Leita í fréttum mbl.is

ESB, evran og friður

Eurokrataþvættingur
 
Í frétt Bloomberg, sem ég skrifaði um í gær, kom fram að Martin Feldstein álítur að sameiginleg mynt komi ekki í veg fyrir ófriðar- og styrjaldarhættu á milli þeirra landa sem nota myntina. Þetta hefur lengi verið mitt álit líka. Ef menn hugsa dýpra þá munu þeir alltaf komast að þeirri niðurstöðu að það eina sem hindar ófrið og styrjaldir er öflugt lýðræði. Lýðræðisþjóðir fara ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. Það gera þær bara ekki. Fundnar eru lausnir. En þær geta þó þurft að heyja hernaðarlega baráttu við andlýðræðisleg öfl, þ.e. berjast fyrir varðveitingu lýðræðis.
 
Þess vegna er það að mínu mati þvættingur að halda því fram að tilkoma Evrópusambandsins hafi stuðlað að og varðveitt frið í Evrópu. Það er lýðræðið sem hefur gert það, ekki ESB. Hinsvegar hefur ESB og Brussel á margan hátt gert sitt ýtrasta til að grafa undan lýðræðinu í Evrópu. Nú er einnig að koma í ljós að Evrópusambandið er að verða frystikista efnahagsmála. Hagsæld, velmegun, massíft atvinnuleysi og ömurleg frjósemi eru að frjósa föst og þekja Evrópu með ís. Hvar endar þetta? Með nýjum ófrði? 
 
Færslan í gær
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband