Leita í fréttum mbl.is

Lagaumhverfi evrusvæðis ónýtt. Regluverkið verra en ekkert. Stjórnsýsla ESB önd. Bankaáhlaup hafið.

Evrubjörgunarskilti
Þá vitum við það. Undir hótunum er fjármunum otað að ríkisstjórn Írlands. Henni er sagt að taki þeir ekki við, þá hafi þeir á svartri írskri samvisku sinni dauða sjö dverga Mjallhvítrar súgþurrkunar Merkel, sem nú hoppar um evrusvæðið með heimagerð þýsk sjálfspyntingartól, handa öllum sem ekki þegar eru þýskir og nískir. 
 
Írsk fyrirtæki þora ekki lengur að geyma peninga sína í evrubankakerfi landsins. Áhlaup á írska bankakerfið er hafið. Traustið á kraftaverk evrunnar er svona yfirþyrmandi. En Össur er í landinu, að deila út hlutlausum upplýsingum, sem Þorsteinn skaffaði.

Hlutverk yfirgreiddra skattlausra stjórnenda ESB og evrusvæðisins var að sjá til þess að myntin sem enginn þorir að nefna sínu rétta nafni lengur, myndi ekki verða að gjalli þó svo að bankar og dvergar sjö dyttu í það á meðan fjármagninu sem rann úr haughúsum seðlabanka Evrópusambandsins var otað að ekki-þýskum evruríkjum á neikvæðum raunstýrivöxtum - og þar af leiðandi sprengdi efnahag þessara evruríkja í loft upp.

Nú er sem dæmi verra að vera franskt ríkisskuldabréf en þau sem gefin eru út af ríkisstjórn Chile eða Indónesíu. Menn bíða bara eftir froðufalli franskra á eftir greiðslufalli dverga og þeirrar stundar þar sem evran breytist í ítalska líru og ekki neitt. 

Rannsóknarréttur evrureglunnar er þegar lentur í Dyflinni. Þríeyki ESB, AGS og Evrustapó. Á meðan heldur sérhannaður forseti ESB ræður um að þjóðríkin í Evrópusambandinu séu dauð, lygar og blekking (1).

Myndband; Þýskar efnahagsaðgerðir að "gera sig" í Evrópu
 
 
 
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband