Leita í fréttum mbl.is

Evruþátttaka hefur djúpfryst ítalska hagkerfið

 
Hagvöxtur síðustu 9 ár 
 
Er Evrópujökull að myndast?
 
Þið munið öll eftir hinum sjúka manni Evrópu (e. the Sick Man of Europe). Frá 1990 varð Þýskaland hinn sjúki maður Evrópu. Sameining Þýskalands kostaði mikið og hagvöxtur varð ömurlegur. Hefur þetta batnað núna? Nei Þýskaland er ennþá fárveikt. Meðalhagvöxtur á ári í Þýskalandi hin síðustu 10 ár er næstum enginn, eða 0,2-0,5 prósent á ári síðustu 9-12 ár. Þetta er þá tæplega 30% af hagkerfi evrusvæðis, sem ennþá er fárveikt.

En það eru fleiri sjúklingar sem liggja á öldrunardeildinni. Ítalía er alveg meðvitundarlaust hagkerfi. Ekkert bifast á Ítalíu. Skegg- og hagvöxtur í ítalska hagkerfinu er alveg hættur og hárin fara bráðum að draga sig inn undir húðina og hverfa. Frá árslokum 2001 til ársloka 2009 hefur ítalska hagkerfið vaxið um það bil 0,0000%. Þetta er verra en Japan og er þá mikið sagt. Ítalía er rúmlega 17% af evru hagkerfinu. Þá höfum við 17+30 eða um það bil 47% af evruhagkerfinu sem er orðinn jökull.

Nú fer Þýskaland fram á að restin af evrusvæði setji frystivélarnar í gang og frysti sig niður í þýsk-ítalska jöklakerfið. Þetta er kölluð aðlögun. En hve skemmtilegt verður að fylgjast með þessu náttúrufyrirbæri. Ég mæli með pistlinum á Financial Times Alphaville, sjá slóð hér að ofan.

Neikvæðir raunstýrivextir á Spáni
Byggingarbólan á Spáni hefur forðað Spáni frá jöklafrosti. Ástæðan fyrir því að bólan varð til á Spáni sést vel hér á mynd Edward Hugh; neikvæðir raunstýrivextir seðlabanka Evrópusambandsins á Spáni. Segið svo að vaxtavopnið virki ekki !
 
Írland er svipað, þ.e. rjúkandi rústir eftir ranga stýrivaxtastefnu seðlabanka Evrópusambandsins, með 7,1 prósent samdrætti í landsframleiðslu á árinu 2009 og 11,3 prósent samdrætti í þjóðarframleiðslu. Þetta er mesti samdráttur á einu ári í sögu Írlands, segir írska hagstofan  Á síðustu 11 ársfjórðungum hefur írska hagkerfið haldið áfram að dragast saman alla ársfjórðunga nema einn. Samtals á þessu tímabili er 13,2 prósent af írska hagkerfinu horfið 
 
Meira efni og fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net 
 
Fyrri færsla 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband