Leita í fréttum mbl.is

Þó svo að snyrtistofa forsætisráðherra gangi fyrir íslenskum krónum, óskar hún EKKI eftir frekari viðskiptum við ríkisstjórnin Íslands.

 Hagvöxtur Norðurlanda 2009

Þegar illa gengur er þetta allt saman öllum öðrum að kenna nema ríkisstjórninni. En þegar betur gengur er það ríkisstjórnin sem þakkar sjálfri sér fyrir árangurinn sem hún kom hvergi nærri. 

En hvað er það í raun sem hefur hjálpað Íslandi við að rétta þjóðarskútuna sem Samfylkingin hvolfdi svo gaumgæfilega ofan á þjóðina með því að svíkjast um á vaktinni sem yfirmaður fjármálaeftirlits Íslands í ríkisstjórn hrunsins. Jú það er íslenska krónan okkar. Hún er að bjarga efnahag Íslands.

Krónan gaf eftir þegar bankakerfi Samfylkingarinnar valt á hliðina ofan á íslenska hagkerfið. Ef krónan hefði ekki tekið hið geigvænlega högg hefði þjóðin þurft að taka svipað ógnarhögg sem til dæmis írska ríkisstjórnin er búin að velta yfir á núlifandi og komandi kynslóðir Írlands. Það gerði hún með því að bjarga ömurlega illa reknu evru-bankakerfi Írlands - um stundarsakir.

En vegna þess að íslenska þjóðin slapp við að hafa Evrópusambandslegt atvinnuleysi nema í þrjá mánuði í landinu - í stað þriggja áratuga eins og það hefur verið í Evrópusambandinu - þá ætlar ríkisstjórnin að kála krónunni okkar. Myntin okkar sem er óumdeilanlega órjúfanlegur hluti af fullveldi Íslands. Kála krónunni þannig að hún geti aldrei í framtíðinni komið þjóðinni (okkur) til hjálpar á ný undir áföllum. 

En eins og þetta sé ekki nógu slæmt í sjálfu sér, þá ætlar þessi ömurlega þjóðfjandsamlega ríkisstjórn Íslands líka að troða öllum skuldunum sem íslendingar eiga ekki og vissu heldur ekki að þeir ættu inni í föllnum bönkum skíthæla - sem voru og eru enn undir verndarvæng Samfylkingarinnar - ofan á alla þjóðina og afkomendur hennar næstu marga áratugina. 

Þess vegna segi ég: þessi ríkisstjórn er miklu verri en engin. Ísland verður að losna við þessa plágu. Eina rétta orðið um þessa ríkisstjórn hlýtur að vera: GEÐKLOFAR !

Hér fyrir ofan sést árangur hagkerfa Norðurlanda á síðasta ári. Við vitum enn ekki svo mikið um árangur þeirra á yfirstandandi ári. Eins og sést á myndinni hér að ofan er íslenska krónan eini V8 gjaldmiðill Norðurlanda. Nánari lýsing á frammistöðu hagkerfa Norðurlanda á síðasta ári er að finna hér: ekkert er verra fyrir hagvöxtinn en evran og á forsíðunni hér; www.tilveraniesb.net 
 
Á morgun (3. september 2010) mun Hagstofa Íslands birta tölur þjóðhagsreikninga okkar fyrir annan fjórðung þessa árs og einnig koma með endurskoðað uppgjör á þjóðhagsreikningum okkar fyrir síðasta ár.   
 
Ein af næstu færslum:
 
Írska bankakerfið í faðmi ríkisábyrgða er að því komið að gefa undan og ríkisstjórnin er í þann veginn að gjaldþrjóta írsku þjóðina um ókomnar kynslóðir. Þökk sé myntbandalagi ESB. Fasteignaverð á Írlandi er fallið um 50%.
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband