Sunnudagur, 4. apríl 2010
Skoðanakönnun: Þjóðverjar vilja út úr evru
Dauðadæmt myntbandalag hvort sem er?
Financial Times og Harris Interactive framkvæmdu skoðanakönnun í Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Þar kom fram að meirihluti þýsku þjóðarinnar vill yfirgefa myntbandalagið og þar af leiðandi fá þýska markið aftur. Meirihlutinn vill að Grikkland yfirgefi myntbandalagið og er einnig algerlega á móti því að koma Grikklandi til aðstoðar með fjármunum Þýskalands.
Í grein á FT segir Wolfgang Munchau að núverandi staða mála myntbandalagsins, stjórnmálalega séð, sé ekki samrýmanleg áframhaldandi tilveru evru og myntbandalagsins [sem er það sama og að segja að stjórnarskrá Þýskalands sé ekki samrýmanleg því sem farið er fram á við Þjóðverja að gert verði - eða í sanni öfugt]. Við séum að horfa á byrjunina á endalokum evrunnar ef núverandi staða festi sig í sessi segir Munchau.
Hann segist hafa heyrt því hvíslað að eina hugsanlega málamiðlunin í þessari glímu myntbandalagsins við Þýskaland sé sú, að gegn einnota (one off) aðstoð við Grikki - og svo aldrei aftur til neinna annarra landa - fái Þýskaland innleitt nýja, herta og ógnvekjandi skilmála fyrir veru og þátttöku landanna í myntsamstarfinu. Og svo einnig, að hægt verði að reka lönd úr myntbandalaginu gegn vilja þeirra. En Munchau bindur ekki miklar vonir við að svona málamiðlun sé raunverulega í boði. Hann telur að Angela Merkel ætli sér greinilega ekki að fara á skjön við stjórnarská Þýskalands og vilji einnig túlka anda stofnsáttmála myntbandalagsins samkvæmt upphaflegum tilgangi hans.
En hver sem ákvörðunin verður, þá marka þessir atburðir þáttaskil og upphafið á endalokum myntbandalagsins eins og við þekkjum það í dag, segir Munchau. Þetta sé hið sögulega mikilvægi ákvörðunar Angelu Merkel kanslara, sem greinilega ætlar sér að taka stjórnarskrá Þýskaland alvarlega - og sem sagt - taka hana fram yfir tilveru myntbandalagsins [og sem mig grunar að hún, úr þessu, álíti dauðadæmt hvort sem er]
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:25 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 58
- Sl. sólarhring: 141
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1390907
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Eru þjóðverjar búnir að skila gjaldeirisforða Grikklands sem nasistar stálu í stríðinu?
Þórarinn Baldursson, 4.4.2010 kl. 22:21
Og við héldum að jarðraskið undir Eyjafjallajökli væri mikilfenglegt. Það fer að verða tímabært fyrir meginlandsbúa að sækja sér hjálma og öryggisgleraugu.
Haraldur Baldursson, 4.4.2010 kl. 22:50
Segðu mér félagi, ég var að leita að skoðanakönnuninni og fann hana ekki. Hvar get ég fundið þessa skoðanakönnun? Þegar að ég leitaði, fann ég allt aðrar spurningar og allt önnur svör. Hlýtur að vera röng könnun.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 08:29
http://www.welt.de/wirtschaft/article6648276/Deutsche-Unternehmer-verlieren-Vertrauen-in-Euro.html
Haraldur Baldursson, 6.4.2010 kl. 10:04
Ich habe kein vertrauen in die Euro = 51% [ekkert traust]
Eher gering = 18% [frekar lítið traust]
Mittel = 12% [meðal mikið traust]
Eher gross = 11% [frekar mikið traust]
Sehr gross = 8% [mjög mikið traust]
Niðurstaðan er því 69% hafa frekar lítið til ekkert traust á Evrunni...sem er nokkuð afgerandi niðurstaða.
Haraldur Baldursson, 6.4.2010 kl. 10:52
Þakka ykkur fyrir innlitið
Takk fyrir þessa slóð Haraldur.
Stefán: ef Þjóðverjinn og aðstoðarritstjóri FT (Wolfgang Munchau) túlkar niðurstöður FT/Harris svona . . . .
"This is a depressing, but in our view accurate poll result that reflects the current mood in Germany, and that is reflected by German politics. The FT has commissioned an opinion poll from Harris, according to which a majority Germans oppose aid to Greece, want Greece to leave the euro area, and believe that Germany would be better off with the D-Mark. On all counts, the view of Germans contrast starkly with citizens of other EU countries" (Sjá; Eurointelligence)
. . þá er ég sammála þeirri túlkun.
Lógísk niðurstaða könnunar FT/Harris er sú að Þjóðverjar vilja fara út úr evru því samkvæmt könnuninni telja ca. 40% Þjóðverja að það sé gott fyrir landið þeirra. Þeim sem er sama - eða hafa ekki skoðun á málinu - eru margir, eða ca. 30%. Þeir sem telja það vera sæmt fyrir Þýskaland að yfirgefa evrusvæði eru einungis ca 30%.
Ef til kosninga (já/nei) hefði komið um þetta mál á þessum tíma hefðu úrslitin verið túlkuð sem þessi: 57% vilja út úr evru og fá gamla D-markið aftur (lógísk afleiðing) - og þeir sem hefðu hins vegar viljað halda fast í evruna voru aðeins 43%.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 11:13
Ja há.
Aðeins 8% treysta evrunni mikið, Haraldur. Það var ekki mikið.
.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 11:25
Svo er hægt að bæta því við hér að 55% Þjóðverja voru á móti því að skipta út þýska markinu og fá evru í staðinn. Núna er verið að reyna rukka þýsku þjóðina um reikninginn fyrir einmitt því sem hún óttaðist en fékk ekki að segja álit sitt á. Þjóðin óttaðist frá byrjun að auðæfi Þýskalands myndu á einn eða annan hátt enda á kistubotni illa rekinna ríkissjóða Suður-Evrópu.
Sjá nánar pistilinn
Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt
og þær slóðir sem vísað er á.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 11:40
Ég er ekki enn að sjá hvar það stendur að Þjóðverjar vilja hætta evrusamstarfi. Hvar er sú spurning?
Þetta er spurningin sem þú er að vísa til:
How much better or worse do you think your country would be if it left the eurozone?
Er þessi spurning þýdd á íslensku: Viltu hætta evrusamstarfinu?
Ég hélt ekki.
Út úr þessari könnun er aðeins hægt að sjá að 40% Þjóðverja telja að þeir hefðu betri tök á efnahagi landsins ef það væri með eigin gjaldmiðil. Það er ekki spurt hvort það vilji hætta evrusamstarfinu.
Einu kannanirnar sem ég hef fundið eru úr tímaritinu FOCUS og er frá árinu 2008. Þá vill þriðjungur yfirgefa myntbandalagið. Það er aðallega eldra fólk með nostalgíu og ungt fólk sem er ómenntað og í lægri tekjuþrepum. Þar er einnig sagt að það sé misskilningur að evran sé teuro.
Það er hægt að sjá þá grein hér.
Höfum það sem sannara reynist.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 12:20
Stefán
Þér finnst þá væntanlega fyrirsögn fréttar Financial Times um skoðanakönnunina líka vera villandi eins og það sem ég skrifaði. Þar stendur nefnilega:
Germans oppose Greek aid, poll shows
Spurt var hvort Þjóðverjar myndu styðja ríkisstjórn Þýskalands í því að aðstoða Grikki með því að senda peninga til þeirra (t.d. lán eða annað). Þetta er þá ekki rétt skilið hjá Financial Times. Þjóðverjar eru alls ekki á móti því að senda peninga sína til Grikklands - þeir vilja bara ekki aðstoða ríkisstjórn sína við að taka peningana af þegnunum, pakka þeim inn og senda þá niður til Grikklands. Þeir eru sem sagt á ekki á móti því að aðstoða Grikki með því að senda peningana.
En auðvitað er skýringin sú að þetta er bara "eldra fólk með nostalgíu og ungt fólk sem er ómenntað og í lægri tekjuþrepum" - og heimskingjar Financial Times í Bretlandi og Þýskalandi
Það hlaut að vera.
Gunnar Rögnvaldsson, 6.4.2010 kl. 14:41
Ég var að tala um könnunina og þessa fullyrðingu þína að Þjóðverjar vilji hætta með evruna. Fullyrðingu sem ég get ekki séð að þú getir rökstutt.
En þú ert nú ansi fljótur að vera enn minna málefnalegur þegar þér er bent á það sem satt er.
Þú ert að tala um heimskingja en ekki ég. Ég held að þú vitir hvað meint er með setningunni:
"eldra fólk með nostalgíu og ungt fólk sem er ómenntað og í lægri tekjuþrepum".
Ég er ekk að gera lítið úr því fólki, en það er ekki í meirihluta þó þú segir það og það er ekki heimskingjar. Ég veit ekki af hverju þú ert að byrja að kalla einhverja heimskingja. Og ég vona að þú sért ekki að gefa þér að ég telji það vera það.
Kynntu þér málin í Þýskalandi áður en þú byrjar að skrifa um þau. Það væri góð byrjun.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.