Leita í fréttum mbl.is

A face saving device

Enn er unnt að bjarga andlitinu. Komið er óhagganlega í ljós að Samfylkingin í ríkisstjórn hefur logið að þjóðinni. Það sama gildir sennilega um marga Vinstri græna í ríkisstjórn.
 
Sendiför fulltrúa Alþingis til Brussel, undir skammbyssuhlaupi Samfylkingarinnar gegn Vinstri grænum, er ennþá hægt að stöðva á meðan höfuðið er enn á herðum þeirra sem töpuðu vitinu úr því ofan í einn bolla af Café Latte í Brussel gegn því að lofa þeim sem greiðslu afhendingu á fullveldi Íslands fyrir minna en ekki neitt. 

Ísland á ekki í viðræðum við Evrópusambandið. Verið er hinsvegar að innlima Ísland inn í Evrópusambandið án vitundar þjóðarinnar og þingheims. Öguðum lygum og falsi er beitt í besta anda Evrópusambandsins. Svona fer flest fram innan þeirra lokuðu landamæra. 
 
Hér er hægt að sjá sönnunargögnin; Egill Jóhannson: Það er rétt hjá Jóni Bjarnasyni að ESB aðlögun Íslands er hafin - skoðið sjálf skjöl Evrópusambandsins sem Egill vísar á.  Skoðið einnig bloggfærslu Haralds HanssonarÞað er bannað að segja satt

Andlitsbjörgunartækið (a face saving device) fyrir Ísland heitir makríll. Hann er hægt að nota til að pakka saman og segja bless við Brussel. Þar næst þarf að koma liðinu heim í eiðsvarna yfirheyrslu hjá stofnunum íslenska lýðveldisins. Ekki verður tekið milt á þessu forherta bortferli.
 
Ennþá er þó hægt að bjarga andlitinu íslenska og enn er hægt að útskýra málið fyrir umheiminum með því að kalla aðlögunarliðið heim á teppið þar sem þeim verður ákveðin viðeigandi refsing og makleg málagjöld eftir miklar yfirheyrslur. Svo þarf að ljúka málinu með því að henda markíl í hausinn á yfirgangsstofninum í Brussel. Makríl já.  
 
Það myndi blíðka þjóðina nokkuð ef forsætisráðherrann segði sig svo að lokum úr íslensku þjóðkirkjunni - okkar.  
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er meira en magnað.

Ráðherra Gylfi segir ósatt.  ........Hann fær klapp á bakið.

Ráðherra Jón segir dagsatt.  ......Hann fær spark í rassin.

Jón Ásgeir Bjarnason, 26.8.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Ferningur

Gaman að þú talar um að um ESB séu lokuð landamæri og vitnar svo í Jón Bjarnason, manninn sem hefur sett 100-200% tolla á innfluttan ost og kjötvörur.

Ferningur, 26.8.2010 kl. 13:30

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvernig framkvæma stórríkjasamböndu stækkun efnahagslögsu í ljósi sögunnar?

Er langtíma hráefnaskortur ekki alþjóðleg staðreynd?

Er ekki eðlilegt að álykta að þeir sem skulda minnst og eiga mest á frjálsum markaði sjá sér hag í því að tryggja sér sem stærstan grunn til verðmætasköpunar næstu öldina með sína sérhagsmuni að leiðarljósi?

Íslendingar elska sjálfa sig og það gera aðrar þjóðir líka. Sleikjur og uppskafningar hafa engin áhrif í Brussel. Evrópska Sameiningin byggir á virðingu við vel skilgreint Miðstýringar regluverk.  Heragi er sumum í blóð borin.

Júlíus Björnsson, 27.8.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband