Leita í fréttum mbl.is

Hvað er eiginlega að gerast í EMU? - Já í myntbandalaginu?

 FT
Eilífðarverkenfið og haugalygin 
Eilífðarverkefnið og haugalygin
 
Þeir sem hafa fylgst með, vita að um þessar mundir er verið að reyna að bjarga myntbandalaginu í sinni núverandi mynd. Hvorki meira né minna. En þetta er gert með hangandi hendi, og ekki af ástæðulausu. Grikkland er bara eitt af einkennunum á fársjúku myntbandalagi ESB. Flestum er nú orðið ljóst að myntbandalagið gengur ekki upp með svona ólík lönd innanborðs. Myntbandalag með 16 löndum var glapræði. Sumir eru þó ekki viljugir til að viðurkenna þetta ennþá. Þar fremstir í flokki eru skriffinnar Brussel, sem nú óttast um áhrif og framtíð sína. Í sama flokki eru líka nokkrir fáráðlingar á Íslandi.

Það er þó að mínu mati búið að viðurkenna einn stóran og mikilvægan hlut: myntbandalagið virkar ekki eins og til var ætlast. Á einni nóttu kom kviksyndið í ljós og opinberaði sig, svart og kalt. En það er þó mjög mikilvægt að hafa viðurkennt þetta. Um það bil 20 mikilvæg ár Evrópu hafa farið í ekki neitt. Framfarir og hagsæld hafa sem afleiðing siglt fram hjá þessu efnahagssvæði. Árin hafa farið í formsatriði og skriffinnsku á meðan efnahags- og lýðræðislegir landvinningar hafa farið forgörðum. Nú er ekki mikið sem getur spornað við hnignuninni lengur. Spornað við hinni efnahagslegu og demógrafísku hnignun mannfjöldans sem bara mun halda áfram að taka til hendinni í ESB.

  • Sameining Þýskalands er misheppnuð. Stór tækifæri fóru þar forgörðum.
 
  • Hræðslan við sterkt Þýskaland hefur eyðilagt mest.
 
  • Sem afleiðing er Þýskaland orðið rekald sem verður að halda áfram að byggja á efnahagsstefnu sem krefst að haldið sé fast í núverandi útflutningsstefnu Þýskalands og sem hin ríkin þola ekki í gegnum sameiginlegu myntina
 
  • Þýskaland hefur haldið ESB uppi, fjárhaglega séð. Einungis vegna slæmrar samvisku eftir seinni heimsstyrjöldina. Þýskaland hefur borgað þennan brúsa og verið góður þegn og gert mest. En ekki er hægt að refsa nýjum kynslóðum endalaust fyrir syndir feðranna. Það gengur ekki.

Ég giska á að Þýskaland sé búið að fá nóg. Að ætla sér að láta önnur lönd borga fyrir ógöngur annarra landa í myntbandalaginu er ekki hægt. Þetta er hvorki mögulegt í framkvæmd, hagfræðilega, né fjármálalega - og allra síst stjórnmála- og lýðræðislega séð. Þetta hafa menn nú viðurkennt með gríska klúðrinu. Grikklandi verður ekki bjargað. Hvorki er hægt að berja Suður-Evrópu til þess að passa inn í myntbandalagið - og ekki er hægt að berja Þýskaland til þess að umturna hagkerfi og þjóðinni allri, svo Þýskaland passi betur inn í myntbandalag með hinum löndunum.
 
Þýskaland mun ekki fórna útflutningsknúna hagkerfi sínu, það mun ekki fórna stjórnarskrár lögfestum markmiðum um hámarks 0,35% fjárlagahalla frá og með árinu 2016. Það mun ekki fórna sér og ekki koma Evrópu til bjargar með stóraukinni eftirspurn sem bæta ætti innri spennu hagkerfanna. Að biðja Þýskaland um að hætta að vera samkeppnishæft er sprenghlægilegt.
 
The first is that a monetary union comprising 16 or more EU members will ultimately require a fully fledged fiscal union, or fail
 
 
Þegar ég fór að skrifa um það að myntbandalagið myndi aldrei getað þrifist án samruna ríkisfjármála landanna, þá var hlegið að mér á Íslandi. Þetta virkaði svo afskaplega vel, héldu sumir á Íslandi - og halda jafnvel enn. En nú vitum við að þetta var rétt. ESB verður annað hvort að fara áfram eða afturábak. Það getur ekki verið eins og það er núna.

Bráðum munu Þjóðverjar leggja til að lönd eins og Grikkland yfirgefi myntbandalagið. Útgöngudyr verða smíðaðar og í endanum munu mörg lönd notfæra sér þá leið. En þessar dyr verða einstefnudyr. Enginn mun komast inn um þær aftur. Á endanum verður það Þýskaland, Frakkland, Benelux-löndin og Austurríki sem verða einu löndin í myntbandalaginu. Finnar munu t.d. fá markið sitt aftur. Fjármálaráðherra Þýskalands hefur nú þegar viðrað þessa hugmynd um útgöngudyr. En um leið er verið að setja endahnútinn á veru margra landa í EMU.
 
The second conclusion is that a rules-based monetary union is still possible, but only among a group of similar countries – in terms of their economic development, and their fundamental political attitudes towards economic policy
 
 
Tilvist svona útgönguleiðar mun líklega fá markaðinn til að knýja löndin út í gegnum dyrnar. Þetta vita Þjóðverjar mjög vel. En ekki er um annað að ræða. Þetta er eina raunverulega björgunarleiðin til fyrir alla Suður-Evrópu. En svo er hin leiðin, að Þýskaland sjálft segi sig úr myntbandalaginu. Það gæti líka gerst.
 
The Schäuble proposal tells me that Germany’s conservative establishment longs for the second option. They should be careful what they wish for. One way or the other, they might eventually get it.
 
 
Að ætla sér að troða Íslandi þarna inn, er svo heimskulegt að menn ættu að skammast sín fyrir yfir höfuð að láta sér detta það í hug. Það lýsir algerri vanþekkingu á málunum. Þetta er sama vanþekkingin og bjó til tímasprengju-bankakerfið á Íslandi.

Það er þó vel hægt að fyrirgefa Íslandi því Ísland var að lenda á flugvelli opinna frjálsra hagkerfa í fyrsta sinn í sögu landsins. Íslandi fipaðist því miður lendingin, en það mun ekki gerast aftur. Flestar þjóðir þurfa að brotlenda til að geta lært af biturri reynslunni. Nú er hins vegar kominn tími á að seinna tímasettu sprengjur ESB springi. Það er gott að fyrirbærið tími er til. Ef tíminn væri ekki til þá myndi allt gerst samtímis allsstaðar;
 
 
Meira efni og fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kalikles

Við heyrum frá þeim fljótlega að það verði að koma á einum "heimsgjaldmiðli" með heimsbanka auðvitað. svo síðar koma "crisis" stríð = vandamál "pólutískur glunduroði"= lausn "heimsstjórn".

Oldest trick in the book: crisis= problem=solution.                                TD. 9-11= crisis......Terrorism = problem......Patriot act = solution.      Fjármálakrísa = crisis....vill eitthver giska á hvað gerist næst:-)

ég spái því að það verði engin innrilandamæri innann ESB. í náini framtíð.

Kalikles, 23.3.2010 kl. 16:58

2 identicon

Takk Fyrir þetta Gunnar

Gaman að lesa

Oft hefur þú séð það sem aðrir sjá ekki

Þú Sérð Vel

Ég sé það sama

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:39

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason



Sjá Skýringarmynd:

Samkeppnish?fni vinnuafls ? Evr?puÞ.s. þessi mynd sýnir er þróun, vinnu-afls kostnaðar, frá árinu 2000 til 2009.

Þvert ofan í spár, hefur samkeppnishæfni vinnuafls landanna ekki batnað, við upptöku Evru, að því er best verður séð.

Myndin virðist sýna, að Þýskaland, neðsta línan, hafi haldið samkeppnishæfni sinni mjög vel, á meðan að samkeppnishæfni hinna landanna hefur minnkað, ár frá ári.

  • Þ.s. þessi mynd segir, er að innlendur kostnaður þ.e. verðbólga, hafi verið hærri í hinum löndunum, yfir tímabilið, heldur en í þýskalandi.
  • Þetta segir með öðrum orðum, að önnur ríki hafi stundað mun meiri lausamennsku í hagstjórn en þjóðverjar, heimilað þenslu að eiga sér stað sem hafi líst sér í stöðugum kostnaðarhækkunum.
  • Þar með, hafi launastig farið hækkandi, og þ.s. Evran hækkaði ekki á móti, heldur miðaðist við þýska hagkerfið, þá skilaði þetta sér í eins og hér á landi, hærri kaupmætti um tíma.
  • Almenningur þar eins og hér, lifði um efni fram, með öðrum orðum, og stjórnvöld í viðkomandi ríkjum, alveg eins og hér, gerðu ekkert til að halda í við.
  • Afleiðingin sem sagt, gríðarleg skuldasöfnun alveg eins og hérlendis, sem nú skilar sér alveg eins og hér, í mjög erfiðri stöðu, heimila - fyrirtækja; alveg eins og hér.

Stóra áhugaverða niðurstaðan, er sú að Evran virðist ekki hafa orsakað það að hagkerfin önnur en þýska hagkerfið þróuðust í átt að meiri skilvirkni, heldur þvert á móti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.3.2010 kl. 00:38

4 identicon

Það er gaman þegar rök eru þrotin að kalla menn fáráðlinga.  Auðvitað er gott að skrifa um eitthvað sem er í fjarska. 

Það er ekki evra á Íslandi né í Danmörku!!

Evran er komin til að vera.  Heldur þú að Bandaríkjamenn hafi aldrei endurskoðað starfsemi Seðlabanka Bandaríkjanna og hlutverk hans?  Má Evrópski Seðlabankinn eða Stjórnsýsla ESB ekki gera það sama?

Það er vitað mál að margt fór úrskeiðis við sameiningu Þýskalands.  Það voru margar pólitískar ákvarðanir teknar sem voru á skjön við ráðleggingar hagfræðinga.  Það er augljóst að þú ert ekki Þjóðverji sem upplifði þessa tíma.

Lausnin var að sameina BRD og DDR innan 10 ára.  Á meðan átti að gera DDR "samkeppnishæft"! Heldur þú virkilega að ástandið í fyrrverandi ríkjum DDR væri betra?  Telur þú að það hefði verið sanngjarnt að gera DDR að 2. flokks BRD á meðan að vera væri að gera það "samkeppnishæft"?  Það var pólitísk ákvörðun að sameina ríkin.  Allir eru sammála um það að pólitíska ákvörðunin var rétt.  Hagfræðingar taka engar pólitískar ákvarðanir eða ákvarðanir yfirleitt!

Ég get aðeins sagt ykkur að umræðan í Þýskalandi sjálfu er á miklu hærra plani en hér.  Hjá Þýsku þjóðinni, hagfræðingum og stjórnmálamönnum.   Ég ætti að vita það.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 07:06

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Einar Björn: Hvað með þessa hér einföldu útskýringu - (frá AEP á The Telegraph)

"Eurozone nations driven to ruin by the wrong monetary policy."

Er hægt að segja þetta á einfaldari máta? Það efast ég um. Það er alveg rétt hjá þér að evran virkar ekki, passar engum og gerir ekkert gagn.

Mynt án fiscal transfer mechanism á milli svæða virkar ekki og mun aldrei virka. Ergo: mynt sem er ekki í himnesku jarðsambandi við skattgreiðendur (ríkissjóð) er dauðadæmd. Þetta er one off mynt. A once in a lifetime party is now over. Myntbandalagið var "a monetray union too far" eins og Kurgman orðaði það svo skemmtilega. 

Seðlabanki ESB dældi fjármagni á neikvæðum raunstýrivöxtum til PIGS landanna. Því eru þau sprungin í loft upp., og það eina sem þau geta gert núna er að leita til AGS. Þetta er eins brillilant og hægt er að hafa það. Núna eru löndin læst inni í evru. Lyklinum er svo hent burt, og þau munu verða látin kála hvort öðru með innbyrðis gengisfellingum (internal devaluations) => og við fáum depression og deflation á evrusvæði. 

Stefán: því miður er innlegg þitt svo innilega byggt á vanþekkingu að maður fær á tilfinninguna að þú sért skríbent á vef Evrópusamtakanna hér á Moggablogginu. Þeir sem eru að líkja evrusvæði við Bandaríkin hafa skilið minna en ekki neitt af kjarna vandamálsins. En þér er svo innilega fyrirgefið því jafnvel sjálfur bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins er haldinn sömu vanþekkingu - þegar að honum er sorfið, þá kemur nefnilega þessi sama örvæntingar romsa.  

Sjálf evran er dauðadæmd. Þess utan vill meirihluti Þjóðverja að Þýskaland yfirgefi myntbandalagið. Það gæti vel gerst hvenær sem er.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.3.2010 kl. 12:58

6 identicon

Gunnar:  Þakka þér fyrir að lyfta umræðunni á svona hátt plan og nota sama tækifæri við að líkja mér við Jean Claude Trichet, Seðlabankastjóra ECB.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 07:19

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja, ég get líka bent á 2. greinar eftir Martin Wolf.

http://www.ft.com/cms/s/0/3bcc011c-3164-11df-9741-00144feabdc0.html

http://www.ft.com/cms/s/0/d23c785e-2bb3-11df-a5c7-00144feabdc0.html

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.3.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband