Leita í fréttum mbl.is

Megin markmið Evrópusambandsins eru varanleg vanræksla og niðurníðsla þjóðarhagsmuna


Staðfast markmið Samfylkingar og Vinstri lyga-svartra um varanlega vanrækslu þjóðarhagsmuna Íslendinga er skráð með blóðrauðu bleki í skammbyssu einkaumsókn Samfylkingarinnar og vesalinga Vinstri grænna inn í ESB. Gersamlega í trássi við vilja Íslendinga.

Viðhafa þarf Kremlar-getgátuaðferðir anno 1950 í öllum tilraunum lýðsins til að afla sér frétta og vísbendinga um þessa einkasöluherferð ríkisstjórnar Íslands á bæði landi, verðmætum og sálum Íslendinga. Þarna fer allt svo leynt að hverjum manni með sæmilega samvisku verður óglatt. En einmitt svona er allt sem tengist Evrópusambandinu, sem er aðal óvinur lýðræðis í Evrópu og víðar. Ný en nútímavædd Sovétríki eru að fæðast eina ferðina enn í myrkrasmiðju Evrópu.   

Ekki var við öðru að búast frá djúpfrystum kommúnistum Íslands sem skyndilega þiðnuðu upp og geifluðu Melónu Brosinu framan í þjóðina í síðustu kosningum. Grænir að utan en Kremlarrauðir að innan. Þá létu margir blekkjast en eru nú rjúkandi reiðir. 

Samstakkar og Grænstakkar vilja auðvitað selja landið og fá frið til að vinna að því einkamáli samkvæmt meðfæddum erfðafræðilegum skoðanaeiginleikum forfeðra og afkomenda kommakynstofns Íslands. Þessi stofn sem þiðnaði upp úr frystikistum í síðustu kosningum. Nú höfum við frystikistu-ríkisstjórn sem hefur fryst sig inni í Stjórnarráðinu og reynir að frysta allt sem hún kemur nálægt - og þar á meðal er sjálft lýðræðið.   

Margir afkomendur þessa kynstofns hafa ekki enn ýtt steingeldum skoðunum forfeðra sinna fyrir björg. Nei lifandi verum var í staðinn varpað fyrir björgin. Og á morgun er þjóðhátíðardagurinn þar sem fagnað er sjálfstæði Íslands, en sem ríkisstjórnin gerir allt til að afnema á ný.  

Það undarlega er að stjórnmálaflokkar eru yfirleitt stofnaðir til að vinna að hagsmunum kjósenda. En það má ekki í Evrópusambandinu. Þar eiga öll ríki að vinna stanslaust að því að kúga þjóð sína og grafa undan ríki sínu, landi og lýð.  

Vinstri grænir lofuðu kjósendum sínum því að þeir myndu vinna að því að Ísland gengi ekki í Evrópusambandið. Þessi loforð, sem og flest önnur, hafa þeir svikið á hinn grófasta máta. Kosningasvikarar.
 
Í Evrópusambandinu eru ríkisstjórnir dæmdar eftir því hversu vel þeim tekst að vinna gegn þjóð sinni. Því meira sem þær grafa undan þjóðríkinu því betri meðlimir teljast þær vera í klúbbnum. Vinstri grænir og Samfylkingin myndu verða mikils metnir flokkar í Evrópusambandinu. Það hafa þessir tveir flokkar þegar sýnt.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það þarf ekki annað en að skoða evruseðlana, sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms Gosa er tilbúin að selja land og þjóð fyrir, til að átta sig á vonlausri  hugmyndafræði Evrópusambandsins. Allt skal gert til að afmá þjóðareinkennin.

Þjóðareinkenni vinna gegn markmiðum Brusselstjórnarinnar sem vill fletja allt úr; í stað náttúrugersema, listamanna og stjórnmálaskörunga þjóða skartar hin hrjáða mynt ESB nú opinberum byggingum sambandsins sveipuðum táknmynd elítunnar, stjörnukransinum.

Steingeldur Evrópuarkitektúr sem ber vitni um dauðahryglur gömlu heimsveldanna sem nú eru skugginn einn, en neita að deyja.

Ragnhildur Kolka, 16.6.2010 kl. 20:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - ég vil benda þér á mjög áhugaverðan pistil, frá "Bank For International Settlement" - hluti af þeirra nýjustu skýrslu:

Lestu þennan kafla:

http://www.bis.org/publ/qtrpdf/r_qt1006.pdf

"Currency collapses and output dynamics: a long-run
perspective1"

Sá kafli er mjög áhugaverður í ljósi umræðunnar um krónuna og afleiðingar stórfellds gengisfalls. En, þessi kafli fjallar akkúrat um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengisfalls, á grunni samanburðarfræði í alþjóðlegu samhengi, og þá skv. mati á reynslunni af slíku gengisfalli.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.6.2010 kl. 23:04

3 identicon

Það hlýtur að vera hræðilegt að búa í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi miðað við blogg síðu þína og afstöðu til ESB. Leiðinlegt þegar menn nota lygar til að hygla skoðaunum sínum.

Valsól (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 09:45

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið.

Vel að orði komist Ragnhildur - og vel pakkað inn.   

Björn - og takk - ég hafði rekið augu í þetta frá BIS og finnst eins og þér þetta vera ansi athyglisvert. 

Hárrétt hjá þér Valsól. Það var leiðinlegt og ófyrirgefanlegt að Vinstri grænu skyldu grípa til lyga til að láta kjósa sig og til að vekja athygli á skoðunum sínum sem reyndust vera falskar og jafnvel ekki til staðar.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.6.2010 kl. 11:16

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, VG efu sennlega sett Ísandsment i sviknum kosningalfoðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.6.2010 kl. 16:46

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvert orð satt eins og ávalt Gunnar

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.6.2010 kl. 16:29

7 identicon

Valsól, það er til fólk í löndunum sem þú taldir upp sem borgar sína neyslu sjálft... það eru ekki allir á social aðstoð.

Þetta fólk borgar himinháa eignaskatta, orku, vask, tolla( t.d bílar) og launaskatta. Líf þessa fólks er allt annað en auðvelt.

Þitt shangri-la er aðeins að finna í þínum heimi eða ritskoðuðum rússneskum bókmenntumfrá 1918 til 1990.

Lygar finnast mun oftar vinstra megin við miðju, það er einungis vegna þess að fólk með dapran málstað þarf oftast að sykurhúða bullið til að gera það boðlegt öðrum !

runar (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband