Leita í fréttum mbl.is

EMU-RÍKISGJALDÞROTA-DAGBÓK STOFNUÐ 3. APRÍL

Gríski harmleikurinn. Er stærsta ríkisgjaldþrot mannkynssögunnar að hefjast í evrum í myntbandalagi Evrópusambandsins?

Ég hef stofnað EMU-ríkisgjaldþrotadagbók. Eins og sakir standa, eru sterkar líkur á því að lýðveldið Grikkland muni verða gjaldþrota inni í myntbandalagi Evrópusambandsins. Allir sem hlut eiga að máli vona að til þessa muni ekki koma.

Málið er stórt og mjög flókið. Ef gríska lýðveldið mun fara í þrot, þá yrði um stærsta ríkisgjaldþrot mannkynssögunnar að ræða. Peningalega séð eru tæplega hálf billjón evrur í húfi. Þetta yrði stærra en samanlagt ríkisgreiðslufall Argentínu og Rússlands. Og það sem verra er, það mun eiga sér stað inni í miðju myntbandalagi Evrópusambandsins. Það yrði verst hugsanlegi staðurinn til að fara í ríkisgjaldþrot. Afleiðingarnar yrðu geigvænlegar fyrir alla aðila. Tilgangurinn með þessari síðu er að fylgjast sérstaklega með þróun þessa máls. Við skulum þó vona það besta, Grikklands vegna.  

Dagbókin er hér: EMU-Ríkisgjaldþrotadagbók á tilveraniesb.net og verður uppfærð í takt við þróun atburðarásar þessa máls. 

 

Fyrri færsla:

Skoðanakönnun: Þjóðverjar vilja út úr evru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég er á þeirrar skoðunnar að Grikkir ráði alls ekki við þessar skuldir...voru þetta ekki 54.000.000.000.000????..Grikkir og Portúgal gætu farið í þrot innan tveggja ára..evran bjargar engu.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 5.4.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

"stærra en samanlagt ríkisgreiðslufall Argentínu og Rússlands"

Það slær út með köldum svita.... það er voðalega erfitt að skynja þessar stóru tölur, þ.a. þegar þetta er borið saman á þennan mát....vááááá

Haraldur Baldursson, 5.4.2010 kl. 13:46

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið 

Já þetta yrði stórt mál ef til kemur. Þess vegna er athyglisvert að fylgjast með framvindu mála. Þetta mun þó taka sinn tíma.

Grikkir biðja um að fá að njóta sömu lánskjara og hin evru löndin. En það fá þeir ekki á meðan þeir eru svona skuldugur og með mikla umframneyslu hins opinbera umfram tekjur þess (taprekstur ríkissjóðs) Hættan er sú að þessir háu vextir munu mynda snjóboltaáhrif í skuldasafni landsins - og eina leiðin út úr því er að komast lifandi út úr evrusvæði - eða að fara í þrot og semja um skuldaafslátt við lánadrottna.  

Furðulegt sem það kann að hljóma, þá virðist markaðurinn ekki halda að auknar skuldir á herðum ríkissjóðs Grikklands muni gera stöðu þess ríkissjóð betri, eða sem fýsilegri fjárfestingarkost, - svona eins og ríkisstjórn Íslands heldur að gerist ef þeir sturta niður eða kveikja í hálfri til heilli landsframleiðslu Íslands. Sennilega heilli landsframleiðslu því eigur Landsbankans eru sennilega 50% verri en brunarústir írsku bankanna þar sem írska ríkið er að yfirtaka eigur þess með 45% afslætti.

Spyrja ætti forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, hvað hún bjóði í þrotabú Landsbankans, svona persónulega. Tilboð hennar ættu menn svo að taka og klippa til helminga. Þá væru kannski 10% eftir. Hitt var rusl og uppgufun.

Kveðjur   

Gunnar Rögnvaldsson, 5.4.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband