Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Hið fullkomna vantraust. Eru Þjóðverjar að gefast upp á lýðræði?
Lifir lengi í gömlum glæðum?
Eða er það hinn svo kallaði "stöðugleiki" ESB sem er farinn að láta svona á sjá? Stöðugleiki stöðugs skorts á lýðræði í ESB?
Bertelsmann stofnunin í Þýskalandi gerði nýlega könnun meðal Þjóðverja. Samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar hafa Þjóðverjar aldrei haft eins litla trú á þýskum stjórnmálamönnum frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Um 70% þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki geta treyst á stjórnmálaleiðtoga landsins né stjórendur í þýsku atvinnulífi. Sama gildir um þýska menntakerfið og félagsmálakerfið.
I have never understood why public opinion about European ideas should be taken into account Raymonde Barre, French Prime Minister and Commissioner
Næstum helmingur þáttakaenda sagðist efast um að hefðbundið lýðræði sé rétta stjórnarformið. Jafnvel hið svo kallaða þýska félagslega markaðshagkerfi" (e. social market economy eða frjálst markaðshagkerfi með umfangsmiklu félagslegu öryggisneti) er langt frá því að vera álitið eins jákvætt og áður fyrr.
Kostnaðarsamar banka-björgunaraðgerðir stjórnvalda í fjármálakreppunni og ríkisstuðningur sem átti að bjarga bílaiðnaði Þýskalands hafa Þjóðverjar ekki mikla trú á - að þetta sé ekki nóg til að blása lífi í hagkerfið aftur. Fyrirhugaðar skattalækkanir stjórnvalda upp á 8,5 miljarða evrur valda Þjóðverjum áhyggjum því þær munu koma samhliða versta ástandi í ríkisfjármálum landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Þjóðverjar höfðu vonast eftir aðgerðum og fjárfestingum sem myndu létta róðurinn hjá fjölskyldum landsins og einnig fjárfestingum í menntun og orkumálum. Önnur könnun leiddi í ljós að 37% Þjóðverja eru meira bjartsýnir hvað varðar sinn eigin persónulega fjárhag | thelocal.de
Mín skoðun
Þjóðir Evrópusambandsins eru hvað eftir annað látnar éta úrslit kosninga ofaní sig aftur. Kjósa aftur og aftur ef æðstu valdaklíku ESB finnst ekki koma rétt út úr kosningunum. Ef eitthvað er, þá hefur ófriðarhættan aukist í Evrópu með tilkomu Evrópusambandsins. Lýðræðisþjóðir fara nefnilega ekki í stríð við aðrar lýðræðisþjóðir. En það gera hinsvegar lönd og svæði þar sem lýðræði er á undanhaldi. Lýðræðið er einmitt á undanhaldi í Evrópusambandinu. Því hefur ófriðarhættan aukist í takt við aukin völd Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd.
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:33 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Ég hef aldrei verið hrifinn af ESB, þessi færsla þín styrkir mig í þeirri fullvissu. Sl. áramót seldum við fisk í Bremerhaven og þar spjallaði ég við nokkra heimamenn. Þeim bar öllum saman um að erfiðara væri að ná endum saman eftir að evran kom og enginn af þeim sem ég talaði við, var ánægður með ESB, þeir voru mjög óhressir með það.
En ég er búinn að skemmta mér mikið yfir lestri athugasemda þinna á síðu Evrópusinna. Ég skil ekki af hverju þeir sögðu þig ókurteisan.
Að kalla menn heimska, sem viðhafa svona málflutning eins og þeir, er ósköp milt orðalag miðað við það sem þeir eiga skilið.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2010 kl. 02:29
Þakka þér fyrir þetta Jón.
Já Þjóðverjar eru ekki neitt sérstaklega ánægðir með hvorki ESB né evru. Ég held reyndar ekki að neitt 27 landa ESB sé ánægt með hvorki ESB eða evru. En þau komast bara aldrei út úr hvorki ESB né myntbandalaginu aftur. Það er engin leið til baka.
Mikill meirihluti þýskra kvenna vill fá þýska markið aftur sem sinn gjaldmiðil, samkvæmt skoðanakönnun þar í landi fyrir 2 árum.
Það segir sitt að það er meira að segja vaxandi andstaða við upptöku evru í Eistlandi. Þar eru einungis 47% fylgjandi evruupptöku. Hin vaxandi andstaða í Eistlandi byggir á að þeir óttast að evruaðild landsins munu þýða verri lífskjör fyrir þjóðina og meiri dýrtíð | BBN
Í tilefni 10 ára afmælis myntbandalagsins skrifaði Václav Klaus forseti Tékklands ágætis grein um þetta evru dýrtíðar mál í Financial Times 2008 | Ten Years of Euro: A Reason for Celebration?
Vona að þið hafið selt vel í Bremerhaven
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2010 kl. 09:14
Sæll aftur.
Það sem vantar í ESB umræðuna, er þín persónulega reynsla af ESB og almennings í ESB löndunum. Eftir að hafa lesið um samskipti forseta Tékklands við forsvarsmenn sambandsins á síðu Hjartar, þá var ég mjög hugsi. Það var eins og að horfa á bíómynd um samskipti Sovétríkjanna við stjórnmálamenn annarra kommúnistaríkja. Það má einnig lesa það út úr fréttunum, að ESB vill vera eitt stórt og fullvalda ríki.
Við höfum ekki tryggingu fyrir neinu, ef við göngum þarna inn. Öll ríki eða ríkjabandalög, sem reyna að hafa áhrif á skoðanir manna eru stórhættuleg.
Það væri gaman fyrir ESB klúbbinn að lesa og vonandi skilja þá grein sem þú skrifaðir í Þjóðmál um ástandið sem skapaðist, þegar Danir tengdu sig við evruna. Það er greinilegt á þeirra umfjöllun, að þeir kunna ekki að beita rökum.
Ef þeir gætu hrakið lið fyrir lið þær skoðanir sem þú setur fram, væri mögulega hægt að bera ofurlitla virðingu fyrir þeim, en þeir gera það ekki.
En ég sá að þú gerðir það, þannig að enginn þarf að efast um, hvor málstaðurinn er réttur. Allir hafa auðvitað rétt á sínum skoðunum, hverju nafni sem þær nefnast. En að neyða þær upp á fólk, jafnvel þvinga þjóðina inn í ESB, það er glæpur, sem seint verður fyrirgefinn.
Ég hef aldrei verið að ergja mig á mínu menntunarleysi, það er ekkert verra en hvað annað að vera til sjós. En ég viðurkenni fúslega núna, að léleg tungumálakunnátta hjá mér, er orðin ansi bagaleg. Ef ég væri góður málamaður myndi ég geta kynnt mér allt um þessi mál í erlendum fjölmiðlum og fylgst betur með umræðunni ytra.
Það sem almenningur í ESB segir er marktækara, heldur en það sem stjórnvöld viðkomandi landa eru að segja, íslendingar þurfa að fá að heyra það.
Þótt mín menntun sé lítil, þá eru sem betur fer til menntaðir og upplýstir menn, eins og þú og margir fleiri. Almenningur þarf að heyra ykkar raddir hljóma, það er komið nóg af lygaþvættingi og órökstuddum dylgjum frá gjörsamlega hlandvitlausum ESB sinnum, sem kunna ekki að færa rök máli sínu til stuðnings. Þeir eru fastir í barnalegri rökfræði; "af því bara" rökfræðinni .
Við seldum ágætlega í Þýskalandi, en nú ætlar sjávarútvegsráðherrann víst að banna löndun á fiski erlendis, þeir vilja passa upp á, að við sjóararnir breytumst ekki í auðmenn.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2010 kl. 11:30
Þetta er að verða uppáhalds bloggið mitt, ég verð að fá að komitera á bloggið um hvort menntun borgar sig í norræna velferðarkerfinu, ég var að lesa það áðan og athugasemdatíminn er liðinn.
Þetta minnir óþægilega á Sovétríkin, þar sem verkamaðurinn var í miklum metum og enginn mátti vera ríkur, nema hann væri innundir hjá "flokknum".Allir þurfa að vera jafnblankir. Sagði ekki Churchill einhvern tíma að kapitalismi væri ójöfn skipting á gæðum og jafnaðarstefna jöfn skipting á örbirgð? Það var hárrétt hjá kallinum, en dómgreind og rökhugsun er engin hjá vinstri mönnum.
Ekkert þjóðfélag fær staðist án vel menntaðra einstaklinga og góðra menntastofnanna. Vitanlega eru til hálfvitar í menntamannastétt, en ég tel að þeir væru nú vitlausari, ef þeir hefðu ekki menntun.
Ég þekki líka svona dæmi eins og þú talar um, skattanna. Vinafólk okkar hjóna býr í Danmörku. Hún er sálfræðingur með óreglulegar tekjur. Hún þarf á allri sinni sálfræðikunnáttu að halda, til að lifa óbrjáluð við þessa vitleysu og oft eflaust þarf hún að taka eiginmanninn á bekkinn.
Þau vilja flytja til Íslands og telja sig lifa betra lífi hér, að öllu leiti nema einu, það er svo erfitt að fjármagna íbúðarkaup. Reyndar gæti ég trúað þeim til að vera áfram í Danaveldi, eftir að "hin tæra vinstri stjórn" tók við völdum.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2010 kl. 12:54
Ég er mikið sammála þér Jón og þakka þér fyrir innleggin. Hér er get ég víst litlu bætt við án þess að offiska gróflega í hrærðum bollanum. Þú ert sennilega kominn með allann aflann sem var í þessum kaffibolla.
Já við erum reyndar líka á leið til Íslands. Eftir 26 ára fjarveru. Þetta er hægt núna því börnin eru orðin fullvaxin og geta sjálf og eru 50% flutt úr landi. Við komum með næstu vorskipum. Eina sem er eftir er að losna við kofann. Fasteignamarkaðurinn er eitthvað svo frosinn fastur hér.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2010 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.