Sunnudagur, 10. janúar 2010
Blind Evrópusambandshollusta, Samfylkingin og hið steindauða "alþjóðasamfélag Evrópu Plc"
Mynd: Atvinnuleysi í löndum evrusvæðis frá 1991. Næstum 20 ára stanslaus eymd, getuleysi og volæði
Blind Evrópusambandshollusta og "evrópska alþjóðasamfélagið Plc"
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur skrifar frekar barnalega og ferkantaða bloggfærslugrein um Icesave málið á Berlingske Tidende. Ég hef alltaf haldið frekar mikið upp á Uffe Ellemann nema að því leyti hve krónískt og gagnrýnislaust hann situr fastur á ESB önglinum. Þar engist hann núna hneykslaður á hugrekki Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Hollusta Uffe Ellemann við stóra Evrópusamrunann blindar og stýrir hugsun þessa ágæta manns. Þetta hefur örugglega verið hrikalega erfið ákvörðun fyrir forseta Íslands. En ákvörðun tók hann í samræmi við það sem á undan var gengið.
Það var einmitt Poul Schlüter forsætisráðherra Danmerkur og yfirmaður Uffe Ellemann-Jensen sem lýsti því yfir að Evrópusambandið væri steindautt í þjóðar-atkvæðagreiðslunni um EF-pakkann í febrúar 1986. Þá var Uffe Ellemann utanríkisráðherra. Þegar Danir sögðu nei við Maastricht sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 2. janúar 1992, varð allt vitlaust hér í því Evrópusambandi sem Poul Schlüter hafði lýst yfir að myndi aldrei verða til aðeins 7 árum áður. Þá sagði hið svo kallaða "Alþjóðasamfélag-Evrópu" að Danmörk hefði "sagt nei" við allri Evrópu og hefði engan rétt til að "stöðva" alla Evrópu. Þetta var náttúrlega bara notað sem þrýsti- og hræðslutæki til að hræða Dani aftur á sinn stað í ESB. Þá var það Uffe Ellemann sem tók mest undir þessi sjónarmið og barðist hvað harðast fyrir því að Danmörk myndi halda áfram að hanga á fingurgómunum inni í því ESB sem átti ekki að vera til, en sem samt var orðið til. Allt var sett á fullt til að finna málamiðlun svo Danmörku yrði ekki refsað fyrir að stoppa Evrópu, eins og það var kallað, og gæti haldið áfram að dingla á nöglunum inni í ESB sem þá var orðið að raunveruleika, þrátt fyrir loforð forsætisráðherrans 7 árum áður.
Nú eru það Íslendingar sem eru orðnir foot dragging í Evrópu. Menn geta ímyndað sér hvernig staðan væri ef Ísland væri í ESB og ætlaði að segja "nei við Evrópu". En Danir voru kallaðir the foot dragging Danes í bæði ESB og NATO árum saman. Mest vegna þokukenndar afstöðu sinnar til stórra mála en sem þó átti að mestu rætur sínar að rekja til innbyrðis slagsmála hinna borgaralegu- og vinstri afla í dönskum stjórnmálum. Sósíaldemókratar gerðu allt til að eyðileggja fyrir ríkisstjórn Poul Schlüters. Þetta tímabil var dönskum sósíaldemókrötum til lítils sóma.
Afstaða Uffe Ellemann sannar að mínu mati hversu illa málið er kynnt og hversu illa ríkisstjórn Íslands hefur barist fyrir málstað Íslands. Það hefur hún ekki viljað gera af fullu afli vegna ESB-umsóknar Samfylkingarinnar. Ef svona gungustefna hefði alltaf verið viðhöfð í utanríkismálum Íslands þá hefðum við varla neina landhelgi að ráði í dag.
Samfylkingin: flokkur með aðeins eitt mál á dagskrá
Að mínu mati er það ESB-þráhyggjustefna Samfylkingarinnar sem kemur í veg fyrir að íslenska þjóðin geti staðið saman á þessum örlagatímum. Þessi þráhyggja sprengdi síðustu ríkisstjórn í miðri bankakreppu og hefur sú aðgerð nú komið af stað stjórnmálakreppu sem eyðileggur Ísland innan frá. Þessi þráhyggja hefur líklega komið í veg fyrir þá þjóðstjórn sem hefði verið svo æskileg þegar bankarnir hrundu. Þráhyggja Samfylkingarinnar klýfur íslensku þjóðina í herðar niður, lamar varnir landsins, stuðlar að sundrungarstjórnmálum og skemmir fyrir Íslandi á örlagaríkan hátt um allar jarðir. Engin sátt, samlyndi og endurreisn mun komast á fyrr en umsókn Samfylkingarinnar inn í ESB hefur verið dregin til baka. Þá verður fyrst hægt að virkja varnar- og sóknaröfl Íslands til hins ýtrasta. Samstaða er bráðnauðsynleg. Samfylkingin er sennilega mesta sundrungarafl í íslenskum stjórnmálum frá upphafi.
Það er örugglega mjög erfitt fyrir Vinstri græna að vera saman í stjórn með þessum flokki sem kallar sig Samfylkingin en sem virkar sem fylking sundrungar. En þó ekki erfiðara en svo að einræðisherra VG hefur megnað að gera flokk sinn að einu virkasta gereyðingarvopni á Íslandi í höndum Samfylkingarinnar. Sundrungarstjórnmálin eru alls ráðandi. Aðeins sprengjugígar munu verða minnisvarðar Samfylkingarinnar.
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 16
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 112
- Frá upphafi: 1387431
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Varðandi spurninguna um atvinnuleysi, þ.s. hinar mismunandi kúrvur hreyfast ekki í takt, heldur laggar víst t.d. atvinnuleysiskúrvan að jafnaði á eftir hagvaxtarkúrvunni.
Sem dæmi, þegar ég heimfærði samanburðinn, er ég fann í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ - upp á Íslands:
Þá grunar mig, að atvinnuleysi geti farið bísna nærri 20%, áður en það fer að lækka.
En, ef okkur er drekkt 50 föðmum undir í skuldum, þannig að geta hagkerfisins til hagvaxtar verði alvarlega skert til margra ára; þá getum við lent í aðstæðum langvarandi fjöldaatvinnuleysis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.1.2010 kl. 15:09
Góður pistill.
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.1.2010 kl. 15:14
Sammála þér í því að það er hér þráhyggja SF í ESB sem er að valda okkur þvílíkum skaða í þessu máli öllu saman.
Halla Rut , 10.1.2010 kl. 18:58
Flottur pistill. Ef ég man rétt þá var ég oft búinn að tala um að það væri bara eitt stefnumál hjá samfylkingunni og það væri að troða okkur inní ESB með góðu eða illu.
Og þetta hef ég sagt í langann tíma, löngu áður en samfylkingin komst í ríkisstjórn.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 10.1.2010 kl. 20:48
Þakka ykkur fyrir innlitið.
Já Einar Björn. Það er er öruggt að atvinnuleysiskúrvan "laggar" á eftir hagvexti. Atvinnuleysi er jú afleiða samdráttar. Svo þegar samdráttur er búinn að pressa atvinnuleysið upp í háar hæðir ca. tveimur árum eftir að hagvöxtur hundi, þá tekur við önnur hrina enn hærra atvinnuleysis sem er afleiðing hagræðingar því fyrirtækin munu þurfa að hagræða svo mikið í ESB því framleiðni er þar svo hrikalega langt á eftir t.d. BNA. Þetta er alger nauðsyn ef fyrirtækin vilja ennþá geta sótt sér fjármagn á hlutabréfamörkuðum.
Svo já, ég held líka að það sé öruggt að við höfum einungis séð byrjunina á hrakförum atvinnumarkaðarins. Sem betur fer var byrjunarstaðan góð á Íslandi. En það var hún ekki í ESB eða á evrusvæði svo þar verður slæmt miklu verra.
Ég spái 15% atvinnuleysi á evrusvæði árið 2012 og það mun fara enn hærra. 35% atvinnuleysi á Spáni. 20% á Írlandi og 30% fyrir botni Eystrasalts. Restin verður líka hola ofaní jörðina. Íslendingar munu ekki geta flúið neitt nema kannski til Noregs.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2010 kl. 20:55
Samfylkingin fær heiðurinn af því, að vera einn alversti stjórnmálaflokkur lýðveldissögunnar. Þeir voru búnir að lofa því, að allt færi á betri veg, ef við sendum umsókn í ESB, verst er að sumir trúðu því.
Ég hef alltaf verið eindreginn andstæðingur inngöngu í ESB, þótt eitthvað gott hafi komið í kjölfar EES, þá finnst mér stundum gallarnir vega þyngra, en kostirnir. Einnig hafa vel rökstuddar greinar eftir þig, sannfært mig enn meir um ókosti ESB.
Í besta falli, ef við færum í ESB, myndu atvinnulausir hafa það skárra, en þeim myndi fjölga, kannski fáum við einhverja styrki.
En fólk sem vill ganga í bandalag til þess eins að fá styrki, eiga það vart skilið að kallast "sannir Íslendingar".
Jón Ríkharðsson, 10.1.2010 kl. 22:33
Smá Retróspekt á gereyðingarvopnið.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 22:44
Hvað finnst þér annars um þau rök Samfylkingarmanna að ekki verði hægt að losa um gjaldeyrisshöft og lækka vexti fyrr en við tökum á okkur 750 milljarða í beinhörðum gjaldeyri með vöxtum? Eða þá rök Steingríms að hér verði ekki hægt að byrja uppbyggingarstarf nema að leggja allt í rúst fyrst? Meikar jú einhvernvegin sens, er það ekki?
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 22:49
Þakka ykkur
Hvað mér finnst Jón Steinar?
Mér finnst að hið gagnstæða sé alveg augljóst. Ekkert verður hægt að gera fyrr en Samfylkingin yfirgefur ríkisstjórn og fari aftur inn í þann álfhól sem hún á heima í.
Takk fyrir slóðina á frétt RÚV. Hér er öll frétt ríkisstjórnarútvarps.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2010 kl. 09:42
Reglugerðirnar eru víst:
19/94
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML
47/2002
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2002:168:0043:0050:EN:PDF
12/2000
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2000:126:0001:0059:EN:PDF
Alain vann víst að 12/2000.
Á eftir að lesa 12/2000 - en, það má vera sannarlega að hún segi, þ.s. hann segir að hún segi, og þá er það risamál.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2010 kl. 11:57
Ólafur Ragnar gerði meira en að sýna hugrekki.
Það er alveg klárt að hann undirbjó sig mjög vel og vann málið skipulega og af mikilli fagmennsku. Nokkuð sem ríkisstjórnin mætti taka sér til fyrirmyndar.
Eftir að fundi forseta með fréttamönnum lauk liðu aðeins TVÆR MÍNÚTUR þar til fyrirtæki sem sér um almannatengsl var komið með rökstuðning forseta í hendur ... á ensku. Þetta var sent til fjölmiðla víða um lönd í einum grænum.
Næsta skref var að tala við fjölmiðla. Það dylst engum að forsetinn undirbjó sig af kostgæfni, þekkir málið í smáatriðum, þekkir sögu þess og skynjar alvöruna. Þess vegna koma hann svona vel út hjá BBC.
Og til samanburðar: Hefur einhver orðið var við fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar í heimspressunni? Nei, ekki ég heldur.
Ólafur Ragnar hefur unnið þjóðinni meira gagn í þessu máli á nokkrum dögum en ríkisstjórnin á heilu ári. Það er ekki "bara skoðun" heldur staðreynd.
Haraldur Hansson, 11.1.2010 kl. 13:18
Varðandi atvinnuleysi í EU. Þegar frænka mín fór til Svíþjóðar 1957 þá skúraði hún 3 sinnum harðar en þær Sænsku sem fóru eftir samningum, en hún eftir uppeldi að síðasta skolvatnið eitt að vera hreint hún skúraði þrisvar og var ekki rekin af forstöðukonunni á Spítalanum eftir að verið klöguð af þeirri sænsku heldur hrósað og beðin afsökunar.
Þegar ég var í siglingum út um allan heim frá 1974 til 1984. Þá tók ég eftir því að á flestum stöðum voru 4 að gera það sama og 1 á Íslandi.
Utantekning kannski á Íslenskum skrifstofum.
Víða á þeim árum var fólk komið á elliheimili 55 ára.
Hagfræði götunnar lýgur ekki eða blekkir.
Þegar sömu brúttó þjóðartekjur á haus og á Kýpur og helmingi lægri en í Danmörku og 12% lægri en í UK hafa fest í sessi 2014 þá þarf engin gjaldeyrishöft þau verða náttúruleg.
Hér áður fyrr þegar flestir byggðu húsin sín sjálfir og flestir vöru með 5 börn á launskrá til að lækka tekjuskatta sína. Mælist það opinberlega í lægri afköstum.
Upp úr 1985 fór hinsvegar Ísland hratt að líkast því versta sem EU hefur upp á bjóða.
Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 16:25
Þakka ykkur fyrir innlegg og vefslóðir
Það sem ég undrast mest er að þeir sem kalla sig fréttastofu RÚV (ríkisútvarp Íslands) skuli ekki spyrja Steingrím J. Sigfússon að því hvar hann sé að framkvæma byltinguna sem hann talaði um í OKTÓBER 2008. Þetta er hlutverk fréttastofu RÚV. Að finna út úr þessu. Þetta er þeirra hlutverk.
Hvar er bylting herra Steingríms J. Sigfússonar. Er hún bara innvortis hjá honum sjálfum? Er þetta þá úthverfan á Steingrími sem við sjáum núna? Var hann þá bara svona eftir allt saman.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.1.2010 kl. 19:20
Steingrímur fór í ferðalag til Norðulanda til að biðja ásjár. Kom með þau skilaboð heim að ekki yrðu gerðar neinar ráðastafanir til að hefta fyrirgreiðslur til Íslendinga fram að þjóðaratkvæði.
Hverskonar snillingur er þessi maður að geta haldið flokknum saman ennþá ? Þetta er tæra snilld ef borirn eru saman stefnumálin fyrir stjórnarsetu og síðan. Ég veit ekki Gunnar minn, hvort hann er á réttunni eða röngunni ? Hvað er upp og hvað er niður ?
Og svo hann Kiddi Sleggja. Lastu hann í Mogga ? Gott ef þú gætir útskýrt hann fyrir mér.
Halldór Jónsson, 11.1.2010 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.