Leita í fréttum mbl.is

Enn hægt að bjarga Evrópu með því að endurvekja þjóðarmyntir landanna


Hollenskt gyllini
Franski þingmaðurinn Nicolas Dupont-Aignan segir í grein í Le Monde að hægt sé að bjarga löndum myntbandalags Evrópusambandsins með því að þau fái á ný sínar gömlu þjóðarmyntir. 

Það væri gott fyrir Evrópu ef löndin fengju aftur þjóðarmyntir sínar því aðeins þannig er hægt að bjarga Evrópu, segir Dupont-Aignan. Það er einber þvættingur að Evrópa þurfi standa og falla með evrunni - að það að bjarga myntbandalaginu sé það sama og bjarga hinu svo kallaða Evrópuverkefni, eins og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, hefur sett hlutina fram til að réttlæta björgunarpakka evrulanda upp á 750 miljarða evrur.

"Augljóst er að það er ekki hægt að betrumbæta evruna þannig að hún virki". Eina lausnin á vandamálunum er að þjóðirnar fái sínar gömlu myntir aftur. Kannski væri hægt að nota evruna áfram sem eins konar varamynt handa þeim sem löndum sem sjálfviljug vilja samhæfa fjárlög og efnahag ríkja sinna. 

En því fyrr sem löndin fá sínar gömlu myntir til baka, því betra. Það er afar slæmt að bíða með þetta þangað til allt er um seinan og grípa þarf til örþrifaráða. Það þarf að hætta að troða þeim falska sannleika inn á Evrópubúa að ESB standi og falli með evrunni. Bæði Svíþjóð og Danmörk sem hafna alfarið evru eru ágætis dæmi um að þessi rök hafi ekki við neitt að styðjast, segir Dupont-Aignan: Le Monde
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er ekki ráð fyrir ESB ríkin að spyrja þeirrar spurningar þ.e. hvað mikið viljið þið fá frá okkur og hversu langt þarf að ganga að okkar fólki?

Viljið þið ráða alveg yfir okkur eða ætlið þið að leyfa  okkur að segja við okkar þegna, að hlutirnir séu að fara að batna gegn þessu atriði eða hinu.

Þessar spurningar blasa við flestum ESB ríkjum, jafnvel fleirum!

Er þetta ekki spuning um að þeir komi fram fyrir fólk sem raunverulega stjórna?

Eggert Guðmundsson, 1.6.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Gunnar. Ég er að tala um hið raunverulega vald þ.e. þeirra sem stjórna öllu peningaflæði jarðkrinlunar.

Eggert Guðmundsson, 1.6.2010 kl. 23:43

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Gunnar,

Ég lagði á mig að lesa greinina í LeMonde orði til orðs þó að ég verði að geta í sum orðin eða tvílesa vegna minnar ófullkomnu frönskukunnáttu. En mér fannst ég skilja alveg prýðilega hvað maðurinn er að segja. Hversvegna evran getur ekki gengið upp nema hjá þeim sem geta stjórnað eigin innri málum. Grikkir geta það ekki það er ljóst. Og ég er ekki í vafa að Íslendingar gætu það ekki heldur, ofurvald verkalýðsbófanna okkar kemur í veg fyrir það alveg eins og að Grikkir neita að leysa sín mál með kauplækkun og niðurskurði sem væri nauðsynleg ef þeir ætla að halda evrunni.

Allri aðstoðinni verður því sturtað niður í klósettin í Grikklandi, sem oftar en ekki eru þar sóðaleg og og innangeng úr eldhúsunum sem sýnir muninn á Þjóðverjum og Grikkjum. Þessar þjóðir geta engan vegið myndað eitt ríki þó þau geti lifað saman í Evrópufriði. Ólíkar þjóðir eins og Þjóðverjar og vanþróaðar þjóðir lifa ekki í sama efnahagskerfi nema að á annan hallist eins og Hitler gerði sér grein fyrir.

Ég held að evran verði að reiknieiningu eins og SDR en þjóðarmyntir verði teknar upp aftur. Að minnsta kosti vilja Þjóðverjar fá sitt D-mark aftur ef þú spyrð alþýðuna og segja skoðanir sínar á Evrópubandalaginu  umbúðalaust undir fjögur augu. Og það er ekki það sama sem Angela Merkel segir í ræðum sínum. 

Halldór Jónsson, 2.6.2010 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband