Mánudagur, 29. mars 2010
Írland - Finnland - Grikkland - Þýskaland - Lettland - Litháen - Eistland. Svo eru það Spánn - Portúgal - Ítalía. . . og Gylfi
Það sem Gylfi veit ekki
1. Írland ennþá á leiðinni niður og á heljarþröm
Írska hagstofan kynnti á fimmtudaginn fyrstu niðurstöður mælinga á frammistöðu írska evruhagkerfisins á síðasta ári. Árið 2009 í heild kom út með 7,1 prósent samdrætti í landsframleiðslu og 11,3 prósent samdrætti í þjóðarframleiðslu. Þetta er mesti samdráttur á einu ári í sögu Írlands, segir hagstofan. Á síðasta fjórðungi 2009 féll landsframleiðsla Írlands um 5,1 prósent miðað við sama tímabil á árinu 2008. Samdráttur landsframleiðslu á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs 2009 var 2,3 prósent, þannig að samdrátturinn heldur áfram á Írlandi. Á síðustu 11 ársfjórðungum hefur hagkerfið haldið áfram að dragast saman alla ársfjórðunga nema einn. Samtals á þessu tímabili er 13,2 prósent af írska hagkerfinu horfið; hagstofa Írlands | Børsen
Þá vitum við eftirfarandi
2. Við vitum að ERM landið Lettland sem tengt hefur mynt landsins fasta við evru hefur sett nýtt heimsmet í efnahagshruni. Í skýrslu Center for Economic and Policy Research í Washington í febrúar kom fram að afleiðing gengisbindingarinnar sé sú að heimsmet í hruni landsframleiðslu nokkurs ríkis, síðan sögur hófust, er nú verið að setja með 30% hruni landsframleiðslu Lettlands inni í ERM-pyntingarklefa Evrópusambandsins. Samdrátturinn í landsframleiðslu Lettlands á þremur árum verður yfir 30%. Þetta er meira en landsframleiðsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933 | Mánudagur 15. febrúar 2010
3. Við vitum að finnska hagstofan gerði grein fyrir árinu 2009 í heild þann 1. mars. Landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 7,8% á árinu í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975. Í frægu finnsku kreppunni 1991-1993, þegar Finnland upplifði erfiða bankakreppu samhliða hruni Sovétríkjanna, þá féll landsframleiðsla Finnlands "aðeins" um 6% á árinu 1991 þegar verst lét. Til að fá fram tölur um svipað hrun og varð á árinu 2009, þurfa Finnar að leita aftur til áranna 1917-1918. Þetta er hin svo kallaða finnska leið sem mikið hefur verið í ríkisfjölmiðlum á Íslandi og kynnt þar sem fyrirmynd fyrir Ísland | Þriðjudagur 2. mars 2010
4. Við vitum að Grikkland er orðið gjaldþrota í evrum inni í Evrópusambandinu. Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn er á leiðinni þangað.
5. Við vitum að það er hægt að hafa svo kallaðan sterkan gjaldmiðil í veikum hagkerfum. Það sjáum við á Japan og evrusvæðinu. Þetta eru tvö veikustu hagkerfi heimsins og sem einnig munu þjást mest næstu árin, áratugina og aldirnar - þ.e íbúar þessara hagkerfa.
6. Við vitum líka að gjaldþrotahætta ríkisjóða í Evrópu er hærri hjá þeim löndum sem hafa ekki sína eigin mynt. Þetta vitum við núna.
Ekkert af þessu virðist viðskiptaráðherra Íslands vita. Hann hlýtur að lifa og anda í lokuðu ERM-herbergi inni við sundin blá. Já, hann er heppinn að búa á Íslandi, því framtíð íslenska hagkerfisins var að minnsta kosti öfundsverð þegar hann settist sæll og glaður í ráðherrastól viðskiptaráðuneytisins. Þetta tilfelli er greinilega verra viðureignar en nokkurn tíma hefur mælst frá upphafi. Hvað gerðist?
Írland - Finnland - Grikkland - Þýskaland - Lettland - Litháen - Eistland. Svo eru það Spánn - Portúgal - Ítalía. . . og Gylfi - sterkasti hagfræðingurinn í evru-líkkistunni
Hve mikið meira þurfum við að vita? Hvenær verðum við loksins upplýst?
Eftirmáli
Furðufugl virðist sitja á í fuglahreiðri fyrrverandi viðskipta- og bankamálaráðherra Íslands. Einn og vel einangraður í musteri forvera síns. En fyrirrennari Gylfa var þó miklu verri. Hér eru samt tveir þungavigtarmenn Samfylkingarinnar komnir saman í eitt - og útkoman er núll.
Merkilegt hvað 0,1% er miklu betra en núllið hann Gylfi. Það er líka furðulegt að Bandaríkjamenn skuli ekki hafa svona Gylfa og Björgvini til að bjarga sér eftir að mynt þeirra, Bandaríkjadalur, hefur misst 95% af verðgildi sínu gagnvart sumum gjaldmiðlum heimsins, eftir að hann sem betur fór var tekinn af gullfæti. Svona gullfótur er núna að trampa myntbandalagslönd Evrópusambandsins í spað.
Endirinn á framsögu ráðherrans varð sá að hagfræðingar Seðlabanka Íslands enduðu inni á salernum bankans til að komast hjá því að þurfa að pissa í buxurnar af hlátri fyrir framan viðskiptaráðherra Íslands. Það tókst rétt svona sæmilega. Dapurlegt og sennilega satt; MBL
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 14
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 233
- Frá upphafi: 1390863
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Við vitum líka að Gylfi er snöggur að klæðast skikkju stjórnmálamanns sem kyrjar þann söng sem best hljómar hverju sinni. Flestum nægði lítill og nettur brennandi runni til að sjá teiknin á lofti...en Gylfa nægir ekki skógarbruni til að taka eftir. Akademían virðist kljást bærilega við sinn missi og þjóðinni virðist ganga býsna vel að halda aftur af fögnuði sínum með þennann nýja liðsmann stjórnmálanna (eða er hann kannski ekki svo nýr ? Var hann þegar orðinn þáttakandi þegar hann var vinsæll viðmælandi?)
Haraldur Baldursson, 29.3.2010 kl. 21:13
Gunnar! Takk fyrir góða pistla í gegnum tíðina. Vil bara benda á að Gylfi er líklega ekki hag-fræðingur heldur frekar haf-fræðingur, það hefur bara verið rangt skráð í prófskírteinið hans enda stutt á milli f og g á lyklaborðinu.
Björn (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 22:04
Þakka ykkur fyrir innlitið.
Tvær til þrjár kynslóðir þjóðkjörinna stjórnmálamanna Íslands hafa barist fyrir því að koma Íslandi og þjóðinni út úr moldarkofunum og inn í nútímann. Þetta tókst þeim sæmilega og á mettíma. Ísland er meðal ríkustu þjóða heimsins í dag. Aðeins núllmenni leyfa sér að gera svona lítið úr þessum forfeðrum okkar. Enginn hefur kosið þennan mann til starfa síns. Hann stendur þó á öxlum þessa fólks í dag.
Þökk sé meðal annars seigum og duglegum gjaldmiðli Íslands er hægt að reka sómasamlegan háskóla og samfélag á Íslandi. Viðskiptaráðherrann hefur notið góðs af þessu. En því hefur hann gleymt. Gleymt því hvaðan peningarnir koma, eins og flestir kratar gera yfirleitt. Því miður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.3.2010 kl. 22:59
Það er sjálfsagt að líta evruna gagnrýnum augum. En málflutningur eins og sá að segja að Ísland sé "meðal ríkustu þjóða heimsins í dag" og að það sé "seigum og duglegum gjaldmiðli Íslands" að þakka að hægt sé "að reka sómasamlegan háskóla og samfélag á Íslandi" þykir mér vera heldur mikil einföldun.
Ekki síst þegar haft er í huga að mestallt eigið fé allra stærstu fyrirtækja landsins er brunnið upp, atvinnuleysi hátt í 10% og ekkert raunverulegt bankakerfi er til í landinu. Þetta er vel að merkja staðan, þrátt fyrir að við höfðum hina frábæru krónu.
Mér þykir líka tilefni til að minna á það, að það sveiflukennda efnahagslíf sem hér ríkti lengst af lýðveldistímanum, með endalausri verðbólgu og almannþjónustu sem var langt fyrir neðan það sem tíðkaðist víðast i V-Evrópu, var nú ekki sérlega beisið efnahagslíf. Og varð þess valdandi að Ísland var alltaf hálfgert B-classa land - í efnahagslegum skilningi.
Úr því krónan skilaði okkur ekki betri árangri á fyrstu 50 árum lýðveldissins og kom ekki í veg fyrir rothöggið núna 65 árum eftir lýðveldisstofnunina - og úr því hér færi allt í kaldakol ef tekin yrði upp evra - þá hlýt ég að lýsa eftir hugmyndum um hvernig íslenska þjóðin geti náð lífskjörum sem jafnast á við t.d. Skandinavíu eða Kanada. Ég hef vel að merkja búið í Danmörku og systir mín hefur búið í París í áratugi, þ.a. ég veit vel á eigin skinni að öll þjónusta við venjulegt fólk er að mörgu leyti miklu betri heldur en nokkru sinni á Íslandi.
Kannski er evran ekki góður kostur. En ég fæ ómögulega séð að krónan skapi okkur það umhverfi sem við viljum.
Ketill Sigurjónsson, 30.3.2010 kl. 00:32
Þjónusta á kostnað hvers Ketill? Bæði Frakkar og Svíar horfa upp á það að eftir 30 ár verður 35 prósent íbúa þessa landa ellilífeyrisþegar. Skuldbindingar þessa ríkja við ellilífeyrisþega sína verður þeim ofviða. Þessi „fría“ þjónusta í dag verður þessum ríkjum að falli. Þá vil ég heldur búa hér við verri þjónustu en örugg og áhyggjulaus elliár en í rústum velferðaríkja Evrópu.
Varðandi peningastefnuna þá tel ég að best væri að ríkið skipti sér ekki af því hvaða gjaldmiðil einstaklingar nota með fyrirskipun um lögeyri. Setjum fót á krónuna, afnemum lögeyri og látum fólk í landinu velja sinn gjaldeyri og já evrópulandssinnar geta þá látið sig dreyma um það að útflutningsfyrirtækin taki upp evruna:)
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 01:07
Þakka ykkur Vilhjálmur og Ketill
Ketill:
Er Ísland ekki meðal ríkustu landa heimsins í dag? Þrátt fyrir að bankakerfi Íslands færi á hausinn inni í miðju ESB og Ísland þyrfti að taka á sig skellinn.
Bjóstu sem íslenskur námsmaður á íslenskum námslánum í Danmörku Ketill? Eða sem ferðamaður?
Atvinnuleysi í Danmörku hefur verið um og yfir 8-12% frá árinu 1977 nema í 5 ár. Í aðeins 5 ár af síðustu 32 árum hefur það þokast undir 6%.
Svona er að vera í ESB Ketill. Þú lýsir þessi einkar vel; atvinnuleysi, massíf gjaldþrot fyrirtækja. stanslaust lélegt atvinnuástand og ömurleg framtíð til lengri tíma litið eins og Vilhjálmur bendir svo réttilega á. Fólk neitar að eignast börn og þjóðirnar verða smá saman gjaldþrota.
En því miður Ketill. Bankakerfi Íslands fór á hliðina. Það var mannanna verk, og ekki verk gjaldmiðilsins. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á rekstri þeirra. Ekki almenningur.
Á meðan efnahagur landsins jafnar sig með aðstoð krónunnar (via útflutning), þá verður ekki eins mikið um innkaupaferðir til útlanda eða námsdvalir við erlenda skóla að eigin vali.
Svona tryllitæki eins og krónuna hafa PIIGS löndin ekki. Ekki Grikkland. Ekki Frakkland með sínu ævilanga 10-12% atvinnuleysi. Ekki Spánn með 20% atvinnuleysi og ekki Írland. Við skulum ekki minnast á fleiri ERM eða EMU lönd.
Sem betur fer mun þetta ESB-ástand ekki ríkja áfram á Íslandi Ketill. En nú hefur þjóðin sem sé kynnst því hvernig það er að vera í ESB. Þetta mun sennilega ekki endurtaka sig.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.3.2010 kl. 02:54
Útflutningur okkar verður líflínan út úr þessari kreppu. Það er óhjákvæmilegt að viðurkenna það. Geti einhver bent á betri leið en að halda krónunni til að styðja við útflutningin núna...tja þá væri gaman (ef ekki beinlínis bráðfyndið) að heyra þann málflutning.
Haraldur Baldursson, 30.3.2010 kl. 10:30
Það mætti halda að þú hefðir verið fjarverandi á bak við járntjald hér á jörðinni Ketill.
Á "lýðveldistímanum" hefur Ísland brotist út úr oki fátæktar síðustu 700 ára og sum sé til þess að verða ein efnaðasta þjóð í heimi með bestu lífskjörum sem þekkjast. Þetta ættu menn ekki að vanmeta.
Á meðan Ísland var að byggja upp land sitt þá hefur í Evrópu geisað eitt stykki kalt stríð. Eitt stykki einræðisherra ríki á Spáni, og í Portúgal. Eitt stykki járntjald. Einar 30-60 milljón manns látið lífið undir kommúnisma í Austur-Evrópu. Svíþjóð mölvað upp eitt stykki samfélag sitt og farið á hausinn einu sinni. Finnland hrunið næstum til grunna. Bretland orðið gjaldþrota og leitað til AGS. Danmörk farið nálægt því á hausinn. Ítalía haft 300 ríkisstjórnir og vel virka mafíu sem hún hefur ennþá. Frakkland farið í hundana þar sem það er ennþá. Grikkland haft einræði og ófrið. Styrjöld geisað á Balkanskaga og svo framvegis. Óðaverðbólga (massíf) geisað í sumum löndum Evrópu.
Hvað ertu eiginlega að tala um maður?? Varstu ekki að mennta þig?
Síðast þegar Danmörk fór í efnahagslega öndunarvél var árið 1985-1992. Þá herjuðu hrikaleg nauðungaruppboð á Dani, 12% atvinnuleysi var árum saman, 11% stýrivextir í 1,25% verðbólgu, 40% verðlækkun á húsnæðismarkaði og ekkert hægt og ekkert gert neinum til hjálpar. Ekkert nema láta fólk og fyrirtæki fara unnvörpum á hausinn.
Fram til 2004 voru á hverju ári byggðar fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæði í Reykjavíkur en á öllu höfuðborgarsvæði Danmerkur á hverju einasta ári. Það þarf vöxt, kraft og ungt fólk til að búa til verðbólgu Ketill. Ef þú þolir ekki verðbólgu þá ættir þú að prófa verðhjöðnun eða elliheimilið í ESB.
Í hvaða heimi hefur þú búið? Málflutningur þinn er átakanlegur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.3.2010 kl. 13:14
Starfsmenn IMF benda á í þjóðarskýrslu um Ísland 2005 að markmið ríkistjórna Ísland að hneppa þá alla í skuldgreiðslu þjónustu við hlutfallslegast stærst afætukostnað í heimi valdi nánast engum neyslufjármunum þá um 60% yngri hluta þjóðarinnar. Einnig er erfitt að réttlæta bindingu á miklu í formi lífeyrissparnaðar sem minnkar neyslu í ljósi minnkandi raunvaxtakröfu á alþjóðamælikvarða þegar fólki fjölgar og hagvöxtur eykst í þriðja heiminum um alla framtíð.
Hér þar að auka námskröfur og auka andleg afköst til að lengja arðbæra starfsæfi og minnka þörf fyrir lífeyrissjóðsbindingar.
Brúttó hagvöxtur innheldur fangelsis kostnað. Lámarkslaun í dollurum segja allt um jöfnuð og hæfni Þjóða.
Júlíus Björnsson, 30.3.2010 kl. 22:08
Sæll Gunnar,
Það er gaman að heyra í svona Íslendingi eins og þér, sem sér möguleika en ekki bara böl og þraut í framtíð landsins.Fyrir hrunið var krónan skemmtilegasti gjaldmiðill í heimi. Sterkasta sparnaðarform veraldar var verðtryggð króna á bók. Hvar annarsstaðar gastu geymt pening án þess að hann rýrnaði?
Hrunið var okkur að kenna og mest þeim sem núna þykjast allt vita um aðdragandann. Ég held að það verði lítið gagn í þessari 9000 blaðsíðna skýrslu sem út kemur á næstunni. Enda skiptir fortíðin ekki máli, bara framtíðin. Og framtíðin er krónunnar því það er á okkar valdi að gera hana sterka. Ef við högum okkur skynsamlega munum við aftur lifa góða tíma með henni. Krónan er hinsvegar bara við sjálf. Bófaflokkar sem leggjast í hernað gegn samfélaginu með gíslatökum geta gert mikið til að veikja hana. Einar Oddur sýndi mönnum 1990 hvað var hægt að gera til styrkja hana svo allir högnuðust. Nú eru menn sem óðast að gleyma.
Halldór Jónsson, 31.3.2010 kl. 21:25
Þakka ykkur Júlíus, Haraldur og Halldór fyrir innltið
Já Halldór, krónan verður áfram (she stays). Nú er kominn tími til að einhver sjónfrár sé settur á ný í útkíkk á þjóðarskútunni, sem greinlega er að sigla í vitlausa átt. Austur er kolröng stefna.
Sjá: Mynd af svartri framtíð: lífið eftir japönsku. Hugskot um fjölskyldu- og ættarsamfélagið
Gunnar Rögnvaldsson, 1.4.2010 kl. 01:55
Sæll Gunnar og hafðu þökk fyrir þennan pistil. Það er gott að sjá þetta svona samantekið á lipran hátt.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 1.4.2010 kl. 18:21
Fyrir 35 árum þegar ég var í siglingum, tók ég eftir að venjulega voru 3 til 5 innfæddir í því sem kallaðist eitt starf á Íslandi. Innfæddir sögðu mér það að ekki væri hægt að hugsa bara um sjálfan sig því atvinnuleysi væri svo mikið. Einnig tók ég eftir að hlutir svo sem verkfæri í S-EU voru mjög brothættir skýringin mun sú að Norðar í álfunni voru menn mikið handsterkari.
Í dag vilja menn á Íslandi frekar þá erlendu í vinnu og sama drasl er hér á boðstólnum.
Argo: nýjar uppeldis aðferðir hafa skilað sér í aumingja fjöldaframleiðslu á öllum sviðum.
Þeir sem ekki kunna að deila eða gera sér deilingar myndir [skífurit] í huganum geta ekki drottnað á þroskaðra mælikvarða. Þroskaðir sjá þennan veikleika en ekki þeir sem hafa ekki greindina sem þarf að innræta fyrir 18 ára aldur. Tölvur byggja á þekkingu manna um mannsheilann. Enda virðast þær hafa komið í staðinn fyrir hann hjá þjónum í stjórnasýslu og rekstrargeirum.
Hagvöxtur er mikill á Indlandi, en lítil í Þýskalandi. [í prósentum]
Lífskjör eru betri í Þýskalandi en á Indlandi. Hagvöxtur sem byggir á þjónustugeirakostnaði vex hraðast í ríkjum þar sem ólæsi er mikið. Þýðir ekki að hann aukist mikið þegar sérfræðingum fjölgar í þroskuðum ríkjum.
Ein rétt hagstjórnarstefna byggir á réttum grunni. Argo: ef grunnurinn er einfaldur og réttur þarf ekki einn hagstjórnarfræðingi til að tyggja almenna velferð og há lágmarkslaun.
Íslenskir hagstjórnfræðingar halda að sjálfsögðu öðru fram.
Júlíus Björnsson, 1.4.2010 kl. 23:53
Sæll Júlíus. Þetta eru athygliverðar pælingar hjá þér.
Á Indlandi er staðan þannig að þar er mikið um tæknimenntað fólk og laun fremur lág. Þannig að þarlendir verktakar geta boðið lágt í verk, enda mikið um að tölvu- og tæknifyrirtæki geri það. Með góðum árangri.
Á norðurlöndum virðist það vera siður að hver sem er gengur í verkin, sama hversu ,,skítug" þau eru. Það þarf einfaldlega að gera hlutina og einhver þarf að gera þau. Annars staðar þykir það ekki sjálfsagt að tæknifræðingur þvoi bíla, en þannig er það t.d. á mínum vinnustað. Hver og einn þarf að vinna þannig að fyrirtækið virki og dafni. Þannig er það líka bezt.
Kv. Sigurjón
Sigurjón, 2.4.2010 kl. 01:52
USA alþjóða fjárfestar eru löngu búnir að uppgvötva mannauðinn [labor nýasta merkiningin : stórstéttin] á Indlandi.
EU veit um sína samkeppni veikleika. Sá minnihluti mannkyns efstur í fæðukeðjunni hefur alltaf haft annað sjónarhorn á vandamálið, en vandamálið sjálft.
Flókinn rekstur getur haft einfaldan efnahagsreikning eins og einfaldur rekstur getur haft flókinn efnahagsreikningin.
Hvor er arðbærara eða þroskamerki er spursmál í augum sumra.
Júlíus Björnsson, 2.4.2010 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.