Leita í fréttum mbl.is

Hvernig er að vera seðlabankastjóri á evru?

 
Jean-Claude Vigliant Trichet 
Grillað hér? . . . ekki það nei

Sú hugsun féll að mér að það hljóti að vera ákaflega erfitt að vera bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins (ECB). Varla hefur harður evruandstæðingur verið ráðinn til þess starfs. Ekki er heldur hægt að hugsa sér að harður ESB-andstæðingur sitji þar við stjórnvölinn. Sá sem situr í sæti þessa seðlabankastjóra hlýtur að vera ákafur og stórhuga stórríkissinni. Annað gengi hreinlega ekki upp. 

Mikhail Gorbachev
Bankastjóri ECB hlýtur því að hafa mjög sterkan pólitískan vilja. Það verður hann að hafa því að öðrum kosti yrði hann að vera stórmenni eins og Mikhail Gorbachev, sem fórnaði stórríki sínu í þágu þegnana. Stórríki hans gekk ekki upp. Er bankastjóri ECB svona víðsýnn? Mun hann fórna myntinni sinni svo þegnarnir þurfi ekki að verða fátækir, fátækari og fátækastir vegna myntbandalags og myntar sem aldrei getur gengið upp. Þetta myntbandalag hefur verið, er ennþá  og mun alltaf verða stærsti og virkasti bremsuklossi fyrir hagvöxt og hagsæld þeirra landa sem búa við myntina. 

Sem betur fer hafði Moskvu aldrei dottið í hug sú heimska að hin sameinuðu ríki sósíalista (USSR) þyrftu að hafa eina sameiginlega mynt til að geta ekki virkað verra en þau gerðu svo vel í 70 ár. 
 
Á blaðamannafundi seðlabanka Evrópusambandsins í síðustu viku þótti sumum að bankastjóri ECB væri ekki alveg sjálfum sér líkur. Hann iðaði af óþægindum vegna þess að allt er ekki vel á myntekrum bankans. Reyndar er þar flest í flesk og steik. Grikkland, Spánn, Ítalía, Portúgal, Írland, Belgía og Þýskaland - plús ERM-löndin Lettland, Litháen og Eistland. 
 
Maxine Waters reynir að grilla seðlabankastjóra Bandaríkjanna, Ben S. Bernanke
ECB-bankastjórinn, Jean-Claude Vigliant Trichet, sagði á blaðamannafundinum að ríkisstjórnir landa evrusvæðis, sem er myntsvæði bankans, yrðu að lifa upp til "sinnar ábyrgðar". Hann átti auðvitað við að ríkin yrðu að bjarga Grikklandi og kannski fleiri löndum svo myntin hans myndi ekki hverfa. Engin mynt, engin vinna hjá ECB. Þá þótti sumum nóg um og veltu því fyrir sér hvað herra forseti Barack Obama hefði sagt ef Ben S. Bernanke seðlabankastjóri hinna sameinuðu ríkja Norður Ameríku hefði sagt honum að hann þyrfti að lifa upp til "sinnar ábyrgðar". Hvað hefði bandaríska þinginu þótt um svona fyrirlestur frá "óháðum" manni í banka. 
 
Málefnið um hvort það eigi að bjarga eða ekki bjarga ríkjum evrulanda frá ríkigjaldþroti með peningum frá skattgreiðendum í öðrum evrulöndum, getur aldrei fallið inn undir peningastefnu né umboð seðlabanka evrusvæðis. Hér var það stórríks- og evrupólitíkusinn sem talaði. Það var ekki seðlabankastjórinn. 
 
Já, þetta mál mun halda áfram lengi lengi og það verður mjög flókið allan tímann. Gott var að herra Trichet þurfti ekki að lenda á svona grilli eins og reglulega er notað til að grilla seðlabankastjóra Bandaríkjanna; Bernankie á grilli lýðsins a la Maxine Waters um daginn | Jean-Claude Trichet í síðustu viku | FT ECB theatre
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband