Mánudagur, 6. september 2010
Dauðs kattar hoppið
Í heimi hlutabréfa heyrast stundum undarleg tungumál. Þið vitið, lesendur góðir, heilbrigður hlutabréfamarkaður er staður eða markaðstorg þar sem atvinnulífið sækir sér fjármagn til að fjárfesta því í atvinnustarfssemi. Byggja upp, bæta, þróa nýjar vörur og þjónustu og til að keppa á mörkuðum við öll hin fyrirtækin. Þannig skapast ný atvinnutækifæri. Fátt gott mun gerast á meðan hlutabréfamarkaðir heimsins eru í losti. Þeir eru taugakerfi kapítalismans. Þeir fá líkama kapítalismans til að dansa góða valsa eða til að sprikla óstjórnlega ef og þegar lost ná niður í mænu.
En þegar hagkerfið er allt á klósettinu eftir að hafa fengið eitraða peninga í magann frá bönkum sem voru eins konar sturtuklefar fjármagns - þ.e. svona Landskaupþings bönkunum sem glömpuðu eins og kattaskítur Glitnis gerði svo ákaft í tunglsljósinu við gömlu höfnina í Reykjavík, og þar sem Íslandsálagið fræga var búið til - þ.e.a.s þegar fyrirtækin í stað þess að sækja sér fjármagnið beint til almennings, eða til fjárfesta á þeirra vegum, sóttu það í bankana og þá oft sem hlutafé frá bönkunum sjálfum - já - þá hafa fyrirtækin það ekki gott og þú sem launþegi átt á hættu að missa þína dýrmætu atvinnu. En atvinnan þín færir þér launin góðu til kaupa nauðsynjar og lúxus af einmitt fyrirtækjunum sem búa til varninginn sem þig vantar og vantar ekki, en hefur samt ekki efni á eftir að þú ert búinn að missa vinnuna.
Vinnan þín býr í leiðinni til tekjur ríkissjóðs Íslands. Þetta er mikilvægt að muna. Þar inn koma tekjuskattar þínir, launatengd gjöld frá fyrirtækjum, virðisaukaskattur, tollar og fjármagnstekjuskattur af fjárfestingum og sparnaði. Það er sem sagt atvinnustarfsemin sjálf sem býr þannig til tekjulindir ríkissjóðs. Það er hún ein sem býr til greiðslugetu ríkissjóðs og þar með lánstraust ríkissjóðs. Það er því atvinnustigið sjálft sem allt stendur og fellur með.
Án hagstæðs gengis og eigin stjórnar í vaxta og peningamálum þorna þessar tekjulindir ríkissjóðs frekar hratt upp vegna þess að hjól atvinnulífsins stöðvast þá og skila of litlu í kassa ríkisins - og ríkið verður því smá saman gjaldþrota eins og við erum að sjá í evrusvaðinu hjá Evrópusambandinu.
Þegar dæma á hæfni ríkissjóða til að taka á sig ný lán til að eyða þeim um efni fram í taprekstur ríkissjóð, til endurnýja gömul lán eða til að fjármagna stórar fjárfestingar, þá horfir markaðurinn á atvinnustigið og myntina í landinu. Eiga tekjulindir ríkisins á hættu að þorna upp vegna þess að menn missa þar vinnuna vegna þess að landið hefur vonlaust gengi því það hefur ekki sína eigin sjálfstæðu mynt lengur?
Annað spilar líka hér inn. Til dæmis spila skuldir ríkisins inn. Hefur ríkið tekið erlend lán til að sturta þeim niður í salernin í stjórnarráðinu? Ríkið mun ekki fá neinar skattatekjur af því að kveikja í peningum, eða með því að nota þá í ekki neitt nema til að fylla upp í skólplagnir undir ráðherrastólum. Það myndi Icesave gera. Þeir peningar myndu ekki skila neinu nema engu. Eina leiðin til að láta þá peninga skila einverju inn í hagkerfið væri að kveikja í þeim. Þá fengist að minnsta kosti hiti á meðan logar í seðlunum. Arinstæðin í stjórnaráðinu væru tilvalin. Svona væri hægt að halda hita á mörgum ráðherrum í langan tíma engum til gagns en öllum til ógagns.
Eftir mikið hrun á hlutabréfamörkuðum er stundum talað um dauða köttinn sem hoppar (e. a dead cat bounce). Átt er við að jafnvel dauðir kettir hoppi í loft upp ef fall þeirra sé nógu hátt. Þetta gerist oft eftir áföll. Þegar hlutir hafa hrunið mikið. Þá koma svona skammvinn hopp.
Það sem við sjáum í Þýskalandi núna er t.d. skopp hins dauða kattar segja m.a. Wolfgang Munchau og Poul Krugman hér um hagvaxtartölur Þýskalands á fyrri hluta ársins. Hrun landsframleiðslu og útflutnings Þýskalands varð svona hrikalegt á síðasta ári. Þess vegna hoppaði dauði Þýski kötturinn um daginn og jarðskjálftamælir þýsku hagstofunnar heldur eðlilega að þetta sé hagvöxtur. En þetta er því miður bara dauði þýski kötturinn sem hoppaði. Wolfgang segir líka að úrverkið í tifandi vetnissprengju evrusvæðis gangi fyrir 12 ára stanslausri innvortis sníkjudýra-gengisfellingu Þýskalands í garð hinna evrulandanna sem eru með þeim í hinu harðlæsta gengisfyrirkomulagi handjárna myntbandalags Evrópusambandsins - og sem þau komast ekki út úr aftur. Áfram og örugglega tifar þetta gereyðingarvopn Evrópu; myntbandalag Evrópusambandsins. Innvortis ójafnvægi (e. imbalances) er þar svo hrikalegt.
Það sem við sjáum á Íslandi núna er ekki dauðs-kattar-hopp hagvaxtar Jóhönnu og Steingríms, því undir þeim, þ.e. Jóhönnu og Steingrími, mun kötturinn aldrei ná að skella á jörðinni. Jörðin gefur einfaldlega sífellt eftir því landið okkar er að sökkva í sæ undan kattastóði Jóhönnu og Steingríms. Heilt stóð af dauðum köttum falla því svo stanslaust hratt að maður er að ærast af viðsnúningum þeirra í loftinu. Það var því ekki að undra að Hagstofa Íslands sýndi okkur ekkert nema neikvæðan spíral getuleysis ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms á föstudaginn. Viðsnúningurinn mikli reyndist bara vera venjulegt kattabreim í Skjaldborgarhúsi Íslands; stjórnarráðinu. Þar ráða kommar í þurrkví og stækju.
Hagstofa Íslands; Landsframleiðslan á 2. ársfjórðungi 2010 (-3,1%)
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 5
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 171
- Frá upphafi: 1390766
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Skemmtilegasti texti eins og venjulega!
Þetta er náttúrulega bara algjör skandall.
Stærri en 3% mínus í botninum á stjórninni meira en ári eftir hrun.
Skandall, skandall, skandall!
Ekki kæmi það manni á óvart að lausnin væri að loka stofnuninni sem segir þennan sannleika...
Jón Ásgeir Bjarnason, 6.9.2010 kl. 09:37
Eða eins og skandinavarnir segja;
Kattastrófa.... Katastrof.....
Jón Ásgeir Bjarnason, 6.9.2010 kl. 09:38
Þakka þér fyrir Jón Ásgeir. Botninn er ekki hér í Borgarfirði, svo mikið veit ég.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.9.2010 kl. 00:43
Er minnkandi eftirspurn frá EU langstærsta innkaupa aðila Íslands ekki í samræmi við eigin útflutningsmátt hans?
Ég sé ekki betur en USA ásamt Asíu hafi betur en EU með Rússum.
Eftir Lissabon munu Þjóðverja hafa misst ekki af sínum möguleikum að flytja út til USA. Hvað ætlar einangruð EU að gera í framtíðinni?
Júlíus Björnsson, 8.9.2010 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.