Leita í fréttum mbl.is

Leiðin til ánauðar

 
The Illustrated Road to Serfdom Planners

Það var ekki að ástæðulausu að Friedrich von Hayek gaf út bókina Leiðin til ánauðar árið 1944. Mér hefur oft verið hugsað til þessarar bókar hin síðastliðnu 25 ár, búandi og starfandi í Evrópusambandinu. Síðastliðið ár hefur hin myndskreytta útgáfa bókarinnar staðið mér sérstaklega ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, - svo að segja á hverjum degi. Sérstaklega þessi mynd hér fyrir ofan. Hún lýsir vel því sem er að gerast í Evrópusambandinu í dag. Áætlunin um að bjarga myntinni sem enginn bað um nema elíta ESB, verður tárum saltari fyrir þegna myntbandalagsins. 
 
Þær myndir sem koma á eftir þessari mynd erum við nú þegar að komast að. Þetta smá kemur. Sannið til. Evrópa mun sprengja sig í loft upp einu sinni enn. Þökk sé aðför elítu Evrópusambandsins að lýðræði í Evrópu.   

Leiðin til ánauðar fyrir þjóðir Evrópu felst í því að ganga í Evrópusambandið og taka upp myntvafning þess. Ég er ekki einn um þessa hugsun. Í vikunni birtu Simon Johnson fyrrverandi yfirhagfræðingur AGS og Peter Boone harðorða grein um sum myrkraverk evrópsku elítunnar undir titlinum: Leiðin til efnahagslegrar ánauðar: The Road To Economic Serfdom

Samfylkingin og Vinstri grænir vilja moka Íslendingum á mykjuhauga Evrópusambandsins. Þar eiga klaufhalar með evrumerki að aftan að hneppa íslensku þjóðina í ánauð. Einungis upplýst skítapakk gerir svona. 
 
Fyrri færsla
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Þakkir fyrir góðan pistil.

SeeingRed, 29.5.2010 kl. 13:06

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Gunnar: Grátlegt hvernig vanhæfir stjórnendur geta eyðilagt annars ágæta hugmynd?.

Magnús Jónsson, 30.5.2010 kl. 01:44

3 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Takk fyrir frábært

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 31.5.2010 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband