Leita í fréttum mbl.is

Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt

Upptaka: Frækileg för Rússa, en vestrænar bifreiðar á jörðu niðri glíma í dag við sama skynjarahelvíti og Rússar glímdu við þarna úti í geimnum árið 1985

****

SKULDIR, VERÐBÓLGA OG STÖÐNUN HNIGNUN

Skuldastaða hins opinbera í Bandaríkjunum er smámunir miðað við flest önnur verst-rænd lönd vesturlanda vegna þess hversu lágir skattar í Bandaríkjunum eru sem hlutfall af landsframleiðslu. Greiðslugeta Bandaríkjanna er því óendanlega stór miðað við til dæmis næstum öll ríki ESB-Evrópu

Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna eru í kringum 27 prósentur. En í löndum Evrópusambandsins –þar sem kúlakar (sjálfseignarbændur) valda pólitískum usla í dag með því að standa í vegi fyrir nýja rauðkommagræna evrópumenninu– eru skattar komnir upp í og yfir 40 prósentur af landsframleiðslu. Greiðslugetan í erfiðu árferði er því ekki lengur til staðar í ESB-löndunum, nema þá með því að dauðrota þá sem enn hafa fyrir því að standa fyrir landsframleiðslunni - og þá um leið einnig þá sem neyta hennar og nota. Þannig er það ekki í Bandaríkjunum, enn sem komið er

Ef það er eitthvað sem Bandaríkin þurfa ekki að hafa áhyggjur af núna, þá er það skuldastaðan. Margt annað er hins vegar orðið þannig að Bandaríkjamenn ættu frekar að hafa þungar áhyggjur af því. Til dæmis hafa Bandaríkin fyrir langa löngu tapað vopnakapphlaupinu við Rússland og eru á leið með að tapa því gagnvart fleiri ríkjum. Þau hafa einnig tapað tækni-, menningar- og menntakapphlaupi. Bandaríkin eru að því leytinu í innvortis hrunferli

Álykta því ég; að seðla-Powell sé hér frekar að undirbúa komandi 20-ára verðbólgutímabil þar sem skuldir verða brenndar niður, því hann veit ofurvel að ekkert þýðir að eiga við stjórnmálamennina. Þannig losuðu því sem næst þjóðargjaldþrota Bretar sig við skuldirnar vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Með verðbólgubruna. Jerome Powell stendur því við vaskinn núna og þvær hendur, fyrirfram; "seðlabankinn varaði ykkur við, en þið stjórnmálamenn sinntuð málinu ekki"

Verðbólgan er ekkert á förum á hratt innvortis rotnandi Vesturlöndum, þó svo að pásur myndist inn á milli. Bíðið þið bara...

BEINTENGT ?

Victor Davis Hanson - um fall Rómarveldis - í vestri

Fyrri færsla

Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn


mbl.is Skuldastaða Bandaríkjanna ósjálfbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2024

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband