Leita í fréttum mbl.is

Bretland: Losið okkur út úr Evrópusambandinu.

Athyglisverð frétt frá Bretlandi í gær. Daily Express skiptir um skoðun eða flaggar nýrri afstöðu blaðsins og segist hér með hefja "krossferð" gegn ESB-aðild Bretlands undir yfirskriftinni "losið okkur út úr Evrópusambandinu"

Losið okkur út úr Evrópusambandinu

 

Krækjur; GET US OUT OF EUROPE og Barátta fyrir úrsögn Breta úr ESB harðnar með stuðningi Daily Express 

Fyrri færsla

Berlínarmúrverk Evrópusambandsins að hrynja á Brussel. Örk Jóhönnu sækir steina handa Íslandi. Össur handlangar og Steingrímur fjármagnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Okkur vantar svona fjölmiðil á Íslandi, fjölmiðil sem þorir að koma fram með gagnrýnar fréttir af ESB, fjölmiðil sem þorir að standa gegn rýkjandi stjórnvöldum.

Okkur vantar fjölmiðil sem segir fréttir, ekki pantaðar skoðanir!

Gunnar Heiðarsson, 27.11.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég skal viðurkenna að hafa ekki heyrt um þetta blað áður.

En, varðandi fjölmiðla á Ísl. þá er það sannarlega rétt, fyrir utan netmiðla, að þeir eru mjög takmarkaðir. Vandinn er smæð landsins ég held, sem gerir fjölmiðla menn eins og Alþingismenn kunningja.

Þess vegna heg ég lengi lagt áherslu á að lesa erlenda fjölmiðla eins og Financial Times.

Varðandi framtíð ESB, þá þurfa endalok Evrusvæðisins ekki að leiða til endalok þess.

Þ.s. getur gerst, er að hin gamla breska stefna verði ofan á þ.e. sú að bakka nokkur skref - halda sameiginlegum markaði, en sleppa restinni.

Þetta verði nokkurs konar EFTA +

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2010 kl. 10:16

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta á eftir að verða háværari krafa þarna. Óánægjan með að fá ekki að kjósa um aðild í þjóðaratkvæðum er augljós. 

Menn eru að gefa Evrunni 3-5 ár og þá sambandinu líka.  Ég held að þetta verði mikið fyrr. 

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 11:03

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er það ekki það ekki prýðishugmynd að hleypa bretum, færeyingum og grænlendingum inn í EFTA. Klippa á EES og semja við ESB að nýju á grundvelli frjálsra viðskipta ? Sleppa þessu þvingaða stórveldisbulli sem virðir allt nema Lýðræðið...

Haraldur Baldursson, 27.11.2010 kl. 11:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi verður þetta skrýmsli dautt áður en Jóhönnu og Steingrími svo ég tali ekki um Össur troða okkur þarna inn með ofbeldi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha já og hverng á að fara að því að koma  Bretlandseyju úr Evrópu?

Mér þætti gaman að sjá það framkvæmt.  Bretlandseyja hefur verið þarna bara í árhundruðþúsundir og jú, staðsett í Erópu.  Þetta er bara ekkert hægt að framkvæma.  Sorrý.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.11.2010 kl. 13:42

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar minn, lestu aldrei litla letrið undir fyrirsögnunum? Má ég benda þér á að gera það áður en þú gerir þig að fífli. (kannski óraunhæf vænting)

Er trúarsannfæring þín varðandi evrópusambandið kannski byggð á fyrirsögnum á evrópublogginu?  Það skýrir þó altént tómahljóðið og endaleysuna sem kemur hér yfir eterinn frá útnesjum austfjarða.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2010 kl. 18:15

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég tel að apríl 2011 verði krítískur mánuður, sjá:

http://av.r.ftdata.co.uk/files/2010/11/Spanish_roll.png

Þetta er skv. rannsókn J.P.Morgan bankans, og skv. þessum tölum er apríl 2011 samtímis sá mánuður þ.s. flest lán falla á gjalddaga fyrir spænska ríkið og fyrir spænska banka.

Ég segi, að ESB hafi til apríl 2011, til að búa til einhverja stóra pakka lausn fyrir bankakerfi aðildarríkjanna - annars lendi Spánn í sama vandamálinu og Grikkland í apríl 2010 þegar einungis nokkrir daga voru í gjaldþrot í maí sl. - svo þeir neyddust til að leita til AGS.

Ekki ástæða að fullyrða að þetta geti ekki tekist. En, þetta verður ekki auðveldlega hrist úr erminni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.11.2010 kl. 18:55

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið 

Það er vert að benda á það hér að þegar Bretar tala um Evrópu, þá eiga þeir við meginland Evrópu. Einnig nota þeir yfirleitt orðið "Evrópa" um Evrópusambandið eða Brusselveldið. Eins og allir vita þá er Bretland eyríki og álítur sig einmitt verandi það fram í alla fingurgóma. Þeir sem þekkja dálítið til í Evrópu og Bretlandi vita þetta. Sir Winston Churchill komst ákaflega vel að orði um tengsl Bretlands við "Evrópu"

"We are with Europe, but not of it. We are linked but not comprised. We are associated but not absorbed. And should European statesmen address us and say, 'Shall we speak for thee?', we should reply, 'Nay Sir, for we dwell among our own people'." 

 

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2010 kl. 12:43

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hér er maður sem kann að viðra sínar skoðanir um Evrusvæðið :
http://www.youtube.com/watch?v=Fyq7WRr_GPg&feature=player_embedded

Haraldur Baldursson, 28.11.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband