Leita í fréttum mbl.is

Aftansöngur: Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins - og AGS.

Önnur sunnudags hugga myntbandalags Evrópusambandsins og AGS
 
Poppkorn og evruhattar eru við hæfi hér á sunnudagskvöldvöku Evrópusambandsins. Þetta er í annað skiptið á hálfu ári þar sem krafist er aftansöngs við evrusólarlag. Evrópusambandið óttast að markaðurinn sturti myntinni evru í stóra klósettið í nótt, þegar hann, og ESB til hryllings, vaknar til lífsins í Asíu eftir angistarfulla helgarvöku péskarla Brussels. Því varð að halda þessa tónleika núna, strax, immed.

Tónverkið sem spilað var í dag er yfirvofandi írskt ríkisgjaldþrot í evrudúr á okurvöxtum. Ekki var um annað verk að velja og ekki er heldur um frumflutning að ræða, því tónverkur þessi var fyrst fluttur út til Grikklands og afspilaður þar. Níunda rúgbrauðssymfónían var sem betur fer ekki flutt að þessu sinni (hún er enn verri). En fáninn var þó til staðar við blátt evrugrillið sem gaus gulum logum örsmárra væntinga. Stjórnandi er sem fyrr; óttinn við hrun. Treyst er á AGS. Á næstu vikum verður þetta tónverk líklega flutt áfram eða afturábak í Portúgal; Spila tónverkið
 
Hér fyrir neðan, og til uppbótar fyrir leiðindin hér að ofan, er viðtal við fyrrum forseta samtaka þýsks iðnaðar (BDI), Hans-Olaf Henkel. Hann segir að evran sé hræðileg mistök og nú dauður gjaldmiðill. Hann hótar að flytja út þýskan stöðugleika til þess sem enn er eftir af óhlýðnum aularíkjum í Evrópu. Það sé betra en að flytja inn aula-óstöðugleika til Þýskalands í gegnum myntina hræðilegu. Hér með er restin af Evrópu aðvöruð: Þýskur stöðugleiki er gæti zkolliðz á í Evrópu á ný. Þýsk ordnung er á leiðinni (all the way from Stuttgart, ja?)
 
 
Krækjur: Changes og útvarpsviðtal við Hans-Olaf Henkel á ZDF
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Athyglivert Að Þjóðverjar skuli hafa bundið það í stjórnarskrá að banna fjárlagahalla.  Menn höfðu ekki það hugmyndaflug hér í öllum stjórnlagaþingsspunanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"You outdo yourself" með þessum pistli, Gunnar, eins og ferskur vorvindur. Við, hér á aftasta bekk, getum ekki annað en staðið upp fyrir þér og hrópað: Bavo, Bravissimo.

Mér heyrðist járnkarlinn þarna segja að fái eyðsluklóin Jóhanna sínu framgengt stefnum við í ruslflokk suðurríkja-evrunnar. Ætli það sé líka vilji SA og ASÍ?

Ragnhildur Kolka, 28.11.2010 kl. 23:44

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur 

Ragnhildur, nú gæti ef til vill hafist uppstokkun í þessa tvo evru- og neðru-hluta. Frakkland, sem áður var bílstjóri Club Med öskubílsins, fær líklega ekki að vera með í súper evrunni og fer því í rulsflokk. Það fer í neðruna. Við það batnar friðurinn frægi því þá getur Frakkland ekki lengur notað Þýskaland sem magnara fyrir óeðlilega mikil áhrif landsins í sínu abbý-normala sambandi við Þýskaland. Þá hefur Frakkland ekkert á Þýskaland lengur.

Ekki mun Belgía geta farið í evru. Það fer beint í neðruna.

Holland gæti komist með í evru.

Ítalía hefur ekki séns, það fer í neðruna.

Finnland gæti komist með ef það vill.

Þessi uppstokkun mun bara auka friðinn. Öxulveldi verðhjöðnunar og monetarisma verða þá kannski eins valdamikil og áður: Þýska evran, Asía og Kína. 

Jón Steinar. Hægt er að segja hvað sem er í stjórnarskrá. Hún lengist þá bara við hvert atriðið sem þar er bolað inn. En af því að Þjóðverjar eru að hverfa - þeim mun fækka úr 80 í 60 miljónir nokkrum næstu áratugum og svo helmingast þar á eftir á næstu 250 árum - þá er þetta hugsað sem eins konar vörn gegn algerum dauða Þýskalands. Ungt fólk er ekki lengur á hverju strái í Þýskalandi. Reyndar er það orðið sára sjaldgæft, því þýsk frjósemi hefur verið svo hörmuleg allar götur frá 1970.

Þýskaland er því land í útrýmingarhættu og samkvæmt skýslu BIS (Bank for International Settlements) mun fasteignaverð falla um 70% á næstu 40 árum í Þýskalandi (fyrir utan þá 20% lækkun sem þar hefur orðið frá árinu 1999 til nú). 

Það sem ræður þessari þróun er öldrun samfélaga Evrópusambandsins. Þar mun ekkert borga sig næstu hundruð árin. Ekkert. 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 06:54

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Viðbót

Hér er eiginlega um að ræða beina útsendingu á því hvernig ESB hellir framtíð heillar kynslóðar beint í vaskinn. Og ekki er markaðurinn hrifinn nú við opnun í dag. ENGIN jákvæð áhrif á skuldabréfamarkaði. ENGIN! En bankarnir anda þó aðeins léttar í bili (í Bretlandi líka). Skattgreiðendur verða látnir borga.

Fábjánar Evrópusambandsins eru hér í essinu sínu. 100% clueless evru-ofstækismenn sýna heiminum listir sínar. Össur og Jóhanna HLJÓTA að vera væntanleg í Brussel til að skála fyrir ofur-evru Össurar.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 08:22

5 identicon

En eru það ekki hinnir efnahagsleguskussar sem eru að bjarga þýskum iðnaði? Þeirra slaka staða er að lækka gengi evruna gagnvart usd og halda þ.m. útflutningsmiðuðum þýskum iðnaði samkeppnishæfum gagnvart usa,prc og brics.

Það hlýtur að vera markmiðið evruríkja að vera á pari við usd (og þ.m. rmb lík) þannig að útflutningsgreinar séu samkeppnishæfar.

Einnig fall evrunar yrði mikið áfall fyrir bna iðnaðar, en esb telur 25% af útflutningi bna. Verndarhyggja og gjaldeyrisfellingar myndu koma bna mjög illa og heimsviðskiptum almennt. 

Það sem þú talar fyrir er ekkert annað en "race to the bottom" það eru ekki skemmtileg framtíðarsýn og verkefni að hindra slíkt. Merkantilismi er slæm hugmynd, eins og sagan sannar.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 09:02

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Magnús 

Það væri ágætt að fá innlegg þitt í bara sæmilegu samhengi Magnús. Mér sýnist það innihalda góðbita. En hvaða tillögur mínar ertu að vísa í? 

Gott dæmi um race to the bottom er að læsa 16 lönd með 16 seðlabönkum og 16 ríkissjóðum inni í læstu myntfyrirkomulagi evrusvæðis, og henda svo lyklinum burt. Þá munu ríkin kála hverju öðru í eilífri innvortis gengisfellingu. Þýskaland sker niður, hin löndin skera ennþá meira niður, þá kemur Þýskaland og sker ennþá meira niður og svo koll af kolli. Á endnaum verður sprenging og uppreisn vegna brotthvarfs hagvaxtar og velmegunar. Christopher Smallwood lýsir þessu ágætlega hér; "Af hverju evrusvæðið þarf að brotna í sundur"

Gengisfall evru gagnast einungis Þýskalandi, ekki PIGS löndunum, og já, Þýskaland og kynsystur hennar, Kína og Asía, stunda ennþá miðalda hagfærði sem nefnist einmitt Merkantílisimi. Þetta getur Þýskaland gert í skjóli hins falsaða gengis hagkerfis þeirra. Allir vita að ef Þýskaland væri með D-Mark núna þá væri gengi þess miklu hærra en gengi evrunnar er núna, sjá: Dönitz mynt Evrópusambandsins er hættulegur rekaviður. Þýskaland er sníkjudýr.  

Gunnar Rögnvaldsson, 29.11.2010 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband