Mánudagur, 23. ágúst 2010
Fasteignaverð á Spáni og Þýskalandi mun lækka um 75% á næstu 40 árum.
Kæri lesandi. Hvað veist þú um öldrunarhagkerfi? Lítið sem ekki neitt, datt mér í hug. Það er skiljanlegt því þú býrð svo sannarlega ekki í öldrunarhagkerfi. Íslendingar eru ekki svo heimskir og búa sér til gelt og ónýtt Evrópusambandslegt samfélag.
Hvernig heldur þú að þingkosningar fari fram í löndum þar sem 60% kjósenda eru yfir sextugt? Hvaða málefni skyldu verða efst á baugi í bæjarstjórnar- og þingkosningum í svoleiðis hagkerfum? Ný barnaheimili eða atvinnumöguleikar ungs fólks? Hærri barnabætur eða betri skólar? Hærri laun, lægri skattar, framfarir og nýsköpun?
Hvernig heldur þú að hlutabréfamarkaður sé í öldrunarhagkerfum? Bíður hinn stóri heimur eftir því að geta fjárfest í hrynjandi samfélögum sem einungis geta boðið ungu fólki upp á að bera margfaldar skattbyrðar á við heilbrigð samfélög? Hver vill fjárfesta í efnahagslegum elliheimilum með örfáum ungum manneskjum innanborðs? Hver vill flytja til svoleiðis samfélaga? Masókistar eða framfarasinnað fólk? Íslendingar? Össurar?
Hvernig heldur þú að hagvöxtur verði í öldrunarsamfélögum? Verður hann yfirþyrmandi sterkur eða mun hann hverfa alveg og aldrei koma þar aftur fyrr en eftir þau 500 ár sem það tekur að snúa öfugum aldurspíramídanum við á ný. Aldurspíramídanum sem nú borar sig ofan í höfuð og pyngju yngra fólks í Evrópu. Mun þetta hvetja þær fáu ungu manneskjur sem eftir eru til orkufrekari framkvæmda í svefnherbergjum sínum? Eða mun unga fólkið frekar kjósa með fótunum, þ.e.a.s ef það getur það?
Hvernig heldur þú að það standi til með launahækkanir og kaupmátt í öldrunarhagkerfum? Hvernig skyldi annars standa á því að raunlaun Þjóðverja eru lægri í dag en fyrir 12 árum? Hvernig skyldi standa á þessu? Af hverju er smásala sú sama í Þýskalandi í dag og hún var fyrir 15 árum? Hvað er að?
Hvernig heldur þú að fasteignamarkaður sé í öldrunarhagkerfum? Heldur þú að það verði yfirgnæfandi eftirspurn eftir nýju eða notuðu húsnæði? Heldur þú að byggingameistarar standi á öndinni af hrifningu yfir glæsilegum framtíðarhorfum í svona hagkerfum? Heldur þú að það verði ojbarasta svo svakalega skemmtilegt að selja húseignir sínar í öldrunarhagkerfum? Og verðið svo rosalega frábært og ávöxtun eiginfársins maður. Þetta verður hreint ævintýralegt. Gróðinn endalausi. Meðal sölutími 10-20 ár? Allt verður bara að gera sig?
Allt þetta hér að ofan mun auðvitað verða þess valdandi að svona markaðssvæði mun vaða í peningum erlendra fjárfesta og hrikalega sterkt lánstraust ríkissjóða í hrynjandi skattagrunni mun að sjálfsögðu laða alþjóðlega peninga að á hlægilega lágum vöxtum hvaðanæva úr heiminum. Fjármálaheimurinn er nefnilega svo alþekktur fyrir hafa brennandi áhuga á að fjárfesta í deyjandi eignum. Það er bara svona.
Já, þetta verður einmitt bara svona. Bank for International Settlement (BIS = banki seðlabanka heimsins) segir í nýrri skýrslu að fasteignaverð á Spáni muni ekki bara falla heldur hverfa um 75% fram til ársins 2050. Og hvaða ástæðu skyldi nú bankinn koma með, af hverju á þetta að verða svona slæmt á Spáni? Jú öldrun væni minn. Enginn hefur viljað svo lengi og vill enn síður nú um daga fæða börn inn í þetta deyjandi samfélag. Framtíðarhorfur samfélagsins eru svo hörmulegar. Spánn er orðið öldrunarhagkerfi. Það sama segir BIS um þýska fasteignamarkaðinn, 75% lækkun þar á næstu 40 árum í viðbót við þá 20% lækkun sem þar hefur orðið á síðustu 15 árum. Og það sama er að segja um Grikkland - og það sama um heimaland mafíunnar í ESB, Ítalíu. Í Portúgal mun verðið lækka um tæplega 90% á þessu sama tímabili. Glæsilegt. Bætið svo við allri Austur Evrópu og þá fáið þið út paradís Samfylkingarinnar, sjálft Evrópusambandið. Æ hve gott það verður að vera bundinn við rafmagnslausan ljósastaur Evrópusambandsins. Þetta verður auðvitað algerlega hið eina sanna framtíðar markaðssvæði íslensks atvinnulífs. Eftirspurnin verður hreint geggjuð.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Evrópusambandið hljóta annað hvort að vera haldnir kvalarlosta eða fáheyrðri heimsku og fávisku. Sennilega er þetta sama liðið sem hélt að það gæti gengið á vatninu frá Álfhóli til Skjaldborgar 101. Var það ekki einmitt það sem utanríkisráðherra Íslands sagði; að hann hefði ekki hundsvit á fjármálum samfélagsins. Jú, það var hann.
Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins er fólkið sjálft. Ég vona að það sama gildi um Samfylkinguna. Nú ætlar Samfylkingin úr Álfhóll að ganga á vatninu alla leið inn í skjaldborg Evrópusambandsins. Til sjálfrar þjóðgeldingarmiðstöðvar Evrópu í Brussel.
Skýrsla BIS; http://www.bis.org/publ/work318.pdf
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 24.8.2010 kl. 00:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Takk fyrir að vekja áhuga á þessari skýrslu BIS. Mun lesa hana af athygli.
Vissi alveg að frá cirka 2020 skv. eigin skýrslum ESB er áætlað að draga fari úr getu hagkerfa ESB til hagvaxtar vegna fólksfj.þróunar.
Það að sjálfsögðu fylgir með að þegar fólki fer að fækka, þá hrynur húsnæðisverð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 00:55
Hvað veist þú eiginlega um Þýskaland? Þú skalt kynna þér málin betur. Hver var kaupmáttur Austur-Þjóðverja árið 1989? Veist þú ekki hvers konar afrek það var að sameina Austur og Vestur? Þú ert að gera lítið úr því með þessari fáránlegu staðhæfingum án þess að skýra þær betur.
Gerðu betur næst.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 11:52
Bættu 50 árum við þetta ártal og þá færðu sömu niðurstöðu fyrir ísland hvort sem við göngum í esb eða ekki. Bættu svo við 50 árum í viðbót og þá er það sama að segja um allann heiminn.
Hagkerfi heimsins hefur hingað til verið knúið áfram af aukinni neyslu, mestmegnis vegna aukins fólksfjölda og svo aukinnar iðnvæðingar. Plánetan okkar hefur takmarkaðar auðlindir og því löngu tímabært að jafnvægi komist á fólksfjölgunina og örlítil fækkun þarf ekki að vera slæm.
Það er augljóst mál að kerfi sem byggir á því að kakan stækki endalaust til þess að eiga fyrir vöxtum er ekki sjálfbært.
Það eru því engar líkur á að þetta kerfi verði enn við líði eftir 50-100 ár og tóm þvæla að ætla að reikna út fasteignaverð svo langt fram í tímann því þá verða allar þessar forsendur brostnar.
Kommentarinn, 24.8.2010 kl. 19:41
Ef ekki á að loka landamærum, sem þó er hætta á, verða ESB löndin að flytja inn fólk til að tryggja ellilífeyrisþegum sinn lífsstandard. Þeir þurfa menntaða innflytjendur og þá koma lönd eins og Indland og Kína helst til greina. Þar eru verðmætustu auðlindirnar til staðar. ESB hefur því um þetta að velja, að kyngja sínum þjóðernishyggju, eða sætta sig við lækkandi lífskjör. Og by-the-way þeir verða að byrja strax.
Haraldur Baldursson, 25.8.2010 kl. 07:59
Þakka ykkur fyrir
Ég verð því miður að skjóta þig hér í kaf Haraldur minn kæri.
Innflytjendur munu ekki vilja koma til landa á barmi örvæntingar og öngþveitis. Það er hinn dapurlegi raunveruleiki öldrunarhagkerfa. Þau bjóða ekki uppá framtíð. Þau bjóða upp á himinháa skattpíningu, brostna innviði sem geta ekki framkallað velferð því velmegunin sem býr til velferðina er horfin. Grunnur samfélagsins er horfinn.
Þetta sést best á þeim ríkjum ESB sem eru hvað skuldugust og sem eiga ekki fyrir framtíðinni og hafa ekki hirt um að hugsa fyrir framtíðinni. Aðeins hinir utanveltu og neðanmáls vilja flytja til svona samfélaga. Því mun ESB ekki fá neina innflytjendur og allra síst þá innflytjendur sem gagnast hinum hrörnandi samfélögum þeirra. Dapurlegt en satt.
Svona er að vera í ESB.
Vilt þú flytja til Grikklands?
========================
Italy’s crippling tax burden
La Repubblica has a story this morning comparing per capita tax charges, and welfare benefits. Italy fares worst (that’s probably why it made the headline in Italy, but not elsewhere). The average Italian annual tax payments total €7350 against welfare receipts of €8023, while in France the tax bill is broadly similar, while the welfare averages at almost €11,000. The statistics basically tell that Italy is a high-tax countries, but that a significantly smaller amount of those taxes go into the social system (but into debt repayment, security, etc.)
Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2010 kl. 19:07
Gunnar: Ítalía hefur ekki undan að senda flóttamenn aftur yfir til Afríku, eða hvað eru íslensk varðskip og flugvél að gera þarna? Á Spáni og Grikklandi líka.
Þetta eru nú meiri öldrunarþjóðfélögin.
Come on.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:03
Ég verð að taka undir með Kommentaranum [24.8.2010 kl. 19:41] hér að ofan. Þetta kerfi sem menn hafa búið til er vonlaust og mjög órökrétt. Þe. td. fráleitt að einhver 'kaka' geti alltaf stækkað og það séu hamfarir þegar hún gerir það ekki.
Þessi 'krísa' sem nú ríður yfir er sennilega besta tækifærið (og það síðasta áður en það verður of seint) til að vinda ofan af þessu og koma betra skikki á þessi mál.
Það sem menn verða að átta sig á er að: ALLT ER TAKMÖRKUM HÁÐ bæði mannanna verk jafnt sem önnur.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.