Leita í fréttum mbl.is

Fasteignaverð á Spáni og Þýskalandi mun lækka um 75% á næstu 40 árum.

BIS Demographic impact on housing 
 
Kæri lesandi. Hvað veist þú um öldrunarhagkerfi? Lítið sem ekki neitt, datt mér í hug. Það er skiljanlegt því þú býrð svo sannarlega ekki í öldrunarhagkerfi. Íslendingar eru ekki svo heimskir og búa sér til gelt og ónýtt Evrópusambandslegt samfélag. 

Hvernig heldur þú að þingkosningar fari fram í löndum þar sem 60% kjósenda eru yfir sextugt? Hvaða málefni skyldu verða efst á baugi í bæjarstjórnar- og þingkosningum í svoleiðis hagkerfum? Ný barnaheimili eða atvinnumöguleikar ungs fólks? Hærri barnabætur eða betri skólar? Hærri laun, lægri skattar, framfarir og nýsköpun?

Hvernig heldur þú að hlutabréfamarkaður sé í öldrunarhagkerfum? Bíður hinn stóri heimur eftir því að geta fjárfest í hrynjandi samfélögum sem einungis geta boðið ungu fólki upp á að bera margfaldar skattbyrðar á við heilbrigð samfélög? Hver vill fjárfesta í efnahagslegum elliheimilum með örfáum ungum manneskjum innanborðs? Hver vill flytja til svoleiðis samfélaga? Masókistar eða framfarasinnað fólk? Íslendingar? Össurar?  

Hvernig heldur þú að hagvöxtur verði í öldrunarsamfélögum? Verður hann yfirþyrmandi sterkur eða mun hann hverfa alveg og aldrei koma þar aftur fyrr en eftir þau 500 ár sem það tekur að snúa öfugum aldurspíramídanum við á ný. Aldurspíramídanum sem nú borar sig ofan í höfuð og pyngju yngra fólks í Evrópu. Mun þetta hvetja þær fáu ungu manneskjur sem eftir eru til orkufrekari framkvæmda í svefnherbergjum sínum? Eða mun unga fólkið frekar kjósa með fótunum, þ.e.a.s ef það getur það? 

Hvernig heldur þú að það standi til með launahækkanir og kaupmátt í öldrunarhagkerfum? Hvernig skyldi annars standa á því að raunlaun Þjóðverja eru lægri í dag en fyrir 12 árum? Hvernig skyldi standa á þessu? Af hverju er smásala sú sama í Þýskalandi í dag og hún var fyrir 15 árum? Hvað er að?

Hvernig heldur þú að fasteignamarkaður sé í öldrunarhagkerfum? Heldur þú að það verði yfirgnæfandi eftirspurn eftir nýju eða notuðu húsnæði? Heldur þú að byggingameistarar standi á öndinni af hrifningu yfir glæsilegum framtíðarhorfum í svona hagkerfum? Heldur þú að það verði ojbarasta svo svakalega skemmtilegt að selja húseignir sínar í öldrunarhagkerfum? Og verðið svo rosalega frábært og ávöxtun eiginfársins maður. Þetta verður hreint ævintýralegt. Gróðinn endalausi. Meðal sölutími 10-20 ár? Allt verður bara að gera sig?

Allt þetta hér að ofan mun auðvitað verða þess valdandi að svona markaðssvæði mun vaða í peningum erlendra fjárfesta og hrikalega sterkt lánstraust ríkissjóða í hrynjandi skattagrunni mun að sjálfsögðu laða alþjóðlega peninga að á hlægilega lágum vöxtum hvaðanæva úr heiminum. Fjármálaheimurinn er nefnilega svo alþekktur fyrir hafa brennandi áhuga á að fjárfesta í deyjandi eignum. Það er bara svona.

Já, þetta verður einmitt bara svona. Bank for International Settlement (BIS = banki seðlabanka heimsins) segir í nýrri skýrslu að fasteignaverð á Spáni muni ekki bara falla heldur hverfa um 75% fram til ársins 2050. Og hvaða ástæðu skyldi nú bankinn koma með, af hverju á þetta að verða svona slæmt á Spáni? Jú öldrun væni minn. Enginn hefur viljað svo lengi og vill enn síður nú um daga fæða börn inn í þetta deyjandi samfélag. Framtíðarhorfur samfélagsins eru svo hörmulegar. Spánn er orðið öldrunarhagkerfi. Það sama segir BIS um þýska fasteignamarkaðinn, 75% lækkun þar á næstu 40 árum í viðbót við þá 20% lækkun sem þar hefur orðið á síðustu 15 árum. Og það sama er að segja um Grikkland - og það sama um heimaland mafíunnar í ESB,  Ítalíu. Í Portúgal mun verðið lækka um tæplega 90% á þessu sama tímabili. Glæsilegt. Bætið svo við allri Austur Evrópu og þá fáið þið út paradís Samfylkingarinnar, sjálft Evrópusambandið. Æ hve gott það verður að vera bundinn við rafmagnslausan ljósastaur Evrópusambandsins. Þetta verður auðvitað algerlega hið eina sanna framtíðar markaðssvæði íslensks atvinnulífs. Eftirspurnin verður hreint geggjuð. 

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Evrópusambandið hljóta annað hvort að vera haldnir kvalarlosta eða fáheyrðri heimsku og fávisku. Sennilega er þetta sama liðið sem hélt að það gæti gengið á vatninu frá Álfhóli til Skjaldborgar 101. Var það ekki einmitt það sem utanríkisráðherra Íslands sagði; að hann hefði ekki hundsvit á fjármálum samfélagsins. Jú, það var hann.
 
Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins er fólkið sjálft. Ég vona að það sama gildi um Samfylkinguna. Nú ætlar Samfylkingin úr Álfhóll að ganga á vatninu alla leið inn í skjaldborg Evrópusambandsins. Til sjálfrar þjóðgeldingarmiðstöðvar Evrópu í Brussel. 
 
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir að vekja áhuga á þessari skýrslu BIS. Mun lesa hana af athygli.

Vissi alveg að frá cirka 2020 skv. eigin skýrslum ESB er áætlað að draga fari úr getu hagkerfa ESB til hagvaxtar vegna fólksfj.þróunar.

Það að sjálfsögðu fylgir með að þegar fólki fer að fækka, þá hrynur húsnæðisverð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 00:55

2 identicon

Hvað veist þú eiginlega um Þýskaland?  Þú skalt kynna þér málin betur.  Hver var kaupmáttur Austur-Þjóðverja árið 1989?  Veist þú ekki hvers konar afrek það var að sameina Austur og Vestur?  Þú ert að gera lítið úr því með þessari fáránlegu staðhæfingum án þess að skýra þær betur.

Gerðu betur næst.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 11:52

3 Smámynd: Kommentarinn

Bættu 50 árum við þetta ártal og þá færðu sömu niðurstöðu fyrir ísland hvort sem við göngum í esb eða ekki. Bættu svo við 50 árum í viðbót og þá er það sama að segja um allann heiminn.

Hagkerfi heimsins hefur hingað til verið knúið áfram af aukinni neyslu, mestmegnis vegna aukins fólksfjölda og svo aukinnar iðnvæðingar. Plánetan okkar hefur takmarkaðar auðlindir og því löngu tímabært að jafnvægi komist á fólksfjölgunina og örlítil fækkun þarf ekki að vera slæm.

Það er augljóst mál að kerfi sem byggir á því að kakan stækki endalaust til þess að eiga fyrir vöxtum er ekki sjálfbært.

Það eru því engar líkur á að þetta kerfi verði enn við líði eftir 50-100 ár og tóm þvæla að ætla að reikna út fasteignaverð svo langt fram í tímann því þá verða allar þessar forsendur brostnar.

Kommentarinn, 24.8.2010 kl. 19:41

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef ekki á að loka landamærum, sem þó er hætta á, verða ESB löndin að flytja inn fólk til að tryggja ellilífeyrisþegum sinn lífsstandard. Þeir þurfa menntaða innflytjendur og þá koma lönd eins og Indland og Kína helst til greina. Þar eru verðmætustu auðlindirnar til staðar. ESB hefur því um þetta að velja, að kyngja sínum þjóðernishyggju, eða sætta sig við lækkandi lífskjör. Og by-the-way þeir verða að byrja strax.

Haraldur Baldursson, 25.8.2010 kl. 07:59

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Ég verð því miður að skjóta þig hér í kaf Haraldur minn kæri.

Innflytjendur munu ekki vilja koma til landa á barmi örvæntingar og öngþveitis. Það er hinn dapurlegi raunveruleiki öldrunarhagkerfa. Þau bjóða ekki uppá framtíð. Þau bjóða upp á himinháa skattpíningu, brostna innviði sem geta ekki framkallað velferð því velmegunin sem býr til velferðina er horfin. Grunnur samfélagsins er horfinn.

Þetta sést best á þeim ríkjum ESB sem eru hvað skuldugust og sem eiga ekki fyrir framtíðinni og hafa ekki hirt um að hugsa fyrir framtíðinni. Aðeins hinir utanveltu og neðanmáls vilja flytja til svona samfélaga. Því mun ESB ekki fá neina innflytjendur og allra síst þá innflytjendur sem gagnast hinum hrörnandi samfélögum þeirra. Dapurlegt en satt.

Svona er að vera í ESB. 

Vilt þú flytja til Grikklands?

========================

Italy’s crippling tax burden

La Repubblica has a story this morning comparing per capita tax charges, and welfare benefits. Italy fares worst (that’s probably why it made the headline in Italy, but not elsewhere). The average Italian annual tax payments total €7350 against welfare receipts of €8023, while in France the tax bill is broadly similar, while the welfare averages at almost €11,000. The statistics basically tell that Italy is a high-tax countries, but that a significantly smaller amount of those taxes go into the social system (but into debt repayment, security, etc.) 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2010 kl. 19:07

6 identicon

Gunnar:  Ítalía hefur ekki undan að senda flóttamenn aftur yfir til Afríku, eða hvað eru íslensk varðskip og flugvél að gera þarna?  Á Spáni og Grikklandi líka.

Þetta eru nú meiri öldrunarþjóðfélögin.

Come on.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:03

7 identicon

Ég verð að taka undir með Kommentaranum [24.8.2010 kl. 19:41] hér að ofan. Þetta kerfi sem menn hafa búið til er vonlaust og mjög órökrétt. Þe. td. fráleitt að einhver 'kaka' geti alltaf stækkað og það séu hamfarir þegar hún gerir það ekki. 

Þessi 'krísa' sem nú ríður yfir er sennilega besta tækifærið (og það síðasta áður en það verður of seint) til að vinda ofan af þessu og koma betra skikki á þessi mál.

Það sem menn verða að átta sig á er að: ALLT ER TAKMÖRKUM HÁÐ bæði mannanna verk jafnt sem önnur.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband