Leita í fréttum mbl.is

Gullfótargildra evrusvæðis. ESB-elítan hefur ekkert lært af fortíðinni

Evran er Össur og Jóhanna ESB, Frankensteinar fjármála
 
Gullfótargildra
Stephen Fidler skrifar í Wall Street Journal að aðstæður og ástand mála á evrusvæðinu núna, minni mikið á það ástand sem ríkti áður en gullfóturinn hrundi í stóru kreppunni 1930. Í gegnum myntfyrirkomulag gullfótarins voru löndin læst saman innbyrðis í sameiginlegu gjaldmiðlafyrirkomulagi. Þá, eins og á evrusvæðinu núna, heftir þessi læsing stórkostlega allt efnahaglegt frelsi og ráðarúm ríkisstjórna. Lærdómurinn sem dreginn var af gullfótarfyrirkomulaginu er sá að því lengur sem ríkisstjórnir héldu gjaldmiðli sínum föstum í skrúfstykki gullfótarins, því ver farnaðist löndum þeirra. (sjá kennslugögn Poul Kurgmans hér)   
 
Stephen Fidler segir að þó svo að það takist að aðstoða Grikkland á einhvern hátt þá mun það ekki lækna sjúkdóminn vegna þess að svo mörg önnur lönd eru fárveik í myntbandalaginu. Þau eru með evrupestina og hún lýsir sér ekki bara í fjárlagahalla og ríkisskuldavandamálum landanna. Vandamálið (sem menn sögðu að nýja myntin ætti að lækna árið 1999) eru samkeppnislegs eðlis. Veikari löndin eru læst innbyrðis með þeim sterkari í gegnum sameiginlegu myntina (eru á sama myntfæti). Þau eru læst föst við verðbólguhræðslu og efnahaglega þráhyggju Þýskaland og svipaðra landa. 
 
Þó svo að mönnum hafi ekki verið það ljóst þegar evrumyntin var stofnuð, þá læsti hún löndin saman í viðjar eins konar nýs gullfótar, sem er miklu verri en sá gamli var, og þó var hann mikið misfóstur. Það er ekki hægt að komast aftur út úr þessum nýja gullfæti evru. Vextir Suður-Evrópu eru ákveðnir í Frankfürt í Þýskalandi. Þeir ásamt "stöðugleikareglum" myntbandalagsins setja miklar hömlur á allt athafnafrelsi ríkisstjórna landa Suður-Evrópu og Írlands, því ríkisskuldabréfamarkaður mun sjálfkrafa þrýsta vaxtakostnaði þeirra hátt á loft ef þau voga sér að stíga af hinum þrönga stíg regluverks myntbandalagsins, sjálfum sér til bjargar. Eins og gull flæddi út úr þeim löndum sem ákváðu að reyna að bjarga sér með hagvexti í stað samdráttar undir gullfætinum. Þér, sem evrulandi, er refsað fyrir að vilja reyna að koma hagvexti í gang á ný og sem myndi síðan auka greiðslugetu ríkissjóðs, ef vel til tekst, því skattatekjur ríkissjóðs myndu þar við aukast => þú yrðir þá betri og traustari skuldari. 

Mikið hefði það verið gott fyrir heiminn allan ef embættismenn Brussels og elíta Evrópusambandslanda hefði verið fær um að læra eitthvað af fortíðinni. Og af nógu er að taka í þeim efnum hér í Evrópu. Þvílíkur Frankenstein fjármála sem þetta myntbandalag er að verða.

 
Fyrri færsla
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nákvæmlega rétt hjá þér Gunnar, góð grein.

Guðmundur Júlíusson, 17.4.2010 kl. 22:31

2 identicon

Góð grein hjá þér Gunnar.

Þegar flest rök ESB innlimunarsinna hafa verið hrakinn. Þá öskra sumir þeirra enn á það eina sem þeim finnst enn standa eftir.

Krónan er ónýt og þess vegna verðum við að ganga í ESB til að geta tekið upp Evru.

Þessi röksemdarfærsla þeirra hefur líka algerlega verið hrakinn og jörðuð. Minningarathöfn um þessa síðustu goðsögn þeirra hefur þegar farið fram í öllum kirkjum Aþenu borgar.

Enda er nú hlaupinn mikill flótti í þetta sundrungar og úrtölulið ESB trúboðsins á Íslandi.

Margir eru þegar gengnir af trúnni. Margir hafa opnað augun og loksins séð að ESB keisarinn ráfar um sviðið valtur á fótum og algerlega klæðalaus.  Einn mesti innlimunarsinninn ISG, leggur til að umsókninn verði dreginn til baka vegna stuðningsleysis. Annar af helstu trúboðunum Jón Baldvin Hannibalsson segist ekki sjá að Ísland gangi í ESB í nánustu framtíð. Æðsti prestur ESB trúboðsins sjálfur Eiríkur Bergmann tekur undir með Jóni.

Við munum herða róðurinn og reka þennan flótta ESB- trúboðsins, sem aldrei fyrr !

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Góð grein Gunna, Smá ATH

"Þó svo að mönnum hafi ekki verið það ljóst þegar evrumyntin var stofnuðþá læsti hún löndin saman í viðjar eins konar nýs gullfótar"

Þetta held ég að sé röng fullyrðin Gunnar, meirhluti hugsandi fólks áttaði sig á þessu, vandin er hinsvegar sá að mjög lítill hluti fólks er hugsandi á hverjum tíma og það virðist raunar vera undanteknig á okkar tímum ef stjórmálmaður í vesturefrópu er fær um gagrína hugsun.

Guðmundur Jónsson, 18.4.2010 kl. 12:40

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið og skrifin. 

Já -  ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 18.4.2010 kl. 19:50

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það virðist vera rætast, að vandi sé að tengja sman inn í eitt myntsvæði, samfélög með of ósambærileg hagkerfi.

Klárt, að Ísland er mun líkara hagkerfum S-Evrópu en Norður.

Þess vegna, lærdómríkt að skoða vandamál S-Evrópu í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.4.2010 kl. 20:33

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sammála þér Einar Björn. 

Og takk fyrir innlitið. 
 
En ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil þá er ég 100% viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum gengið. 

Hér er ekki um að ræða 77 sardínur í $28 dós á mann eða 2000 tonn á ári. Hér er um að ræða 1,3 milljón tonn á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja restina af íslenska hagkerfinu með. Grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga.  
 
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.4.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband