Miðvikudagur, 24. mars 2010
Stjórnmálamenn hlusta ekki alltaf á hagfræðinga (áfall?)
. . og evrusvæðið er ekki Bandaríki Norður Ameríku
Bandaríski hagfræðingurinn Martin Feldstein segir að fyrirhugaðar efnahaglegar niðurskurðar- og aðhaldsaðgerðir Grikklands muni mistakast og landið muni vel hugsanlega yfirgefa myntbandalag Evrópusambandsins (EMU), svo það geti þar með fengið sína eigin mynt og unnið sig út úr vandamálunum.
Martin Feldstein er prófessor við Harwardháskóla og fyrrverandi ráðgjafi Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta. Hann þótti líklegastur til að verða seðlabankastjóri Bandaríkjanna áður en George W. Bush valdi Ben S. Bernanke til þess starfs.
Þegar ákveðið var að setja EMU á fót sagði Martin Feldstein að evrusvæðið hefði ekki hinar réttu forsendur til að verða ákjósanlegt myntsvæði fyrir sameiginlega mynt ESB-landa. Martin Feldstein benti á að húsmóðir í Róm hefði engan áhuga á að vita hvað brauðið kostaði í Finnlandi, hún myndi áfram kaupa það í næsta bakarí og hún talaði ekki Finnsku. Það sama gliti fyrir trésmiðinn frá Barcelona, hann myndi ekki sækja vinnu til Berlínar, hann talar ekki þýsku og mun ekki læra þýsku bara til þess að geta stundað vinnu á þýsku.
Lesist: staðbundin áföll og bólur munu myndast á myntsvæðinu því hreyfanleiki vinnuafls er svo að segja enginn. Staðbundnar þenslubólur munu því mjög auðveldlega verða til á myntsvæðinu og sem ekki er hægt að stýra eða laga með stýrivöxtum, því þeir eru stilltir á meðaltalsverðbólgu í kjarnalöndum EMU. Þegar bólurnar springa mun það leiða til vandræða fyrir ríkissjóði viðkomandi landa, því engar yfirfærslur á milli ríkisfjárlaga landanna eru leyfðar innan EMU og löndin hafa takmarkaða möguleika á að verða samkeppnishæf á ný (e. asymmetric shocks within the eurozone; hér)
Svona bólur myndu ekki skapast svo auðveldlega í Bandaríkjunum því nýtt vinnuafl myndi streyma til staða þar sem mikil eftirspurn er eftir því - og þannig halda tímalaunum niðri. En skyldi skaðinn þó verða, gerði það ekki svo mikið til því þá myndu fjármunir til greiðslna atvinnuleysisbóta og heilsugæslu koma frá Washington, því fjárlög sambandsríkisstjórnar Bandaríkjanna eru hátt í 30% af landsframleiðslu BNA. Svona sameiginleg fjárlög eru ekki til í EMU. Hagfræðingurinn Poul Krugman benti einnig nýlega á hið sama.
Now, if Spain were an American state rather than a European country, things wouldnt be so bad. For one thing, costs and prices wouldnt have gotten so far out of line: Florida, which among other things was freely able to attract workers from other states and keep labor costs down, never experienced anything like Spains relative inflation. For another, Spain would be receiving a lot of automatic support in the crisis: Floridas housing boom has gone bust, but Washington keeps sending the Social Security and Medicare checks; hér
Árið 2005 benti Martin á að þær breytingar sem þá voru gerðar á reglum myntbandalagsins myndu opna fyrir að ríki myntbandalagsins myndu koma sér inn í vítahring krónísks fjárlagahalla (það sama sagði seðlabanki Þýskalands, sjá; mánudagur 1. mars 2010). Í nóvember 2008 sagði Martin Feldstein að aðstæður á ríkisskuldabréfamarkaði EMU segðu fjárfestum að hætta væri á að myntbandalagið myndi brotna upp.
Nemandi Martins Feldstein, Charles Wyplosz, segir að spár fyrrverandi kennara síns muni sanna sig sem rangar. Ef Grikkland yfirgæfi myntbandalagið þá myndi efnahagur þess fara í rúst. Athugið; það er vinsælt meðal ESB-hagfræðinga að segja að það sé betra að verða gjaldþrota innan myntbandalagsins en utan þess.
Martin Feldstein stendur við ályktun sína og segir að það sé alls ekki óhugsanlegt að lönd yfirgefi EMU. Stjórnmálamenn hlusta ekki endilega á það sem hagfræðingar segja. (sjá; Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt - en ekki var hlustað á þá)
Glenn Hubbard við háskólann í Columbíu fylki segir að munurinn á Martin Feldstein og mörgum öðrum hagfræðingum sé sá, að það sem Martin segir, hefur oft praktíska þýðingu í raunveruleikanum. "Feldstein er mjög þýðingarmikill hagfræðingur", segir Hubbard; Bloomberg | Sjá einnig grein Martin Feldstein í Vox EU janúar 2009: Reflections on Americans views of the euro ex ante
Þýskaland líka?
Martin Wolf á Financial Times er farinn að halda að hugsanlegt sé að Þýskaland sé á leiðinni út úr myntbandalaginu. Að Þýskaland nenni ekki að vera í myntbandalagi með löndum sem fara á hausinn - og sem geta ekki keppt á sama máta og eftir sömu efnahagsstefnu og Þýskaland keppir við umheiminn. Evran sé einnig of hátt verðlögð til að Þýskaland geti haldið áfram að keyra hagkerfi sitt áfram á útflutningsstefnu sem byggist á innfluttri eftirspurn frá umheiminum, sökum þess hve innanlands eftirspurn í Þýskalandi sé krónískt ónóg fyrir þýska hagkerfið.
Martin Wolf óttast enn fremur að heimurinn geti verið á leið inn í efnahagslegt verndarkapphlaup vegna þrálátrar og einstrengilegrar kröfu Þýskalands og Kína á massífum eigin hagnaði á viðskiptum sínum við útlönd. Við seljum þér og kaupum ekki neitt af þér í staðinn (beggar-my-neighbour stefnu). Þýskaland er ekki sammála og segir að mikill hagnaður á utanríkisviðskiptum Þýskalands við umheiminn sé merki um velgengni, dugnað og gæði; FT
Tvær fyrri færslur
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta er akkúrat málið. Annaðhvort koma menn upp millifærslusjóði (sameiginlegum ríkissjóði að hluta) á Evrusvæðinu eða þetta lognast útaf. Það þarf líka að koma hreyfingu á fólkið, þannig að það flytji sig á milli svæða en þá kemur að vandamáli sem bent er á í greininni að tungumálaörðugleikar bætast við önnur tregðulögmál. þá kemur að Íslendingum að hugsa hvernig þeir ætla að vera með. Annaðhvort hlýtur svæðið að stefna til meiri og meiri samruna (með tilheyrandi nýjum lögum og valdaafsali einstakra ríkja smátt og smátt) eða þetta gengur ekki. Verandi með sveiflukennda atvinnuvegi sem leiða til krepputíða og tilheyrandi fólksflótta. Verandi með mynt sem er ekki verðlögð samkvæmt þessum kreppum verður kreppan löng í hvert sinn. Landið mun breytast í verstöð og tímabundinn dvalarstað mjög margra.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 07:37
Mér heyrist á evrópusinnum hér á blogginu að það sé mikið fagnaðarefni að evran skuli vera að hrynja. Þeir kalla það "bætta samkeppnishæfni" evruríkjanna.
Við á Íslandi hljótum þá að vera gott fordæmi fyrir þá. Það ætti að verða markmið þeirra að rústa gjaldmiðlinum endanlega og helst breyta sambandinu í þrælasamfélag. Djöfull held ég að það verði gott fyrir "samkeppnishæfnina." Kannski að Kínverjar færu þá bara að flytja iðnaðinn sinn þangað til að auka sína samkeppnishæfni.
Það eru allstaðar tækifæri!
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 09:20
Þakka ykkur fyrir innlitið
Það væri langsamlega best ef það væri hægt að leysa fólkið í ESB upp. Þá myndi þetta smella hjá Brussel.
Smá paste frá: Myntbandalag ESB: Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn
Einn eftirsóttasti smyglvarningur á evrusvæðinu, smá 12 árum eftir að sjálfstætt gengi allt að 16 landa myntbandalagsins var lagt niður, er hagstætt og sjálfstætt gengi eigin gjaldmiðils sem passar við ástand efnahagsmála heima í einmitt hverju landi fyrir sig. Gengi sem passar við ástandið heima hjá okkur. Þessi lönd fengu það sem Bandamenn og Frakkar sömdu um þegar Þýskaland var sameinað á ný. Fast gengi við fasta nágranna sína í gegnum sameiginlega mynt.
Þetta, sögðu sérfræðingarnir, átti að jafna út mismun og ójafnvægi í samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna. Þetta átti líka að stórauka - 300% sögðu sumir - verslun og viðskipti milli þeirra landa sem voru svo heppin að fá að koma með í þennan klúbb útvaldra ríkja með "fyrirmyndar" efnahag, eins og t.d. Portúgal , Írland, Ítalía, Grikkland og Spánn.
Nú er ástandið svo slæmt að jafnvel brunaliðið í Brussel er komið á hvolf. Núna segir Brussel að það sé einmitt mismunurinn á samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna sem sé að eyðileggja myntina.
Hafið þið heyrt það betra? Það sem myntin átti að lækna er nú að eyðileggja sjálfa myntina. Þetta svarar til þess að læknir skammar sjúkling sinn fyrir að vera veikur því veiki hans eyðileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum við sjúkdómnum. Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til að lækna. Halló!!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.3.2010 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.