Leita í fréttum mbl.is

Landris Steingríms kaffærir Írland á ný

Hagvaxtarþróun á Evru-Írlandi síðustu 12 ársfjórðunga
Landsframleiðsla Írlands féll um 1,2% á milli fyrsta og annars fjórðungs á þessu ári. Þessu sagði írska hagstofan frá í dag (1). Þá hefur landsframleiðsla Írska evruhagkerfisins dregist saman á 10 af síðustu 12 ársfjórðungum. Landsframleiðsla þessa fræga evrulands hefur því dregist saman um 11,3% frá því á öðrum fjórðungi ársins 2007.

Atvinnuleysi á Írlandi er á bilinu 13,6 til 14%. Landsflótti er 65.000 manns á milli ára. Írum hefur fækkað um 34.500 manns nettó á milli ára. Þetta er mesti landsflótti síðan 1989, sagði írska hagstofan í fréttatilkynningu á þriðjudaginn (2).

Hvað skyldi hafa komið fyrir Írland? Fækkar Írum svona vegna þess að allir eru þar í stanslausum innkaupaferðum til útlanda - með alla vasa fulla af evruseðlum? Hvað er að? Getur það nokkuð verið að evrubankakerfi landsins sé hægfara að hrynja ofan á írsku þjóðina?

Eða eru það Steingrímur og Jóhanna sem eru að kaffæra Írland í brotsjó frá landrisi skattahækkana á Íslandi? Eins konar nýju Surtseyjargosi kolsvartra peninga sem sprautast út um og yfir hafið? Er Skjaldborgargos nokkuð hafið? Eða er þetta bara evruskjól Jóhönnu í praxís? 

Tengt efni
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það verður ekki fyrr en ástandið á Írlandi verður orðið enn alvarlegra sem hörðustu aðildarsinnar munu hugsanlega sjá að evruskjólið er ekki ekta.

Það sem er alvarlegra er að Brusselvaldið notar öll tækifæri sem kreppan gefur til að auka pólitíska samrunann. Nú á að skipa varðhunda (watchdogs) til að líta eftir fjárlögum ríkjanna. Hvað næst?

Haraldur Hansson, 24.9.2010 kl. 00:19

2 Smámynd: Gunnar Waage

Alltaf góður Gunnar minn. Hér er upprifjunn Kúkum á kerfið

Gunnar Waage, 24.9.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi á mína síðustu færslu - en Þorvaldur Gylfason er endanlega búinn að kaffæra sínum orðstýr.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2010 kl. 03:29

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Merkilegt hversu ESB gengur illa að halda leiktjöldunum hreinum. Vonandi ná ekki áróðursmilljarðarnir, sem eru byrjaðir að leka inn á íslenskan umræðuvettvang ekki að blekkja fólk.
Markmið xF og ESB, er vitanlega mjög dempuð...þau þurfa bara 51% til að landa aðildarsamningnum.
Veljum frelsið, veljum sjálfstæðið.

Haraldur Baldursson, 24.9.2010 kl. 12:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlit og innlegg.  

Þessi mynd segir ákaflega vel það sem segja þarf:

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996

Brusseldagar 1996 

Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband