Leita í fréttum mbl.is

Engir rafbílar segir Apple

LÍKAR ÞETTA

Ginni Rometty forstjóri IBM og Tim Cook forstjóri Apple

Jarðsamband: Arftaki Steve Jobs hjá Apple, Tim Cook forstjóri Apple - í samræðum við Ginni Rometty nýlega fráfarandi forstjóra IBM

****

TÍMINN STILLTUR RÉTT

"Oft er hægt að vera stoltur af því sem maður aldrei gerði", sagði Steve Jobs

Þess vegna tilkynnti Apple í gærkvöldi að fyrirtækið muni ekki fara út í framleiðslu á rafbílum. En Apple Inc. hefur í meira en 10 ár lagt stund á rannsóknir á fyrirbærinu. Í gær tilkynnti Apple svo að niðurstaðan af þeim rannsóknum sé sú að framtíðin spili ekki með þeim sem framleiða og selja rafbíla

Apple cancels secretive electric car project in shift to focus on AI
FT UK homepage, 27 Feb 2024 21:16
Company ends decade-long research effort as electric vehicle industry loses momentum | krækja

Satt að segja held ég að Apple hafi aldrei á neinu tímabili álitið að rafbílar væru annað en veruleikafirrt leikrit sem fyrirtækið neyddist til að þykjast taka þátt í vegna þrýstings frá bæði stjórn og svo kölluðum "aðilum markaðarins" og æpandi sértrúarsöfnuði stjórnmálamanna, fjölmiðla, sérfræðinga og tæknitæknum á borð við keppinauta

Og nú þegar allur rafbílabransinn er kominn í hinar verstu ógöngur með sína fyrirfram vonlausu tækni, þá hefur Apple álitið að nú væri rétti tíminn til að melda hreint út með það að þeir ætli sér áfram að vera stoltir af því sem þeir létu aldrei tilleiðast að taka þátt í, þrátt fyrir gífurlegan utan að komandi þrýsting

Ef það er eitthvert fyrirtæki sem þekkir takmarkanir rafhlöðutækninnar, þá er það Apple

Það er aðdáunarvert að hafa svona getu til að humma þvælur fram af sér og komast vel frá því. Bréfin í Apple eru að minnsta kosti ekki niður-á-við eftir tilkynninguna. Þau eru upp-á-við

Það skemmtilega er síðan það að Apple sagði við sama tækifæri að þeir myndu flytja hluta af þeim mannskap sem fengist hefur við "rafbílana" yfir í "gervigreindarrannsóknir". Að segja slíkt er sterkur leikur því þannig verst fyrirtækið rétttrúnaðarkirkju þeirrar "tækni" og getur hummað þá þvælu fram af sér eins og þeir hummuðu rafbílaþvæluna burt. Þ.e. á meðan verið er að sturta henni niður. Og það mun taka tíma, því fúlgurnar í gervigreindarbólunni eru orðnar stærri en þær voru í dot.com bólunni þegar fjárfestar gengu á vatni

["þvaðrið um gervigreind undanfarin ár var að sjálfsögðu ekkert annað en múgsefjun á borð við "deilihagkerfið", "fjártækni-fyrirtæki", "græna hagkerfið", "rafmyntir", "sjálfkeyrandi bíla", "örbrugghús", "ping-pong-borð" og "rafmagnsbíla" ásamt þeirri staðreynd að allar þessar þvælu-bólur eiga heimkynni sín innan í risabólu-þvættingnum um "hlýnun jarðar af mannavöldum"] | hér

Innilega til hamingju með góða og rétta ákvörðun Apple. Tímasetningin er stjórnviskulegt afrek

Fyrri færsla

Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu


Bloggfærslur 28. febrúar 2024

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband