Leita í fréttum mbl.is

Valery Gerasimov stígur inn

Valery Gerasimov 250px

Mynd, skjáskot af síðu Wikipedia: Valery Gerasimov

****

ÚKRAÍNUDEILAN

Varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu, hefur víkkað skipuritið fyrir yfirstandandi hernaðaraðgerð Rússlands í Úkraínu þannig að ný staða sameiginlegs yfirmanns yfir sameinuðum herafla aðgerðarinnar, ásamt öðru*, er hér með sett í hendurnar á æðsta yfirmanni sameinaðs herafla Rússneska sambandsríkisins, Valery Gerasimov. Næsti maður yfir Gerasimov er varnarmálaráðherrann Shoigu, sem talar reiprennandi átta tungumál önnur en rússnesku, og yfir varnarmálaháðherranum er forsetinn, Vladímír Pútín

Næstu yfirmenn undir Gerasimov eru; a) Sergey Surovikin yfirmaður flug- og geimherafla Rússlands, og b) Oleg Salyukov yfirmaður landhers Rússlands, og c) Alexey Kim sem er næstur Gerasimov í æðstu herstjórn

Varnarher Rússlands samanstendur af; Landhernum; Flughernum; Geimhernum; Flotanum; Strategíska flugskeytahernum; Fallhlífahernum og Sérsveitahernum

Fram að hernaðaraðgerðinni í Úkraínu var allur þessi herafli Rússlands í varnarstöðu-aðeins, bæði að byggingu til, stærð og staðarstöðu. En nú hefur sjö ára útbygging NATO á Úkraínu sem innrásarfallbyssustæði til handa Bandaríkjunum inn í Rússland, ásamt öðrum sem áhuga hafa, neytt rússnesku herstjórnina til að endurskoða stöðu, stærð og stöðumáta alls heraflans. Hann var sem sagt takmarkaður að stærð og í varnarstöðu (e. defensive mode) en er núna sennilega að mörgu leyti á leið yfir í stækkun og sóknarstöðu - ásamt rússneska hagkerfinu

Öll lönd sem verða fyrir svona miklum refsiðagerðum og útilokunum eins og Rússland hefur orðið fyrir, vaxa alltaf að stærð og afli. Það mun einnig gilda um herstyrkleikann. Eins og er getur sameinað NATO ekki sigrað Rússneska herinn á vígvellinum í og í kringum Rússland því Bandaríkin eru hvergi landherveldi nema í Norður-Ameríku, og geta heldur aldrei orðið landherveldi annars staðar en einmitt þar. Að vissum tíma liðnum munu hernaðarlegir yfirburðir Rússlands verða fastur liður í heimsmálunum og Vesturveldin munu sanna sig sem hafandi skotið sig í báðar fætur í gegnum (tóman) hausinn

Þegar heimsveldi Nasista (nú eins konar útþenslu-fyrirrennari NATO, því miður) réðst inn í Rússland sumarið 1941, hitti það allan her Sovétríkjanna fyrir á miðju endurskipulagningarvaði. Allt var upp í loft og var verið að endurskipuleggja allar varnir og öll skipurit Rauða hersins. Að sumu leyti hefur þetta gerst á ný núna, því engum í Rússlandi hafði dottið sú firra í hug að gerspillt Úkraína væri nú þegar orðin jafngildi NATO-ríkis, en það sagði varnarmálaráðherra þess lands að Úkraína væri nú þegar orðin. Þetta sagði hann í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum

* Valery Gerasimov verður nú látinn um aðgerðina í Úkraínu. Hann hefur ritað og sagt að á 21. öldinni sé búið að þokuleggja muninn á stríði og friði í heiminum og að ríki lýsi ekki lengur yfir stríði á hendur óvinum og að stríð gangi ekki lengur fyrir sig samkvæmt áætlunum. Óvopnaðar aðferðir eru í meira mæli notaðar til að ná pólitískum og strategískum markmiðum og gefast þær oft langtum betur en þær vopnuðu. Herstjórn í dag þarf því að samanstanda af víðtækri notkun á stjórnmálum, efnahagsmálum, upplýsinga- og mannúðarmálum, öðrum óvopnuðum hernaðaraðgerðum ásamt því að nota mótþróa og mótmælaáhrif þjóða í sama tilgangi

* Valery Gerasimov verður nú látinn staðfæra deiluna í Úkraínu. En það þýðir að áhrifaþáttum NATO á deiluna verður vísað til föðurhúsanna og það verður líklega ekki svo erfitt, segir Alexander Zimovsky við tímaritið aif.ru (Argumenty i Fakty), því Úkraínumenn hafa misst trúna á herstjórn landsins ásamt trúnni á herstjórn NATO, sem hugðist láta Úkraínu "berjast til síðasta Úkraínumanns" í þágu þess

* Valery Gerasimov mun því hefjast handa við að staðfæra og staðargera deiluna, snúa upp á og út úr NATO og ríða því niður, og snúa stærstum hluta Úkraínubúa til fyrri sameiginlegra hagsmuna með Rússlandi, en fyrst og fremst samkvæmt óskum fólksins. Meðan á því stendur mun hann láta rússneska herinn um að þrýsta með óbeinni öldufjarstýringu upp nýrri víglínu sem liggja mun um og halda utan um vestasta hluta Úkraínu og láta vesturveldin síðan um að bítast um hann sem eins konar nýjan hluta af Póllandi, Ungverjalandi og bandarísku ESB gerspillingarbæli sem á endanum mun tvístra því sem eftir er af landshlutanum enn frekar

Nýju "undravopnunum" að vestan mun verða staflað upp þar. Þau verða ekki send austur í landinu, þar sem þau yrðu strax skotin í tætlur á sama hátt og allt annað sem að vestan hefur komið. Þau munu byrja að mynda nýju víglínuna frá og með nú. Gamla dótið að vestan

* Valery Gerasimov veit einnig sem er, að fjölvídda stigmögnunarafl Rússlands í þessu máli er enn ónotað og að það er lárétt og nær til Vesturheims

Nikolai Patrushev æðsti yfirmaður rússneska öryggisráðsins og eins konar þjóðaröryggisráðgjafi forseta Rússlands, sagði í viðtali við aif.ru að hálfgerður og ókjörinn mafíumassi virðist hvenær sem er geta skotið forseta Bandaríkjanna út í geiminn þ.e. úr þjóðkjörnu sæti hans, eða þá hreinlega gengið frá honum á jörðu niðri, eins og sannarlega hefur verið gert, oftar en einu sinni. Bandaríska þjóðin ræður litlu um stjórnmálin í landi sínu og enn minna um varnarmálin. Þar er engu að treysta, eins og sannast hefur núna

Það grátbroslega við gagnrýni Rússa á Bandaríkin núna er það, að gagnrýnin er á svipuðum nótum og hún var á Sovéttímanum, en hvellsmellur hins vegar og passar hárrétt við veruleikann í dag eins og hann er orðinn bæði vestanhafs og í sovétríki Evrópusambandsins. Gagnrýnin hittir algjörlega í mark í dag, en það gerði hún ekki nema að hluta til á Sovéttímanum. Slík er hnignun og úrkynjun Vesturlanda. Múrinn féll vestur

Eftir NATO-bröltið austur og inn í Úkraínu, valdarán og fullkomna hunsun NATO á lögmætum grundvallar þjóðaröryggishagsmunum Rússlands, hef ég því miður misst of mikið af því mikla áliti sem ég hafði á Bandaríkjunum og á NATO, því þarna var gersamlega gengið fram af skynsemi minni og raunsæishyggju

Það fólk sem þarna situr við völd núna mun ekki hætta fyrr en NATO liggur í rúst, sundurskotið innan frá af örvita fáráðlingum í illa fengnum valdastólum.  Þannig enda reyndar allar fjölþjóða tilraunir til sameiginlegra varna. Úr því sem komið er segi ég því: farið hefur fé betra. Svona er að æða yfir Rubicone. Leiðin til baka er lokuð. Rústir einar blasa við

Fyrri færsla

Getur ekki passað


mbl.is Rússar skipta aftur um mann í brúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2023

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband