Leita í fréttum mbl.is

Fyrrv. fjármálaráðherra Þýskalands: Grikkland fer í ríkisgjaldþrot, sama hvað ESB segir.

Fjármálaráðherra Þýskalands Peer Steinbrück
Fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, segir í nýrri bók að evrulandið Grikkland muni verða ríkisgjaldþrota innan tíðar, sama hvað hver segir í Brussel. Það er óhjákvæmilegt, tölurnar eru þannig skrúfaðar saman, skrifar hann í bókinni sem Der Spiegel og Financial Times fjalla um. Steinbrück var fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn Angelu Merkel, eða fram í október á síðasta ári; FTDS
 
Steinbrück: "Greece will not manage to get back on its feet without restructuring its debt. There is no way around it. The country's creditors will have to reduce a portion of its debts by extending maturity dates, lowering interest rates or giving them what's called a "haircut" in financial jargon."  
 
 
Mín skoðun: 

Nettó jöfnuður Grikklands við Evrópusambandið
29 ár í ESB komu Grikklandi í þrot. Það eru liðin heil 29 ár síðan landið gekk í þennan félagsskap sem svo margir kjánar hafa sagt að sé svo góður fyrir öll lönd Evrópu. Á þessu tímabili hafa hin ríkari lönd ESB - og sem nú eru að verða fátækari og fátækari - dælt hvorki meira né minna en 86,4 miljörðum evra í Grikkland. Samt er landið á barmi ríkisgjaldþrots. 

Neikvæðir raunstýrivextir á Spáni
Mín skoðun er sú að Evrópusambandið hafi eyðilagt Grikkland. Að ganga í Evrópusambandið eyðileggur lönd. Það ætti öllum að vera ljóst nú. Grikkland missti myntina sína árið 2002. Síðan þá hafa raunstýrivextir í Grikklandi aldrei verið í takt við verðbólgustig hagkerfis Grikkja. Allir vita hvernig fer þegar peningar eru verðlagðir úr samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika. Það sama hefur einnig gerst á Írlandi, Spáni og Portúgal. 

Raun-stýrivexti á Írlandi 1999-2009. Í stórum dráttum
Þegar Grikkland verður ríkisgjaldþrota þá munu Grikkir ekki gleðja sig yfir að peningar þeirra - eins og peningar svo margra annarra evrulanda - hafa á endanum hafnað í hinum risavaxna jákvæða viðskiptajöfnuði Þýskalands. Þetta er svona því í samfleytt 12 ár hefur Þýskaland haft í gangi innvortis gengisfellingu í sínu eigin hagkerfi. Þessu er ekki hægt að verjast í læstu gengisfyrirkomulagi myntbandalags. Þá er ekki hægt að verjast með því að grípa til leiðréttingar-mekanismans - gengis gjaldmiðilsins. Mest allt evrusvæðið er svona orðið að einkaútflutningsmarkaði Þýskalands. Allt evrusvæðið er því í járngreipum Þýskalands. 

Svona myndi fara fyrir Íslandi ef það tæki upp evru. Hér myndi þetta bara gerast ennþá hraðar en það gerðist í Grikklandi, Írlandi og á Spáni.
 
Ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil þá er ég 100% viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum gengið. 
Mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland miðað við önnur lönd
 
Hér er ekki um að ræða 77 sardínur í $28 dós á mann eða 2000 tonn á ári eins og á Möltu. Hér er um að ræða 1,3 milljón tonn á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja restina af íslenska hagkerfinu með. Grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga.
 
Eina leiðin til að nýta landhelgi og auðæfi sjávar Íslands væri þá að láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar. Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu lægri skatta og með því að sigla um í ryðhrúgudöllum. Öðru nafni: þrælakistum. Þetta yrði ekki skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista. 

Þá myndu Íslendingar þurfa að flytja inn fisk sér til matar. Einungis vegna ógæfulegrar útópíu vissra kjána stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem myndi banna Íslendingum að fella gengið, því þá væri ekki til neitt gengi sem hægt væri að fella. Það væri horfið. Horfið um alla eilífð til Þýskalands og kæmi aldrei þaðan aftur. 

Það er því virkilega mikið í húfi hér fyrir okkar góða land og okkur þjóðina. Mjög mikið í húfi. Sjálf tilvera þjóðarinnar er hér í húfi.
 
Þetta mál á ekki að vera pólitískt leikfang ríkisstjórnar Íslands. Ríkisstjórnin á ekki spila hazarspil með tilveru og framtíð íslensku þjóðarinnar - eins og hún gerir með flest það sem Vinstri grænir lofuðu kjósendum sínum að myndi ekki gerast fyrir og undir þeim Alþingiskosningum sem komu þeim til valda. Kosningasvik, léttúð þessa og ábyrgðarleysi er ekki hægt að þola lengur. Takið ykkur saman. Þetta er ekki leikur.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar, undirrót ógæfunnar lýsir Þröstur Ólafsson í ágætri grein í Baugstíðindum í dag. Misvægi atkvæða er undirrót allra vandamála Íslendinga.Kvartarar utan af landi fara á þing á fjórgildum atkvæðum og hafa restina af þinginu í gíslingu. Hvernig fyndist mönnum að bóndinn á Esjubergi hefði fögur atkvæði á móti Steingrími í Breiðholtinu þegar næst á að kjósa í Borgarstjórn Reykjavíkur? Fyndist engum þetta vitlaust? En svona er þetta i Alþingiskosningum. Þessvegna er verið að stjórnalagaþingsvitleysunni. Gufuvitlaust því að svona kjörið Alþingi samþykkir engar breytingar.

Halldór Jónsson, 15.9.2010 kl. 16:01

2 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Mener euroen har vært dårlig for økonomien

Meningsmåling viser at fellesvalutaen står lavt i kurs.
 

http://www.aftenposten.no/okonomi/utland/article3812890.ece

 Evrópskur almenningur virðist vera búin að fá nóg af tilraun Brusselskipuleggjaranna miðað við þessa könnun.

Eg held nú þó að þetta geti bara orðið verra.  Og þá jafnvel eftir ekki svo mjög langan tíma.  Þetta er bara eins og þú segir Gunnar, engin leikur þó pólitíkusum þyki þetta spennandi.

Jón Ásgeir Bjarnason, 15.9.2010 kl. 16:58

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Kærar þakkir fyrir þetta Jón Ásgeir. Evrópuvaktin er líka með frétt um þetta í dag: Meirihluti íbúa helstu evru-ríkja á móti evrunni - vilja eigin efnahags stjórn

Halldór: Hér verð ég að vera þér ósammála minn kæri Halldór. Það er mín skoðun að bændur og landsbyggðarmenn séu jafnvel enn betur til þess fallnir að koma gæfulega að landspólitík en margir virðast halda. Jarðsamband þeirra við landið okkar er líklega betra og sterkara. En gott lýðræði verður þó alltaf frekar subbulegt. Við fáum aldrei hina fullkomnu lausn. Við verðum að passa allt landið okkar vel og vandlega því annars verður það bara tekið af þér, - væni minn ;)  

Ég nenni ekki að hlusta á patentlausnir.  

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2010 kl. 19:24

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér enn og aftur Gunnar fyrir ómetanlega eljusemi þína við að rétta af skekktar og matreiddar upplýsingar/ályktanir ESB KLÚBBSINS.

Ég hlýt jafnframt að styðja ályktun þína um viðhorf Halldórs Jónssonar til vægis dreifðra byggða í ákvörðunum til framtíðar.

Ábendingar þínar um bændur og landsbyggðarfólk gætu verið beinar tilvitnanir í margar af sama toga frá mér sjálfum um áraraðir á hinum ýmsu ráðstefnum. Veit þó að þú hefur af engu því heyrt.

Ég vil að það komi fram að fáa bloggara met ég til jafns við Halldór Jónsson og eins þó að oft sé ég honum þokkalega ósammála.

Árni Gunnarsson, 15.9.2010 kl. 20:51

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Arni fyrir góðar kveðjur. Þá erum við að minnsta kosti tveir. Já, ferska rödd Halldórs met ég líka mikils og þakklátur er ég nú líka fyrir hann Árna Gunnarsson.  

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2010 kl. 21:57

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fyrir utan hið augljósa, að ESB er bull, þarf að styrkja landsbyggðina. Það gerist best

  • í tilfelli sjávarplássana með frjálsum strandveiðum
  • í tilfelli landbúnaðar, með því að afnema niðurgreiðslur, sen styrkja nýsköpun. Það er það má réttlæta innstreymi fjármagns í greinina, ef það felst í að aðlaga hana að breyttum veruleika. Styrkir og niðurgreiðslur án kröfu um breytingar, eru meira lamandi en uppbyggandi

Haraldur Baldursson, 16.9.2010 kl. 11:57

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Aðeins um atkvæðavægið.

Það er lífsseigur "sannleikur" að vægi atkvæða sé misjafnt, sem þó er aðeins hálf-sannleiku. Nokkur hluti þingmanna er landskjörinn og ráðast þau sæti af fylgi á landsvísu.

Þetta þýðir að það eru atkvæði í Reykjavík og Reykjanesi sem ráða því úr hvaða flokkum landskjörnir þingmenn koma, alls staðar á landinu. Vægi atkvæða er því jafnt gagnvart flokkunum.


Framsókn var/er landsbyggðarflokkur, sem áður græddi á misvægi atkvæða. Sjálfstæðiflokkur og Samfylking eru hins vegar meira þéttbýlisflokkar.

Á þingi núna eru það Samfylking og Sjálfstæðisflokkur sem eru með einn þingmann umfram fylgi á landsvísu en Framsókn og Borgarahreyfingin einum þingmanni minna. Gamla misvægið er ekki lengur til.

Menn geta svo rifist um réttlæti þess að flokksmenn komi úr þessu kjördæmi en ekki hinu, en það er að mínum dómi ekki neitt meiriháttar mál.

Haraldur Hansson, 16.9.2010 kl. 12:43

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Steinbrück: "Grikkland kemst ekki aftur á lappirnar án þess erndurskipuleggja sína skuld. Það er engin leið til komast hjá því. Lándrottnar þjóðarinnar verða að lækka hluta af skuldum hennar með því að lengja lánstíman, lækka vaxtagengin eða gefa þeim "klippingu"  með orðum fjármálavitringa.  
Það er ekki húðfletta þá eða skerða höfuðstólinn til tryggingar endurfjármögnun.
Þetta átti að gera strax hér en ekki elta Grísku fjárvilltu elítuna uppi.
Grunnvextir [fyrir áhættu álög t.d vega verðbólgu] eru 1,79% til 1,99%í UK í dag af stóru löngu lánum almennings, vafalaust lægri í Þýskalandi. [?1,2% til 1,4%]. 
Þetta er nauðsynlegt til að taka upp evru. Óþarfi að eyða fé í undþágu betl þegar augljóst er að hér skilja menn ekki Brussell hagfræði.

Júlíus Björnsson, 16.9.2010 kl. 17:25

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Niðurgreiðlur nægja ekki upp í raunvaxtakröfur Jóa á eyrinni sem er búin að spara alla æfi.  Ef Jói gerir minni kröfur þá er bæði hægt að fella persónuaflátt Rekstraaðila vegna starfsmanna og niðurgreiðslur til Landbúnaðar, og vegna íbúðakaupa og lækka vöruverð.

Ég kaupi ekki 4,5% sem er 225 sinnum hærra en 2% eða þá sem telja slíkan tekju mun eðilileg . 2% eru 2 milljarðar  af hundrað milljörðum. Einn samingingur  í eina míutu. Gott tíma kaup. 

Júlíus Björnsson, 16.9.2010 kl. 17:32

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna, Gunnar og  Árni líka.

Viljið þið vinsamlegast færa rök fyrir því að bændurnir á Esjubergi, Bakka, Móum og öllum sveitabæjum í lögsögu Reykjavíkur eigi að hafa fleiri atkvæði en Steingrímur J. þegar kemur að því að menn fái að endurkjósa Jón Gnarr sem borgarstjóra?

Myndi það vera patentlausn í borgarmálum sem þú nenntir að hlusta á Gunnar?

Halldór Jónsson, 17.9.2010 kl. 07:53

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt Íbúðalánasjóði eru Raunvextir minnst 4,5% á grunnfasteigna veðlánum [Hér eru nafnvextir verðtryggðir eftir á ? með stjórnsýslu ábyrgð.  Hinsvegar vegna neikvæða veðlosunarforms fölsku langtíma grunn jafngreiðslu lána er þessir raunvextir um 5,8% miðað við verðbóluna í UK síðustu 30 ár.

100 milljarða veðsafn [öruggra lána]  eru 5000 íbúðalán að veðmati 20 milljónir. Sem eru að skila eftir 30 ára öruggan rekstur 5,8 milljörðum í raunvexti á ári á Íslandi.

Í UK er sama veðsafn ekki að skila nema í mesta lagi 2 milljörðum.

3,8 milljarðar ef öruggirhljóta að að vera meir en nóg til að endurfjármagna sig í UK.  Þjóðverjar ef veð eru örugg myndu láta sér nægja 0,2 miljarða vaxtaauka miðað við sinn heimamarkað ef væru að lána ríki með hærri þjóðartekjur á mann en Grikkland.

Hærri vextir á langtíma veðlánum umfram verðbólguvæntingar en gilda á alþjóðamörkuðum öruggra langtíma veðlána, merkja meiri áhættu sem staðfestist með greiðslu erfiðleikum almennings efnahagslöggunnar.   

Til að tryggja bestu ávöxtun langtíma veðlána  gildur sú regla að lána öruggt m.t.t greiðslugetu lántakenda á lánstímanum [hér 45 ár].

Alþjóðasamfélagið kaupir ekki hærri en 2% raunvexti á slíkum veðsöfnum.

Í skýrslu IMF 2005 var sögð brýn þörf fyrir Íslenska gervi einkabanka geirann [sem átti að fjármagna fræðingana í íbúalánsjóði] að komast út EU reiðufjármarkaði 2004 til að lækka íbúðagjöld almennings á Íslandi.

Hinsvegar komust erlendir strax að óraunhæfum langtíma raunvöxtum á Íslenskum langtíma veðlánum almennt.

Júlíus Björnsson, 17.9.2010 kl. 18:22

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU gefur þjóðar elítunum kost á eða val um að eyðleggja efnahag sinn. Þær þroskaðri vinna þess vegna á langtíma forsendum, innri samkeppni Efnhagslögsagnanna innan EU.  Það er gott að stjórnast af bókhaldinu en ekki reyna að stjórna bókahaldinu eins tíðkast hér almennt greinlega.

Grunnmenntun Íslendinga er til skammar.

Júlíus Björnsson, 17.9.2010 kl. 18:27

13 identicon

Skrítið

Mér er Sama Um Kvótann

Mér er Sama Um landið

Mér er Sama þótt útlendingar eigi allt

Því ég á Ekki neitt hvort er

Og mun ekki eiga neitt

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband