Leita í fréttum mbl.is

Síðasti farmiðinn með ESB-Titanic var neyddur upp á Eistland

Síðasti farmiðinn með Titanic 

Mynd; plakat fullveldissinna í Eistlandi 

Það var ekki um neitt annað að velja fyrir Eistland þegar landið tók niður fána fullveldis landsins í peningamálum, og hysjaði upp úr pólitísku svaði Evrópusambandsins eina pólitíska mynt sem heitir evra, þann fyrsta janúar, sem var í fyrradag. Komu evru til Eistlands er líkt við snjókomu, ekkert annað hægt að gera en að sitja og horfa á.

Sú mynt, evran, er að reynast Evrópu jafn illa og sovéskur áætlunarbúskapur reyndist þegnum Sovétríkjanna. Um það bil 80 af 500 milljón manns Evrópusambandsins lifa nú í skugga og á barmi fátæktar og hefur bæði fátækt og atvinnuleysi aldrei verið meiri og algengari í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hér spilar evran stórt hlutverk því hún hefur fjarlægt hagvöxt og velmegun úr hagkerfum evrulanda og sett þar inn í staðinn stöðnun, hnignun, visnun og eytt trú þegnanna á efnahagslegar framfarir og einnig eytt lýðræði, sjálfsákvörðunarrétti og gjörvileika þeirra þjóða sem búa undir oki þessarar pólitísku myntar embættismanna Brusselveldis Evrópu.

Hér með sendi ég Eistlendingnum öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur vegna fullveldismissisins. Það sama gerir Nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman. Svona fer þegar lönd ganga í Evrópusambandið. Tönn fyrir tönn er fullveldi þeirra eytt.

Sorry sagði forsætisráðherra Eistlands, við urðum að gera þetta þó svo að meirihluti þjóðarinnar sé þessu andvígur. Öllum þjóðum sem ganga í Evrópusambandið frá og með 1994 er skylt að eyða sinni eigin mynt, afsala sér öllum rétti til peningaútgáfu um alla framtíð og þar með öllu sjálfsforræði í mynt, vaxta og peningamálum. 

Sumum þykir þetta fínt. En einu sinni voru falskar tennur í tísku. Þegar flugbeittar tennur fullveldisins eru einu sinni farnar, þá koma þær aldrei aftur. Þegar fullveldið hverfur, þá deyja þjóðfélög. Fullveldi þjóða vex ekki á trjám. Frelsi og fullveldi eru vöðvabúnt velmegunar og farsældar. 

Krækjurnar; Congratulations to Estonia - or Maybe Condolences? | 1. januar 2011: Estland får sidste billet til Titanic

Fyrri fræsla

Brakandi ESB-þurrkur. Gefið okkur tífalt bankahrun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Góð færsla og er ég þér alveg sammála. Heldurðu að það verði nokkuð þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku næstu árin um að taka upp evruna? Annars er danska krónan bundin við evruna (áður við DM) gegnum EMU. Er það ekki næsti bær við? Allavega eru settar skorður á dönsku fjárlögin, Lars Lökke til mikillar ánægju, því að hann getur þá notað það gegn S-SF.

Vendetta, 3.1.2011 kl. 13:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð byrjun á nýju ári, Gunnar. Fölsku tennurnar eru lýsandi dæmi rétt eins og fótaböðin sem enginn vill nú kannast við. Evran fellur í sama flokk.

Ragnhildur Kolka, 3.1.2011 kl. 13:17

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þessi hluti færslunnar :
"Öllum þjóðum sem ganga í Evrópusambandið frá og með 1994 er skylt að eyða sinni eigin mynt, afsala sér öllum rétti til peningaútgáfu um alla framtíð og þar með öllu sjálfsforræði í mynt, vaxta og peningamálum."
Var mér ekki ljós...þ.e. að nýjum löndum inn í ESB væri skylt að taka Evruna upp.

Góð ábending....

Haraldur Baldursson, 3.1.2011 kl. 13:50

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur - og gleðilegt nýtt ár.

Já HaraldurÖll lönd sem ganga í Evrópusambandið, nema Bretland og Danmörk, er skylt að eyða sinni eigin mynt, afsala sér öllum rétti til peningaútgáfu um alla framtíð og þar með öllu sjálfsforræði í mynt, vaxta og peningamálum.

Já Vendetta, þetta er alltaf sama viðkvæðið í Danmörku: sorry, en ESB segir, ESB gerir kröfu um, ESB skipar fyrir . . ekkert hægt að gera. Sorry.  

Pólitísk bandalög, Ragnhildur, og sem koma að ofan, og sem eru dregin eins og lambhúshetta yfir fólkið, reynast alltaf gangslaus öllum nema þeirri elítu sem þiggur þar laun. Ef launin í Brussel væru ekki svona há, þá væru engin lönd í ESB núna.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.1.2011 kl. 14:10

5 identicon

Hvad er thad eiginlega sem rekur thessa ESB blindinjga afram, er thad virkilega tru a betri afkomu i bandalagi sem vegur salt a hengiflugi eda eru einhver undarleg ofl i gangi bak vid tjoldin...og tha hvers vegna ????

Eg velti thvi mikid fyrir mer hvad eiginlega liggur ad baki og er eiginlega komin ad theirri nidurstodu ad peningaoflin, thau somu og hafa komid okkur a kaldann klaka, standi a bakvid thennann skripaleik....eda hvad ??

Afsakid stafagerdina, hef ekki isl. keyboard her.....er stodd i iskaldri sudur Californiu.

"I't never rains in Southern California..."  Yeah right !!!!

Anna Gretarsdottir (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 17:50

6 identicon

Sæll Gunnar baráttujaxl og gleðilegt ár.

Já þetta ESB apparat er svo sannarlega eiturbikar og þó ég sé nú frekar til vinstri í stjórnmálum þá minnir þetta hörmulega stjórnkerfis apparat ESBinaga mig alltaf meira og meira á gjörsamlega misheppnaðan áætlunarbrúskapinn og allar hörmulegu nefndirnar og ráðin í SOVéTTINU í den.

Þetta ber öll sömu merkin.

Svona hégómlegar yfirstéttarelítur og Æðstu Ráð sem taka sífellt til sín meiri völd og telja sig eiga að véla um hagsmuni alls samfélagsins. 

Svona sérfræðinga skrifræði sem engan slagkraft eða sköpun hefur, getur aldrei leitt til annars en doða og sérgæsku og spillingar elítunnar sjálfrar, eins og reyndin er.

Vertu endilega áfram Gunnar í framvarðasveit okkar sem viljum með öllum ráðum berjast fyrir fullu sjálfstæði og forræði íslensku þjóðarinnar, gegn þessari hönd dauðans sem er ESB helsið.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 18:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú eru Kínverjar að kaupa skuldir Spánverja. Ergo: Kaupa Spán og eiga nú 10% og ætla sér meira. Þeir eru að því víðar um Evrópubandalagslöndin og eiga þar síaukinn hlut.  Frábært prospect það.  Alþýðulýðveldið Evrópa er að verða að veruleika.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2011 kl. 18:26

8 identicon

Upsss gleymdi......GLEDILEGT NYTT AR GAMLI MINN, vaeri nu gaman ad sja framan i thig a nyja arinu

Anna Gretarsdottir (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 18:56

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HVAÐ ER Í BOÐI FYRIR ÞESSA STJÓRNMÁLAMENN SEM HAFA ENN VÖLD TIL AÐ SELJA íSLAND FYRIR NOKKRA SKILDINGA  ?

  Þjóðin vill halda sjálfstæði - kvörtuðu undan ofríki Dana á sínum tima- en - nú eru orkulyndir okkar boðnar fram og borgað með þeim ???

  eru allir með fullum fimm?

 ea

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.1.2011 kl. 19:36

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur öllum og óska ykkur sömuleiðis gleðilegt ár. 

Já, Jón Steinar, en þetta með gov.bonds (s)kaup Kínverja er einungis media.stunt og sýnir í verki þá örvæntingu sem ríkir meðal forsvarsmanna Evrópusambandsins, sérstaklega meðal forsvarsmanna myntbandalagsins. En hér er engin ókeypis máltíð. Markaðurinn krefst síns.

(If the future of the eurozone depended on outside help, the euro would have no future. All China can do – and will do – is trying to contain the immediate crisis by not selling any Portuguese bonds. Big deal.) hér 

Góðar kveðjur til þín Anna í Kaliforníu þó kallt sé.

Gunnlaugur, kærar þakkir fyrir hvatninguna, hún yljar.

Erla Magna, takk fyrir.  

Gunnar Rögnvaldsson, 3.1.2011 kl. 21:47

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Hraustleg færsla Gunnar, en ekki laus við stóra galla. Þar sem ég reyni að lifa eftir boðskapnum »hafa skal það sem sannara reynist«, verð ég að leiðrétta nokkur atriði í umfjöllun þinni.

 

1.       Þar sem Eistland tók þá stefnu, af pólitískum ástæðum fremur en efnahagslegum, að ganga í Evrópusambandið (01.05.2004), var ekki um annan kost að ræða en taka upp Evruna.

 

2.       Löngu áður en Eistland gekk í ESB, það er að segja 20.06.1992, tók landið í notkun »fastgengi undir stjórn myntráðs«. Það var fyrirkomulag myntráðsins sem kom á þeim efnahagslega stöðugleika sem Evru-land krefst.

 

3.       Hér er grein um Myntráð Eistlands: http://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2002/wp0296.pdf

 

4.       Hér er grein eftir Steve H. Hanke, sem ég þýddi: http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/29/steve-hanke-svartsynn-og-daudadomur-spa-lettnesku-spilaborginni-falli/

 

5.       Við upptöku myntráðs 1992 glataði Eistland hvorki sjálfstæði né glötuðu Eistar fullveldisrétti sínum. Upptaka myntráðs er einfaldlega upptaka ákveðinnar peningastefnu, sem felur í sér »fast gengi« og »frjálsa fjármagnsflutninga«. Ríki sem ákveður að taka þetta tvennt í notkun getur ekki lengur búið við »torgreinda peningastefnu«. Þetta er talið vera hagfræðilegt lögmál (the impossible trinity).

 

6.       Sjálfstæði sínu afsalaði Eistland sér, að stærstum hluta við inngönguna í ESB. Sama verður að segja um fullveldið, sem væntanlega var í höndum Eistnesks almennings, en er nú hjá einhverri stofnun Evrópuríkisins.

 

7.       Það að lækka laun með gengisfellingu gjaldmiðils eru verstu hugsanlegu viðbrögð við of háu verðlagi. Eistar hafa haldið fast við gengisfestuna, en lækkað laun með beinum aðgerðum. Leið Eista er skilvirkari og heiðarlegri. Leið gengisfellinga er glæpsamleg og til þess hönnuð að ræna almenning og hygla gæðingum.

 

8.       Hagvexti er auðveldara að ná með stöðugleika en verðbólgu. Til lengri tíma litið er því fastgengi skynsamlegra. Atvinnulífið nýtir þá krafta sína til raunverulegrar uppbyggingar, en er ekki þvingað til eltingaleiks við verðbólguna.

 

9.       Vegna þeirrar pólitísku stefnu um samruna sem Evrópuríkið hefur, er ekki um annað að ræða fyrir ESB-ríkin en að hafa sameiginlega mynt. »Hafa skal það sem sannara reynist«.

 

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.1.2011 kl. 00:32

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleðilegt ár Loftur, og long time no see. 

Ef stöðugleiki felst í því að einn fimmti (+18 prósent) af hagkerfi Eistlands er horfið, þökk sé læstu myntfyrirkomulagi sem er í engu sambandi við þarfir hagkerfis þeirra, og 18 prósent atvinnuleysi, plús hrikalegum fólksflótta og demógrafískri hnignun, þá leyfi ég mér að efast um ágæti myntráða, sem fyrr.

Lettland sem einnig er með myntráðslegt fyrirkomulag hefur rétt í þessu slegið heimsmeti í efnahaglegum samdrætti. Hvorki meira né minna en 30 prósent af hagkerfi þeirra er horfið. Þetta er mun verra en sá samdráttur varð í Bandaríkjunum í kreppunni miklu 1930. 

Þau lönd sem alltaf fara verst út úr kreppum eru lönd sem hafa myntráð eða læst gengisfyrirkomulag. Þetta sýndi sig í stóru kreppunni 1930 og svo núna með heimsmeti Lettlands, og hrikalegum samdrætti í Eistlandi og einnig Litháen. Öll eru þetta lönd sem hafa bundið gengið við staur til að hengja sig í.

Hér má reyndar einnig bæta evrunni á listann því Finnland fékk versta hagvaxtar sjokk á árinu 2009, það versta síðan 1918, þökk sé læstu gengisfyrirkomulagi myntbandalags ESB. Sama má segja um Þýskaland. 

En nú er Eistland sem sagt komið með evruna og þaðan verður ekki aftur snúið.  

Þér að segja Loftur, þá get ég fullvissað þig um að það er vel hægt - og alveg óhætt - að vera íhaldsmaður og Keynesianisti á sama tíma. Það fer reyndar mjög vel saman.

Svo er annað. Með myntráði færðu einnig bankakerfi sem er algerlega laust við að vera hluti af samfélaginu: þ.e.a.s fullkomlega gagnslaust fyrirbæri í nútíma samfélagi.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2011 kl. 01:21

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Gunnar, hvers vegna heldur þú að í lögum um alla seðlabanka eru ávallt sett ákvæði um að heldsta verkefni bankans sé að halda efnahagslegum stöðugleika ? Hvers vegna heldur þú að alþjóðlegar peningastofnanir eins og AGS, Alþjóðabankinn og Seðlabanki Evrópu séu settar á fót til að stuðla að stöðugleika ?

Getur verið að þú teljir að skuldasöfnun sé ein af höfuð-dyggðunum ? Jafnvel John Maynard Keynes sjálfur, hefði varla tekið undir efnahagsstefnuna »begger thy neighbour«. Í samfélagi þjóða er það siðleysi að reyna að velta eigin dugleysi yfir á aðra og engin lausn á efnahagsvanda að þjóðir stundi verðbólgu-keppni.

Torgreind peningastefna lýsir uppgjöf við efnahagsstjórnun og beiting þessarar peningastefnu er oft tilraun til að brjóta eitt þeirra fáu lögmála sem fyrirfinnast í hagfræði. Þetta er lögmálið um »vonlausu þrenninguna« (the impossible trinity). Ekki er hægt að »krukka í vexti og gefa út verðlausa peninga«, samtímis því sem haldið er »frelsi í fjármagns-flutningum« og »stöðugu verðlagi«.

Það eru ekki smáríki eins og Eistland og Ísland sem ráða efnahags-ástandi í stórum efnahagskerfum, eins og hagkerfi Vesturlanda. Peningastefna þessara landa skiptir engu máli, í hinu stóra samhengi. Að fella gjaldmiðla þessara landa getur ekki þjónað langtíma hagsmunum, heldur jafnast á við að pissa í skóinn sinn, í bezta falli.

Aðhald er einkenni góðrar efnahagsstjórnar. Fastgengi undir stjórn myntráðs leysir ekki allan vanda, heldur krefst samræmdra aðgerða. Ef menn skapa efnahagsbólu er sjálfgefið að erfiðleikar munu verða á meðan froðan hjaðnar. Það að nota tækifærið til að ræna ævisparnaði almennings er ljótur og siðlaus leikur.

Gunnar, menn komast ekki að kjarna neins viðfangsefnis með innihaldslausum upphrópunum. Umsögn þín:

»Með myntráði færðu einnig bankakerfi sem er algerlega laust við að vera hluti af samfélaginu: þ.e.a.s fullkomlega gagnslaust fyrirbæri í nútíma samfélagi.«

…er algerlega forsendulaus og fullkomlega röng. Ef þetta er skoðun þín, þá hefur þú ekki hugmynd um tilgang peninga, sem er þó undirstöðu-þáttur nútíma hagkerfa. Fastgengi undir stjórn myntráðs, losar ríki undan skaðlegum hókus-pókus aðferðum seðlabanka og spilltra stjórnmálamanna. Ef framtíðarsýn þín er stöðugt byltingarástand, þá skaltu endilega halda áfram að lofsyngja torgreindu peningastefnuna og þá upplausn og spillingu sem hún þjónar.

Beztu óskir um árangur í baráttunni gegn Ráðstjórnarríki Evrópu.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.1.2011 kl. 09:45

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kæri Loftur
 
Það sem ECB og læst gengisfyrirkomulög hafa gert í Evrópu er að stuðla að óstöðugleika. Það sjáum við núna sbr. þann horror sem mörg lönd í ESB eru að upplifa. Neikvæðir raunstýrivextir ESB hafa sprengt efnahag nokkurra landa myntbandalagsins í tætlur.  
 
Beggar thy neighbour stefnu er alveg eins hægt að viðhafa í læstu gengisfyrirkomulagi eins og í fljótandi gengisfyrirkomulagi.
 
Dæmi: 17 lönd læsa sig saman í föstu og læstu gengisfyrirkomulagi sem er enn meira rigid en mesta gengismisfóstur allra tíma, nefnilega gamli gullfóturinn. Þetta eru 17 lönd með 17 ríkissjóðum. Eitt landið er þekkt fyrir gjörólíka lífssýn en flest hinna landanna. Þetta land er Þýskaland. Það stundar innvortis launa og kostnaðarlækkun í samfleytt 12 ár. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Hlass peninga frá jákvæðum viðskiptajöfnuði Þýskalands við 16 önnur löndin í hinu læsta gengisfyrirkomulagi hrannast upp. Þessi hagnaður Þýskalands er svo mikill að hann nálgast 1000 miljarða evra og hann verður um leið að halla hinna 16 landa sem deila gengi en engum ríkissjóð með Þýskalandi. 

Í raun er þetta læsta myntfyrirkomulag ein stór beggar thy neighbour innvortis gengisfelling því um leið og hin 16 löndin reyna að lækka kostnað og laun heima hjá sér, þá kemur Þýskaland og lækkar laun og kostnað ennþá meira heima hjá sér.
 
Þetta kostar Þýskaland ekki neitt því um er að ræða 17 sjálfstæða ríkissjóði. Það sem gerðist var það að gengið var tekið frá 17 löndum, og stórlega falsað hjá Þýskalandi því allir vita að gengi þýska marksins væri 30-40% hærra en það er núna þegar Þýskaland notar evruna og peggar hana við hagkerfi Latínu-landa og minna þróuð hagkerfi Evrópu. Svona svindlar maður sig áfram í heiminum, með beggar thy neighbour stefnu sem alltaf hefur verið hin hefðbundna siglingaraðferð Þýskalands á heimshöfunum.

Sem sagt: 17 lönd njörvuð saman í rammlæstu gengisfyrirkomulagi, lyklinum svo hent í burt, og þau látin kála hvort öðru í eilífri innvortis gengisfellingu. Þetta er kapphlaupið niður á botn samfélaga og leiðin til ánauðar fyrir þegnana. 

Svo koma kjánar og binda gengi sitt fast við svona skrípaleik. Það eina sem dugar þegar maður mætir löndum sem stunda svona leik, er hiklaus og massíf gengisfelling. Annars væru smáríki eins og Ísland dauðadæmd. 

Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því Loftur hvað 30 prósent fall í landsframleiðslu og 45 prósent atvinnuleysi hjá ungu fólki þýðir. En ég get sagt þér það hér Loftur; þetta er uppskriftin að nýjum ófriði. Hvorki meira né minna. 

Þess utan þá virkar lækkun launa og kostnaðar ekki í löndum sem eru ekki þýsk að uppruna. Fólk missir bara vinnuna. Þannig hafa laun í Lettlandi ekki lækkað nema um innan við 5% á tveim árum. Ekkert gengur að leiðrétta samkeppnisaðstöðu hagkerfis þeirra. Eitthvað stórt og ljótt mun gerast þar og á fleiri stöðum í ESB á næstunni.
 
Mér finnst vera kominn tími til að þú látir af þráhyggjunni um myntráð, kæri Loftur. Þau eru einungis misráð fyrir þróuð samfélög.
 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2011 kl. 11:03

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gunnar Rögvaldsson @ 4.1.2011 kl. 11:03 

Vel að orði komist Gunnar.

Guðmundur Jónsson, 4.1.2011 kl. 11:37

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nei – nei Gunnar minn kæri. Hugtakið »beggar thy neighbour« á ekki við um þjóðir eða einstaklinga sem skuldsetja sig sjálfir. Þar bar kappið þig ofurliði ! Þú hljópst fram af bjargbrúninni og hrapaðir niður í hyldýpið.

  

Að Þýðsk fyrirtæki, eða vel rekin fyrirtæki í einhverju landi, skili hagnaði, en önnur séu rekin með tapi er tilgangur Evrópuríkisins með efnahags-frelsinu. Eftirfarandi yfirlýsing þín (ef rétt væri), hlýti að marka tímamót í sögu hagfræðinnar:

 

»Neikvæðir raunstýrivextir ESB hafa sprengt efnahag nokkurra landa myntbandalagsins í tætlur. Beggar thy neighbour stefnu er alveg eins hægt að viðhafa í læstu gengisfyrirkomulagi eins og í fljótandi gengisfyrirkomulagi.«.

 

Ef þessi tilgáta væri rétt hjá þér, þá hefðu ríki ekkert val í efnahags-málum. Hvort sem »torgreind peningastefna« ríkir eða »reglu-bundin peningastefna«, alltaf er hægt að kenna erlendum bröskurum (speculators) um efnahagslegar ófarir. Þetta er sú afsökun sem Joseph Stiglitz, gefur fyrir því að vinur hans kommúnistinn George Papandreou er búin að gera Grikkland gjaldþrota. Paul Krugman sem þú virðist hafa dálæti á, fyllir þessa þrenningu Bakkabræðra.

 

http://www.cato.org/pub_display.php?pub_id=11252

 

Í greininni »The Baltics, Bulgaria and Greece« gerir Steve H. Hanke grína að þeim þremenningum. Hanke segir meðal annars:

 

»Following last week's Brussels summit of European Union leaders, Prime Minister Papandreou mounted a ferocious attack on his EU colleagues, claiming that they were creating a "psychology of looming collapse." He went on to assert that Greece had become the eurozone's first big test case with speculators: "a laboratory animal in the battle between Europe and the markets."«

 

Hanke segir líka:

 

»It sounds like the Prime Minister is taking to heart advice from Nobelist Joseph Stiglitz, an advisor to the Greek government. When it comes to Greece's public finances, Prof. Stiglitz has turned a blind eye. For him, speculators are to blame for Greece's troubles. The data tell a different story.«

 

Kommúnistarnir sem sitja í valdastólum í Grikklandi, safna ekki bara skuldum sem sjást, heldur falsa þeir einnig ríkisbókhaldið. Hverjir eru þá braskararnir sem þeir Bakkabræður tala um ? Eru það ekki bara þeir sjálfir ?

 

Ætli það sé ekki nær sannleikanum sem Michael Massourakis, aðalhagfræðingur Alpha Bank segir í Financial Times grein:

 

»Greece is the last 'Soviet style' economy in the developed world.«

 

Sama sagði Yannis Stournaras, hagfræðingur hjá Foundation for Economic and Industrial Research, í Aþenu:

 

»Greece is the last Soviet-style economy in Europe«

 

Þessir heimamenn vita hvaða brögðum kommúnistarnir í Grikklandi beita og þeir eiga sér víða bandamenn og suma óvænta. Hér fjallar Steve H. Hanke um tvo slíka, Paul Krugman (Svartsýnn=Dr.Gloom) og Nouriel Roubini (Dauðadómur=Dr.Doom).

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/29/steve-hanke-svartsynn-og-daudadomur-spa-lettnesku-spilaborginni-falli/

 

Ég hafna þess vegna algerlega þeim spuna sem þú heldur fram Gunnar. Jafnvel þótt þú hótir »nýjum ófriði« vegna þessa sameiginlega gjaldmiðils Evrunni, þá hefur þú rangt fyrir þér. Þvert á móti verður mikil hætta á ófriði, ef Evrópuríkin slíta samstarfinu um Evruna og taka upp »beggar thy neighbour« stefnuna.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.1.2011 kl. 15:26

17 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Er ekki seðlabanki Evrópu búin að taka upp stefnuna "beggar thy neighbour" stefnuna?

Það virðist vera þegar fréttirnar af kínverjum koma...

Er ekki millivegurinn oft bestur?  Eða bara vísdómurinn um að þú þurfir að vera búin að vinna fyrir eplinu áður en þú borðar það? 

Ameríkanar eru að verða búnir að eyðileggja dollarann með skuldasöfnun og peningaprentun, ef þeir eru ekki þegar búnir að því.

Ameríski seðlabankin er marxist style keynesískur.  Þeir prenta peninga til að greiða skuldir.  Þar er samneyslan greidd með nýprentuðum peningum.  Það skapar ekki hagvöxt.

 Þetta eru spennandi tímar.  Hvert er okkar ágæti vestræni heimur að fara? Því þegar Ameríkanar eru úti í skógi er Evrópa alveg úti að keyra í aðdáun á marxískum stjórnunarháttum og miðstýringu. ..Og allir borða eplið áður en þeir vinna fyrir því.  ..Hver á þá að rækta eplin?

Jón Ásgeir Bjarnason, 4.1.2011 kl. 21:09

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Jón Ásgeir og gleðilegt ár.

Þetta með að U.S Federal Reserve sé að prenta peninga er ekki"alveg" rétt. Peningamagn í umferð hefur ekki aukist. Dollarar í umferð núna í fjármálakerfinu eru jafn margir og áður. Hins vegar hefur the Fed notað vald sitt til að kaupa pappíra og búið til fjármuni til þeirra verka og sem er mótframlag til þess þurrks sem ríkir vegna hættu á verðhjöðnun sem orsakast af skorti á fjárfestingum sem prívat geirinn þorir ekki að inna af hendi við núverandi aðstæður. Þ.e.a.s prívat geirinn þorir ekki að sinna hlutverki sínu við þessar aðstæður í kjölfar hrunsins sem bankarnir stóðu fyrir.

En þeir fjármunir (til pappírskaupa) eru ekki í umferð frekar en rétturinn til að búa til peninga út úr hinu bláa lofti er það á tímum venjulegs árferðis. Svo eru pappírarnir seldir aftur og þeir fjármunir sótthreinsaðir út úr kerfinu aftur því þeir eru ekki og hafa aldrei verið til staðar í fjármálakerfinu (þeir sátu í vörslu seðlabankans)  

Ef the Federal Reserve hefði ekki sinnt þessu hlutverki sínu af svona miklu hugrekki og kostgæfni þá væri heimurinn slökktur núna, og súpueldhús á götuhornum sæju þorra fólks fyrir fæðu - við kertaljós.

WSJ: 22. des Is the Fed Printing Money? 

"The Fed has been buying bonds since early 2009. When a private investor buys bonds, the investor uses cash or sells some existing asset to raise cash and uses that money to buy bonds. The investor might also borrow money from a bank and use the borrowed funds to buy securities on margin. The Fed can do something else. It has the power to electronically credit money to the bank accounts of sellers who in turn sell government securities or mortgage backed securities to the Fed. The banks get the money and the Fed gets the securities. The Fed isn’t literally printing $100 dollar bills when it does this. But it is creating money, electronically, that wasn’t in the financial system before. In that sense, it is printing money.

But as Mr. Bernanke has been trying to emphasize lately — perhaps clumsily — most of the money that the Fed has created isn’t circulating much through the financial system. It’s mostly sitting idly, often in deposits — also known as reserves — that banks keep with the Fed itself. Broader measures of the money supply haven’t grown that much because the money isn’t being lent on. Since January 2008, the amount of Federal Reserve notes, i.e. currency, in circulation has increased 18%, to $980 billion. During the same stretch, the reserves banks keep with the Fed has increased more than 30-fold to $995 billion from $33 billion.

Meantime, in the 12 months between November 2009 and November 2010, M2 money supply, a broad measure of money including bank deposits, retail money market fund deposits and other measures of short-term money, are up just 3.3%.

The Fed chairman seems to be trying to emphasize two points: 1) The Fed isn’t literally printing money; and 2) The money that it is creating isn’t flooding through the financial system in a way that would be inflationary."

Krækja; Is the Fed Printing Money?

Bendi einnig á; Er ég geðbilaður? Verndað viðtal við fjármálaráðherra

Góðar kveðjur  

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2011 kl. 21:49

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hver á þá að rækta eplin?

Þetta er afar góð spurning Jón Ásgeir. Það er einmitt þetta sem allt snýst um. Að fólk haldi áfram að rækta epli og að það sái fyrir nýrri uppskeru. Að allir fari ekki á hausinn með búin eftir að bankar heimsins tróðu balsa fræjum og tyggjó ofaní Pétur og Pál út um holt og hæðir. Úr þeim óx lítið annað en vesalingar sem svo fuku um koll í minnsta óveðri.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband