Mánudagur, 1. febrúar 2010
Myntbandalag ESB: Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn
Smyglarar, slökkvilið og brunalið myntbandalags Evrópusambandsins
Einn eftirsóttasti smyglvarningur á evrusvæðinu, smá 12 árum eftir að sjálfstætt gengi allt að 16 landa myntbandalagsins var lagt niður, er hagstætt og sjálfstætt gengi eigin gjaldmiðils sem passar við ástand efnahagsmála heima í einmitt hverju landi fyrir sig. Gengi sem passar við ástandið heima hjá okkur. Þessi lönd fengu það sem Bandamenn og Frakkar sömdu um þegar Þýskaland var sameinað á ný. Fast gengi við fasta nágranna sína í gegnum sameiginlega mynt. Þetta, sögðu sérfræðingarnir, átti að jafna út mismun og ójafnvægi í samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna. Þetta átti líka að stórauka - 300% sögðu sumir - verslun og viðskipti milli þeirra landa sem voru svo heppin að fá að koma með í þennan klúbb útvaldra ríkja með "fyrirmyndar" efnahag, eins og t.d. Portúgal , Írland, Ítalía, Grikkland og Spánn.
12 árum seinna, 23. janúar 2010: Growing imbalances between countries within the common currency are a "matter of serious concern for the eurozone as a whole", and these imbalances "can weaken confidence in the euro and endanger the cohesion of the monetary union"
En nú er kviknað í húsum nokkurra fastra nágranna. Þau standa í ljósum logum. Það slökkvilið sem löndin áttu alltaf heima hjá sér er nú læst inni í skáp sem er staðsettur í Brussel. Enginn veit hvort það megi nota vatn á eldinn eða ekki. Hann brennur því áfram, hægt en örugglega, öllum til mikils ama. Mestur er aminn og gremjan hjá þeim sem sögðu að þetta fyrirkomulag væri óbrennandi. Sögðu að slökkvilið elda væri úrelt. Sumir muna kannski ennþá eftir ákafanum og gleðinni þegar níunda rúgbrauðssymfónía Beethovens ýtti evrunni úr vör - án slökkviliðs.
Í Brussel er þessu alveg þveröfugt farið. Þar er það fullveldi og sjálfstæði nokkura þjóða með brennandi efnahag sem er hinn eftirsóttasti smyglvarningur af öllum. Menn geta varla stillt sig um að taka á varningnum. Brjóta upp kassana og éta sig fallþungaða af innihaldinu. Sérstaklega ekki eftir að það tókst svona afburða vel að smygla áhættutöku þorpara einkageirans, sem bankarnir tilheyra, yfir og inn í Maastricht-ríkisfjármála-sóttvarnargirðingu þeirra sérfræðingana sem lögðu niður slökkviliðið og settu í stað þess á stofn brunaliðið í Brussel. Núna nærir eldurinn sig á þessum bakteríum þorpara einkageirans sem skógur embættismanna í brunaliðinu átti að hafa eftirlit með. Eldurinn nærir sig á ávöxtum skattgreiðenda sem eru þar með komnir í gíslingu. Þetta átti ekki að geta gerst því það var búið að skrifa í skjöl sóttvarna að þetta væri bannað. Þess vegna er myntin sameiginlega nú orðin meira til ógagns en jafnvel spádómar flestra efasemdarmanna buðu upp á frá byrjun.
12 árum seinna, 23. janúar 2010: With surveillance reach growing and the debate moving into the area of political sanctions being applied by over-arching Brussels bureaucrats, «Europe» is making a power-grab for the purse-strings of the member states that fund it.It's not new but Greece easily represents «a turning point in the history of monetary union,» which was the 1999 creation of the shared euro currency, says Royal Bank of Scotland economist Jacques Cailloux.
Nú er ástandið svo slæmt að jafnvel brunaliðið í Brussel er komið á hvolf. Núna segir Brussel að það sé einmitt mismunurinn á samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna sem sé að eyðileggja myntina. Hafið þið heyrt það betra? Það sem myntin átti að lækna er nú að eyðileggja sjálfa myntina. Þetta svarar til þess að læknir skammar sjúkling sinn fyrir að vera veikur því veiki hans eyðileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum við sjúkdómnum. Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til að lækna. Halló!
12 árum seinna, 23. janúar 2010: «Let us be clear: in the past, some national politicians have resisted stronger mechanisms of governance» in Brussels, Jose Manuel Barroso, who heads the European Commission, the body that drafts and enforces EU laws, said last week.«I hope that... all EU governments will now recognize the need for full ownership of Europe 2020 and for a truly coordinated and coherent action in economic policy,» he said, referring to a new strategic framework.
Því segir formaður brunaliðsins í Brussel nú að brunaliðið þurfi bráðnauðsynlega að slá eignarhaldi sínu á alla Evrópu. Ekkert minna dugar til. Þeir sem skilja þetta ekki valda formanninum vonbrigðum. Já sjúklingurinn veldur vonbrigðum. Hann passar ekki við lyfin. Þó hafa engar stökkbreytingar átt sér stað á Evrópu, a.m.k ekki hin síðustu nokkur hundruð ár. Svo mun einnig verða áfram. Evrópska apótekið er ekki orðið neitt smá batterí núna, ekki frekar en fyrri daginn. Engum virðist lengur detta í hug að láta sjúklinginn bara í friði. Tilraunalækningar Evrópu halda áfram.
DerSpiegel | EuObserver | Eurointelligence | Kathimerini
Meira
Fleiri svona og oft daglegar fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net
Fyrri færsla
Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 3.2.2010 kl. 12:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 173
- Frá upphafi: 1390768
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Vil bara kvitta fyrir innlitið og þakka góðar færslur. "Glugginn" er alveg frábær hjá þér og mætti að ósekju fá meiri athygli. Má maður kannski hnupla efni úr honum í bloggfærslu?
Þessi heilsu-samlíking er góð, minnir á þegar gamall maður sagði við mig að hann væri ekki nógu heilsuhraustur til að leggjast á sjúkrahús.
Haraldur Hansson, 1.2.2010 kl. 12:48
Þakka þér innlitið Haraldur og góðu ummælin. Þér er velkomið að fá vörur úr glugganum, til þess eru þær þar til sýnis. Fínt ef vefslóð á gluggann er látin fylgja með.
Ferli gluggans er þannig að yfir vikuna skrifast fréttir og efni í hann. Svo á sunnudegi eða mánudegi þá fer efnið í skjalasafnið hér bæði sem html og PDF-skrá. Seinna mun ég svo bjóða fólki að fá áskrift á glugganum sem vikubréfi í tölvupósti, þó ekki sem gluggapósti. Svo byrjar nýr og hreinn gluggi uppá nýtt á hverjum mánudegi. Voila!
Já það þarf greinilega mikinn hraustleika til að þola veruna í myntbandalaginu. Nú virðist vera komin þar upp farsótt með stökkbreyttri veirusýkingu. Ekkert mótefni má nefna á nafn. En allir vita þó hvað dugar gegn sjúkdómnum. Þeir þora bara ekki að nefna nafnið á hræðilega Valdemort lyfinu (hrylli mig) ;)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.2.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.