Leita í fréttum mbl.is

Hver nema forsætisráðherra Íslands segir svona

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að segja sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Hver nema einmitt þessi forsætisráðherra Íslands segir svona? Það gerir enginn í heiminum nema núverandi forsætisráðherra Íslands. Enginn annar segir svona.

En þá segi ég. Það myndi sennilega blíðka þjóðina nokkuð ef Jóhanna léti verða af því að segja sig úr þjóðkirkjunni okkar. Þjóðkirkjan sjálf myndi ekki líða meiri skaða en þegar er orðið og sjálf myndi Jóhanna ekki verða verri en hún er nú þegar. Það er hreint ótrúlegt hversu fjandsamleg Jóhanna er í garð þess sem íslendingum er hve heilagast; landið okkar, fullveldi þess og hins andlega hornsteins samfélags okkar. Fyrrum félagsmálaráðherra ætti manna best að vita í hverra fótspor sagan fræði hana. 

Hætt er við að ekki muni standa steinn yfir steini þegar loksins þessi ríkisstjórn Íslands verður búin að ljúka sér af við að rústa íslensku samfélagi niður í rætur. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

100% sammála. Jóhann hellir olíu á eld allstaðar, í stað þess að bera
klæði á vopn og hvetja þjóðina til dáða. Nú síðast er ráðist á eina
merkustu stofnun þjóðarinnar gegnum aldirnar. Og fær til þess
stuðning kommúnistanna úr Vinstri grænum sem boða frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju jafnhliða því sem ungliðar VG vilja byggja mosku í Reykjavik.  Veit satt best að segja ekki hvað þetta upplausnarástand endar Gunnar? 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2010 kl. 14:44

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvað er athugavert við þessa ályktun Jóhönnu? Er kristindómur eitthvað sem íslensk ríkiskirkja hefur gefið mannkyninu?

Er ekki lágmark að taka trúarbrögð út úr pólitískri úrkynjunarumræðu þessarar þjóðar og snúa sér að brýnni verkefnum?

Og ef einhvern langar til að halda því fram að kommúnisminn sé óvinur vestrænna kirkjudeilda þá minni ég á að fyrsti boðberi kommúnismans hét Jesús og fékk það staðfest að vera Guðsson.

Það var hann sem rak víxlarana út úr musterinu og boðaði jafnrétti allra manna hér á jörð. Hann viðurkenndi ekki svo ég muni að veðbókarvottorð gæfi handhafa þess óskoruð yfirráð.

Sumir hafa kommúnistafóbíu og sumir hafa fóbíu fyrir rottum og ég er einn þeirra.

Árni Gunnarsson, 27.8.2010 kl. 16:24

3 Smámynd: Ólafur Als

óttalegt bull er þetta í þér, kæri Árni. Eitthvað hefur nú skolast til í skilningi þínum á ritningunni. Jesús hafði í sjálfu sér ekkert á móti víxlurunum, hann vildi bara að þeir störfuðu ekki innan veggja musterisins - reyndar vildi hann helst mótmæla reglum faríseanna, sem m.a. heimtuðu framlög í hebreskri mynt til musterisins, sem fjölmargir gyðingar höfðu ekki á milli handanna. Þeir þurftu því nauðsynlega að skipta mynt sinni til þess að geta fengið þá þjónustu sem þeir sóttu í musterið. Fleira mætti til nefna og varðar misskilning þinn þegar þú telur að Jesús hafi boðað jöfnuð í anda kommúnismans.

Á meðan Íslendingar hafa ríkiskirkju er ekki úr vegi að forsætisráðherra tilheyri henni. Það þarf ekki að rista dýpra en þegar núverandi forseti, verndari þjóðkirkjunnar, tekur þátt í störfum kirkjunnar og sækir messur á hátíðisdögum.

Umræðan um aðskilnað kirkju og ríkis er sjálfsögð og þörf. Aðskilnaðurinn er löngu tímabær í mínum huga en á meðan stjórnarskráin segir annað þá gegnir þjóðkirkjan hlutverki/starfi sem nær langt út fyrir trúargæslu. Um þetta ættum við flest að geta vitnað.

Ólafur Als, 27.8.2010 kl. 20:06

4 identicon

Getur hún ekki frekar sagt af sér embætti !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 20:47

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góður pistill Gunnar.

Guðmundur St Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 21:31

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kirkjan andlegur hornsteinn?? Né nú klikktirðu aldeilis út?  Má hún ekki segja sig úr kirkjunni af því að hún er forsætisráðherra?  Hverslags dómadags þvæla er þetta? 

Þú ert kannski einn af þeim sem heldur að aðskilnaður ríkis og kirkju, sé það sama og að leggja kirkjuna niður eða kannski kristnina yfirleytt. Meiri greind átti ég von á hjá þér. 

Hér er trúfrelsi og skoðanafrelsi kallinn minn og ríkiskirkjan er brot á því.  Hvort sem Jóhanna kýs að hafna ríkiskirkjunni og ganga i annan söfnuð, engan eða jafnvel í Moon söfnuðinn, þá kemur ekki nokkrum manni það rassgat við. Bara svo þú hafir það á hreinu.

Sért þú svona ofurkristinn, þá skaltu halda því með sjálfum þér og forðast að berja þér á brjóst þér til sjálfsþóknunnar.. Þú hrapaðir gersamlega af vinsældarlistanum mínum núna. Ekkert jafn skyni skroppið hef ég lesið, síðan ég byrjaði að lesa blogg.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 22:24

7 identicon

Aldrei mun ég skilja meinta hægri menn sem styðja ríkiskirkjufyrirkomulagið. Þvílíkt sjálfsmark.

Bjarki (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 13:51

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Átti að sjálfsögðu að vera JÓHANNA en ekki Jóhann hér efst!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.8.2010 kl. 01:29

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki gat ég ímyndað mér að Jóhanna væri í Þjóðkirkjunni. Ég hélt að hún tryði bara á ESB og hafi gert það síðan hún var túrberuð hér um árið (1963) vestur í Ögri, þegar lagður var hornsteinn að hárgreiðslu guðleysingjans.

Jóhanna túberuð

Jón Steinar, þú ert ekki greinilega búinn að tapa meiru en þinni barnatrú. Vitið virðist að minnsta kosti grannt í dag, nema að þú sért með Tourette heilkennin sem þér er svo tíðrætt um.

Sem einn af handhöfum forsetavalds er Jóhanna Sigurðardóttir verndari Þjóðkirkjunnar. En hún velur að yfirgefa hana á erfiðum tímum, sem mér finnst lítilfjörlegt, þó ég sé ekki meðlimur í nefndri kirkju. Fyrir utan Ólaf Skúlason, sem nú er ásakaður um meiri perrahátt in absentia, þá hefur kirkjan ekki verið það versta sem henti Íslendinga. Ég get nefnd ýmislegt verra, t.d. núverandi ríkisstjórn. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 23:13

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

- ekki til Jón Steinars.

Er hægt að segja sig úr samskiptum við núverandi ríkisstjórn Íslands?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband