Leita í fréttum mbl.is

Fjórir mánuður eru síðan myntbandalag Evrópusambandsins hrundi

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996
Nú eru liðnir rúmir fjórir mánuður síðan myntbandalag Evrópusambandsins hrundi í fangið á embættis- og stjórnmálamönnum Evrópusambandsins. Helgina 7. til 9. maí 2010 þurfti að bjarga þessu myntbandalagi ESB frá því að hrynja gersamlega til grunna ofan á heiminn allan. Þetta fengum við, sem þá vorum í Evrópusambandinu, að vita að gæti ekki gerst. Þetta átti ekki að geta gerst því evran væri svo skotheld mynt. Hún var nefnilega byggð á regluverki embættismanna. En þetta hefur sem sagt gerst. Regluverkið reyndist ónýtt.

Næstu áratugina verður velmegun, velferð og innri frið landa myntbandalagsins fórnað á altari rétttrúnaðar til þess eins að halda þessum skelfilega vanskapaða sjúklingi elítu Evrópusambandsins lifandi áfram. Alveg eins og í Sovétinu forðum. Og ekki gátum við véfengt sérþekkingu þeirra á trúmálum stjórnmála án þess að verða fyrir aðkasti.   

Samt vill Ásgeir Jónsson hagfræðingur (sjá frétt Mbl neðar), sem svaf  fimm ára þyrnirósarsvefni á geðdeild Kaupþings Blanka, að Ísland taki upp evruna og troði henni beint upp í flugbeitt fullveldi Íslands. Svo við loksins getum endað sem Grikkland norðursins. Sem tannlausir vesalingar og karlkerlingar með evrur í heilastað.  

Því miður. Greiningarmenn virðast enn vinna að röngum málum í röngum stöðum og á röngum stað. Þeir finna sér líklega öngva aðra atvinnu og láta því plata út úr sér meira af þvættingi. Rangur staður fyrir marga góða menn var fjármálageirinn. En hann er gjaldþrota í dag og margir menn hans með honum. Jafnvel heil hagkerfi eru hálf gjaldþrota eða á barmi ríkisgjaldþrota vegna gjörða fjármálageirans. Ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópusambandinu, og þó víðar væri leitað.
 
Geta góðir menn menn á borð við þennan ekki fundið upp á einhverju nytsamlegra að gera en þetta? Á að eyða restinni af ungri og vænlegri æfi á göngudeild Klepps Banka? Hve lágt er hægt að leggjast . . og það fyrir lítið sem ekki neitt.
 
PS: ég er þó sammála Ásgeiri Jónssyni um hlutabréfamarkaðinn, að nokkru leyti.
 
Tengt efni
 
 
Fyrri færsla
 

mbl.is Hleypa þarf lífi í markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. auðvitað einna helst hentugt fyrir fjármálafyrirtæki, þ.s. gengisáhætta er einna helst kostnaður að ráði fyrir þá sem eru að stýra stórum fjármála eignum þvert á landamæri og gjaldmiðla.

Þannig, að allir bankamenn vilja Evru.

Sjálfsagt því engin tilviljun, hve þeir styðja margir hverjir Samfylkingu af ákafa - þ.e. margir bankamenn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það sem mér finnst vera merkilegt í þessu er að herinn sem búin er að syngja  evrusönginn undanfarinn ár virðist ekki gera sér grein fyrir því að evran er ekki legur sami gjaldmiðillinn og hún var og heldur bara áfram sama rausinu um ágæti evru. þrátt fyrir að vera að tala um allt anna hlut í dag.

Guðmundur Jónsson, 25.9.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Það kemur úr hörðustu átt að greiningardeildir banka sem greindu það ekki þegar þær voru komnar 2000 metra undir sjávarborð, séu ennþá að umla um þjóð- og efnahagsmál Íslands á opinberum vettvangi. Það er í raun skandall að þær séu yfir höfuð ennþá starfandi þessar greiningadeildir - og jafnvel ennþá spilandi á sömu gömlu nóturnar. Ekkert getur réttlætt að þær séu enn reknar í bönkunum. Hinsvegar vantar sárlega greiningardeildir sem eru algerlega sjálfstæðar.

Það kemur líka úr hörðustu átt að sumir séu að gefa íslensku krónunni þann stimpil að hún sé "kúgunartæki" (sbr greininni hér: Þorvaldur Gylfason gersamlega rústar þeim trúverðugleika er hann enn hafði!).

Þeir sem tala svona hafa ekki prófað að lifa og starfa í hagkerfi sem hefur enga sjálfstæða mynt, vaxta né peningastefnu. Þá fyrst verða það ríkisfjármálin sem verða notuð til að kúga almenning og fyrirtæki til "réttrar" hegðunar. Þá eru nefnilega engin verfæri eftir í kistunni til notkunar við hagstjórnina, nema terror stjórnvalda; terror ríkisafskipta. Þá fyrst myndu íslendingar deyja innvortis. Lengi getur vont versnað. 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2010 kl. 15:26

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Íslenskir bankar munu aldrei geta haldið upp greiningadeildum sem standa undir nafni. Það væri heldur ekki æskilegt. En sjálfstæðar greiningadeildir gætu hinsvegar unnið mörg góð og nytsamleg störf í þágu þjóðarbúsins. Þær gætu staðið undir nafni. 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband