Leita í fréttum mbl.is

Samskonar kjarnorkuvopn og Bandaríkin geyma í fimm Evrópulöndum

Hinn norski Glenn Diesen prófessor við Suðausturháskólann í Noregi ræðir hér við Douglas Macgregor fyrrum skriðdrekasveitarforingja og aðalráðgjafa varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í stjórnartíð Donalds J. Trumps. Macgregor var lengi vel bjartasta stjarna Bandaríkjahers og talinn einn hinna fáu sem endurskipulagt gæti rekstur og uppsetningu hans, sem fyrir löngu orðið er hið brýnasta mál, því þar fossa fjármunir skattgreiðenda of mikið í ekki neitt. Bloggsíðu Macgregors má sjá hér

****

Bandaríkin geyma samskonar kjarnorkuvopn í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Ítalíu, Tyrklandi og eru með tilbúna geymsluaðstöðu fyrir þau í Grikklandi

Er þá eitthvað nýtt í þessu?

Frá Rússlands og Hvítarússlands hendi er um að ræða meðal annars Iskander eldflaugar- og vagna og segir Moskva að geymsluaðstaða fyrir taktísku kjarnorkuvopnin verði tilbúin til notkunar í Hvítarússlandi þann fyrsta júlí í sumar, en að þjálfun áhafna hefjist þann þriðja apríl

Um er að ræða eitt bandalagsríki Rússlands á móti sex bandalagsríkjum NATO í Vinstri grænum

Einhvern veginn og einhversstaðar verða Rússar að mæta útþenslustefnu NATO og ESB. En þau voru vöruð við árið 2007, og stanslaust síðan, en létu ekki segjast. Ballið er því byrjað og nú verða þeir sem buðu upp í þennan dans að dansa hann, flestir berfættir og á brókinni eins og sést

Fyrri færsla

Þjóðin sem ekkert getur og ekkert kann [u]


mbl.is Flytur kjarnavopn til Hvíta-Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. mars 2023

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband