Leita í fréttum mbl.is

ESB: Spánn, þjóð meðal ESB-þjóða í örvæntingu

Hvenær skyldi Þýskaland yfirgefa sökkvandi skipið?
Spánn sem gekk í Evrópusambandið árið 1986 er nú á barmi örvæntingar og hugsanlegs þjóðargjaldþrots. Aldarfjórðungur í Evrópusambandinu hefur skilað Spáni á endastöð þjóðanna; á kaf í evrusvaðið.

Á árunum frá 2002-2008 eyðilagði seðlabanki Evrópusambandsins efnahag Spánar með því að stilla raunstýrivexti landsins á neikvætt gildi. Slík efnahags- og peningastefna leggur þjóðarhag ríkja í rústir. Börn vita það. 

Á Spáni var atvinnuleysi 19,7 prósent í apríl. Atvinnuleysi hjá ungu fólki undir 25 ára aldri var á sama tímabili heil 40,3 prósent. Ungt fólk á því afar svarta framtíð fyrir sér í þessu Evrópusambandslandi. Flest þessara ungmenna myndu eflaust kjósa að flytja til Íslands ef þau mættu það og ættu peninga fyrir farmiðanum.   

Konur á Spáni vilja ekki fæða börn inn í það sem eftir er af þjóðríki Spánar í Evrópusambandinu. Frjósemishlutfall innfæddra kvenna er aðeins 1,33 fætt barn á æfi hverrar konu. Þetta er stórslys fyrir Spán og mun leggja landið að velli á næstu 50-150 árum. Svona hefur þetta verið allar götur frá því að landið gekk í Evrópusambandið árið 1986.

Eftir 24 ár í Evrópusambandinu vill enginn fæða börn á Spáni. En það vill heldur enginn lána Spánverjum peninga. Fjármálakerfi landsins hefur nú verið sparkað út úr samfélagi alþjóðabanka og útaf millibankamarkaði þeirra. Mynt Spánar er evra og er hún líklega um 50-70% of hátt metin fyrir spænskt atvinnulíf. Þess vegna eru allir atvinnulausir á Spáni. Of fáir vilja kaupa af þeim of dýrar vörur í of dýrum evrum. Spánn er full stopp. Börn vita að svona fer þegar gjaldmiðillinn er þjóðinni ónytjungur. 

Spánn getur ekki losnað úr þessu fangelsi þjóðarinnar. Engin leið er til önnur fyrir Spán en sú að drepast sem þjóð meðal þjóða í kirkjugarði ríkisstjórna í Evrópu þ.e. í evrukirkjugarðinum. 

Spánn var einu sinni land og þjóð. Nú er landið bara hluti af evrusvaðinu. 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Of satt, of satt...

Annars dettur mér í hug að ef fæðingartíðni væri stríð, þá væri ESB búið að tapa. Vegna skorts á ræðurum í velferðarbátinn eftir svo örfá ár, en enginn leið framhjá því að leyfa stórfelldan innflutning á menntuðum starfskröftum erlendis frá. Þjóðernissinnar munu bíða lægri hlut.
Og sigurvegarinn er.... Kína og Indland.
Þessi tvö lönd munu senda fólk til ESB til að fylla á tankinn. ESB mun því breytast í Asíuland. Ég er með því ekki að tala niður til Asíulanda, alls ekki. Þróun er þróun,.... það mun ekkert stöðva hana.

Haraldur Baldursson, 25.6.2010 kl. 08:17

2 Smámynd: Halldór Jónsson

ESB er búið að vera eftir örfá ár. Þá eru raunverulegir Þjóðverjar nær útddauðir og innfluttir múslímar óþjóða hafa tekið völdin. Þýskaland sekkur niður á grískt plan og getur engann vagn dregið lengur. Sama gerist í Frakklandi og Bretlandi. Hálfmáninn bíður þeirra.

Það versta er að þessar þjóðir hafa allar framið sjálfsmorð undir forystu krata hvert í sinni heimabyggð. Hver hefur kjaftað upp í annan um slagorð sem þeir skilja ekki að getur bara gilt innanlands; Frelsi jafnrétti og bræðralag.

Halldór Jónsson, 25.6.2010 kl. 12:34

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er örvita ríkisstjórn sem tekur skref fyrir hönd Íslands inn í þetta samfélag upplausnar og örþrifaráða.

Með hæfilegri blöndu af framsækni og íhaldsemi næstu 3-5 ár getur Ísland orðið hið fyrirheitna land með vaxandi hagvöxt og stöðugleika.

Árni Gunnarsson, 25.6.2010 kl. 21:25

4 identicon

Jamm. Þarna hittir þú naglann á höfuðið, Halldór.

fp (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 22:23

5 Smámynd: Kjartan Jónsson

Stundum held ég að besta leiðin til að afla Evrópusambandsaðild fylgis sé að láta andstæðinga þess kjafta nóg. Að konur á Spáni vilji ekki eignast börn vegna aðildar að Evrópusambandinu!!! Dásamlegt!

Kjartan Jónsson, 25.6.2010 kl. 22:48

6 identicon

Svona lán munu bjóðast Íslendingum ef þeir ganga í ESB. Þeir gætu valið á milli

   1. Lán með 4 prósenta föstum vöxtum til 30 ára.

   2. Lán með breytilegum vöxtum til 30 ára. Vextirnir á því láni eru nú 1,9 prósent og geta aldrei farið upp fyrir 5 prósent.

  

Sumir Íslendingar vilja borga sín lán með verðtryggingu og vöxtum 17 falt til baka, þ.e. þeir sem eru á móti því að ganga í ESB. Þessi kjör hér að ofan standa dönskum almenningi - og öllum Evrópubúum ef út í það er farið - til boða. Og þau eru öll óverðtryggð enda slíkt fyrirbæri óþarft í heilbrigðum hagkerfum. Þau sem sagt lækka í hvert skipti sem borgað er af þeim. Ef við tökum lán til 40 ára hér á landi og miðum við 5% vexti og 5% verðbólgu, sem sagt allt í fína lagi, þá þurfum við að borga hátt í 200 miljónir til baka á þessum 40 árum. Ef við tökum lán á evrusvæðinu 20 miljónir til 40 ára, þá þurfum við að borga 24 miljónir til baka. Hvort vilt þú?

Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur persónulega vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?

Valsól (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 02:01

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið

Kjartan; eftir að hafa nýlokið 25 ára samfleyttri búsetu og ástundun atvinnurekstrar í ESB - og einnig eftir að hafa alið þar upp tvö börn -  þá get ég fullyrt að ESB er félagsskapur 27 þjóða sem allar eru að fækka sér hratt.

Til dæmis mun Þjóðverjum, Ítölum, Spánverjum, Portúgölum, allri Austur-Evrópu og öllum í Eystrasaltsríkjunum fækka um 33 prósent og enn meira á bara næstu 40 árum. Hver vill fjárfesta í deyjandi samfélögum? Hver vill fjárfesta í elliheimilum án nýrra skattgreiðenda? Hver á að stunda uppfinningar og nýsköpun í ellisamfélögum? 

Frjósemishlutfall kvenna í ESB er það lágt að mannfjöldi þar mun minnka um helming á næstu 200 árum. Þetta mun ekki lagast því vandamálið er þess eðlis að það getur ekki lagast á minna en mögum mörgum kynslóðum.  

Þegar mannfjölda-pýramídinn fer að snúast á hvolf og bora sig ofaní hausinn á þeirri ungu kynslóð sem þá er til staðar sem skattgreiðendur - eins og hann gerir núna í næstum öllum 27 löndum ESB - þá munu konur ávalt velja að fæða enn færri börn en áður. Þetta er að gerast í ESB og hefur verið að gerast þar síðustu marga áratugina.

Enginn nema fátæklingar vilja flytja í svona samfélög. Því mun innflutningur á ungu og hæfileikaríku fólki stöðvast alveg af sjálfu sér og það er hann einmitt að gera núna. Enginn vill flytja í deyjandi samfélög þar sem skattaskrúfan mun halda áfram að herpast um háls skattgreiðenda um allan aldur þeirra og æfi.  

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu hefur verið massíft og krónískt ömurlega hátt síðastliðin 30 ár. Engin samfélög þola svona lagað án þess að það komi einhvers staðar fram í þjóðfélaginu. Ef þú ert ungmenni á Spáni þá muntu ekki eingast börn því þú vilt ekki eiga á hættu að enda með börnin þín á götunni.

Tilkoma Evrópusambandsins hefur get alla atvinnusköpun helmingi erfiðari en ella, því ESB er að verða eins og Kreml var í Sovét. Ekkert getur gerst nema með samþykki Brussel. Engu má eyða nema með samþykki Brussel. ESB og sérstaklega Evrusvæðið er nú þegar orðið DDR-light og á eftir að verða ennþá verra.  

Þegar vandamálið fer að verða líkamlegt þá munu konur sjálfkrafa hætta barnseignum. Að finna eina konu á frjósemisaldri í framskriðnum ellihagkerfum er ekkert grín. Ef Ísland missti alla Reykjavík á næstu 50 árum þá myndi þér ekki finnast að þjóðfélagið þitt myndi ýta undir væntingar þínar til framtíðarinnar. Þú munt þá setja allt þitt í lok og læs og ekki velja að eingast fjölskyldu. Eða - þú munt kjósa með fótunum og flýja ef þú getur flúið í annað og betra land með betri framtíðarhorfum.  

Þú skalt ekki ímynda þér að niðurskurður og sú spennitreyja sem ESB aðild hefur í för með sér muni ekki bitna á barnsfæðingum og vilja kvenna til að fæða nýja einstaklinga / skattgreiðendur inn í þjóðfélögin. Sá niðurskurður sem er í gangi núna í ESB mun verða varanlegur og mun aðeins versna ennþá meira frá og með nú - því í raun hafa ESB löndin ekki lengur efni á samfélagi sínu lengur. Þau eru að verða uppiskroppa með skattgreiðendur. Unga fólkið finnur þetta og vill ekki eingast börn í svona þjóðfélögum sem eru að breytast í elliheimili. Enginn vill heldur fjárfesta í svona hagkerfum því þau eiga sér enga von. Framtíðin fyrir ESB er kolbiksvört eins og kolanáma. 

Vöðvar sjálfstæðis og fullveldis virka á Íslandi. Ísland á bjarta framtíð fyrir sér, þökk sé fullveldi og sjálfstæði okkar. Nýfundnaland hefði getað orðið eins og Ísland. En það kastaði frá sér fullveldinu í kjölfar skuldakreppu eftir fyrri heimsstyrjöldina - eða árið 1949. Nú er Nýfundnaland land tapara. Það missti fullveldið. ESB er hins vegar heilt meginland tapara  - a continent of loosers.

Það væri æskilegra að hlusta á þá sem sem hafa prófað ESB í langan tíma en þá sem hafa ekki prófað það. Annars er hættan sú að hér mun hefjast nýtt útrápsæði ekki ósvipað því sem lagði banka og fjármálakerfi landsins að velli - einungis sökum fávisku, því menn héldu þá að þetta væri allt svona einfalt. Að þetta væri ekkert mál. En ESB er ennþá verra því það er ekki hægt að komast þaðan út aftur nema með því að fremja efnahaglegt og samfélagslegt sjálfmorð í leiðinni. ESB er endastöð embættismanna. Endastöð landa.

Kjartan, þú skalt ekki umgangast þetta málefni eins og trúarbrögð útrásaráranna. Flest á Íslandi getur aðeins versnað við það að ganga í ESB.

Ef þú hefur eitthvað af viti fram að færa um málið þá væri gaman að heyra það.

Bestu kveðjur

Sjá einnig: Mynd af svartri framtíð: lífið eftir japönsku. Hugskot um fjölskyldu- og ættarsamfélagið 

Gunnar Rögnvaldsson, 26.6.2010 kl. 02:44

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármálamarkaðir eru einkamál meðlimaríkjann, hinsvegar gildir að allir sem keppa á þjóðmörkuðum fara eftir heim reglum.

Negamlána höfuðstóll Íslands getur haldið áfram inna EU ef hann einskorðast við Íslenskar kennitölur og íslenska neysluvísitölu til að miða verðbólgu leiðréttingar á grunnvöxtum við til að tryggja núvirði greiðslu haldist óbreytt á Íslandi óháð tíma.   

EU vegbréfið bætist við meðmilma vegabréfið en kemur ekki í staðinn fyrir það. Stjórnarskrár lög. Þjóðverji er ekki Íslendingur.

Júlíus Björnsson, 26.6.2010 kl. 03:13

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjármálamarkaðir eru einkamál meðlimaríkjann, hinsvegar gildir að allir sem keppa á þjóðmörkuðum fara eftir þeim reglum sem gilda í viðkomandi Ríki.

Júlíus Björnsson, 26.6.2010 kl. 03:15

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lið sem hefur engar tekjur fær ekkert lánað í EU.

Júlíus Björnsson, 26.6.2010 kl. 03:16

11 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er ekki eins og að eina fólkið sem sjái yfirvofandi skort á fólki skrifi blogg á Íslandi. Það er annar enn marktækari hópur sem sér þetta og bregst við.
Forstjórar stórra evrópskra fyrirtækja virðast hafa áttað sig á þessu og eru að færa starfsemina þaðan. Nokia er dæmi um eitt slíkt fyrirtæki sem hratt og örugglega er að færa sig frá Evrópu. Það er útbreiddur misskilningur að Nokia sé finnst fyrirtæki. Nokia er alþjóðlegt fyrirtæki sem sér og skilur að framtíð þess liggur ekki í ESB.

Haraldur Baldursson, 26.6.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband