Leita í fréttum mbl.is

Rússland nú fimmta stærsta hagkerfi veraldar

Upptaka: Að hafa það er betra en að hafa það ekki. Ural-4320 (drif á öllum) með YaMZ-238 V8 dísilvélinni (eða sexunni) frá vélaverksmiðjunni í Yaroslavl. Ural-4320 fór í framleiðslu 1976 og er framleiddur enn. Greinilega velheppnuð hönnun. Er líka með úttak fyrir drifskaft fyrir aftanívagn og er þá með drif á 5-7 hásingum

****

Alþjóðabankinn (e. The World Bank) segir og skrifar að Rússland hafi á síðasta ári orðið fimmta stærsta hagkerfi veraldar með því að landsframleiðsla þess mælist nú stærri en landsframleiðsla Þýskalands

Þetta kemur mér ekki á óvart. Og líklegt er að á næsta ári muni rússneska hagkerfið fara fram úr því japanska að stærð

En það sem mikilvægara er, er það að iðnaðarhluti rússneska hagkerfisins hefur árum saman verið miklu stærri en iðnaðarhluti þýska hagkerfisins

Þegar Rússland fer fram úr Japan og verður fjórða stærsta efnahagsstórveldi veraldar, kannski á næsta ári, þá er líklegt að iðnaðarhluti þess verði orðinn hátt í tvöfalt stærri en iðnaðarhluti þýska hagkerfisins

Sem sagt. Rússland er nú stærsta hagkerfi Evrópu (VLF PPP)

Fyrri færsla

Beint: Allt heyrt og séð áður


Bloggfærslur 5. ágúst 2023

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband