar Evrópu 1930; News from 1930  

Á Íslandi höfum við líka öfgamenn og samtök á borð við Samfylkinguna sem eru öfgasinnaður Evuópussambandsflokkur og svo höfum við líka ESB-öfgasinna á borð við Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra sem svífst einskis.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.1.2011 kl. 01:13

3 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það eru til öfga þjóðernisflokkar.  Flestir vita að þeir eru vafasamir, en þeir skynsömu vita líka að það hjálpar ekki að láta eins og þeir séu ekki til eða hvers vegna.

Svo eru til öfga þjóðeyðingarflokkar.

Dæmi um það er Samfylkingin.

Það er mikil ógæfa fyrir íslenska þjóð að hafa svoleiðis flokk við völd. 

Það er nákvæmlega sama hvaða dæmi eru tekin.  

Icesave.  Makríll.  Hugsanlegar olíulindir eða auðlindir almennt.  Peningamálastjórn.  Atvinnumál.  Landbúnaður og fiskveiðar, ....

...Gangi Slóvakíu vel að segja sig úr bandalaginu!  :)

Jón Ásgeir Bjarnason, 15.1.2011 kl. 11:09

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki er ég hissa á þeim að vilja losna undan þessu verðandi sovéti sem Brusselklíkan er að verða eða er orðin.

Það er svo sjáanlegt að samfylkingarfólkið er heilaþvegið og sér ekkert nema inngöngu sem björgun (förgun*) fyrir Ísland

 En ég er ekki á þeirri skoðun að ganga skuli þarna inn...

*= rétta sýnin

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 15.1.2011 kl. 19:46

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Jón Ásgeir og Ólafur Björn fyrir innlitið.

Gunnar Rögnvaldsson, 16.1.2011 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband