Leita í fréttum mbl.is

Einsdæmi: farið var á bak við Þýskaland í málefnum myntbandalagsins

Nrc Handelsblatt
 
Þau óhugnanlegu tíðindi hafa borist til eyrna þýskra fjölmiðla að Frakkland, Ítalía og embættismenn seðlabanka Evrópusambandsins hafi farið á bak við kanslara Þýskalands og þar á eftir þvingað hana til að samþykkja stærsta ríkislánapakka mannkynsögunnar í síðustu viku. Hollenska NRC Handelsblatt lýsir með óhug þeirri atburðarrás sem fáir virðast ennþá hafa gert sér grein fyrir, varðandi hinn svo kallaða "hjálparpakka" til Grikklands.
 
“Between phone calls, the French and Italian presidents met face to face. They worked out a deal with ECB chairman Jean-Claude Trichet . . " 
 
 
Á sunnudaginn höfðu Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins þegar samið sín á milli um að fara í gang með að útbúa björgunarpakka handa Grikklandi. Þeir sögðu svo Angelu Merkel kanslara Þýskalands frá þessu í símtölum sem áttu sér stað á sunnudag. Þeir stilltu málinu þannig upp að það yrði að finna lausn á málunum áður en markaðir opnuðu á mánudag. Samt hafði engin formleg beiðni borist frá Grikklandi. Það sem er enn skuggalegra er það að á milli símtala hittust Sarkozy og Berlusconi andliti til andlits án þess að kanslarinn vissi af því eða væri upplýst um það. Einungis hafði verið ákveðið að símaráðstefna ætti að fara fram þennan dag á milli leiðtoga evrulandanna.
 
"The German reaction to the Greek rescue plan is one of a sheer horror"
 
 
Hér var sem sagt rúllað yfir kanslara Þýskalands sem seint og síðar meir skildi að ekki var hægt að koma sér undan þátttöku án þess að setja myntbandalags-sprengjuvörpuna í skotstöðu. Þetta er jú líka mynt Þýskalands. Nú er sem sagt búið að skuldbinda Þjóðverja til að axla stærstu byrðar þessa máls með skammbyssupólitík. Merkel vildi hafa samráð við öll 27 lönd ESB áður en nokkuð væri ákveðið; Nrc Handelsblatt | Eurointelligence
 
Viðbrögðin í Þýskalandi eru hörð og sár

Frank Schaeffler (frjálsir demókratar): - sagði við Dow Jones Newswires að þetta væri brot á sáttmálum myntbandalagsins og væri efnahagslega óheillavænleg ákvörðun. Hann hvetur Grikkland til að yfirgefa myntbandalagið af frjálsum og fúsum vilja vegna þess að það sé eina leiðin fyrir Grikkland til að verða samkeppnishæft land aftur.

Schaeffler segir að björgunaráætlunin fresti aðeins vandamálum Grikklands, hún leysir þau ekki. Fjárþörf Grikklands sé 86 miljarðar evrur fram til 2012. Þetta samkomulag brýtur í bága við það sem samþykkt var í mars, þ.e. að ekki megi niðurgreiða hjálp til Grikklands með aðstoð skattgreiðenda í öðrum evrulöndum. "Þetta skapar falskt myntbandalag þar sem ríki þurfa að bera ábyrgð á ríkisfjármálum annarra landa."   

Hið leiðandi Börsen-Zeitung: - viðskiptadagblað segir að þetta sé upphafið á endalokum evrunnar. Seðlabanki Þýskalands ætti að hefja prentun og útgáfu Deutsch-marks aftur.

Hagsmunasamtök þýskra skattgreiðenda: - eru reið og segja að Þýskaland sé nú þegar skuldsett upp fyrir axlir því landið skuldi 73,1% af landsframleiðslu eða sem svarar til 1,6 billjón evra. Þetta yrðu hrein og klár brot á Maastricht sáttmálanum, sagði Karl Heinz Daeke hjá samtökunum. "Hinn venjulegi launþegi mun ekki skilja af hverju hann ætti að bera ábyrgð á lélegum ríkisfjármálum Grikklands á meðan verið er að aflýsa skattalækkunum til hans hér heima. Allt í einu eru 8,4 miljarðar evrur til á lausu handa Grikkjum."

Hagfræðiprófessor Wilhelm Hankel: -  segir að hann muni stefna ríkisstjórninni ef Grikkland fær lánið. Í opnu bréfi til Angelu Merkel sagði Hankel að kanslarinn ætti að vinna að því að evrulöndin gætu fengið sínar gömlu myntir aftur. Evran hefur ekki verndað löndin gegn alþjóðlegri spákaupmennsku heldur hefur hún boðið uppá spákaupmennsku gegn löndunum.

Hankel segir að evran verði aðeins til svo lengi sem Þýskaland borgar brúsann. "Gefðu löndum evrusvæðis sína gömlu mynt til baka, það er eina leið þeirra til hagsældar," skrifaði Hankel.

Hagfræðiprófessor Ekkehard Wenger: - við háskólann í Wuerzburg segir að Þýskaland ætti að íhuga að yfirgefa myntbandalagið áður en fleiri veik lönd evrusvæðis skaði landið ennþá meira; DJ Newswires
 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Þetta er mjög merkilegt.

Skrýtið hvað lítið heyrist um þetta í Ríkis(stjórnar)fjöðmiðlunum.

Það hljómar eins og helstu verðlaunin fyrir ESB aðild Evran séu bráðum ekki til!

Það er alla vega ekki ólíklegt ef þetta er satt. Og svei mér ef ég held að þetta sé ekki bara alveg satt.

Ég skil vel að Þjóðverjar séu óánægðir með svona ráðslag.

Jón Ásgeir Bjarnason, 18.4.2010 kl. 13:11

2 identicon

Í Frankfurter Allgemeine Zeitung var það reiknað út að Þjóðverjar myndu stórgræða á þessu alveg eins og lán Breta og Hollendinga til Íslendinga vegna Icesave.  Það er á vaxtamismuni.  Þjóðverjar vildu bara græða meira með þeim 6% sem Merkel vildi.  Þetta var bara fínt hjá Ítalíu og Frakklandi og segir okkur og anstæðingum ESB að það eru ekki bara Frakkar og Þjóðverjar sem ráða öllu í sameiningu.

En það er auvitað ekkert nýtt að Þjóðverjar hafa tekið á sig ansi mikinn kostnað sem fellur til vegna ESB.  Það er rétt að það er aukin gagnrýni í Þýskalandi vegna þess.

Það er heldur ekki nýtt að Frjálslyndir hafa ekki gert mikið annað en að gagnrýna Merkel og CDU og öfugt.  Þetta stjórnarsamstarf sem var drauamsamstarf reynist vera martröð  Þó svo að ég sé Sósíaldemókrati sjálfur og tek þátt í pólitíkinni í Þýskalandi, þá verð ég að vera á bandi Merkel þegar kemur að gagnrýni á Merkel.  Ekki bara í þessu efni.

En evran fer ekki.  Ég er ekki maður sem veðja, en ég myndi svo sannarlega veðja á evruna og að öll núverandi ríki hennar verði áfram í því samstarfi.

(Gunnar, var þetta ekki bara frekar jákvætt innlegg? ;-)  

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Stefán: Ég hélt ekki að þú tækir mark á því sem stæði í "dagblöðum". Það sagðir þú hér: Búlgaría hættir við evru-upptöku. Er orðin hrædd eftir evru-upplausn Grikklands [uppfært]

Hvað ertu búinn að búa lengi í Berlín/Þýskalandi Stefán? Ef ég má vera svo frakkur að spyrja (ótengt þessu) - hvað vinnur þú við í Berlín?

Hagstofa ESB segir að það sé búið að vera 15% til 20% atvinnuleysi í Berlín síðastliðin 10 ár og lengur. (sjá; Héraðsatvinnuleysi í ESB EES 1999 til 2008.pdf) og að fasteignaverð hafi lækkað um 20-25% að raunvirði frá árinu 2000. Hvernig upplifir þú þetta?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.4.2010 kl. 19:45

4 identicon

Gunnar:  Þú tekur athugasemdina úr samhengi.  Auðvitað tek ég mark á dagblöðum og tímaritum.

Ég er búinn að búa í Berlín síðan 2001.

Berlin er svolítið sérstök borg.  Vestrið naut sérstakrar stöðu og austrið var jú höfuðborg DDR.  Atvinnuleysið á sér margar skýringar.  Atvinnuleysið er aðallega í gamla vestrinu og er hluti af hinni sögulegu stöðu borgarinnar sem er of langt til að fara að skrifa um hér.  T.d. var ekki herskylda og íbúar Berlínar nutu styrkja og niðurgreiðslna.

Lækkun á fasteignaverði.  Það er of mikið af íbúðum til í Berlín.  Svo einfalt er það.  Þjóðverjar eru ekki endilega að kaupa sér íbúðir og leiguverð í Berlín er mjög lágt.  Þess vegna er kanski ekki skrýtið að íbúðaverð er að lækka.  En Berlínarbúum fækkaði mikið eftir 1989.  Það var verið að rífa alveg óhemju af íbúðum síðastliðin ár.  Þeim hefur þó fjölgað aftur síðustu ár.

Þetta er auðvitað mjög, mjög einfaldað.

Það er mjög gaman að fylgjast með borginni.  Það er mikil uppbygging í gangi. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 21:11

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kannski fengu þjóðverjar ekki nóg af kökunni http://www.reuters.com/article/idUSTRE62M1Q520100323

Haraldur Baldursson, 18.4.2010 kl. 21:27

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Haraldur

Stefán. Takk fyrir þetta.

Walter Prigge hjá "Shrinking Cities" í Þýskalandi var hér í sjónvarpinu að segja okkur frá því að hann og fleiri séu að rífa niður 2,6 milljón tómar íbúðir í Þýskalandi á næstu 4 árum vegna fólksfækkunar í Þýskalandi. En Þjóðverjum mun fækka um ca 20-30 milljón manns fram til ársins 2060 samkvæmt spá hagstofu Þýskalands. Árið 2095 verða kannski aðeins 28 milljón Þjóðverjar eftir á lífi (þ.e. af þeir fylgja japönsku mannfjöldaspánni  (sjá hér; Mynd af svartri framtíð: lífið eftir japönsku). Frjósemi í Þýskalandi og Japan hefur verið og er svipuð í marga áratugi. 

Það gæti orðið athyglisverð tilraun að reyna að finna eina konu á frjósemisaldri í Þýskalandi árið 2080. Þær sem eftir væru myndu varla taka í mál að fæða barn inn í svona þjóðfélag. Ég giska á að þær myndu reyna að flýja til "betri landa".

Það mun þá sennilega vanta marga fornleifafræðinga til að finna hagvöxt og velmegun í svona úthverfu og þá algerlega gjaldþrota þjóðfélagi.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.4.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband