Leita í fréttum mbl.is

Markaðurinn skilur ekki evruna, segir hann

 
Hádegisþáttur DDR-ESB-RÚV; Viðsjáumekkineitt

Þeir skilja ekki evruna, segir hann

Þetta segir fjármálaráðherra Þýskalands. Hann segir að markaðurinn "skilji ekki" evruna. Það evru myntbrandaralag, sem spilað er upp í rúmi Alþjóða Gjaldþrotasjóðsins á bak við evruna, skilur markaðurinn ekki heldur. Þessi evra var búin til á hryllingsverkstæði Evrópu. Það verkstæði starfar enn, þrátt fyrir heilar tvær heimsstyrjaldir á innan við 100 árum. Vilt þú eiga mynt sem enginn skilur?

Evrópa lærir aldrei neitt. Hún er líklega glötuð, að eilífu. Og bráðum verður hún horfin, því svo fáar konur hafa viljað, og vilja ekki enn, fæða þar börn. Þær eru farnar í ævilangt verkfall því þær búa í Evrópu, sem er meginland tapara, segja sumir, e. a continent of loosers.    

Allir skilja krónuna. Hún gefur eftir þegar brotsjóir ríða yfir. Hún beygir sig og brotnar því ekki. Hún er sveigjanleg. Þegar vel gengur á búgörðum þjóðarinnar, þá styrkist krónan, réttir sig við. Íslenska krónan er alvöru gjaldmiðil. Hún er ekta gjaldmiðill. Á bak við krónuna stendur heil þjóð, heilt land, heilt ríki og öll auðæfi þess. Þessi króna er verðmiðaprentari, eða, hún er verðaðlögunarvél íslenska hagkerfisins. Hún sér til þess að við verðleggjum okkur ekki út af landakorti heimsmarkaða (e. the price adjustment mechanism). Það er ákaflega gott að eiga gjaldmiðil sem allir skilja. 

Samfylkingin ein myndi skilja evruna. Hún veit að þegar viðskiptavinir hætta að koma í verslun hennar, þá á hún auðvitað að hækka vöruverðin. Hækka verðin þangað til allir hætta alveg að koma í verslunina. Þá er loksins hægt að loka alveg og leggjast afvelta úr heimsku í kommasófann. Láta svo aðra borga sér fyrir að bora í nefið á meðan eitthvað er til í andskotans kassanum. Svo þegar allir eru orðnir atvinnulausir þá grenjar maður af frekju og kafnar svo úr henni að lokum.   

Enginn skilur evruna. Brussel skilur ekki hvað hún bjó til. Engin evruþjóð skilur evruna. Engin þjóð skilur af hverju gjaldmiðill hennar hækkar í verði gagnvart flestu þegar sem verst gengur heima hjá þeim sjálfum. Engin maður með sæmilega greind skilur af hverju myntin þeirra er svona Sovésk. Þessa vegna er og verður evran alltaf Frankenstein fjármála Evrópu. Vanskapaður krypplingur og ekki af þessum heimi.

Þegar markaðurinn skilur ekki sameiginlegan gjaldmiðil 16 þjóða sem vinna allar í sameiginlegri evrópskri fangabúð, þá er alveg örugglega hægt að ganga út frá því að þessari fangabúð verður lokað. Búðin fer bara á hausinn. Við lifum á sögulegum tímum. Gætið ykkar.
 
Krækjan
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta var gott að heyra og Nigel er berorður þarna. Ertu búinn að send þetta á Alþingi ef ekki má þeg gera það er en með alla grúppuna þar á ´póstlista mínum.

Valdimar Samúelsson, 6.12.2010 kl. 13:12

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Þessi pistill er stórskemmtilegur og þú hefur verið manna duglegastur að slá á evrudýrkun. Ef búseta þín er eins og stendur skrifað hjá þér, segi ég bara ; velkominn heim!

Sigurður Ingólfsson, 6.12.2010 kl. 13:15

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nigel, gaman að hlusta á hann. Króna er ágætt í höndunum á ráðherra sem er með langtíma fjárlæsi. Hinsvegar flýtur þessi króna sem er í notkun í dag.

Fljóta er að láta hana stjórnast eftir framboði og eftirspurn. 80% af eftirspruninni ákveður Brussel.

Nú stjórnar Brussel gengi evru Evru gegn Dollar, hversvegna ætti Brussel þá ekki að geta stýrt gengi krónu gagnvart evru.?

Júlíus Björnsson, 6.12.2010 kl. 15:14

4 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Ekki skrýtið þó stefnt sé leynt og ljóst að einu risa sambandsríki.  Það er einfaldlega nauðsynlegt vegna gjörólíkra efnahagskerfa og innra "strúktúr" í þessum löndum sem tilheyra ESB. 

Fyrr virkar evran ekki nema til skaða með reglulegu millibili,ógnarkostnaði ásamt óþarfa atvinnuleysi oft á tíðum fyrir aðildarþjóðir.

P.Valdimar Guðjónsson, 6.12.2010 kl. 17:25

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og þér fyrir góðu kveðjuna Sigurður. Já það er gott að vera kominn heim í sitt eigið land. 

Evran hefur gert Þýskalandi kleift að sjúga til sín þann hagnað sem nú er orðinn að halla hjá hinum evrulöndunum í skjóli hins læsta gengisfyrirkomulags evrunnar. Það kostaði Þýskaland ekki neitt að sjúga til sín þessi auðæfi hinna landanna, því fyrir 12 árum var lyklinum að evrusvæðinu hent burtu, og 16 lönd skilin þar eftir til þess eins að kála hverju öðru í eilífri innvortis gengisfellingu. Þetta hefði aldrei gerst í Bandaríkjunum því þar hefðu svona sníkjur kostað ríkin mikla fjármuni í yfirfærslum til þeirra sem urðu undir. 

Það eina sem dugar á svona land eins og Þýskaland, er hefðbundin massíf gengisfelling - og það krefst að maður hafi sína eigin mynt: Sjá hér; "Af hverju evrusvæðið þarf að brotna í sundur" 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2010 kl. 18:14

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar og Frakkar eiga 50% hlut í EU fjárfestingarbankanum. Kæmi mér ekki á óvart að sé rekinn eins og íbúðalánasjóður á Íslandi.

Júlíus Björnsson, 6.12.2010 kl. 18:51

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Merkel rejects debt crisis proposals :"Angela Merkel, the German chancellor, has ruled out two of the most widely-backed ideas for combating the eurozone debt crisis,

  1. saying she saw no need to increase the size of the European Union’s €440bn rescue fund
  2. and that the bloc’s treaties did not allow for the creation of a Europe-wide bond."

"The German rejection leaves the European Central Bank’s aggressive purchase of eurozone sovereign debt as the main weapon for the EU in fighting to keep the two most vulnerable countries, Portugal and Spain, from being forced into a bail-out."

Þá er þetta búið.

En það var smávegis möguleiki að tillaga Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti um sameiginlega Evru-bréfa útgáfu skv. sameiginlegri ábyrgð, hefði getað virkað.

Það hefði þá verið sambærilegt við svokölluð Brady Bond, sem ríkisstj. Bandar. gaf út ábyrgð fyrir, svo hægt væri að endurfjármagna skuldir margra ríkja sem voru í greiðsluvandræðum við upphaf 10 .áratugarins.

En, eftir að Merkel hefur hafnað sameiginlegri skuldabréfa útgáfu - þá er ég að verða krúnk varðandi leiðir til að bjarga Evrunni!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 19:30

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, Einar Björn, og Two Pillar Issing líka. 

Otmar Issing: Germans Should Just Say No to Eurobonds 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2010 kl. 19:44

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Betri krækja á Issing; http://www.youtube.com/watch?v=sDYUV3es1RA

Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2010 kl. 19:51

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Uppskrift Otmars Issing 

Meira "fiscal surveillance" - hert ríkisfjármálaeftirlit, ja!

Meiri "fiscal sanctions" - meiri refsingar, ja!

Sem sagt; meiri ORDNUNG! 

Líklega hefur samtalið við Issing átt sér stað í klaustrinu sjálfu, ja!

Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2010 kl. 20:02

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK Gunnar, slík útgáfa er ekki áhættulaus sbr. meðalskuld Evru 17 84%. En tillagan gerði ráð fyrir útgáfu upp á 40% af GNP EU 27.

Þ.e. á mörkum þess mögulega, nema að pólitíkusar taki þá pillu að neyða kröfuhafa til að taka svokallað "haircut".

En, án slíkrar björgunar, sé ég enga leið til að forða greiðsluþroti Írl. - Portúgals - Grikkland, né eiginlega einnig Spánar; og á sama tíma að halda núverandi samstarfi um Evru gangandi.

Þá er vart annað eftir en Plan B, sem getur verið ný Evra eða e-h annað nafn. Þá samb. Þýskal. - Frakkl. - Austurríkis - Finnlands - Hollands, hugsanl. einhverra fleiri.

Gamla Evran falli stórt. Það getur hugsanlega bjargað löndunum í gömlu Evrunni frá greiðsluþroti. En skuldir eru í gömlu Evru mikið til, svo þá lækka þær einnig í verðgildi, síðan kemur klassísk verðbólga og skuldir lækka enn meir. 

Sú leið verður sá sú eina færa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 20:14

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar Rögnvaldsson, 6.12.2010 kl. 20:02

Ef Þjóðverjar eru alveg búnir að tapa áttum. Þá kannski er ekkert Plan B í undirbúningi.

Þá sjáum við hrunið 1931 endurtaka sig, ásamt sambæril. hyldjúpri kreppu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 20:16

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sá þetta á BBC:

http://www.bbc.co.uk/blogs/thereporters/stephanieflanders/2010/12/if_germany_left_the_eurozone.html

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.12.2010 kl. 20:29

15 Smámynd: Haraldur Hansson

Takk fyrir kjarngóða pistla. Meira af svona góðu takk.

Þetta fer að verða hin fínasta nýyrðasmiðja. Alþjóða gjaldþrotasjóðurinn er eitt og Ýlfur Egils annað. Svo er Myntbrandaralag Evrópu líka snilldarnafn!

Haraldur Hansson, 6.12.2010 kl. 23:38

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

 Mig minnir að spá IMF 2008 til 2013 hafi gert ráð fyrir raunhagvaxtar samdrætti á jörðunni. Meiri í EU en USA, hinsvegar minni samdrætti í UK en í EU.  Ísland er alls ekki standa sig samkvæmt CIA factbook sem segist telja opinberar tölur margra  Ríkja sem ótrúverðugar. Hér er ekki lengur hægt að kaupa sterkar ljósaperur: þökk EU.  Gaman verður að sjá Ísland sýna jákvæðan raunvöxt á meða EU sýnir áfram neikvæðan.

Júlíus Björnsson, 7.12.2010 kl. 02:09

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar eiga samt sem áður mikla afskriftarsjóði. Þýsku þjóðhollu bankarnir standa örugglega bak við mest af bestu hagræðingarlánum sem fara til væntalegara Meðlima fyrir innlimum.  Flest nýju Meðlima ríkin sunnan og austan Brussel lifðu við hálfgerðan sjálfþurftar búskap áður og bjuggu við veika gjaldmiðla. Ég skil ekki hvernig þau geta lifað á einhæfri grunn framleiðslu einni saman: hagræðing og grunn samvinnubúskapur kostar sitt. 30 ár eru fljót að líða eftir á að hyggja.        

Júlíus Björnsson, 7.12.2010 kl. 02:19

18 Smámynd: Kommentarinn

Mér finnst merkilegt hvernig þú talar alltaf um fólksfækkun í Evrópu sem slæma. Það er eins og sumir skylji ekki að fækkun eða í það minnsta stöðnun er óumflýjanleg nauðsyn. Áframhaldandi veldisvöxtur mannkyns er einungis mögulegur í örfá ár eða áratugi í viðbót. Á þessum hraða væru aðeins nokkur ár í að við færum í einhverja hundruði milljarða en það mun auðvitað ekki gerast því við höfum ekki nóg vatn. Öll okkar peningakerfi sem eru í notkun byggja á þessum vexti og án hans hrynja þau. Sumir átta sig ekki á því að allri hlutir geti ekki vaxið endalaust þegar jörðin er fasti.

Neikvæður vöxtur eða stöðnun er því nauðsynlegur útum allan heim. Evrópa er bara á undan sinni samtíð og hefur þessi breyting verið nánast átakalaus. Hjá flestum dýrategundum er skortur sá þáttur sem takmarkar vöxt. Hann hpfum við ekki í Evrópu en m.v. núverandi þróun þá sýnist mér skortur verða mikilvægasti þátturinn sem mun takmarka vöxt þróunarlanda. Okkar allra hagur liggur í því að þau hætti að vaxa áður en skorturinn segir almennilega til sín.

Samantekt: Fólksfækkun --> Jákvætt því þá er meira eftir af lífsgæðum fyrir okkur hin.

Í þessu samhengi er kjánalegt að nota fólksfækkun í Evrópu sem rök fyrir því að allt sé ómögulegt þar á bæ þegar öfugt er farið.

Kommentarinn, 7.12.2010 kl. 07:51

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Athyglisvert að Farage talar í vikum, þegar rætt er um örlög Evrunnar. Hann er ekki að draga það upp úr neinum hatti.

Ekki er ég mikill aðdáandi Davíðs sem persónu og tel bresti hans vega gegn kostum, en það er ljóst að hann tók hárréttar ákvarðanir í aðdraganda og eftirmála hrunsins.

Nú virðist mér það klingjandi klárt að hann var "tekinn niður" af því að hann var ógn við yfirgang bankstera þessa heims. Fordæmið sem hann setti olli meiri reiði og örvæntingu þar innan en okkur órar fyrir held ég.  

Út frá þessu finnst mér líka að sósíalistahreyfingin Samfylking er úlfur í sauðagæru og er slétt ekki á þingi fyrir fólkið heldur fyrir banksterana.  Það er merkilegn þversögn að sósíalistaflokkur skuli vera stækasti glóbalistaflokkur landsins.  Þetta fólk verður að losna við.

Nú vantar bara að standa í lappirnar í Icesave. Það er fordæmi sem alþýða manna á Írlandi, Portúgal, Grikklandi, Spáni og Ítalíu horfa til nú, rétt eins og þeir horfa til okkar með að setja bankana niður.  Það foræmi megum við ekki svíkja, hvað sem það kostar okkur. Það verður allavega bara skammtímaskaði miðað við hina kostina. 

Þeir skulu ekki voga sér að sneyða fram hjá þjóðaratkvæðum þar, því þá verða þeir bornir út. Þeir leituðu leiða til þess fyrr samkvæmt Wikileaks og eru vafalaust enn að.  Líklega ætla þeir að læða samkomulaginu í jólapakkana á meðan fólk hefur annað að hugsa. Sýnist það vera málið.Það er verið að bíða eftir jólunum.

Þetta skal fara fyrir dómstóla. Við getum ekki gefið heiminum þetta fordæmi um að sauðsartur almúginn bæti fyrir glæpi örfárra auðróna.

Ég skil vel af hverju Evr´ópusambandið berst á bak við tjölin gegn því að þetta fari fyrir dóm.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2010 kl. 09:29

20 identicon

Jólabókin í ár - Brown viðurkennir að hann vissi ekki hvað hann var að gera !

http://blogs.telegraph.co.uk/news/davidhughes/100067022/gordon-brown-finally-admits-he-is-not-an-economics-expert/

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 14:54

21 identicon

"Iceland and Ireland experienced similar economic illnesses prior to their respective crises: both economies had too much private-sector debt and the banking system was massively overleveraged".

http://www.istockanalyst.com/article/viewarticle/articleid/4720958

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 15:12

22 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Í þessu samhengi er kjánalegt að nota fólksfækkun í Evrópu sem rök fyrir því að allt sé ómögulegt þar á bæ þegar öfugt er farið.

Kommentarinn, 7.12.2010 kl. 07:51

----------------

Ehem, ef Evrópu fækkar, þá er líklegasta útkoman, að annað fólk setjist að á tæmdum svæðum. Enda nóg af öðru fólki á hnettinum eins og þú sjálfur bentir á, og margt af því vantar betra jarðnæði.

Síðast gerðist slíkt í kjölfar hrun V-Róm. En, mikið er um aðkomufólk í Evr. Þ.e. ekki að minnka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.12.2010 kl. 15:39

23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Varðandi öldrunarhagkerfi ESB;

 

Kæri lesandi. Hvað veist þú um öldrunarhagkerfi? Lítið sem ekki neitt, datt mér í hug. Það er skiljanlegt því þú býrð svo sannarlega ekki í öldrunarhagkerfi. Íslendingar eru ekki svo heimskir og búa sér til gelt og ónýtt Evrópusambandslegt samfélag. 

Hvernig heldur þú að þingkosningar fari fram í löndum þar sem 60% kjósenda eru yfir sextugt? Hvaða málefni skyldu verða efst á baugi í bæjarstjórnar- og þingkosningum í svoleiðis hagkerfum? Ný barnaheimili eða atvinnumöguleikar ungs fólks? Hærri barnabætur eða betri skólar? Hærri laun, lægri skattar, framfarir og nýsköpun?

Hvernig heldur þú að hlutabréfamarkaður sé í öldrunarhagkerfum? Bíður hinn stóri heimur eftir því að geta fjárfest í hrynjandi samfélögum sem einungis geta boðið ungu fólki upp á að bera margfaldar skattbyrðar á við heilbrigð samfélög? Hver vill fjárfesta í efnahagslegum elliheimilum með örfáum ungum manneskjum innanborðs? Hver vill flytja til svoleiðis samfélaga? Masókistar eða framfarasinnað fólk? Íslendingar? Össurar?  

Hvernig heldur þú að hagvöxtur verði í öldrunarsamfélögum? Verður hann yfirþyrmandi sterkur eða mun hann hverfa alveg og aldrei koma þar aftur fyrr en eftir þau 500 ár sem það tekur að snúa öfugum aldurspíramídanum við á ný. Aldurspíramídanum sem nú borar sig ofan í höfuð og pyngju yngra fólks í Evrópu. Mun þetta hvetja þær fáu ungu manneskjur sem eftir eru til orkufrekari framkvæmda í svefnherbergjum sínum? Eða mun unga fólkið frekar kjósa með fótunum, þ.e.a.s ef það getur það? 

Hvernig heldur þú að það standi til með launahækkanir og kaupmátt í öldrunarhagkerfum? Hvernig skyldi annars standa á því að raunlaun Þjóðverja eru lægri í dag en fyrir 12 árum? Hvernig skyldi standa á þessu? Af hverju er smásala sú sama í Þýskalandi í dag og hún var fyrir 15 árum? Hvað er að?

Hvernig heldur þú að fasteignamarkaður sé í öldrunarhagkerfum? Heldur þú að það verði yfirgnæfandi eftirspurn eftir nýju eða notuðu húsnæði? Heldur þú að byggingameistarar standi á öndinni af hrifningu yfir glæsilegum framtíðarhorfum í svona hagkerfum? Heldur þú að það verði ojbarasta svo svakalega skemmtilegt að selja húseignir sínar í öldrunarhagkerfum? Og verðið svo rosalega frábært og ávöxtun eiginfársins maður. Þetta verður hreint ævintýralegt. Gróðinn endalausi. Meðal sölutími 10-20 ár? Allt verður bara að gera sig?

Allt þetta hér að ofan mun auðvitað verða þess valdandi að svona markaðssvæði mun vaða í peningum erlendra fjárfesta og hrikalega sterkt lánstraust ríkissjóða í hrynjandi skattagrunni mun að sjálfsögðu laða alþjóðlega peninga að á hlægilega lágum vöxtum hvaðanæva úr heiminum. Fjármálaheimurinn er nefnilega svo alþekktur fyrir hafa brennandi áhuga á að fjárfesta í deyjandi eignum. Það er bara svona.

Já, þetta verður einmitt bara svona. Bank for International Settlement (BIS = banki seðlabanka heimsins) segir í nýrri skýrslu að fasteignaverð á Spáni muni ekki bara falla heldur hverfa um 75% fram til ársins 2050. Og hvaða ástæðu skyldi nú bankinn koma með, af hverju á þetta að verða svona slæmt á Spáni? Jú öldrun væni minn. Enginn hefur viljað svo lengi og vill enn síður nú um daga fæða börn inn í þetta deyjandi samfélag. Framtíðarhorfur samfélagsins eru svo hörmulegar. Spánn er orðið öldrunarhagkerfi. Það sama segir BIS um þýska fasteignamarkaðinn, 75% lækkun þar á næstu 40 árum í viðbót við þá 20% lækkun sem þar hefur orðið á síðustu 15 árum. Og það sama er að segja um Grikkland - og það sama um heimaland mafíunnar í ESB,  Ítalíu. Í Portúgal mun verðið lækka um tæplega 90% á þessu sama tímabili. Glæsilegt. Bætið svo við allri Austur Evrópu og þá fáið þið út paradís Samfylkingarinnar, sjálft Evrópusambandið. Æ hve gott það verður að vera bundinn við rafmagnslausan ljósastaur Evrópusambandsins. Þetta verður auðvitað algerlega hið eina sanna framtíðar markaðssvæði íslensks atvinnulífs. Eftirspurnin verður hreint geggjuð. 

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Evrópusambandið hljóta annað hvort að vera haldnir kvalarlosta eða fáheyrðri heimsku og fávisku. Sennilega er þetta sama liðið sem hélt að það gæti gengið á vatninu frá Álfhóli til Skjaldborgar 101. Var það ekki einmitt það sem utanríkisráðherra Íslands sagði; að hann hefði ekki hundsvit á fjármálum samfélagsins. Jú, það var hann.
 
Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins er fólkið sjálft. Ég vona að það sama gildi um Samfylkinguna. Nú ætlar Samfylkingin úr Álfhóll að ganga á vatninu alla leið inn í skjaldborg Evrópusambandsins. Til sjálfrar þjóðgeldingarmiðstöðvar Evrópu í Brussel. 

Skýrsla BIS; http://www.bis.org/publ/work318.pdf 

Gunnar Rögnvaldsson, 7.12.2010 kl. 16:01

24 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Aftur þakkir fyrir innlit 

Ég leyfi mér einnig að benda á að fólksfjöldi hefur ekki náð sér að fullu leyti á öllum þeim stöðum þar sem SVARTI DAUÐI herjaði sem verst á Evrópu á miðöldum. Enn eru á sumum stöðum demógrafískar holur í landslagi fólksfjöldans.

En demógrafísk hnignun vegna öldrunar er bara enn verri viðfangs en svarti dauði, efnahagslega séð, því svarti dauði fór ekki í manngreiningarálit eftir aldri. Nokkuð jafnt var skorið og þá var aldurspíramídinn normaldreifður, þveröfugt við það sem er nú. Hver vill borga?

Gunnar Rögnvaldsson, 7.12.2010 kl. 16:13

25 identicon

Þú, Kommentarinn, veður villu að venju.

Samanlagður massi maura er talinn meiri en samanlagði massi fólks sem byggir þessa jörð (www.animalcorner.co.uk/insects/ants/ant_about.html).

Er ekki misjöfnun þögli sannleikurinn, sannleikurinn sem svo illa er gert skil í kenningunni um offjölgun mannfólks, kenningu sem mest er bundin við vinstra stóðið, stóð sem einungis kennir sig við bræðralag og jöfnuð á tyllidögum ???

Annar gæfulegur frasi þinn: Samantekt: Fólksfækkun --> Jákvætt því þá er meira eftir af lífsgæðum fyrir okkur hin.

Þú ætti að skammast þín fyrir þessa al gore drullu þína !

Hvernig veistu að það sért ÞÚ og þínir sem njóta lífsgæðanna sem eftir sitja ?

Er ekki allt eins líklegt að það séu einmitt þú og þín fjölskylda sem útdeila lífsgæðum fyrir þá sem eftir lifa ?

Ef ég fengi að ráða.. þá færi vinstra liðið í hlutverk píslavottanna þegar gæði jarðar væru að þrotum komin..þá fyrst værum við hin, við sem eftir lifðum í fullkominni paradís !!!

runar (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 17:44

26 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bendi á 2. góðar greinar um vandann í Evrópu.

http://www.project-syndicate.org/commentary/rogoff75/English

Skv. Rogoff er krýsan um margt lík krýsunni í S-Ameríku á 9. áratugnum - þ.e. tímabil hagv. á 8. áratugnum endaði með krassi v. upphaf 8., í kjölfarið gengust nokkrar ríkisstj. S-Ameríku í ábyrgðir fyrir stóra rekstraraðila taldir of mikilvægir til að falla, svo á endanum varð krýsan einnig skuldakrýsa ríkissjóðanna sjálfra. Á endanum, var svokallað Brady Bond plan tekið upp þ.e. skv. hugm. Brady sem var fjármálaráðherra USA þess efnis að boðin voru skuldabréf sem Bandar. gengust í ábyrgð fyrir en ríkisstj. í vanda borguðu af. Kosturinn var, að vegna ábyrgðar USA lækkuðu vaxtagjöld ríkjanna sem tóku þátt í prógramminu mikið. Í tilvikum var einnig knúnrar fram höfuðstóls hækkanir.

En ábending Rogoff er einmitt að ekki fyrr en endurskipulagning skulda skv. Brady Plan fór að skila árangri, upp úr 1987 að S-Ameríka fór að rísa út úr kreppunni.

-----------------

http://www.li.com/attachments/Legatum%20Institute%20-%20Can%20the%20euro%20survive.pdf

Samanburðurinn sem finna má í þessari grein er áhugaveður. Ekki síst á vanda Argentínu sem þá var með tengingu v. dollar, og því ekki með möguleika til að fella gengi, til að milda kreppuna hjá sér. 

Það var ekki fyrr en að hagkerfið hafði hrunið saman um 25% unfir AGS prógrammi, sem á það sameiginlegt með björgunarpökkum Írlands og Grikkl. að Argentína var þá með gengi síns gjaldmiðils fast v. Dollar og gat ekki fellt. Þetta gerir samanburð því áhugaverða við krýsuna í Argentínu þá.

En, fyrir rest var kosin til valda ríkisstj. sem tók landið út úr prógramminu, afnam tenginguna v. dollar og heimilaði stórt verðfall hans. Í kjölfarið fór Argentína í greiðslustöðvun gagnvart útlöndum.

-------------

Greinarhöfundur spári því að fyrir rest gerist svipað fyrir Spán, Portúgal, Írland og Grikkland - að löndin yfirgefi Evruna.

Fyrir okkur er þessi samanburður einnig áhugaverður. En, þó svo við höfum mildað kreppuna með gengisfellingu. Er skuldastaða ríkissjóðs alls ekki auðveld. 

Greiðslufall, er alls ekki enn orðið ólíklegt, þó hættan sé smáma saman að fjara út. Er hættan enn umtalsverð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.12.2010 kl. 22:34

27 Smámynd: Kommentarinn

Rúnar það er ósköp eðlilegt að maurar hafi meiri samanlagðan lífmassa heldur en menn þar sem við erum ofar í fæðukeðjunni og það þarf mun meiri samanlagða orku til að fæða okkur. Ekki lifum við eingöngu á grænmeti. Það breytir því ekki að það styttist í að mannkynið nái hámarksfólksfjölda. Samanburður á mismunandi spám sést t.d. hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/World_population

Ekki segja mér að þið Rúnar og Gunnar haldið að við getum bara fjölgað okkur endalaust? Þið gerið ykkur væntanlega grein fyrir hvernig veldisvöxtur virkar? Okkur er að fjölga um tæpan milljarð á hverju 10 ára tímabili og á það bara að geta gerst hraðar og hraðar endalaust?

Auðvitað er misskipting auðæva aðaláhersla skorts í dag. Eftir því sem okkur fjölgar meira þá mun koma að ákveðnum þolmörkum. Sérfræðingar telja að hægt yrði að brauðfæða hátt í 100 milljarða manns á jörðinni ef allir borða grænmeti og allt landrými er nýtt undir ræktun (sem myndi reyndar fela í sér útdauða flestra tegunda í leiðinni). Ég veit ekki með ykkur en mér finnst kjöt gott. Lífsgæði eru takmörkuð á jörðinni það er einfaldlega staðreynd sem þið virðist ekki geta horfst í augu við. Hvernig á allt að geta vaxið á sama hraða og mannkynið? Ákveðnar auðlyndir sem við erum háð eru fastar stærðir sem vaxa ekki.

Gunnar festist svo í einhverjum öldrunarhagkerfis pælingum. Jújú þau eru að mörgu leiti verri en vaxtarhagkerfi en það er ekki það sem málið snýst um. Stöðnun vaxtar er einfaldlega óumflýjanleg staðreynd sem allur heimurinn verður að laga sig að á næstu 100 árum. Þau eru komin til að vera allstaðar (nema ef ykkur tekst að rökstyðja hvernig við getum vaxið endalaust).

Málið er að hagkerfi ökkar eru háð óendanlegum vexti. Þar sem óendanlegur vöxtur er ekki mögulegur (ekki einu sinni fræðilega) þá verða hagkerfin að vera hugsuð upp á nýtt. Sá fasi er líklega þegar hafinn og mun væntanlega standa næstu áratugina.

Kommentarinn, 8.12.2010 kl. 00:43

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kommentarinn  kann að lesa úr spilunum að mínum mati. Stærðfræði og önnur hrein raunvísindi standast út í hið óendlega, þeir sem skilja það ekki verða að halda áfram að spekúlera.

Þjóðverjar eru á fullu að að lengja starfsvæfi síns mannskaps með lífæra ræktun. Tölvu og vélmenni geta líka unnið flest sem það sem meðalmenni geta, að mínu mati og fleiri.

Þjóðverjar munu stefna á 30 fækkun íbúa með tillit til næstu 30 ára. Til að viðhalda þjóðartekjum á þegn.

Verðtrygging hér fölsuð til að tryggja uppsveiflu [verðlags og erlendrar lántöku eða fjárfestinga] á öllum tímum hvað sem það kostar.

Þetta virðist vera allt í lagi að mati tossanna hér.

Hér er farið til Brussel til að spyrja aðilana á rándýrum launum hvað stendur í Milliríkja Samningunum hingað til.  Lesa ekki heima  er merki um tossa sem engin meiriháttar í EU ber virðingu fyrir. Umboðið  í Brussel semur ekki út fyrir sitt vel skilgreinda regluverk. Raun hagvöxtur í EU verður neikvæður minnst til 2013 og þá ætti að vera meira neikvæður hér rétt mældur.  EU lætur ekki græða á sér þegar hún er í tapi.

Verðhjöðnun er besta vörnin í kreppu. Viðurkenna staðreyndir áður en þær verða að raunveruleika. Skera hér niður allan milliliða kostnað í fjármálum til að greiða niðar niður skuldir og einfalda fjármálgeirann, samhæfa og sameina. Bjarga frekar mannslífum og auka lífslíkur almennt. Menn borða ekki efnahagsreikninga, enda lítið að marka þá á Íslandi.

Júlíus Björnsson, 8.12.2010 kl. 01:16

29 Smámynd: Kommentarinn

Takk Júlíus. Það er eins og sumir séu fastir í pínulitlum kassa og sjái bara útum lítið gat.

Talandi um líffæraræktun þá getur heilinn okkar orðið mjög gamall, sérstaklega ef okkur tekst að sigrast á hrörnunarsjúkdómum eins og alzheimer. Fræðilega getum við því orðið mörg hundruð ára gömul. Vandamálið verður ekki að rækta akrana (ef við reiknum með aukinni sjálfvirkni) heldur hversu mörg börn ætlum við að eignast á meðan?

Hvernig sem málin þróast þá verður auðveldara að takast á við framtíðina sem 6 milljarðar frekar en 60 milljarðar.

Kommentarinn, 8.12.2010 kl. 08:43

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS er er búiða að gera ráð ráð fyrir neikvæðum raunhagvexti í helstu viuðskiptalöndum Íslendinga næstu árin, en hefur ekki gert ráð fyrir neinu í framhaldi.  Í frjálsri samkeppni ríkja getur ekki eitt ríki komist um með að sýna jákvæðan hagvöxt á kostnað hinna. Þess er Alþing á hverjum degi að sóa fjármunum í óþarfar umræður að mínu mati.  Hér þar að undirbúa og viðurkenna samdrátt eins og viðskiptaaðilarnir. Jöfnu skortkjara.

Íslendinga virðast ekki, kannski genalega ekki hafa innbyggðan myndrænan skilning á hlutfallslegu samhengi hluta.

T.d. þegar kínverskur almennur launþegi sem hefur haft 200 hrísgrjón í laun á dag fær 220 grjón. Þá mælist það sem 20% hagvöxtur. Raunhagvöxtur í Asíu á að vera um 10% til 20% næstu ár.

Þegar þjóðverji sem hefur haft 200 bjórflöskur í laun á dag fær 202 flöskur mælist það sem 2% raunhagvöxtur.

Hér þykja 2% lítið. Sem segir allt sem þarf við AGS, vilji Ísland meiri raunhagvöxt þá þarf að skipta um grunn.  Enda miðast allar aðgerðir sitjandi stjórnar hverju sinni við að uppfylla væntingar helstu lánadrottna.

Ég vil ekki 3 heims raunhagvaxta grunn eins og sérfræðingarnir hér.

Því minni langtíma hagvöxtur því betra. Byrja að lækka raunvaxtakröfuna innlands.

Júlíus Björnsson, 8.12.2010 kl. 16:27

31 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stöðnun vaxtar er einfaldlega óumflýjanleg staðreynd sem allur heimurinn verður að laga sig að á næstu 100 árum.

Kommentarinn, 8.12.2010 kl. 00:43 

----------------

Þetta er klárlega ekki rétt.  Það getur hægt á hagvexti eins og Júlíus talar um, en stöðvun væri mjög óskynsamleg.

En, hagvöxtur er ekki endilega mannfjölgun, þó mannfjölgun sé hluti af reikningnum. Hann er einnig bætt tækni sem skapar framleiðni aukningu. Hann er einnig framleiðni aukning, sem fæst fram með betra skipulagi. Að auki bætt nýting þess sem fyrir er.

Þ.s. þarf að beina sjónum að, er sjálfbær vöxtur. Þ.e. ekki endaleysa heldur nákvæmlega, þ.s. þarf að stefna að.

 "Auðvitað er misskipting auðæva aðaláhersla skorts í dag."

Það er einungis komið til vegna þess, að sum lönd hófu sig á stall iðnvæðingar heilum 2 öldum síðan. Þ.e. dálítið forskot.

Þannig séð ekki ósanngjarnt.

Þ.e. misskilningur, að þ.s. kallað er af sumum, rétt skipting sé sanngjörn skipting. Þá þarftu að taka af öðrum, sem unnu sig upp í þ.s. þeir hafa, sem ekki er sanngjarnt.

Þ.s. þarf að gera, er að bæta nýtingu þeirra hráefna sem til eru staðar, sem þýðir frekari tækniþróunar er þörf, svo hægt sé að auka velmegun án þess, að ganga um of á þ.s. til er.

Sennilega mun mannkyn þó þurfa að leita fanga utan Jarðar. En, gnægð hráefna liggja ónotuð um víð og dreif um sólkerið okkar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2010 kl. 17:05

32 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Júlíus Björnsson, 8.12.2010 kl. 16:27

----------

Ísland er vel fært um að viðhafa jákvæðan hagvöxt í hvaða skilningi þess hugtaks sem vera skal.

Þ.e. engin ástæða fyrir okkur, að framkv. einhverskonar hagkerfislegt seppuku vegna þess, að einhverjir telja hin iðnvædda heim þurfa að minnka við sig hagvöxt - Jarðarinnar vegna.

En, hér er enn margt hægt að gera. Þ.s. menn leiða hjá sér, er að Ísland fór af stað, meir en 150 árum seinna en Evrópa. Við erum ekki enn, í reynd það langt komin.

Evrópa er búin að nýta allt þ.s. auðvelt er að nýta. Við, erum vart hálfnuð á því ferli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2010 kl. 17:09

33 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef við leggjum mesta áherslu á að versla innbyrðis og lána innbyrðis innan okkur efnahagslög  eru meiri líkur á innri séreignar raunvöxtur ávaxtist hér til frambúðar. Þá erum við að tala um annan samkeppni grunn og annað samhengi sem er ekki raunveruleiki í dag.  Fjölga eigna mönnum á Íslandi: gera alla jafna ríka.

Almenningur á Íslandi um 1950 var kominn að jafnaði langt fram úr þeim í Evrópu. Hinsvegar í þeim samburði hefur okkar hrakað veldisvísilega. En almenningur í EU vaxið stig af stigi.

Júlíus Björnsson, 8.12.2010 kl. 18:20

34 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur einungis gengið upp fyrir hagkerfi, sem framleiðir hærra hlutfall af því sem það þarf til sinnar starfsemi. Við á hinn bóginn, þurfum mjög mikinn innflutning sem þíðir að við þurfum mikinn útflutning, þ.s. okkar innra hagkerfi er sára lítið. Erfitt að sjá hvernig því verði breytt.

Ég bendi á vannýtt tækifæri:

  • ál - en, þá vísa ég til þess, að nýta eitthvað af því áli, sem er hér til staðar, til þess að framleiða verðmætari hluti til útflutnings.
  • eldi - þ.e. vatna- og sjávarlífvera, sem og svokallaðra loðdýra. Meira af því.
  • fleiri ferðamenn - en fj. þeirra má hugsanl. allt að 10. falda, ef út í þ.e. farið. 
  • hugbúnaður.
  • síðan er hægt að framleiða hér mun meira rafmagn en hér er gert, sbr. djúpborun, sjávarföll, vindur - svo nefnt sé e-h sem ekki er nýtt.
  • svokallaðar skapandi greinar.
  • Hugsanl. möguleikar eru olía og jafnvel flutningar, ef N-Íshafið opnast.

Ég held að 3% hagv. sé alveg raunhæfur hérlendis. Ekki á meginlandi Evr. augljóslega.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.12.2010 kl. 19:29

35 Smámynd: Júlíus Björnsson

Álið sem er hér til staðar er ekki eign Íslendinga heldur kaupenda í EU sem hafa tryggan neytenda markað. Tryggðu sér bæði súrál og  aðstöðu til frumvinnslu á sínum tíma á nokkrum stöðum í heiminu þar á meðal á Íslandi.

Brussel er nýbúið að loka tveimur súrálsvinnslum á Ítalíu, vegna þess að samdráttur hefur á sér stað í fullvinnslunni í EU, þess vegna losuðu þeir sig við óhagstæðustu vinnslurnar með tilliti til orkuverða. 

EU og fleirri Risar setja dæmið þannig upp að hráefni, orku frumvinnsla í þágu fjöldans eigi að vera grunnur samkeppni á öllu tímum, á sem lægstum verðum.  Það ríki sem hefur neytendur sem geta greitt fyrir fullvinnsluna hirðir svo samkeppni hagnaðinn og þann kostnað sem honum fylgir.

Ríki sem á ekki tryggan eigin lágmarks neytenda markað getur gert það sem vill en ekki á kostnað hagsmuna stóru neytendendamarkaðanna.

Ríki sem vantar fullvinnslu og tækniframleiðslu á lágvöruverði, getur reitt sig á að ef það á eitthvað af hráefnum, þar með talinn frumvinnsla sem það vill losna við þá má semja um það miðað við þau heimsmarðsverð sem gilda hverju sinni. Til að losa við draslið stöðugt  í lengri tíma  kostar sitt þar sem það eru verðmæti sem kaupandi telur sér tekna.  

Sá sem skuldar lítið getur nýtt sér mörg tækifæri til að græða á því. Sá sem skuldar mikið græðir ekkert nema sem milliliður.  Þett er spurning fyrir Íslendinga um gæði en ekki magni. Græða á því framleiða inn á sinn eigin heima markað þar lífstandar er almennt hár. Flytja 30% til 50 % af framleiðslunni út á hátekju markaði erlendis: 1% til 10% af neytendum hvers ríkis.

Viðurkenna að alþjóðleg fjöldframleiða borga sig ekki nema minnst sé tryggur milljóna markaður. Öll lávöru fjöldaframleiða er með sinn lágmarkframleiðslu þröskuld.  Þess vegna borgar sig að vera með marga litlar eingar hér sem gera út á hávöru af skornum skammti og sérhæfða þjónustu. Laða að ríkja ferðmenn sem eyða 100 sinnum meira. Gera Ísland ó-alþjóðlegt og eftirskóknarvert sem tilbreytingu fyrir þá sem hafa efni á því að veita sér hana. 

Hagvöxtur er hlutfallsleg breyting þjóðarframleiðslu eða landsframleiðslu. Reiknaður út frá seldri vöru og þjónustu.  Hér er örggulega í umræðu miðað við landsframleiðu. Því þjóðarframleiðsla er örugglega neikvæð.   

Ég vil byrja á því að auka eigiðfé og ráðstöfunar fé almennra neytenda: fjöldans og láta svo hlutina ganga svo sjálkrafa fyrir sig inn auðskiljanlegs og sanngjarns regluverks í hverjum geira. Losna við forsjárhyggju tossanna og kostnaðinn sem henni fylgir.

Hér er verið að auka þjóðarframleiðslu með því að fækka þegnum til þess að tryggja erlendum lándrottnum skilvirkar greiðslur í framtíðinni. Vaxta greiðslur sem fara úr landi verða ekki teknar með meiri hagræðingu í framtíðinni heldur með minni neyslu inniflutningi og lægri meðalauna kostnaði.

Erlendir fjárfestar eru þroskaðir og hámarka sinn eigin hagnað á hverjum tíma.     

Íslendingar væru ekki í þessum sporum með 2,7% landfranleiðslu hagvöxt að meðtali á 40 árum nema vegna þess að sérfræðingar hér eru tossar í samburði.

Gera ráð fyrir því að verðbólga vaxi veldisvíslega á 25 ára fasteigna grunn efnahagslánum er saga til næsta bæjar.

Þessi krafa var sett hér á að fullu um 1998 og var upphafa erlendra fjárfestinga Íslendinga fyrir erlent lánfé í áhættugeirum EU.  Hér var þetta kallað snilld allan tíman og góðæri.

Erlendir vissu alltaf hvernig þetta myndi enda. Gera á annarri eins undirspennu endar með hruni.

Júlíus Björnsson, 8.12.2010 kl. 23:38

36 Smámynd: Kommentarinn

Einar þú misskilur mig aðeins þegar þú "leiðréttir" að stöðnun vaxtar sé óumflýjanleg þá var ég að tala um mannfjöldavöxt en ekki hagvöxt. Afsakið hvað þetta var óskírt hjá mér. Það er hinsvegar líklegt að hagvöxtur falli samtímis en eins og þú segir er hann að stórum hluta drifinn af auknum mannfjölda. Það má líka vísa á öldrunarhagkerfis lesturinn hans Gunnars hérna að ofan í því samhengi en öldunarhagkerfi er eitthvað sem flestallar þjóðir munu þurfa að glíma við á næstu 100 árum, ekki bara Evrópa. Samtímis þessu munu verða breytingar á orkubúskap jarðarinnar en allir peningar byggja jú á olíu. Hvað gerist þegar framleiðsla fer minnkandi á meðan eftirspurn eykst en það munum við sjá fram á á næstu 0-30 árum. Áhugavert spjall hér:

http://hjalli.com/2010/12/08/orka-lykill-alls/

Gömul saga en skemmtilegt að lesa um á íslensku.

Svo var ég ekkert sérstaklega að leggja mat á skort vegna misskiptingar. Ég var einungis að samsinna Rúnari með að misskipting væri helsta ástæða skorts Í DAG. Hann virtist ekki gera sér grein fyrir að með mjög aukinni fjölgun mannkyns þá gætum við séð fram á annarskonar skort þar sem ekki er einfaldlega til nóg af einhverju fyrir alla, á sama hátt og hvernig stofnstærð dýra takmarkast í náttúrunni. Við erum jú enn hluti af henni. Lithium er nærtækt dæmi. Ef við t.d. ætluðum í dag að framleiða rafbíla fyrir alla þá er það ekki hægt því það er ekki nóg lithium til á jörðinni í vinnanlegu magni nema í ca 4 billjón rafbíla.

http://en.wikipedia.org/wiki/Lithium#Production

Það er ágætt að þú kemur inn á punktinn um betri nýtingu en þar held ég að helsta forsenda hagvaxtar verði í framtíðinni.

Kommentarinn, 9.12.2010 kl. 00:31

37 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðarframleiðla er 100 3% hagvaxtarkrafa eru 3.

Seinna er þjóðarframleiðsla 50, 3 % hagvaxtakrafa er 1,5. 

Þá er kátt í höllu Íslendinga.

Hér vorum við fyrir síðast hrun í samfloti með Bretlandi og Danmörku. Með svipaðan hagvöxt.  

Hinsvegar er líka talað um raunhagvöxt og hann er yfirleitt lægri en 3,0%. 1% raunhagvöxtur þykir gott á 100 árum.

Í Menntó í gamla daga þá var það haft í flimtingum hvað við værum heppin að Kínverjar notuðu ekki víxla í sama mæli og Íslendingar.  Það mynd kosta alla Regnskóga Brasilíu.

EU talar um það í frönsku  útgáfu samninganna. að ríkji þriðjaheimsins eigi skilið hagvöxt en það tæki mjög langatíma  að hann yrði raunverlegur og kæmi smátt og smátt.

Sameinuðu þjóðir mæla með að menn fara að éta skordýr, vegna eggjuhvítu innhalds.  

Júlíus Björnsson, 9.12.2010 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband