Leita í fréttum mbl.is

Brakandi ESB-þurrkur. Gefið okkur tífalt bankahrun.

"Óði hattarinn sagði Lísu í Undralandi að orð hafa þá meiningu sem þú vilt að þau hafi. Óði hattarinn hefði verið eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu því þar fær orðið “nei” þýðinguna “já” og pólitískum áróðri er básúnað út sem upplýsingum." Tekið úr Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands 
 
 
"Stórkostlegur árangur Lettlands" skv. framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá ESB
 
Efnahagssamdráttur á Íslandi og Lettlandi frá fjórða ársfj. 2007 = 100
Mynd, Paul Krugman; Efnahagssamdráttur á Íslandi og Lettlandi frá fjórða ársfj. 2007 = 100. Því meiri samdráttur því betra, samkvæmt ESB. 
 
Vissuð þið að hjá framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu, (já verið róleg, hann er til, embættið og persónan í embættinu eru til) eru það merki um ótrúlegan árangur ef tæplega einn fjórði hluti af hagkerfi ESB-lands hverfur í samdrætti.   

Samkvæmt þessu línuriti Paul Krugmans hér að ofan, þá er Ísland einfaldlega heimsmeistari í hagvexti í bankahruni. Allir Íslendingar ættu því að geta séð að innganga í Evrópusambandið myndi aðeins þýða það að hagvöxtur yrði miklu betri neikvæður en hann var hér í samdrættinum mikla. Gefið okkur tífalt, nei tuttugufalt bankahrun, og við munum sýna þessum framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu hvar Íslendingar keyptu sér ölið. Atvinnuleysi í Lettlandi er nú um það bil 20 prósent.
 
A few more such successes and Latvia will have no economy at all. 

Hér sjá allir sæmilega frjálsir og hugsandi menn að aðeins um trúarbrögð getur verið að ræða hjá hjá framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu. Þetta líkist mikið frétt frá ESB-DDRÚV. 
 
Færsla Paul Krugmans; They Have Made a Desert 
 
Ég leyfi mér að pósta hér aftur eftirfarandi færslu mína frá 15. febrúar í ár; (merki um mikinn árangur Lettlands skv. framkvæmdastjóra efnahagslegs stöðugleika hjá Evrópusambandinu) 
 
ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags 
 
Sögulegur samanburður á samdrætti hagkerfa og tímalengd samdráttar
Miðstöð efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landið er í hinu svo kallaða ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er þar af leiðandi bundið fast við evru.
 
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) var kallaður til Lettlands þegar fjármálakreppan skall á 2008. Í sameiningu komu AGS og stjórn Evrópusambandsins sér saman um "hjálparpakka" handa Lettlandi. Stjórn ESB er sögð hafa krafðist þess að gengi myntar Lettlands yrði ekki fellt. En það er oft eitt af því fyrsta sem AGS krefst, ef þörf krefur, þegar sjóðurinn kemur löndum til aðstoðar. AGS virðist ekki hafa viljað ganga gegn vilja ESB í þessu máli og hefur gengis-bindingunni því verið viðhaldið allan tímann. Sænskir bankar eiga mikið í húfi í Lettlandi og myndi gengisfelling koma bönkunum afar illa. Forsætisráðherra Svíþjóðar hélt á formannsembætti Evrópusambandsins seinni helming ársins 2009.

Samkvæmt kenningu og stefnu Evrópusambandsins, sem mörkuð er af grunnleggjandi fæðingargalla myntbandalagsins - þ.e. einn peningur og eitt gengi fyrir alla - þá átti svo kölluð "innvortis gengisfelling" (launalækkun og verðhjöðnun) að koma í stað snöggrar hefðbundinnar gengisfellingar myntar Lettlands. En nú hefur atvinnuleysi í Lettlandi náð þeirri ótrúlegu tölu að vera 22,8% - og á síðustu tveimur árum hefur raungengi (miðað við laun og innra verðlag í landinu) aðeins lækkað um 5,8%. 

Í skýrslu CERP kemur fram að ein afleiðing gengisbindingarinnar sé að heimsmet í hruni landsframleiðslu nokkurs ríkis síðan sögur hófust, sé nú verið að setja með 30% hruni landsframleiðslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiðslu Lettlands á þremur árum verður nefnilega yfir 30%. Þetta er meira en landsframleiðsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.       

The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933;
 
 
Vefslóðir: CEPR  | PDF
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Gunnar að draga þetta fram.

Villi Egils, Gvendur í Rafiðn og aðrir evrópusambandsdraugar lesa þetta auðvitað ekki og halda áfram að berja evruhausnum við samfylkingarsteininn.

Þessir menn og boðskapur þeirra eru auglýstir af 365 miðlum sem "Evrópuarmur Sjálfstæðisflokksins".Hversu stór þessi armur er sást glöggt í atkvæðagreiðslunni á landsfundinum síðasta.Samt er haldið áfram að berja og bulla.

Árvekni þín er ómetanleg.Áfram Gunnar!

Halldór Jónsson, 20.12.2010 kl. 08:12

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Góðan dag til þín Halldór og þakkir fyrir innlitið. Á morgun kl. 07 til 09 er tunglmyrkvi, hver veit þá hvað gerist hjá lunatikks þeim er þú nefnir á nafn. 

Gunnar Rögnvaldsson, 20.12.2010 kl. 08:39

3 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Sæll Gunnar

Nú vill EU fá norska banka-ábyrgðarsjóðinn til að borga fyrir gjaldþrot EU bankana

http://www.abcnyheter.no/abc-penger/okonomi/101214/vil-ha-norge-til-redde-eus-krise-banker

Anton Þór Harðarson, 20.12.2010 kl. 17:59

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er dæmi um hvernig hæfur meirihluti innan  Evrópsku Samningarinnar lítur á sjálfábyrgar efnahagslögsögur sínar: sem allar eru í samkeppni um að auka raunvirði sinnar þjóðarframleiðu á verðmætis mælikvarða Alþjóðasamfélagsins.  Í þessum samburði mun raunvirðishækkun erlendra fyrirtækja innan efnahagsögu telja til þeirra upprunalegu efnahagslenda. Þjóðverjar leggja því áherslu á að hafa sem mest að hávirðissauka tækni of framleiðslu fyrirtækja innan sinna vébanda.

Góðu hliðarnar á málefnum Letta eru að þeir geta nú náð áttum þar sem sannað er að þeir þola þetta atvinnuleysi [lækkun innanlands launakostnaðar] og samdrátt í framleiðslu verðbólgu hagvaxtar [fjármálgeirinn]. Neðar verður varla komist svo nú eiga þeir að geta treyst því til langframa að stöðugleiki um að raunvirðisvöxturinn  þar verði í hlutfallslegu samræmi við hin Meðlima-Ríkin sé komin til með vera. 

Hinsvegar vil ég persónulega frekar vera þýskur ríkisborgari en Lettneskur. N.B. EU passinn kemur ekki í staðinn fyrir þjóðarpassann heldur er viðbót.

Íslendingar eru greinlega á svipuðu mannauðsstigi og Lettar.  Sérhvert Meðlima ríki hefur sína Neytendakörfu og sinn mannauð.  Það sem þykir gott í Lettlandi þarf ekki að uppfylla t.d. kröfur Þýskra neytenda.    Raunsæ Ríki gefa sér að raunvirði efnahagslenda séu mismunandi og því eðlilegt að kröfur um gæði séu mismunandi.

Júlíus Björnsson, 22.12.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband