Leita í fréttum mbl.is

Grikkland hringir í Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn - hjálp, evran er að drepa okkur

Evruskjól Jóhönnu og Össurar skollið á í Grikklandi. 

IMF Statement on Greece Press Release No. 10/152 April 15, 2010 

Lönd Gjaldþrotabandalags Evrópusambandsins læra símanúmerið hjá AGS utanað

Grikkland hringdi í AGS í dag og bað um hjálp. Evran er að drepa þá.

Portúgal horfði á og lærði símanúmerið hjá AGS utanað. Bráðum þurfa þeir að hringja líka því evran er einnig að drepa þá. 

Spánn stóð á gægjum og fræddist um þessa símaþjónustu. Evran er líka að drepa þá. 

Írland sér nú algerlega eftir því að hafa skorið niður og lækkað laun á Írlandi því nú er hægt að leggjast í götuna, grenja og betla peninga hjá Olle Rehn. Evran er líka að drepa Íra.  

Olli Rehn hefur hafið fastar áætlunarferðir á milli PIIGS landa og vinar síns hjá seðlabanka Evrópusambandsins, herra Jean-Claude von And, sem í Þýskalandi er nú kallaðaur koss dauðans

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996

Sá maður tekur við pappírum frá evruríkjum sem stunda píramída spil með ríkisskuldabréf.

Þau gefa ríkisskuldabréfin út til að fá peninga til að borga vexti á sífellt hækkandi lánum ríkisins. Þau eiga ekki sjálf fyrir vöxtunum.

Bankarnir kaupa þessi ríkisskuldabréf, leggja þau svo inn í seðlabankann hjá Jean-Claude von And og fá nýja peninga úr prentsmiðju ECB í staðinn.

Svo fara bankarnir með þá peninga og kaupa enn meiri ríkisskuldabréf og fara svo með þau aftur til ECB og fá enn meiri peninga, og svo koll af kolli. ECB fyllist hratt af skaf- og skiptimiðum. Þetta fyrirkomulag er kennt við peningamanninn Charles Ponzi (e. Ponzi scheme). Þýskaland borgar því þeir eru með AAA greiðslukort (eins og er)   

Á meðan hoppa Þjóðverjar af reiði en Brussel og ESB-Mafían segja kanslara Þýskalands bara að halda kjafti. Þjóðverjar krefjast nú að Deutsche Bundesbank hefji prentun á deutsch-mark á ný. Evran er að drepa Þýskaland. Þeir vilja fá alvöru peninga aftur. 

WSJ: Greece Requests IMF Talks

Fyrri færsla

Hvernig er að vera seðlabankastjóri á evru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Evran er við það að fremja sitt Harakiri.

Hér var fólk sem hélt því fram að ekkert illt gæti hent okkur ef bara við hefðum tekið upp evru. Viðkvæðið var að ESB sæi um sína. En við höfum nú fylgst um nokkurt skeið með tangónum í kringum björgunaraðgerðir sambandsins vegna Grikklands og minnst einu sinni í viku höfum við heyrt þá taka endanleg ákvörðun. Sem er svo jafnharðan tekin aftur. Síðasta endanlega ákvörðunin var tekin um helgina og er undirbúningur nú hafinn að næstu endanlegu ákvörðuninni. En eins og þú bentir á þá gátu Grikkir ekki beðið og hafa nú ákveðið að fara Íslandsleiðina. 

Eins gott, því nokkur bið getur orðið á að ECB geti sent peningana. Nokkrir hagfræðiprófessorar sem látið hafa ófriðlega um nokkurt skeið ætla að höfða mál fyrir stjórnlagadómstól Þýskalands gegn evruburði úr sjóðum ESB til drukknandi Grikkja. Eru jafnvel tilbúnir að fara fram á frystingu fjármagnsflutninga á meðan dómstóllinn ræður  ráðum sínum.

Þessir gaurar eiga heiðurinn af því að vekja aftur upp úrskurðarvald stjórnlagadómstólsins í málefnum sem varða afsal fullveldis til ESB. Nú vilja þeir fá úrskurð um hvort ECB er ekki a þverbrjóta eigin reglur með björgunaraðgerðunum. Hver sem niðurstaðan verður, þá vekur málshöfðunin litla hrifningu meðal bankamanna í ESB og er haft eftir einum að umstangið gæti orðið til þess að Þýskaland verði rekið úr myntbandalaginu. Þjóðverjarnir eru farnir að pússa fánastangirnar.

Ég spyr: hvernig plummar evruland sig án mömmu?  

Ragnhildur Kolka, 15.4.2010 kl. 22:24

2 identicon

Það er eitt lýsandi dæmi um esb og þessa svokölluðu samstöðu að þegar allt flug er bannað í norður evrópu eftir tilmælum fra flugumstjórn þá segja þjóðverjar nei við ætlum ekki að láta einhverja EVÓPUSTOFNUN segja okkur fyrir verkum semsagt € fyrst, líf og öryggi flugfarenda síðast.

Þjóðernishrokinn á efsta stigi 

otto (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband