Leita í fréttum mbl.is

Það er fyrst og fremst stjórnmálaástandið á Íslandi sem olli lækkun Fitch á lánshæfnismati ríkissjóðs Íslands

Í viðtali við Bloomberg segir talsmaður Fitch Rating að það sé fyrst og fremst hin pólitíska stjórnun og óvissa á Íslandi sem olli lækkun á lánshæfnismati ríkissjóðs Íslands. Fitch á greinilega erfitt með að setja tölur og tákn sín á Ísland. Því er best að lækka matið til að vera á öruggu hliðinni. Þessi lækkun matsins, segir talsmaðurinn, hefur enga praktíska þýðingu fyrir ríkissjóð núna því hann þarf ekki að endurnýja lán eða greiða af lánum næstu tvö árin. Talsmaður Fitch sagði að lán Norðurlandanna í gegnum AGS sé sérstaklega skilyrt Icesavemálinu. Viðtalið við Fitch; Credit Writedowns

Það bætti aðeins við snjóinn hér í nótt og frost var um 10 gráður í morgun. Ekkert til að tala um miðað við Noreg og Svíþjóð. Vatnavegir Þýskalands eru að frjósa til og stoppa prammaflutninga á kolum og birgðum. Kallt verður áfram. 

Fleiri fréttir í glugganum 

Fyrri færsla

Hið fullkomna vantraust. Eru Þjóðverjar að gefast upp á lýðræði? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er farið að verða eins og spákaupmennska með olíu.  Veðrið kólnar, þá hækkar olía af því að fólk þarf að kynda.  Veðrið hlýnar, þá hækkar olían vegna þess að fólk ferðast meira.  Vindar blása, olían hækkar vegna einhvers sem enginn skilur.  Matsfyrirtæki breytir ekki matinu sínu svo af því bara.  Það breytir því alls ekki án þess að sjá hvort ástandið breytist.  Ég man ekki til þess að þeir hafi breytt matinu, þegar Alþingi samþykkti lögin.  Stjórnmálaástandið var því það sama áður en lögin voru samþykkt og eftir að forsetinn synjaði þeim.  Þetta fyrirtæki stundar engu skárri spámennsku en spákaupmenn og braskarar.

Ég tek það fram, að ég hef fylgst vel með öllum rökstuðningi sem hefur komið frá Fitch Ratings undan farin tæp þrjú ár og skrifað nokkrum sinnum um fyrirtækið.  Mér hefur allt of oft fundist skorta haldbær rök í röksemdafærslu fyrirtækisins, hvort sem matið hefur verið jákvætt eða neikvætt eða á ég að segja hátt eða lágt, hátt mat getur verið neikvætt, ef það er byggt á sandi.

Marinó G. Njálsson, 8.1.2010 kl. 16:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innlitið Marinó og gleðilegt ár. 

Já, það er árans af eiga svona mikið undir þessum fyrirtækjum komið. Þau eru mönnuð manneskjum og þær manneskjur hlusta, horfa og lesa og verða jafn mikið fyrir áhrifum frá bad/good press eins og við hin. Svoleiðis er það bara. Mikil óvissa slær reiknivélar þeirra útaf laginu og þá er hlaupið í skjól - "best að koma með neikvætt mat og horfur svo við verðum ekki hánkaðir á of mikilli bjartsýni, það er jú kreppa núna".

Svo myndast nokkurs konar "consensus" meðal þeirra sem fást við þetta fag og þá verður til nýr sannleikur, þá líður þeim best, líður best að halda sig innan þessa "consensus".  

Veruleikinn kemur svo blaðskellandi svona inn á milli og hendir öllu upp í loft hjá þeim og þá opnast allir panik-gluggar og pappírar þeirra hendast til í vindkviðu "what the hell" og lenda svo á skrifborðinu á nýjan máta. Svo byrjar ferlið á ný. Nýr "consensus" þarf að myndast svo hlýtt geti orðið á skrifstofunni aftur. Nýtt skjól myndast. 

Kveðja   

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2010 kl. 17:30

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Get ekki sagt að ég hafa sérlega mikla trú á Fitch enda ferill þeirra síðustu ára ekki beisinn. En engum er alls varnað og maður hlýt að gefa þeim nokkra auka punkta fyrir að óttist hið pólitíska ástand á Íslandi. Hvað með ESB-gleraugu Jóhönnu í því ástandi sem nú ríkir og skopparakringluna SJS.

Jafnvel fóstri þeirra ÓRG gafst upp á showinu.

Ragnhildur Kolka, 8.1.2010 kl. 19:28

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skyldu þeir hækka lánshæfismatið ef við samþykkjum að skuldsetja okkur um 700 milljarða plús vexti?  Ef það eru skilaboðin, þá er er ekkert að marka þessa varðhunda banksteranna, frekar en fyrri daginn.

Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Skítaslóðin þeirra og feilpúst eru eins og hráviði um allar jarðir.

Það mætti sannarlega taka til umfjöllunnar þátt matsfyrirtækjanna í því hvernig hefur farið í heimi hér.  Þetta eru greiningadeildir stóru banksteranna og jafn marktækar og greiningadeildir Íslensku bankanna. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 20:17

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Ragnhildur og Jón Steinar.

 
Það eru undur og stórmerki að sumir á Íslandi skuli ennþá halda að Ísland muni nokkurn tíma getað átt hagsmunalega samleið með prófdómurum og úr sér gengnum skólabókum úr gjaldþrota skóla gömlu nýlenduveldanna. 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.1.2010 kl. 09:35

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er komið fram og haft eftir ImF að Þjóðartekjur Íslends lækkuð beint um 12% og segir að eftir 5 ár séu þær sömu  á í Bretlandi [Með fólksfjölda og þéttbýlis hagræðingu].

Hinsvegar horfa menn austur yfir EU í dag sem eru alvöru alþjóða fjárfestar.   

Ég myndi aldrei kaupa Íslenskt hlutbréf á markaði og þekki fáa marktæka  sömu skorðunnar.  Þessi hags okkur betur að fjölga 10 til 20 manna fullvinnslu sjálfábyrgum rekstrareiningum. Sem eru ekki eins lánsfrekar.

Bróðir minn og Mágur töpuð beint á braski, upp á mig var þröngvað bólgu höfðstólshækkun í engu samræmi við fallandi verð íbúðarinnar að veði.

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 17:41

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

eftir 5 ár séu þær sömu  og í Bretlandi

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 17:42

8 identicon

Góðan daginn.  Þetta kjaftæði er ótrúlegt, consensus, eins og þú segir Gunnar.  Hvernig dettur nokkrum manni í hug að trúa því að lánshæfi verði betra ef við leggjum óþarfa drápsklyfjar á þjóðina fyrst.  Nei til lengdar gildir auðvitað hvernig staða þjóðarinnar er og hæfi til að greiða af lánum, það hæfi batnar ekki með aukinni skuldabyrði.  Allar væntar hörmungar vegna minni skulda þjóðarinnar án Icesave eru stórlega ýktar svo ekki sé meira sagt.  En að tugir fræðimanna og sérfræðinga skuli tyggja þetta upp hver eftir öðrum er yfirgengilegt.  Og eitt enn, hver hefur svo sem misst tiltrú annarra þótt hann berjist um á hæl og hnakka fyrir réttindum sínum - fáir amk.  Er hræddur um að þessir Fitch menn sem og aðrir talsmenn Breta og Hollendinga á Íslandi og erlendis eigi eftir að sjá að Keisarinn er fatalaus.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 00:16

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er komið fram og haft eftir ImF að Þjóðartekjur Íslends lækkuð beint um 12% og segir að eftir 5 ár séu þær sömu  á í Bretlandi [Með fólksfjölda og þéttbýlis hagræðingu].

Hinsvegar horfa menn austur yfir EU í dag sem eru alvöru alþjóða fjárfestar.   

Ég myndi aldrei kaupa Íslenskt hlutbréf á markaði og þekki fáa marktæka íslendinga sömu skoðunnar.  Þess vegna hagnast okkur betur að fjölga 10 til 20 manna fullvinnslu sjálfsábyrgum rekstrareiningum. Sem eru ekki eins lánsfrekar og auka þjóðartekjur. Icesave er að kaupa köttinn í sekknum. Fella þjóðartekjur hér um 30-40% til að auka þær Bresku um 0,5-1%. 

Svo komust við ekki samkeppnifær inn í EU alls ekki með Icesave í fararteskinu. Sem þætti kalla skásta kostinn.

Bróðir minn og Mágur töpuð beint á braski, upp á mig var þröngvað bólgu höfðstólshækkun í engu samræmi við fallandi verð íbúðarinnar að veði.

Júlíus Björnsson, 10.1.2010 kl. 00:38

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur 

Varðandi hlutabréfaverð Júlíus

Verstu hlutabréfamarkaðir heimsins síðustu 10 árin (samfleytt) eru þessir;

ESB EVRULANDIРÍrland: -55% frá 1 jan 2000 (-7,89% ávöxtun á ári)

ESB EVRULANDIРFinnland: -47,74% frá 1. jan 2000 (-6,33% ávöxtun á ári)

Japan: -31,7% frá 1. jan 2000 (-3,77% ávöxtun á ári)

ESB EVRULANDIРGrikkland: -25,88% frá 1. jan 2000 (-2,97% ávöxtun á ári)

Svo er náttúrlega Ísland (OMXI) en það hrun er algerlega afbrigðilegt ennþá því bankanir fylltu vísitöluna svo mikið. En opnaði ekki OMXI vísitalan í apríl 2004 á ca. 1000 og lokaði í gær á ca 220? Það er þá ca. 78% fall á 6 árum.

Öll sagan á Írlandi er kannski ekki sögð ennþá. Írsku bankarnir gætu ennþá átt eftir að þjóðnýtast allir. Þá myndu þeir þeir úr vísitölunni. Finnland er einnig athyglisvert því þar er sennilega versti samdráttur í Evrópu. Grikkland gæti einnig náð að slá OMXI út í fyllingu tímans.

Ég hef ekki ótrú á íslenskum hlutabréfum. Alls ekki. En ég hef hinsvegar ótrú á illa reknum fyrirtækju og það voru Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir svo sannarlega. Illa rekin fyrirtæki sem gáfu skít í hlutahafa sína. Þeirra ultimative looser performance er nú öllum til sýnis. 

Öll fyrirtæki eiga eftirfarandi sameiginlegt 

Þau eiga sér upphaf og endi. Fjarlægðin frá upphafi fyrirtækis til endaloka þess er háð hæfileikum fyrirtækisins til að breyta og aðlaga sig að nýjum aðstæðum. Í stuttu máli – hæfileikinn til að breyta fyrirtækinu á réttan hátt og á réttum tíma er afgerandi fyrir lífslengd þess.

Stjórnendur Landsbankans, Kaupþings og Glitns báru ábyrgð á rekstri þessara fyrirtækja. Þeir áttu að sjá fyrir það sem koma skyldi. En það gerðu þeir bara ekki. Þeir brugðist eigendum, viðskiptavinum og öllum hlutaðeigandi algerlega og fullkomlega. Að kenna kreppunni um er væl barna. 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2010 kl. 11:34

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hef verið eins og moldvarpa hér á Íslandi og veit allt um illa rekin fyrirtæki. Ef ræturnar eru fúnar fer það á hausinn eða lifir á lánafyrirgreiðslum.

Ég glatt þig með því að full af niðjum Hjartar á Efra-Núpi er búnir að koma sér fyrir út um alla Danmörku fæðingarland mitt.

Ég var að kanna Mat ofursérfræðinganna hjá IMF um samanburð á Brúttó Þjóðartekjum Ríkja og blokka heims á haus 2014.

Við vitum að hann vinnur vel með Ríkisstjórnum Íslands.  En GDP á haus í Danmörku verður um tvöfalt GDP á haus á Íslandi.

GDP á haus í Bretlandi um 12% hærra en á Íslandi.

Endurreist GDP á Ísland 2014 sama og á Kýpur. Umferðamengun vegna einkabifreiða minnkar af þeim sköpun hér.  Einnig um klæða og húsnæðis kostnaðar dýrari hér en á Kýpur vegna veðurfars. Vöruverð vegna legu Íslands.

Danir eiga hafa það sannaleg gott 2014 og mér skilst að eftir sé að velja nýrri EU stofnun stað.

Hinsvegar mun ekkert alþjóðlegt fjármagn liggja til Íslanda nema til að tryggja áframhaldi endurreistar heildarþjóðartekjur. Íslensk Hlutabréf skipta sennilega engu máli. Enda nóg af mörkuðum erlendis og allir eiga tölvur. Forfeður mínir voru mjög vel inn á Börsinum Dana aldirnar fyrir 1900. Munu einn frændi hafa verið í þræla flutningum Þeir halda sem valda og markaðurinn er eins að því leyti.

Tilraun til breytinga um 1990 er nú ekki að sanna ágæti sitt.

Ef meðgreind þjóðarinnar vex :grunnmenntunaruppeldið og almennar tekjur hækka og fjöldi raunverðmætaskapandi fjölskyldu smá einkafyrirtækja [20 manns] vex þá eykst innri hagnaður okkar mest. Grundvöllur m.a. reiknaður á 5 ára fresti þegar gróðaskala að evrusölu er skipt milli Meðlim-Ríkja í EU Seðlabankakerfinu. Skiptingarkakan er endurskoðuð á fimm ára fresti.

Hér er matið um sjálfsmorðsendurreisnina.

Ég hefði ekkert á móti því að flytja í alþjóðasamfélagið á Kýpur því ef Íslensk jafnréttis menning ríkir ekki hér þá er þetta bara ein af eyjunum í Atlandshafi. Dæmigerð Insula að mat yfirstéttarinnar beggja vegna atlandsála, byggð yndislegum eyjarskeggjum.

Heilbrigð samkeppni felst í fjölda þeirra sem taka [einka]ábyrgð en ekki fjölda starfsmanna. Insularity að halda öðru fram.

Júlíus Björnsson, 11.1.2010 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband