Leita í fréttum mbl.is

Íslensk lög og reglur Ögmundar til sölu fyrir einn stól

Þingmenn sækja umboð sitt til þjóðarinnar. Þessir gerðu það ekki
Af furðufuglum hræsninnar 
 
Það var gaman að fylgjast með stoltum ráðherra Vinstri grænna í gær. Hér á ég við Ögmund Jónasson sem kom fram í ríkissjónvarpi Evrópusambandsins á Íslandi, ESB-RÚV, og sagði íslenskri alþjóð frá því að "íslensk lög og reglur giltu á öllu Íslandi". Á sama tíma vinnur hann fyrir Samfylkingu Evrópusambandsins við að leggja niður fullveldi Íslands.

Það var hreint ótrúlegt að heyra þessi orð Ögmundar, því á þeirri stundu sem hann sagði þau vinnur hann og lagsmenn hans hörðum höndum við að selja þetta fullveldi Íslands og lýðveldis okkar Íslendinga, sem stofnað var til fyrir aðeins 66 árum. Blekið er varla þornað ennþá.
 
Í eftirfarandi málum krefst þingflokkur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar að fullveldi Íslands verði afnumið - og er þetta einungis byrjunin á tilurð stórríkis Evrópusambandsins. Hér er svo að segja allt fullveldi Íslands gefið öðrum löndum fyrir ekki neitt. Auðséð er að Ögmundur Jónasson átti engan þátt í því að skaffa sér þetta fullveldi Íslands sem hann var svo stoltur af í gær. 

Þingflokkur Samfylkingar Vinstri grænna gegn Íslandi krefst eftirfarandi:
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands í peninga, vaxta og myntmálum
  • Að okkur verði skylt að leggja niður okkar eigin mynt
  • Að við megum aldrei aftur gefa út okkar eigin mynt
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir fiskveiðum og landbúnaði
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptum
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir yfirráðarétti æðstu löggjafar
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir lagasmíðum
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir refsilöggjöf
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir löggjöf atvinnumarkaðar
  • Að við töpum næstum öllu fullveldi Íslands yfir viðskiptaeftirliti 
  • Að við töpum hluta af fullveldi Íslands í skattmálum
  • Að við töpum öllu fullveldi Íslands yfir utanríkisstefnu
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir varnarmálum
  • Að við töpum stærstum hluta fullveldis Íslands í innflytjenda og flóttamannamálum
  • Að við töpum stórum hluta fullveldis Íslands yfir ríkisfjármálum og þar með fullveldi okkar í velferðarmálefnum

Þingflokkur Samfylkingar Vinstri grænna gegn Íslandi krefst alls þessa fyrir að fá að sitja klístraður í ráðherrastóli eins og þeim sem Ögmundur Jónasson situr í núna - og gapir þaðan sem fljúgandi furðufugl hræsninnar. 

Segið svo að pólitísk græðgi sé efnahagslegri græðgi göfugari. Ábyrgðarleysi Ögmundar og sviksemi lagsveina hans er hér landráðum næst.
 
Næst verður gaman að fylgjast með viðbrögðum Ögmundar og lagsmanna hans í Vinstri gungum og druslum við social dumping Evrópusambandsins - sem þeir berjast svo hart fyrir að innleiða á Íslandi. Viðbrögð þeirra munu þá fyrst og fremst ráðast af því hvort valdastóll sé í nánd eða ekki. Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.
 
Íslensk lög og reglur, ha ha ha ha ha. Kanntu hann annan Ögmundur Jónasson?
 
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þennan taplista hef ég nú prentað út, Gunnar og mun hengja upp öllum til sýnis. Þakka þér fyrir að koma þessu saman á einn stað. 

Ragnhildur Kolka, 31.10.2010 kl. 13:21

2 identicon

Heill og sæll Gunnar; og þið Ragnhildur bæði-og aðrir gestir, hér !

Beztu þakkir; fyrir þessa vönduðu samantekt Gunnar.

Tek undir; með ykkur Ragnhildi, báðum.

Með byltingarkveðjum; góðum /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:23

3 identicon

Daginn

Ég er hvorki með ESB né á móti því. En hins vegar þá er lítið mál að setja saman svona lista og henda fram án þess að koma með nokkur rök fyrir þeim atriðum sem hann inniheldur.

Gef lítið fyrir fullyrðingar eins og "Að okkur verði skylt að leggja niður okkar eigin mynt", "Að við megum aldrei aftur gefa út okkar eigin mynt", og mörgum öðrum þarna hjá þér.

Óli Pálmi

Óli Pálmi (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:13

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið

Ég er hvorki með ESB né á móti því. En hins vegar þá er lítið mál að setja saman svona lista og henda fram án þess að koma með nokkur rök fyrir þeim atriðum sem hann inniheldur.

Óli Pálmi. Ef þú vilt "rökræða" lög og reglur Evrópusambandsins þá ættir þú að tala við þá sem sitja í ríkisstjórn Íslands. Talaðu sérstaklega við Ögmund Jónasson. Þeir einir í heiminum eru þess umkomnir að "rökræða" þessi lög og reglur.

Ef þig langar að rökræða íslensk lög og reglur bendi ég þér á að tala við lögregluna og dómara.

Þegar lönd ganga í Evrópusambandið er þeim skylt að leggja niður eigin mynt og taka upp evru um leið og þau uppfylla skilyrðin. Eftir það er þeim ÓHEIMILT að gefa út eigin mynt. Punktur. Skilur þú þetta núna?

Þú virkar álíka fáfróður og 60% íbúa nýrri landa ESB sem halda enn að ESB sé jólahlaðborð, að þau geti valið um að taka upp evru eða ekki. 

ÞETTA ÞÝÐIR AÐ FULLVELDI ÍSLANDS Í MYNT, VAXTA OG PENINGAMÁLIN ER FARIÐ FYRIR FULLT OG ALLT. Sama gildir um fiskveiðar og landbúnað, og allt það sem ég tel upp hér fyrir ofan.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.10.2010 kl. 21:30

5 identicon

Sæll Gunnar.

Ég var ekki að biðja um rökræður, heldur rökstuðning á því sem þú kastar hér fram.

Þessi barnalegi dónaskapur í þér er ekki til að bæta ímynd mína á þér. Að kalla fólk sem þú þekkir ekki neitt fáfrótt, og að vera með þennan hroka og yfirlæti bendir til þess að þú sért fáviti.

Góðar stundir.

Óli Pálmi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 12:11

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Óli Pálmi

Rökstuðningur og rökræða laga og reglna fer fram þegar lögin og reglurnar eru samdar. Þegar ákveðið var að það þyrfti bílpróf til þess að fá leyfi til að keyra ökutæki þá fór fram rökræða um það mál. Svo voru lögin og reglurnar sett í gagnið og tóku gildi. Áframhaldandi rökræða um þetta mál er óþörf, nema þú viljir breyta þeim lögum og reglum sem nú þegar eru í gildi.
 
En að breyta lögum og reglum í lögsögu 27 landa Evrópusambandsins er óendanlega flóknara, erfiðara og þyngra en að breyta lögum á Alþingi Íslendinga. 

Það kemur þér kannski á óvart að þetta sé svona í ESB. En Evrópusambandið er ekki neinn hugguklúbbur. Klúbbar þurfa ekki dómstóla, lögreglu, þing, seðlabanka, skattheimtu né æðsta yfirvald yfir allri lagasmíði á heimilum meðlima klúbbsins. 

Í síðustu könnun Eurobaraometer opinberaðist fákunnátta almennings í hinum nýju löndum Evrópusambandsins. Þar héldu meira en helmingur (63%) þegna þessara landa að velja mætti og hafna lögum og reglum myntbandalags Evrópusambandsins. En hér er ekki um neitt að velja. Þú getur komið með allar þær röksemdir sem þú vilt. Þær skipta bara engu máli. Svona eru lögin - og reglurnar.  

Á sama hátt ræður ESB yfir fisksveiði og nýtingu fiskveiðilögsögu landa sambandsins. Það ER þannig. ESB ræður öllu um gagnkvæma viðskiptasamninga í öllu stórríki sínu, þ.e.a.s. í Evrópusambandinu. ESB ræður öllu um utanríkisstefnu og svo framvegis. 

======================= 
Eurobarometer júlí 2010: Síða 11
=======================
1.1.3. Can new Member States choose whether or not to adopt the euro?
As in previous waves, more than 6 in 10 (63%) of the surveyed countries’ citizens believed that their nation had a choice as to whether it could adopt the euro, even though the Accession Treaty obliges all new Member States to join the euro area. Just over a quarter of respondents (28%) correctly answered that their country had no choice in this regard. About a tenth (9%) of interviewees did not know how to answer the question.
 

Gunnar Rögnvaldsson, 1.11.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband