Leita í fréttum mbl.is

Skoðanakönnun: Þjóðverjar vilja út úr evru

Dauðadæmt myntbandalag hvort sem er?
 
Financial Times og Harris Interactive framkvæmdu skoðanakönnun í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Þar kom fram að meirihluti þýsku þjóðarinnar vill yfirgefa myntbandalagið og þar af leiðandi fá þýska markið aftur. Meirihlutinn vill að Grikkland yfirgefi myntbandalagið og er einnig algerlega á móti því að koma Grikklandi til aðstoðar með fjármunum Þýskalands.
 
Þjóðverjar vilja úr myntbandalaginu
Í grein á FT segir Wolfgang Munchau að núverandi staða mála myntbandalagsins, stjórnmálalega séð, sé ekki samrýmanleg áframhaldandi tilveru evru og myntbandalagsins [sem er það sama og að segja að stjórnarskrá Þýskalands sé ekki samrýmanleg því sem farið er fram á við Þjóðverja að gert verði - eða í sanni öfugt]. Við séum að horfa á byrjunina á endalokum evrunnar ef núverandi staða festi sig í sessi segir Munchau.

Hann segist hafa heyrt því hvíslað að eina hugsanlega málamiðlunin í þessari glímu myntbandalagsins við Þýskaland sé sú, að gegn einnota (one off) aðstoð við Grikki - og svo aldrei aftur til neinna annarra landa - fái Þýskaland innleitt nýja, herta og ógnvekjandi skilmála fyrir veru og þátttöku landanna í myntsamstarfinu. Og svo einnig, að hægt verði að reka lönd úr myntbandalaginu gegn vilja þeirra. En Munchau bindur ekki miklar vonir við að svona málamiðlun sé raunverulega í boði. Hann telur að Angela Merkel ætli sér greinilega ekki að fara á skjön við stjórnarská Þýskalands og vilji einnig túlka anda stofnsáttmála myntbandalagsins samkvæmt upphaflegum tilgangi hans.

En hver sem ákvörðunin verður, þá marka þessir atburðir þáttaskil og upphafið á endalokum myntbandalagsins eins og við þekkjum það í dag, segir Munchau. Þetta sé hið sögulega mikilvægi ákvörðunar Angelu Merkel kanslara, sem greinilega ætlar sér að taka stjórnarskrá Þýskaland alvarlega - og sem sagt - taka hana fram yfir tilveru myntbandalagsins [og sem mig grunar að hún, úr þessu, álíti dauðadæmt hvort sem er]
 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Eru þjóðverjar búnir að skila gjaldeirisforða Grikklands sem nasistar stálu í stríðinu?

Þórarinn Baldursson, 4.4.2010 kl. 22:21

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Og við héldum að jarðraskið undir Eyjafjallajökli væri mikilfenglegt. Það fer að verða tímabært fyrir meginlandsbúa að sækja sér hjálma og öryggisgleraugu.

Haraldur Baldursson, 4.4.2010 kl. 22:50

3 identicon

Segðu mér félagi, ég var að leita að skoðanakönnuninni og fann hana ekki.  Hvar get ég fundið þessa skoðanakönnun?  Þegar að ég leitaði, fann ég allt aðrar spurningar og allt önnur svör.  Hlýtur að vera röng könnun.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 08:29

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ich habe kein vertrauen in die Euro = 51% [ekkert traust]
Eher gering = 18% [frekar lítið traust]
Mittel = 12% [meðal mikið traust]
Eher gross = 11% [frekar mikið traust]
Sehr gross = 8% [mjög mikið traust]
Niðurstaðan er því 69% hafa frekar lítið til ekkert traust á Evrunni...sem er nokkuð afgerandi niðurstaða.

Haraldur Baldursson, 6.4.2010 kl. 10:52

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið 

Takk fyrir þessa slóð Haraldur.  

Stefán: ef Þjóðverjinn og aðstoðarritstjóri FT (Wolfgang Munchau) túlkar niðurstöður FT/Harris svona . . . . 

"This is a depressing, but in our view accurate poll result that reflects the current mood in Germany, and that is reflected by German politics. The FT has commissioned an opinion poll from Harris, according to which a majority Germans oppose aid to Greece, want Greece to leave the euro area, and believe that Germany would be better off with the D-Mark. On all counts, the view of Germans contrast starkly with citizens of other EU countries" (Sjá; Eurointelligence)

. . þá er ég sammála þeirri túlkun.  

Lógísk niðurstaða könnunar FT/Harris er sú að Þjóðverjar vilja fara út úr evru því samkvæmt könnuninni telja ca. 40% Þjóðverja að það sé gott fyrir landið þeirra. Þeim sem er sama - eða hafa ekki skoðun á málinu - eru margir, eða ca. 30%. Þeir sem telja það vera sæmt fyrir Þýskaland að yfirgefa evrusvæði eru einungis ca 30%.

Ef til kosninga (já/nei) hefði komið um þetta mál á þessum tíma hefðu úrslitin verið túlkuð sem þessi: 57% vilja út úr evru og fá gamla D-markið aftur (lógísk afleiðing) - og þeir sem hefðu hins vegar viljað halda fast í evruna voru aðeins 43%.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 11:13

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ja há.

Aðeins 8% treysta evrunni mikið, Haraldur. Það var ekki mikið. 

.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 11:25

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo er hægt að bæta því við hér að 55% Þjóðverja voru á móti því að skipta út þýska markinu og fá evru í staðinn. Núna er verið að reyna rukka þýsku þjóðina um reikninginn fyrir einmitt því sem hún óttaðist en fékk ekki að segja álit sitt á. Þjóðin óttaðist frá byrjun að auðæfi Þýskalands myndu á einn eða annan hátt enda á kistubotni illa rekinna ríkissjóða Suður-Evrópu. 

Sjá nánar pistilinn 

Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt 

 og þær slóðir sem vísað er á. 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 11:40

9 identicon

Ég er ekki enn að sjá hvar það stendur að Þjóðverjar vilja hætta evrusamstarfi.  Hvar er sú spurning?

Þetta er spurningin sem þú er að vísa til:

How much better or worse do you think your country would be if it left the eurozone?

Er þessi spurning þýdd á íslensku:  Viltu hætta evrusamstarfinu?

Ég hélt ekki.

Út úr þessari könnun er aðeins hægt að sjá að 40% Þjóðverja telja að þeir hefðu betri tök á efnahagi landsins ef það væri með eigin gjaldmiðil.  Það er ekki spurt hvort það vilji hætta evrusamstarfinu.

Einu kannanirnar sem ég hef fundið eru úr tímaritinu FOCUS og er frá árinu 2008.  Þá vill þriðjungur yfirgefa myntbandalagið.  Það er aðallega eldra fólk með nostalgíu og ungt fólk sem er ómenntað og í lægri tekjuþrepum.  Þar er einnig sagt að það sé misskilningur að evran sé teuro. 

Það er hægt að sjá þá grein hér.

Höfum það sem sannara reynist.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 12:20

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Stefán

Þér finnst þá væntanlega fyrirsögn fréttar Financial Times um skoðanakönnunina líka vera villandi eins og það sem ég skrifaði. Þar stendur nefnilega:

Germans oppose Greek aid, poll shows

Spurt var hvort Þjóðverjar myndu styðja ríkisstjórn Þýskalands í því að aðstoða Grikki með því að senda peninga til þeirra (t.d. lán eða annað). Þetta er þá ekki rétt skilið hjá Financial Times. Þjóðverjar eru alls ekki á móti því að senda peninga sína til Grikklands - þeir vilja bara ekki aðstoða ríkisstjórn sína við að taka peningana af þegnunum, pakka þeim inn og senda þá niður til Grikklands. Þeir eru sem sagt á ekki á móti því að aðstoða Grikki með því að senda peningana. 

En auðvitað er skýringin sú að þetta er bara "eldra fólk með nostalgíu og ungt fólk sem er ómenntað og í lægri tekjuþrepum" -  og heimskingjar Financial Times í Bretlandi og Þýskalandi 

Það hlaut að vera.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 14:41

11 identicon

Ég var að tala um könnunina og þessa fullyrðingu þína að Þjóðverjar vilji hætta með evruna. Fullyrðingu sem ég get ekki séð að þú getir rökstutt.

En þú ert nú ansi fljótur að vera enn minna málefnalegur þegar þér er bent á það sem satt er. 

Þú ert að tala um heimskingja en ekki ég.  Ég held að þú vitir hvað meint er með setningunni: 

"eldra fólk með nostalgíu og ungt fólk sem er ómenntað og í lægri tekjuþrepum". 

Ég er ekk að gera lítið úr því fólki, en það er ekki í meirihluta þó þú segir það og það er ekki heimskingjar.  Ég veit ekki af hverju þú ert að byrja að kalla einhverja heimskingja. Og ég vona að þú sért ekki að gefa þér að ég telji það vera það.

Kynntu þér málin í Þýskalandi áður en þú byrjar að skrifa um þau.   Það væri góð byrjun.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband